Morgunblaðið - 06.12.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.12.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1980 Samgöngumál - flugmál - ferðamál - [ Fyrri grem Eins og alkunna er hefur að undanförnu farið fram á flestum sviðum þjóðlífsins mikil þjóð- málaumræða um stöðu flugmála og samgöngumála þeim tengd. Ekki er alveg laust við að umræða þessi hafi á köflum mótast full- mikið af ýmsu yfirborðstali eins og títt er þegar stjórnmál tengjast umræðum um nokkuð sérhæfða málaflokka, þar sem takmörkuð þekking stjórnmálamanna blönd- uð nokkurri auglýsingagirni blandast saman við hráa af- greiðslu fjölmiðlanna, þar sem vegist er á víxl með lítt grunduð- um yfirlýsingum. Hefur stundum ekki farið hjá því að yfirlýsingar manna og fjölmiðla hafi frekar mótast af eðli og stærð fyrirsagna heldur er raunverulegu efni þess vandamáls, sem á dagskrá var. Hinu er þó ekki að leyna, að óvenjumikið hefur komið fram af mönnum, sem skyndilega verða vitrir eftir á. Virðist svo vera, að það sé stærri hópur manna en menn kynni að hafa grunað, sem oftar en hitt fá sína vizku eftir á. Segir það nokkra sögu. Jafnvel í þessum hópi eru ábúðarfullir menn, sem hafa það að aðalstarfi að miðla öðrum af vizku sinni. Sem betur er, hefur farið fram á köflum málefnaleg umræða á báða bóga milii ábyrgra aðila svo sem vera ber í jafnmiklu alvörumáli og um ræðir. Ekki skal tekinn þáttur í þessari umræðu frekar — henni er lokið um sinn, en hætt er við að henni sé ekki að fullu lokið þó að fyrsti stormurinn sé genginn yfir. Það hefur lítt komið fram í þessari miklu umræðu, að sam- göngumál, flugmál og ferðamál eru samofnar greinar á sama meiði. Tiltölulega hagstæð þróun íslenskra ferðamála á undanförn- Við Reynisfjall * Heimir Hannesson, formaður Ferðamálaráðs Islands ar hafa numið verulega hærri upphæð, þar sem tekjur í inn- lendri mynt eru verulegar. Má hér enn minna á, að það hlýtur að vega afar þungt í þessu efni, að erlent ferðafólk — með eða án dvalar — gerir okkur kleift að halda uppi betra og fullkomnara samgöngukerfi jafnt við umheim- inn sem innanlands en annars væri mögulegt. Séu gjaldeyristekjur af ferða- þjónustu bornar saman við ýmiss konar annan útflutning skv. hag- skýrslum á árinu 1979 kemur í ljós ýmislegt athyglisvert. Ferðamálin gefa af sér í gjaldeyri á árinu sem svarar milli 50—60% af heildar- útflutningi alls saltfisks Sölusam- bands ísl. fiskframleiðenda, þau gefa af sér rúmlega tvöfalt meiri gjaldeyrisverðmæti en öll sala saltsíldar á vegum Síldarútvegs- nefndar á árinu, u.þ.b. fimm- til sexfalt andvirði allra hvalaafurða landsmanna, u.þ.b. fimmfalt verð- mæti kísiljárns flutts út af Járn- blendifélaginu, u.þ.b. nífalt verð- mæti skreiðar fluttrar út af Sam- lagi skreiðarframleiðenda — enn- fremur nífalt verðmæti alls kísil- gúrs á árinu og tuttugu og sjöfalt andvirði útfluttra skinna og ullar frá Sláturfélagi Suðurlands, svo nokkur dæmi séu nefnd. Af mörgu fleira mætti taka, en í þessu samhengi er fróðlegt að rifja upp tillögu til þingsályktun- ar, sem flutt var á Alþingi 1974— 75, 205. mál, 96. löggjafarþing. Flutningsmenn voru sá er þetta ritar ásamt þingmönnunum Bene- dikt Gröndal, Eyjólfi K. Jónssyni og Garðari Sigurðssyni. Tillagan var eftirfarandi: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni í samráði við þjónustuaðila í íslenskum ferða- og samgöngumálum að Jákvæð þróun ferðamála forsenda samgöngukerfisins um árum hefur verið forsenda þess samgöngukerfis, sem okkur hefur tekist að byggja up bæði til og frá íslandi og það er hollt að menn geri sér grein fyrir því nú á þeim óvissutímum, sem ríkja, að eina færa leiðin til að takast megi að tryggja viðunandi samgöngur til og frá landinu sem og þá tíðni í innanlandsflugi, sem menn telja nú eðlilega, er að aukning verði í ferðamálum eða þróun ferðaþjón- ustu. Það er a.m.k. grundvallar- skilyrði, að takast megi að halda í horfinu miðað við jákvæða þróun síðari ára. Telja verður að varla sé hægt að telja árið 1980 að fullu marktækt í þessum efnum vegna þess óvissuástands er ríkt hefur í samgöngumálum þjóðarinnar mikinn hluta ársins. I næsta greinarkorni verða færð að þessu nokkur efnisrök jafnhliða því sem í þeirri grein verður reynt að gera grein fyrir þeirri þróun sem telja má líklega í flugmálum okkar og annarra þjóða í næstu framtíð. I þessu spjalli verður vikið að fáum þáttum ferðamálanna auk al- mennra orða um tengsl þeirra við samgöngukerfi landsmanna. Alveg fram á þetta ár hefur þorri Islendinga litið á það sem sjálfsagðan hlut að íslenzkir þjón- ustuaðilar í flugi byðu upp á daglegt flug frá landinu í austur og vestur. Slík samgönguþjónusta við eyland í norðurhöfum gegnir fyrir íbúa þess svo mikilvægu hlutverki að vart verður með orðum lýst. Er óhætt að fullyrða, að brautryðjendastarf forráða- manna beggja flugfélaganna sem og samfelldur rekstur þeirra um áratugaskeið með þessum hætti, svo víða um heimsbyggðina, sé einn glæsilegasti þáttur í íslenskri atvinnu- og framfarasögu á þess- ari öld. Nýrrar stefnu- mótun- ar þörf Það þarf stundum erfiðleika og áföll til að menn geri sér grein fyrir því, að lífsins gæði koma ekki öll á silfu-rfati — og vel má greina það í umræðu síðustu vikna og mánaða, að stundum þarf harðan skell til að menn átti sig á augljósum staðreyn'dum. Þetta glæsilega starf forráðamanna og starfsfólks á sannarlega meira skilið en að það sé flokkað undir einhverja einokunarstarfsemi eða sett undir óljóst mæliker hluta- fjárverðmætis. Svo einfalt er það ekki — þó að ýmsir þeirra, sem svo auðvelt eiga með að vera vitrir eftir á, eigi nú skýringar á reiðum höndum. Eitt skal fullyrt; Flug- þjónusta í slíkum mæli, sem alþjóðaflug íslendinga hefur þró- ast í — hefði aldrei orðið að raunveruleika ef þeir dugmiklu flugmenn og þeir fáu einstakl- ingar, sem trúðu á framtíðina með þeim, í hinni óvissu tíð á fyrstu áratugum þessarar aldar, hefðu sett sitt traust á ríkisvaldið eða opinber afskipti. Það var lán þeirra og þjóðarinnar, að þeir hófust handa sjálfir án þess að bíða eftir merki úr stjórnarráðinu eða frá löggjafarþinginu. Og hví- lík blessun fyrir skattborgarana, að mál skyldu þá þegar taka þá stefnu. Hætt er við að ef opinber forsjá hefði átt að standa að þessari sögulegu þróun, hefði tími Esjunnar, Heklunnar og Gullfoss staðið lengur á íslandi — og íslensk þotuöld runnið síðar upp — hefði hún þá nokkru sinni komið! Þetta er hollt að hafa í huga þegar menn ræða það í dag í fullri alvöru, að svo sé komið, að ríkisvaldið taki að hluta eða öllu við flugrekstri Islendinga. Væri þó ólíku saman að jafna að taka við allri þeirri miklu ryenslu, tækni og markaðsþekkingu, sem í dag er fyrir hendi og verður ekki metin til fjár — hvorki af matsnefndum né sjálfum Ríkisábyrgðasjóði. En nú er þessi tími liðinn! Það er ekki lengur sjálfsagður hlutur, að íslenzkt flugfélag geti árið um kring boðið upp á flug til um- heimsins kvölds og morgna. Og þeir sem á sama tíma hafa beinlínis með athöfnum eða at- hafnaleysi látið sér á sama standa um þær forsendur, sem gert hafa þessa starfsemi mögulega, m.a. móttöku erlendra ferðamanna — geta nú endurreiknað sitt dæmi og endurmetið sína afstöðu. Hér hef- ur stundum verið um að ræða menn, sem ætlað hefur verið að axla nokkra ábyrgð — og ekkert haft á móti því sjálfir að geta notið þessarar þjónustu í hvert skipti er þeim sjálfum hefur hentað. Þannig geta menn síðar í lífinu stundum rekið sig á sínar eigin mótsagnir. En hvað er þá til ráða? Að því verður að nokkru vikið í næstu grein, þar sem m.a. verður reynt að horfa á hvaða kaldar stað- reyndir kunna að vera á næsta leiti í samgöngumálum okkar — flug- og ferðamálum, því allt er þetta svo nátengt, að ekki verður í sundur slitið. Þegar það liggur fyrir, í ljósum staðreyndum, að á árinu 1979, miðað við að flugfloti í eigu eða notkun Flugieiða hf. hafði upp á að bjóða, á því ári, samtals u.þ.b. 914 sæti og meðaltalssætafjölda 183, að ferðalög erlendra gesta okkar til og frá landinu hefðu á árinu öllu borið uppi hvorki meira né minna en 409 flugfeðir á því ári til og frá landinu, virðist varla orka tvímælis, að hér er um að ræða svo þýðingarmikið efnisat- riði að ekki er hjá því komist að kryfja það til mergjar — a.m.k. að taka mjög alvarlegt mið af því í allri okkar stefnumörkun. Það hefur því miður ekki verið gert. Eins og með sjálfsagða daglega flugið, er það enn almenn skoðun, sem ekki er bundin við „manninn á götunni" heldur nær í æðstu staði svokallaðs stjórnkerfis, að staða ferðamála sé enn þannig að það sé sjálfsagður hlutur, að svo megi heita að viðskiptavinirnir bíði eftir því að komast hingað. Sannleikurinn er sá, að í ferða- viðskiptum sem öðrum alþjóðleg- um viðskiptum ríkir hin harðasta samkeppni, þar sem spurningin um.framboð og eftirspurn, verð og gæði hefur úrslitaáhrif á ákvörð- un viðskiptavinarins. Það vefst fyrir of mörgum, að ferðaþjónusta er ekki annað en útflutningsat- vinnuvegur og þjónustugrein, sem að því einu er frábrugðin öðrum útflutningsatvinnuvegum, að neytendurnir koma til okkar með íslenskum farkostum og kaupa hérlendis vörur og þjónustu. Þessi atvinnuvegur er nú — og hefur verið þegar um nokkurra ára skeið — með stærri atvinnu- vegum þjóðarinnar, sem m.a. má sjá á því að á árinu 1979 voru gjaldeyristekjurnar tæplega 16 milljarðar króna. Heildartekjurn- kanna hið fyrsta leiðir til að auka fjölþjóðlegt ráðstefnunald hér á landi, m.a. vegna hinna miklu gjaldeyristekna, sem ráðstefnu- hald skapar. Einkum verði ís- lenzkar stofnanir og samtök, er hlut eiga að alþjóðlegu samstarfi, hvattar til að beita sér fyrir því að ísland fái sinn skerf af funda- og ráðstefnuhaldi, sem fram fer á vegum þeirra aðila." Satt best að segja, er mér ekki kunnugt um og hef ekki fengið upplýst, þrátt fyrir nokkra eftir- leit, hvort tillögú þessi dagaði uppi eða hvort hún lenti í safninu mikla, sem fær mismikinn fram- gang og ekki verður frekar rætt. í greinargerð með þingsálykt- unartillögunni segir m.a.: „Fæstum, sem ekki starfa að íslenskum samgöngu- og ferða- málum, er ljóst hve mikla þýðingu það hefur að auka nýtingu flutn- ingatækja og þjónustuaðstöðu utan hins skamma annatíma yfir hásumarið. Það er samdóma álit allra þeirra, er að ferðamálum vinna, að aukning á fjölþjóðlegum ráðstefnum á Islandi gæti aukið gjaldeyristekjur þjóðarbúsins verulega, sbr. það tölulega yfirlit, sem hér fer á eftir um líklegar gjaldeyristekjur af einni tiltölu- lega lítilli ráðstefnu. Fyrir utan hinar beinu tekjur er að sjálf- sögðu mjög aukið hagræði að því fyrir hina ýmsu viðskiptaaðila ferðaþjónustunnar að nýta alla aðstöðu lengur en ella, svo sem fyrir flugfélög, hótel, veitingahús og aðra sambærilega aðila. Miðað við þær verulegu tekjur, sem þessi starfsemi skapar, er eðlilegt að hið opinbera hafi frumkvæði að því í samvinnu við þjónustuaðila í samgöngu- og ferðamálum, aö vinna að því á skipulegan hátt að fá hingað til lands fjölþjóðlegar -U

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.