Morgunblaðið - 21.06.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.06.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ1980 3 Svífðu seglum þöndum ÞAÐ VAR ekki amalegt að svífa seglum þöndum um sundin í fyrrakvöld og ekki skemmdi það fyrir, að farkosturinn var norska þjóðargjöfin, knörrinn Örn. Nokkrir vaskir piltar hafa tekið bátinn í sína umsjá, lagfært hann og hyggja gott til glóðarinnar í sumar. Ljósm. S. Cassata. Ráðherranefnd f jallar um vanda frystihúsanna „SKÝRSLA Þjóðhagsstofnunar sýnir, að það eru nú meiri birgðir i landinu. en hafa verið að meðaltali um þetta leyti undan- farin ár. Nákvæmar upplýsingar um birgðastoðuna vestanhafs liggja ekki fvrir og inn i mat á stöðuna hér heima blandast með- al annars farmannaverkfallið i fyrra og útflutningsbannið vorið 1978. Gn engu að síður er sölu- tregðan nú alvarlegt vandamál, sem ekki hefur verið á undan- förnum árum. Ráðherranefndin mun koma saman til annars fundar á mánudaginn og síðan verður málið rætt á ríkisstjórn- arfundi á þriðjudag. Þar með er ekki sagt. að á þeim fundi verði gengið frá ákvörðunum. Þetta vandamál er svo stórt og viðfemt. að það þarf að athuga mjög vandlega,1* sagði Gunnar Thor- oddsen, forsætisráðherra, er Mbl. spurði hann i gær um störf ráðherranefndar þeirrar, sem ríkisstjórnin hefur falið að fara yfir skýrslu Þjóðhagsstofnunar um birgðastöðu frystihúsa og markaðsmál og undirbúa málið fyrir næsta rikisstjórnarfund. t nefndinni sitja auk forsætisráð- herra; Steingrimur Hermanns- son, sjávarútvegsráðherra, og Svavar Gestsson, félagsmálaráð- herra. Gunnar Thoroddsen sagði, að skýrsla Þjóðhagsstofnunar hefði verið lögð fram á ríkisstjórnar- fundi á fimmtudaginn. „Málið var rætt ítarlega, en síðan var okkur þremur falið að kanna skýrsluna nánar og athuga ýmsa möguleika í sambandi við aðgerðir vegna vandans," sagði Gunnar. Ráð- herranefndin kom saman á fimmtudaginn og mun koma aftur saman á mánudag, sem fyrr segir, en í millitíðinni sagði forsætisráð- herra að frekari gagna og upplýs- inga yrði aflað. 12,6% hækkun byggingarvísitöhi HAGSTOFAN hefur reiknað út vísitölu bygrKÍn>íar- kostnaðar eftir verðlaKÍ fyrri hluta júní 1980 ogr reyndist hún vera 490 stÍK, en það svarar til 12,6% hækkunar byKKÍnKarvísitölu frá mars til júní 1980. Gildir þessi vísitala á tímahilinu júlí—september 1980. Samsvarandi vísitala miðuð við tölur, sem giltu fyrir mánuðina eldri grunn er 9735 stig, og gildir apríl—júní 1980 voru 435 stig og hún einnig fyrir tímabilið júlí til 8629 stig. september 1980. Samsvarandi vísi- Daninn f ær ekki starfsleyfi sem dýralæknir við Dýraspitalann LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA hefur synjað dönskum dýralækni. Erik Ramskov Garpus. sem hingað kom fyrir nokkru. um starfsleyfi sem dýrala'knir hér á landi. Sótt hafði verið um starfsleyfi fyrir Danann sem dýralækni við Dýraspítalann í Víðidal næstu sex mánuði. Pálmi Jónsson. landbúnaðarráðherra, sagði í gær, að forsenda þess að unnt va'ri samkvæmt lögum að veita útlendingum starfsleyfi hér sem dýrala'knum va-ri að yfirdýralæknir ma'lti með að leyfið yrði veitt. Yfirdýrala'knir hefði ekki treyst sér til að gefa slík meðma-Ii í þessu tilviki og því hefði ráðuneytið orðið að synja heiðninni. Páll A. Pálsson yfirdýralæknir sagði í gær, að formleg mótmæli frá Dýralæknafélagi íslands hefðu legið fyrir og hefði félagið lagst gegn því að Daninn fengi hér starfsleyfi. „Þá hafa íslenskir dýralæknar þráfaldlega boðist til að taka að sér störf eða rekstur Dýraspítalans og framboð af ís- lenskum dýralæknum er orðið það mikið, að þeir bíða eftir þeim störfum, sem losna. Nú eru einnig 15 íslendingar við nám í dýra- lækningum erlendis og þar af ljúka 4 námi um næstu áramót. Við þetta bætist, að fyrir liggur formleg kvörtun frá héraðsdýra- lækninum í Reykjavík um, að þessi Dani hafi byrjað störf að dýralækningum við spítalann án þess að hafa til þess nauðsynleg leyfi íslenskra stjórnvalda,“ sagði Páll. Páll sagði, að í umsögn sinni fælist ekkert mat á viðkomandi manni sem dýralækni, en aðstað- an væri þannig, að hann gæti ekki sett sig upp á móti dýralækna- stéttinni. „Við teljum að þessi ákvörðun sé byggð á röngum forsendum," sagði Sigríður Ásgeirsdóttir, einn forsvarsmanna Dýraspítalans, „en við erum að óska eftir manni í fullt starf og getum ekki fellt okkur við að spítalinn sé skikkað- ur til þess að taka þrjá dýralækna, sem allir eru þegar í fullu starfi hjá ríkinu, til að taka að sér störf dýralækna við spítalann í hjá- verkum. Þessir þrír menn óskuðu eftir að taka spitalann á leigu, en vildu þó ekki greiða neina leigu. Þeir vildu yfirtaka hann.“ Sigríð- ur sagði, að forráðamenn Dýra- spítalans hefðu þegar snúið sér til danska utanríkisráðuneytisins og danska dýralæknafélagsins, en frekar vildi hún ekki tjá sig um málið að sinni. Fjölmennið á fyrstu Jónsmessuhátíð landsins á Þingvöllum á Jónsmessu, þriðjud. 22. júní Dagskrá: Kl. 18.30 — Lagt upp frá Umferðarmið- stöðinni með vögnum frá Þing- vallaleið. Fargjaldið innifalið, en þeir sem heldur vilja aka eigin bílum, mega að sjálfsögðu gera það, eyða meiru og missa af fjörinu á leiðinni. Kl. 19.30 — Jónsmessuhátíð hefst í hinum nýja Grill-garði á Valhöll: Hótelstjóri: Ómar Hallsson (talið við hann, ef ykkur vantar ódýrt rúm). Veislustjórar: Baldvin Jónsson og Ingólfur Guðbrandsson (sjá um að allir eti og drekki nóg — en þó í hófi). Skemmtistjórar: Halli & Laddi (stjórna uppákomum sbr. Listahátíð, ýmiss konar gríni og skringileg- heitum — auk þess að stjórna matseldinni). Dansstjóri: Þorgeir Ástvalds, sem velur beztu lögin í tilefni dagsins, létt og fjörug og þó blönduð rómantík. Matseðill: Snorra goða-grill, þ.e. ljúffengt blandað kjöt á teini, með bakaðri kartöflu og tilheyrandi góðgæti. — Til að renna þessu betur niður: Ljúffengur Valhallarmjöður — ráuð- ur — innifalinn. onsmessu- hátíð 1980 Gangið á vit góðra va'tta og hlýðið örlögum ykkar undir björtum sumar- himni í tign og fegurð Jónsmessunætur á Þingvöilum. Þetta verður ógleyman- legt kvöid, þár seiP. Mf«JíÍeðin og fjorið ræður ríkjum í hópi vina og goöra félaga. óborganleg skemmtun fyrir gjafverð — aðeins kr. 10.000. (fargjald innifalið) Aðsöngumiðar seldir í Útsýn, Aust- urstr. 17, 2. hæð á mánud.—þriðjud.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.