Morgunblaðið - 06.12.1980, Síða 20

Morgunblaðið - 06.12.1980, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1980 Jólatónleikar Kammersveit- ar Reykjavíkur eru á morgun Kammersveit Reykjavíkur hefur síðustu daga verið að æfa af kappi fyrir tónleika, sem hún mun halda í Bú- staðakirkju á morgun. Blaða- maður leit inn á æfingu hjá hljómsveitinni nýlega ok ra'ddi við þær Ilelgu llafliða- dóttur og Itut Ingólfsdóttur um tónleikana oir starfsemi sveitarinnar almennt. „Á tónleikunum á morgun mun- um við leika fjögur verk sem öll eru frá barrokk-tímanum. í fyrsta Iagi leikur Lárus Sveinsson með kamm- ersveitinni konsert fyrir trompet eftir Telemann. Helga Ingólfsdóttir og Elín Guðmundsdóttir eru einleik- arar í konsert fyrir tvo sembala og kammersveit eftir Bach, en síðan munu þær Rut Ingólfsdóttir og Laufey Sigurðardóttir leika þetta sama verk í frumútgáfu sinni fyrir tvær fiðlur og kammersveit," sagði Helga. „Það er eftirtektarvert að Bach skuli hafa skrifað þennan konsert í tvenns konar mynd og fróðlegt að fá að heyra báðar útgáfurnar á tón- Einleikarar á tónleikunum eru þær Elin Guðmundsdóttir, semballeikari, Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari, Helga Ingólfsdóttir, semballeikari og Laufey Sigurðardóttir, fiðluleikari. husgogn Vorum aö taka upp BORÐSTOFU- HÚSGÖGN í rokokko og Lúövíks XVI stíl. Rúm, hvít og í kirsuberjaviö. Húsgögn fyrir þá sem hafa hrifnæman smekk o ° og vilja byggja upp heimiliö meö vönduöum og sígildum húsgögnum, húsgögnum sem ganga í erföir. Viö eigum erfitt meö aö lýsa þeim meö oröumP en gjöriö svo vel og lítiö inn til okkar. Opiö í dag kl. 9—5 husgogn Ármúla 44 — Sími 85153. leikum kammerhljómsveitarinnar. En hvers vegna skyldi Bach hafa skrifað þennan konsert í tveimur útgáfum? Vitað er að á þeim árum sem hann skrifaði þessa konserta varð hann að sjá tveimur kammersveit- um fyrir nægum verkefnum og var önnur Collegium Musicum í Leipzig, en hin var tónelska fjölskylda hans, sem hann var mjög stoltur af enda ekki margir sem geta haldið kons- erta í heimahúsum með fjölskyldu sinni. Síðasta verkið á tónleikunum verður svo Conserto Grosso eftir Corelli, sem er mjög frægt verk og upphaflega samið til flutnings á jólanótt og þess vegna er það mjög gjarnan kallað Jólakonsert. Það verk er mjög skemmtilegt því þar er teflt einleikssveit gegn kammer- sveit. Hljóðfæraleikararnir eru í tveimur hópum til að undirstrika þetta form og svara og spyrja á víxl,“ sagði Helga. Fastir meðlimir Kammersveitar- innar eru þrettán að tölu og það vekur eftirtekt að einn þeirra er ekki hljóðfæraleikari. Það er Gunn- ar Þjóðólfsson og hann er algerlega ómissandi hljómsveitarmeðlimur því hann sér um alla flutninga á hljóðfærum og mæðir oft mikið á honum fyrir tónleika og æfingar. Hvernig hafa æfinKarnar genKÍð? „Æfingarnar hafa verið bæði góð- ar og erfiðar. Við höfum engan stjórnanda, svo vinnan verður þeim mun meiri en að mörgu leyti ánægjulegri fyrir bragðið. Ýmsar skoðanir koma upp sem síðan þarf að samræmá og öllum er leyfilegt að leggja sitt til málanna. Tíminn milli tónleika er stuttur svo æfingapró- grammið er strembið," sagði Helga. Hvaða verk munuð þið svo flytja á næstu tónleikum? „Á janúartónleikunum munum við endurtaka Pierrot Lunaire eftir Schoenberg, sem við fluttum á Listahátíð við mikla hrifningu. Við viljum með þessu verða við fjölda áskorana um endurflutning á verkinu. Paul Zukovsky er gestur hljómsveitarinnar á tónleikunum og mun hann stjórna verkinu," sagði Rut. Á tónleikunum verður ennfremur fluttur klarinettukvintett eftir Brahms og leikur Zukovsky með. Á tónleikunum í mars munum við flytja sex lög eftir Hjálmar Ragn- arsson, sem hann samdi í tilefni áttræðisafmælis föður síns, Ragn- ars H. Ragnars. Þessi verk hafa aldrei fyrr verið flutt á tónleikum í Reykjavík svo okkur fannst vel við eiga að flytja þau nú. Við munum flytja svítu eftir Stravinsky, „Söguna af dátanum", sem er bæði leikrit og hljómsveitar- verk, en við munum sleppa textan- um að þessu sinni. Ná framtíðaráætlanir lengra? Já, okkur hefur verið boðið að flytja Oierrot Lunaire á Listahátíð í Þrándheimi á næsta ári en þar munum við einnig spila nokkur íslensk verk. IIvernÍK K<*nKiir rekstur hljómsveitarinnar? Hljóðfæraleikararnir vinna sitt starf í sjálfboðavinnu og kostnaður við hljómleikahaldið er að mestu leyti fjármagnaður með aðgangseyri og ákriftargjöldum að tónleikum. Einnig höfum við fengið smástyrk frá Reykjavíkurborg. Með því að vinna allt okkar starf í sjálfboða- vinnu tekst okkur að láta enda ná saman. Það er auðvitað aðallega ánægjunnar vegna sem við erum að fást við þetta og einnig til þess að kynna kammerverk, sem ekki væru annars leikin hér á tónleikum. Undirtektir sem við höfum fengið á tónleikum eru okkur mikil hvatning. Starsemi Kammersveitar Reykja- víkur gefur mörgum hljóðfæraléik- urum tækifæri til þess að koma fram opinberlega, jafnt þeim sem hafa starfað um árabil og þeim sem eru nýkomnir heim frá námi erlend- is. Á tónleikunum á morgun munum við leika eingöngu barrok-tónlist, sem er mjög hátíðleg og vel til þess fallin að koma fólki í gott jólaskap," sagði Rut að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.