Morgunblaðið - 06.12.1980, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 06.12.1980, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1980 Hvaö gerðist á íslandi 1979? eftir Steínar J. Lúövíksson Hvaö gerðist á íslandi 1979? Sjálfsagt eru sumir atburöir ársins fólki enn í fersku minni, eins og t.d. stjórnarslitin og alþingiskosn- ingarnar, þyrluslysiö á Mosfellsheiöi og hafísvoriö. En þaö er ótrúlega fljótt aö fyrnast yfir ýmislegt, jafnvel þótt þaö veröi aö teljast merkisviðburöir og kunni aö hafa mótandi áhrif á framtíöina. Hvaö geröist á íslandi 1979 svarar ótrúlega mörgum spurningum um atburöi ársins, hvort sem þeirra er spurt nú eöa í framtíöinni. Hér er um aö ræöa sögu samtímans, sögu sem eykst aö gildi eftir því sem árin líöa. Hvaö geröist á íslandi, er sannkölluö heimilisbók, nauösynlegt rit öllum þeim sem áhuga hafa á því aö fylgjast meö atburöum samtímans. Bókina prýöa á þriöja hundrað Ijósmyndir, sem hafa ekki síöur sögulegt gildi en texti hennar. Hvaö gerðist á íslandi 1979, er óskabók heimilanna í ár. & BÆKUR í BRENNIDEPU Forsetakjör 1980 eftir Guðjón Friðriksson og Gunnar Elísson Söguleg bók um sögulegan atburö. 29. júní 1980 valdi íslenska þjóöin sér nýjan forseta. Hlaut Vigdís Finnbogadóttir kosningu, og er hún jafnframt fyrsta konan sem kjörinn er forseti í lýðræöisríki. í bókinni er fjallaö um kosningabaráttuna, kjöriö og hinn nýkjörna forseta, og brugöiö upþ ýmsum svipmyndum frá starfsferli hans fyrir kjöriö. Forsetakjör kemur einnig út á ensku, og er því tilvalin bók fyrir þá sem senda vilja erlendum vinum eöa kunningjum bók. Forsetakjöriö á íslandi 1980 vakti heimsathygli, og því er þessi bók sannkallaöur kjörgripur. Enska útgáfan ber heitiö Mrs. President. Heims- metabók Guinness Heimsmetabók Guinness er ein vinsælasta bók sem gefin er út í heiminum um þessar mundir, enda er í bók þessari aö finna gífurlegan fróöleik í samanþjöppuöu formi. Nú kemur út ný útgáfa, og má segja að þar sé um gjörbreytta bók aö ræöa. Sífellt er veriö að setja ný met, og ýmislegt aö breytast, en auk þess hefur íslenskt efni nú verið stóraukiö í bókinni. Er víöast aö finna íslenskar hliðstæöur viö þaö sem fjallaö er um í bókinni, og því mikinn fróöleik um land og þjóö aö ræöa. Heimsmetabók Guinness er fjölfræöibók, sett upþ á lifandi og skemmtilegan hátt og prýdd fjölda Ijósmynda, sem gefa bókinni stóraukið gildi. Ritstjórar Örnólfur Thorlacius og Steinar J. Lúövíksson. Andóf gegn framsóknar- mönnum Einkennileg deila er komin upp i fréttaflutn- inf(i stjórnarmálgaKn- anna Dagblaðsins ok Tímans um það, hvort hafið sé, það sem Dag- blaðið kaliar „skipulaKl andóf gegn framsókn" meðal „reiðra Flugleiða- starfsmanna" er hugsi samgónguráðherra, Steingrími Hermanns- yni, „þegjandi þörfina". frétt Dagblaðsins, sem birtist 25. nóvember seg- ir: „llópar starfsmanna Flugleiða ræða nú i al- vöru um að bindast óformlegum samtökum um að styðja ekki Fram- sóknarflokkinn og stunda áróður gegn flokknum vegna óánægju með afskipti Stcingrims Hermanns- sonar fiokksformanns og samgönguráðherra af málefnum Flugleiða." I Timanum 3. desem- ber er birt frétt þess. efnis, að „einn af eldri flugstjórum Flugleiða" hafi komið að máli við Timann til að bera fregn Dagbiaðsins „alfarið til baka“. Er það haft eftir þessum óncfnda manni, að „þessi saga“ um skipulagt andóf gegn F ramsóknarf lokknum „með þvi að vinna flokknuin tjón og minnka fylgi hans" sé „liklega með þvi ógeð- felldara. sem logið hefur vcrið upp“. En í Dag- hlaðinu var sagt. að Flugleiðastarfsmenn væru reiðir Steingrimi Hermannssyni „fyrir þá stefnu sem honum er eignuð að „vilja færa Arnarflugi bita af rekstri Flugleiða“ eins og það var orðað. Einnig fyrir það að staðfesta veitingu leyfis til handa íscargo að stunda far- þegafíug á leiðinni ís- land — Amsterdam. Athyglisvert er, að hvorugt stjórnarmál- gagnanna birtir nöfn heimiidarmanna frétta sinna um þetta mál. Við- brögð Timans vekja í því sambandi sérstaka at- hygli, þvi að sá háttur er að verða algengari i fréttamennsku þar, að nafnlausir starfsmenn „á fjölmennum vinnu- stöðum“ eru farnir að snúa sér til blaðsins í þvi skyni að bera blak af forystumönnum Fram- sóknarflokksins eða leggja fyrir þá spurn- ingar um aðkallandi úr- lausnarefni i stjórnmál- unum. Minnir sú blaða- mennska óneitanlega á starfsaðferðir ákafra flokksmáigagna fyrir austan tjald, þar sem alið er á þvi með slíkum aðferðum, að einangrað- ir flokksbroddar njóti alþýðufylgis. Ahyggjur framsókn- arhroddanna vegna þessa máls koma glöggt fram í grein Guðmundar G. Þórarinssonar, þing- manns þeirra í Reykja- vik, er birtist í Dagblað- inu í fyrradag. Guð- mundur tekur andófinu. sem auðveldlega gæti fellt hann, af karl- mennsku. og segir: „Stundum er mönnum mest hallmælt fyrir það sem þeir þykjast best gera. Stjórnmálamenn mega ekki hlaupa eftir atkvæðum í öilum mál- um ... Hótanir um að fella mig munu i engu breyta minni afstöðu i Flugleiðamálinu." Kommissarar hinnar nýju stéttar Á meðan yfirlýst stefnumál Aiþýðubanda- lagsins eru flest þver- brotin af ráðherrum þeirra vegna ástar þeirra á vaidastólunum. reyna þeir að hlíðka flokksbræður sína með dúsum á kostnað skatt- greiðenda. Smástirni innan raða Alþýðu- bandalagsins eru skipuð tii launaðra nefndar- starfa eða þeim falið að gegna ritarastörfum við þær óteljandi nefndir. sem settar eru á laggirn- ar til að sinna hinum ólíklegustu verkefnum. Á því hefur verið vak- in athygli, að á lands- fundi Alþýðubandalags- ins var hafnað hug- myndum frá „sérfrseð- ingum" flokksins i „þjóðfrelsismálum". Hvorki var lýst yfir stuðningi við „friðlýs- ingu“ né „þjóðarat- kvæðagreiðslu“. í sára- bætur haía „sérfra'ð- ingarnir" hins vegar fengið launuð störf á vegum ráðherra sinna. Þórður Ingvi Guð- mundsson er „sérfræð- ingur“ Alþýðuhanda- lagsins i „friðlýsingar- málinu". Hann hefur unnið að ýmsum bitl- ingastörfum fyrir fé- lagsmálaráðherra jafn- framt störfum sinum i þágu flokksins og Þjóð- viljans. Bragi Guð- hrandsson er „sérfræð- ingur“ Alþýðubanda- lagsins í „þjóðarat- kvæðagreiðslunni“. Iðn- aðarráðherra hefur út- vegað honum bitlinga- störf. í frétt Morgunblaðs- ins i gær kom fram. að Bragi Guðbrandsson hefur verið skipaður rit- ari svonefndrar staðar- valsnefndar á vegum iðnaðarráðherra, sem á að kanna „hvar helst komi til álita að rcisa ný iðjuver í tengslum við nýtingu á orku- og hrá- efnalindum landsins". Farið er fram á, að þessi nefnd fái 115 milljónir króna til ráðstöfunar á næsta ári. Og af frásögn ritara hennar má ráða, að starf nefndarinnar sé skipulagt þannig að hún geti setið sem lengst við kjötkatla kerfisins. Til- gangsleysi nefndarskip- unarinnar lýsir sér best í því viðhorfi iðnaðar- ráðherra. að brýnasta verkefnið í virkjunar- málum landsmanna sé að leggja niður álverið í Straumsvik. Ilins vegar er nefndin ekki til- gangslaus i valdabrölt- inu innan Alþýðubanda- lagsins. þvi að hún veitir kommissörum hinnar nýju stéttar flokksins verkefni á kostnað skatt- greiðenda auk þess sem hún slævir þá í barátt- unni fyrir „hugsjóna- málum“ á flokksvett- vangi og gerir þá háðari yfirstéttinni. Deilur stjórnarmálgagnanna, Dagblaðs- ins og Tímans, um það, hvort starfsmenn Flugleiða hugsi framsóknarmönnum þegjandi þörfina, hafa leitt til þess að Guömundur G. Þórarinsson, þingmaður framsóknar í Reykjavík, segist ætla að falla með málstað sínum. KVÖLD- skemmtun aö Hótel Sögu (Súlnasal) sunnudag 7. des kl. 20.30 Kynnir og stjórnandi: Bryndís Schram Dagskrá: 1. Ávarp: Guörún Helgadóttir alþingismaöur. 2. Söngtríóiö John Paul James with Amour. 3. Gamanvísur: Jóhannes Hilmisson. 4. Samleikur á flautu og gítar: Manuela Wiesler. 5. Model '79 sýna fatnað úr Flónni. 6. ? ? ? Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar Málverkahappdrætti Mjög góö málverk eftir þekkta myndlistarmenn. Aögöngumiðar seldir í anddyri Hótel Sögu í dag kl. 15—17. Borð tekin frá um leiö og á sunnudag frá kl. 20. Fjáröflunarnefnd Styrktarfélags vangefinna. 7T....js-..: — 7j> - 7y-------

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.