Morgunblaðið - 06.12.1980, Side 17

Morgunblaðið - 06.12.1980, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1980 17 breyíinguna 1942 er Sjálfstæðís- flokkurinn aðili að ríkisstjórn allt til ársins 1956 að utanþingsstjórn- inni undanskilinni. Þrátt fyrir mikla leiðréttingu var enn ekki búið að ná samstöðu um hugmyndir Hannesar Haf- stein frá 1905. Það giltu ekki sams konar reglur um kosningu þing- manna hvarvetna á landinu og það hlaut enn að segja til sín þegar fram liðu stundir. Það átti líka eftir að koma í ljós. Tilflutningar svo og meiri fjölgun fólks á þéttbýlisstöðunum tók að skekkja þá mynd, sem menn höfðu fyrir sér 1942, og hafði þá verið mikil leiðrétting. Kjördæmabreytingin 1959 í alþingiskosningunum 1953, þegar Sjálfstæðisflokkurinn fékk mjög hagstæða útkomu, 21 þing- mann kosinn, skorti 17 uppbótar- sæti til þess að jöfnuður næðist á milli þingflokka. Hefði Sjálfstæð- isflokkurinn þá átt að fá 6 þing- sæti til viðbótar. Það var hins vegar hægt að benda á það, að Sjálfstæðisflokk- urinn þyrfti þá aðeins um 100 atkvæða viðbót í ákveðnum kjör- dæmum til þess að bæta við sig 5 þingsætum og ná helmingi þing- sæta á Alþingi með um 40% atkvæða. Þessi útreikningsaðferð and- stæðinga Sjálfstæðisflokksins varð til þess, að Framsóknarflokk- urinn og Alþýðuflokkurinn gerðu með sér kosningabandalag 1956, „Hræðslubandalagið". Ætlun þeirra var að ná meirihluta á Alþingi með minnihluta atkvæða í skjóli ranglátrar kjördæmaskip- unar. Orsakir þess var m.a. hægt að rekja til þeirra rniklu breyt- inga, sem orðið höfðu á búsetu manna, og mismunandi mikillar fólksfjölgunar í landinu eftir kjör- dæmum. Þetta tókst ekki sem betur fer. Hins vegar urðu þessi vinnubrögð undanfari kjördæmabreytingar- innar, sem gerð var 1959, í and- stöðu við Framsóknarflokkinn eins og alltaf áður. Þá varð hugmynd Hannesar Hafstein að veruleika, að því undanskildu að þingmönnum var ekki skipt jafnt á inilli kjördæma eftir fólksfjölda. Mynduð voru eins og kunnugt er 8 stór kjördæmi með 5—12 þing- mönnum, sama kosningafyrir- komulag alls staðar og þingmönn- um fjölgað í 60. í fyrri kosningunum 1959 skorti 14 þingsæti til viðbótar til þess að jöfnuður næðist á milli þing- flokka, en í síðari kosningunum skorti 3 þingsæti. Ekki náðist fram sú hugsun, að þir.gmenn skiptust milli kjör- dæma eftir fólksfjölda. Ekki var heldur gert ráð fyrir endurskoð- unarákvæði með tilliti til mis- munandi mikillar fólksfjölgunar í kjördæmunum. Það er einmitt vandamálið, sem við glímum við í dag. Aukið misvægi atkvæða í kjördæmum breytir ekki aðeins áhrifum kjós- enda á Alþingi, heldur hefur valdið því, að styrkur þingflokka samkv. atkvæðairagni hefur skekkst. Þetta lendir fyrst og síðast á Sjálfstæðisflokknum, stærsta stjórnmálaflokknum, sem sækir meirihluta fylgis síns til íbúa á þéttbýlissvæðunum. Ég sagði áðan, að skort hefði 3 þingsæti 1959 til þess að jöfnuður hefði náðst milli þingflokka. 1963 skorti 5,1967 2,1971 4,1974 7,1978 og 1979 skorti 6 þingsæti og af þeim hefði Sjálfstæðisflokkurinn fengið 3, Alþýðubandalagið 2 og Alþýðuflokkurinn eitt. Til úrlausnar á kjörtimabilinu________________ Frá 1857 til 1930 má segja, að þau sjónarmið, sem lágu til grundvallar breytingum á kjör- dæmaskipuninni, hafi verið land- fræðileg, þ.e. skipting landsins í lögsagnarumdæmi. Frá 1930 hefur hins vegar setið í fyrirrúmi að ná fram jöfnuði á milli þingflokka. Málið í dag er vandasamara að því leyti, að nú höfum við bæði viðfangsefnin til úrlausnar. Það er ljóst, að aukið misræmi á vægi atkvæða hefur aukið ójöfnuð á milli þingflokka. Við þurfum því að ná fram braytingum til þess að jöfnuður sé milli þingflokka. Við þurfum að leiðrétta það misræmi, sem orðið er á vægi atkvæða eftir búsetu manna í landinu, en á þoim töflum, sem hér fylgja, sést hver breyting hefur orðið á þá tvo áratugi, sem núverandi kjördæmaskipan og kosningalög hafa gilt. Við erum sammála um það, að hér er erfitt verkefni til úrlausn- ar. Svo hefur ætíð verið, þegar kjördæmaskipun og kosningalög- um hefur verið breytt. Við megum þó ekki mikla svo vandamálið að því sé vikið til hliðar þess vegna, heldur ber okkur að vinna við lausn þess og óumflýjanlegt er að Alþingi taki það til úrlausnar á þessu kjör- tímabili. Ég hef hér dregið fram þær breytingar, sem gerðar hafa verið á kjördæmaskipan landsins frá endurreisn Alþingis, og viljað vekja athygli á þeim meginsjón- armiðum, sem þar hafa legið til grundvallar. Varðandi úrlausn þessa máls í dag er ég þeirrar skoðunar, að sjónarmið Hannesar Hafstein frá 1905 séu enn í fullu gildi. Við kjördæmabreytinguna 1959 lagði Bjarni Benediktsson megin- áherzlu á þau sjónarmið og vann þeim fylgi, en hann sagði: „Frá minu sjónarmiði hefur það ætíð verið höfuðatriði í kjör- dæmamálinu — að sams konar reglur giltu um kosningu þing- manna hvarvetna á landinu, í Reykjavík, sem annars staðar. Endalaust verður deilt um, hvort heppiiegra sé að hafa hlutfalls- kosningar eða einmenningskjör- dæmi. Én sama háttinn verður að hafa allsstaðar, annað skapar óþolandi ranglæti." Á þeim grundvelli eigum við sjálfstæðismenn að vinna áfram að lausn þessa réttlætismáls. Öðruvísi verður ekki landi okkar stjórnað með lýðræðis- legum stjórnarháttum. Öðruvísi verður ekki tekist á við þau vandamál, sem við blasa. Aðventusamkomur í Saurbæjarprestakalli NtJj Á jólaföstunni verða haldnar tvær aðventusam- komur I Saurbæjarpresta- kalli á Ilvalfjarðarströnd. Sunnudaginn 7. desember kl. 14 verður aðventusamkoma í Lcirárkirkju. Kirkjukórinn syngur jólalög undir stjórn frú Kristjönu Höskuldsdótt- ur, organista. Þá verður rætt um jólin, lesin jólakvæði og jólasaga og sóknarprestur flytur hugleiðingu og bæn. Sunnudaginn 14. desember kl. 14 verður aðventusamkoma í Hallgrímskirkju í Saurbæ. Samkór Suður-Borgfirðinga syngur jólalög undir stjórn Ulriks Ólasonar, organista, sem einnig leikur einleik á orgel kirkjunnar. Þá syngur Barnakór Akraness undir stjórn Jóns Karls Einarsson- ar, skólastjóra. Lesin verða jólakvæði, iúsíur koma fram o.fl. Aliir eru velkomnir á þessar aðventusamkomur. Spástefna Stjórnunarfélagsins um þróun efnahagsmála 1981: Niðurstaða flestra, að verðbólga verði 55- 70% Stjórnunarfélag íslands efndi í gærdag til spástefnu um þróun efnahagsmála árið 1981 og voru flutt niu framsöguerindi. Það varð niðurstaða framsögumanna. að verðbólga hér á landi yrði á bilinu 55—70% og gerðu menn þá ráð fyrir mismikium efnahagsað- gerðum stjórnvalda. Ólafur Daviðsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, sagði í sinni framsögu. að búast mætti við um 5% rýrnun viðskiptakjara á þessu ári og um 1,5% á því næsta, en árið 1979 var rýrnun viðskipta- kjara um 9%. Á þriggja ára timabili má þvi búast við, að viðskiptakjör landsins rýrni um rúmlega 15%. Þorsteinn Pálsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bandsins, nefndi sem dæmi um aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efna- hagsmálum, að samkvæmt fjár- lagafrumvarpi væri gert ráð fyrir, að veita 10 milljörðum króna til sérstakra efnahagsaðgerða, en það dygði til að greiða niður t.vö vísitölustig, sem þýddi að væri verðbólgan 70% tækist ríkisstjórn- inni að lækka hana niður í 68%. Þá sagði Þorsteinn, að þótt allar verðbætur á laun yrðu afnumdar á næsta ári, myndi verðbólgan þrátt fyrir það liggja í kringum 45%. Fjórir frarnsögumanna fjölluðu um efnahagslegar forsendur við gerð fjárhagsáætlunar árið 1981 fyrir fyrirtæki og stofnanir. Hjá Birni Friðfinnssyni, framkvæmda- stjóra fjármáladeildar Reykjavík- urborgar, kom fram, að hann gerði ráð fyrir um 61% verðlagsbreyt- ingum á næsta ári og 54% launa- breytingum við gerð fjárhags- áætlunar fyrir Reykjavíkurborg og hann reiknaði með að hver dollar kostaði í lok ársins um 900 krónur. Þórður Magnússon, fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs Eim- skips, sagði, að við gerð áætlana hjá þeim væri gert ráð fyrir um 55% verðlagsbreytingum innan- lands og þeir gerðu ráð fyrir því að dollarinn myndi hækka um 43% í verði á næsta ári, þ.e. hann myndi ATVINNULEIKHÚSIÐ á Akur- eyri hefur nú hafið starf að nýju eftir nokkuð hlé, sem stafaði af fjárhagslegum erfiðleikum. Munu nú vera að hefjast æfingar á „Skáld-Rósu“ og verður Jill Brooke Árnason leikstjóri. Leikfélagið hefur nú fengið lof- orð fyrir auknum styrkjum frá ríki og Akureyrarbæ, en að sögn kosta um 858 krónur við lok ársins. Eggert Ágúst Sverrisson, fulltrúí hjá SÍS, sagði að í þeirra áætlun væri gert ráð fyrir 67,1% verðlags- breytingum hér innanlands og um 64,5% launabreytingum. Þeir gerðu ráð fyrir 56,2% hækkun á verði dollarans, þannig að í lok ársins myndi hver dollar kosta 934 krón- ur. Magnús Gústavsson, forstjóri Hampiðjunnar, sagðist gera ráð fyrir um 72% launahækkunum á næsta ári í sínum áætlunum og þar væri gert ráð fyrir tæplega 74% hækkun á verði dollars. Hver dollari myndi þvi í árslok 1981 kosta 1050 krónur. Þóreyjar Aðalsteinsdóttur hjá LA hefur velgengni Kabaretts LA og Sjálfstæðishússins valdið mestu um það að starfið getur nú hafizt. Ekki er enn ákveðið hvaða verk fylgja í kjölfar „Skáld-Rósu“, en ráðinn verður leikstjóri fyrir hvert verk fyrir sig fram til vorsins. Þá verður hafizt handa við ráðningu nýs leikhússtjóra. LA hefur störf að nýju „Skáld-Rósa“ fyrsta verkefnið COMBIPÖT í ÚRVALI LAUGAVEGI 47 SÍMI17575 6.153

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.