Morgunblaðið - 06.12.1980, Síða 15

Morgunblaðið - 06.12.1980, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1980 15 KROFLUELDAR ■ „FYRRVERANDI forseti, Krist- ján Eldjárn. fær nastu eldsum- brotahrinu hér í Mývatnssveitinni i afmælisgjöf, t>að er í dag 6. dcsember,“ sagði Iljörtur Tryggvason mælingamaður þar nyrðra í spjalli við Hlaðvarpann. Annars eru þessar spár mínar að mestu leyti gerðar í grini, þó i þeim felist nokkur alvara. Manni skjátlast venjulega oftar en hitt. Ég hef annars nokkrum sinnum hitt nákvæmlega á upphaf gosa og jarðhræringa. 1978 hafði ég sagt norskum jarðfræðingi og fyrirles- ara svona í gríni að næsta gos yrði 10. júlí kl. 2 eftir hádegi. Hann sagði síðan frá þessu í mikilli fyrirlestrarferð um Noreg og varð alveg himinlifandi þegar spáin stóðst. I annað skipti hafði ég sagt norskum ritstjóra að landsig myndi „Spámaðurinn“ Hjörtur Tryggvason. „Spámaðurinn“ býst við eldgosi í dag hefjast einhvern ákveðinn dag. Hann hringdi í mig þennan dag, og það stóðst, landsigið var hafið. Fyrir síðustu umbrotahrinu hafði ég lofað stúlku, sem lengi hefur unnið í Kröflu, gosinu í afmælisgjöf og sagt, að það yrði 15. október. Ég frétti svo skömmu síðar, að hún hefði frestað afmælisveizlunni til þess 18. svo ég sagði við hana, að þá yrði ég að fresta gosinu líka. Gosið hófst svo í sama mund og afmælis- veizlan. Ég vil nú samt taka það fram að ekki er mikil ástæða til að taka þessar dagsetningar mjög alvar- lega sagði Hjörtur Tryggvason að lokum. EFNAHAGSMÁLIN Gildi kommanna eykst AÆTLAÐAR efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar um áramótin hafa lengi vel verið vel faldar almenningi og öðrum, sem þær koma ekkert við. Það hefur þó kvisast út, að samfara myntbreyt- ingunni, þegar komman verður færð fram um tvö sæti, sé ætlunin að beita sama vopni á verðbólguna, en þó ekki eins harkalega, enda er engin ástæða til að ganga af þessu óskabarni þjóðarinnar dauðu. Það hefur því verið ákveðið að þar verði komman aðeins færð fram um eitt sæti og verði því eftir áramótin aðeins í kringum 7%. Menn skilja nú einnig betur þá andstöðu gegn Gunnari sem ríkir innan Sjálfstæðisflokksins. Hann er stöðugt að auka gildi kommanna! HELGI TÓMASSON DANSKUR? Helgi Tomasson fra New York City Ballet pá gœstespil SELV OM Helgi Toraatwon er fodt pA Island. betrngter ame- rikanerne ham for danaker Hana profeaaionelle baggrund er nemlig danak, og derfor regnea han ogsA med i den gruppe, der kaJdea den danake mafia i Balanchinea New York City Ballet Her domi nerer danakerne nemlig aom nationalitet n*at efter ameri- kanerne. ______ Vor ruriten -landsmand Helgt Tonuuion donitr t decembtr pd Det Kgl Teater for fonte gang Helgi Tómasson listdansari danskur? Það er ekki líklegt að íslendingar samþykki það, en engu að siður er hann talinn tii dönsku „mafiunnar í Balachines New York City Ballet“. Það er greinilegt að Dönum þykir þetta ekkert verra og í BT er frétt um það að Helgi sé væntanlegur til Danmerkur til að dansa gestahlutverk í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn. Textinn undir meðfylgjandi mynd er á þessa leið: Vor næstum samlandi Helgi Tómasson dansar í desember í Kongunglega leikhúsinu i fyrsta sinn. Danir hafa lengi sótzt eftir fslandi og gæðum þess og nú er greinilega betra að fara að gæta sin. GEIR HALLGRÍMSSON GEFUR VÍÐA GÓÐ RÁÐ GEIR Hallgrímsson kemur víða við og gefur góð ráð á ólikleg- ustu sviðum. í Tímanum mið- vikudaginn 3. desembcr segir Viðar Simonarson, þjálfari og leikmaður i meistaraflokki Ilauka i handknattleik, að hann hafi þegið góð ráð hjá þeim Axel Axeissyni, Björgvin Björgvins- syni. scm báðir þekki þýzkan handknattleik mjög vel, svo og Geir Ilallgrímssyni. Síðan segir orðrétt: „Það er ætlunin að reyna að leika stífa pressuvörn gegn þeim og láta bakkarana taka á móti þeim framarlega á vellinum. Klippa út hornamennina og hugsanlega taka tvo leikmenn hjá þeim úr umferð ef ástæða þykir til.“ Hvort Geir hefur þar með ljóstrað upp baráttuaðferð stjórnarandstöðunnar og ætlunin sé að taka þá Pálma og Friðjón úr umferð, eða að hann hefur stúd- erað handknattleik á laun skal látið ósagt. HELGARVIÐTALIÐ Erlingur Páll Ingvarsson heitir einn af okkar ungu og upprennandi myndlistarmönnum. Eftir stúdentspróf frá MA fór hann til náms í Handíöa og myndlistaskóla íslands og lauk þaóan námi úr nýlistadeild eftir 4 ár. Síðan lá leið hans til Amsterdam í Hollandi og þaöan í listaakademíuna í Diisseldorf, en þaðan lauk hann prófi í vor. Síðast liðinn vetur kynnti hann nútímalist í einn mánuð við Myndlistaskóla Akureyrar. í apríl á þessu ári hélt hann sína fyrstu einkasýningar í St. Petri Galerie í Lundi, en áður hafði hann sýnt á Akureyri ásamt Hollendingi, Þjóöverja auk eins íslendings og tekið þátt í nemendasýningum f DUsseldorf. „Viö getum sagt aö hjá mér ráöi hugmyndir og út- færsla þeirra helst efnisvalinu og sýningin sem ég hélt í fyrra og stóö í 5 daga byggö- ist upp á 5 mismunandi „skúlptúrum" og var hver fyrir sig sýndur einn dag í senn,“ sagöi Erlingur er Mbl. haföi tal af honum. „Ég miö- aöi uppsetningu sýningarinn- ar við húsakynni gallerísins og kom til dæmis ekki með neitt efni undir hendinni til Svíþjóöar, aöeins hugmyndir. Ég dvaldi síöan á staönum um hálfan mánuö viö undir- búning og efnisval.'1 Verkin og útfærsla þeirra miðast við and- rúmsloftið á staðnum „Sýningin snerist ákaflega mikiö um tímann og mann- Erlingur Páll Ingvarsson. (Ljósm. KÖE.) Hugmyndir og út- færsla þeirra ráða efn- isvali og uppsetningu eskjuna sjálfa, þetta voru allt saman sjálfstæð verk, en þetta var þemað í þeim öllum. En í raun og veru réöst útfærsla hugmyndanna, og þá verkin sjálf, af andrúms- loftinu á staönum. Einn dag- inn hafði ég raðaö múrstein- um upp á þann hátt aö þeir gáfu til kynna þróun í tíma og enduðu þeir í vegg, sem ég hlóö upp í einar dyrnar í sýningarsalnum. Þegar nokk- uö var liöið á daginn kom sænskur abstraktmálari á staðinn og reiddist vegna þess aö þaö var ekki Svíi, sem hafði fundið upp á þessu og hreinlega kastaöi sér á vegginn. Eigandi gallerísins varö alveg miður sín og sagöist ætla aö búa til verk úr rústunum, sérstaklega til- einkaö mér. Þegar hann haföi lokiö því, leizt mér svo vel á hugmyndina að ég lét hana standa út næsta dag.“ The gallery was empty of art, — but now you have entered „Viöbrögö íslendinga á staönum voru mjög misjöfn, sumir tóku sýningunni mjög vel, en aörir voru óánægöir eins og gengur og gerist. Þeir óánægöu boðuðu mig á sinn fund og uröu þar mjög harðar umræöur um þaö hvaö list væri. Þeir ákváöu síöan aö koma síðasta sýningardaginn og þá haföi ég alla sýningar- salina alveg tóma, nema aö innst í einum salnum hengdi ég upp skilti með áletruninni: „The gallery was empty of art, — but now you have entered." Og margir uröu ókvæöa við og móðguðust og geröu sér greinilega ekki grein fyrir því aö mannslík- aminn og hugur hans eru listaverk." Færa verður listina í þann búning, sem henni hentar Viö hvaö miöar þú list þína? „Mín list miðast ekki viö þaö, aö ekki sé hægt aö eiga hana, skoöa og njóta, þó þessi sýning hafi kannski gefið þaö til kynna. Hitt er svo annað mál aö fyrst og fremst verður aö taka miö af listinni sjálfri og færa hana í þann búning, sem henni hentar, burtséö frá öllum markaðs- og sölumöguleik- um. Aö öðrum kosti skiptir hugtakiö list ekki lengur málí. Þá er listin fyrst og fremst orðin þjónkun viö stöðluð form og þá yrði myndlistin ekki lengur söm. Ég hef alltaf litið þannig á aö listin sé eitthvert mikilvægasta afl mannsandans til aö foröa sér frá stöönun og ég held aö listin sé glæöandi fyrir frjáls- borna hugsun og haldi fólki vakandi í svefngengilsþjóðfé- laginu. Þá má ekki gleyma því, hvað sem sagt verður um skoöanir, aö bókmenntir hafa veriö einhver mesta kjölfest- an í íslenzku þjóðlífi fram á okkar daga og ég er ekki í vafa um aö myndlistin getur orðið stór hluti þessarar kjölfestu.“ íslenzkir nútíma- myndlistamenn vekja mikla athygli erlendis „Sem dæmi um veg ís- lenzkrar listar má nefna, aö erlendis hefur sá ferski blær, sem kemur frá íslenzkum nútíma-myndlistamönnum, vakiö mikla athygli og hin Norðurlöndin standa okkur talsvert að baki í nútíma listsköpun. íslendingar hafa ekki verið bundnir mjög fast- heldinni myndlistarhefð og hefur þaö -haft mikiö aö segja. Sem dæmi um þetta má nefna aö Jón Gunnar Árnason myndlistamaöur er nú kennari við myndlista- akademíuna í Kaupmanna- höfn, þar sem Danir töldu sig ekki hafa hæfan mann í starfið. Ég vil aö lokum taka það fram," sagöi Erlingur, „aö listin og þeir, sem hana skapa, veröa aö vera frjálsir. Ég rakst einhvers staöar á þessa klausu: „Ef listin væri sá baggi á þjóðfélaginu, sem margir ætlast til, væri þaö fyrir löngu búiö aö varpa honum af sér.“ Mér finnst hæfilegt aö enda spjallið á þessu." Eina verkið síðasta sýningardaginn vakti verulegt umtal.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.