Morgunblaðið - 06.12.1980, Side 24

Morgunblaðið - 06.12.1980, Side 24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1980 24 fJfofgtmÞIafrUÞ Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavtk. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 7.000 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 350 kr. eintakið. Almennur iðnaður og Alþýðubandalagið Þegar ákvarðanir vóru teknar um Búrfells-, Sigöldu- og Hrauneyjafossvirkjanir andæfði Alþýðubandalagið í öllum tilfellum og vildi velja minni en dýrari virkjunarkosti á framleiðslueiningu. Astæðan var sögð sú að það væri andvígt stóriðju eins og fram kom í afstöðu þess gegn álveri og járnblendiverksmiðju, sem nú veita um 1000 manns atvinnu og leggja til hátt í fimmtung útflutningsverðmæta okkar. I stað stórra virkjana og orkufreks iðnaðar kvaðst flokkurinn vilja efla almennan iðnað. Þrátt fyrir margítrekaðar yfirlýsingar um áhuga á framgangi almenns iðnaðar hefur hann átt undir högg að sækja hjá tveimur alþýðubandalags- ráðherrum á þeim vettvangi. í samræmi við aðild íslands að EFTA eru erlendar iðnaðarvörur nú fluttar til landsins tollfrjálst. Til að skapa íslenzkum iðnaði samkeppnisaðstöðu vóru aðflutningsgjöld af aðföngum smám saman felld niður á aðlögunartíma, þó enn skorti á fullefndir í því máli. Nú er nær ár liðið frá lokum aðlögunartíma. Enn eru þó mörg dæmi um að iðnfyrirtækjum sé gert að greiða aðflutningsgjöld af aðföngum sínum, þótt einsýnt sé, að þau standast ekki erlenda samkeppni nema með sambærilegum starfsskilyrðum og erlendir keppinautar búa við. Þessu veldur tvennt: að aðföng iðnaðar falla sum hver í blönduð tollskrárnúmer, sem ná jafnframt yfir vörur til annarra nota en iðnaðar, og að ákveðin grein í tollskrárlögum hefur verið túlkuð of þröngt varðandi niðurfellingu aðflutningsgjalda til iðnaðar. Af þessum sökum hefur Félag íslenzkra iðnrekenda margítrekað þá kröfu að það fái sambærileg starfsskilyrði og samkeppnisaðilar, með því m.a. að endanlega verði felld niður aðflutningsgjöld, þ.e. tollur, vörugjald, söluskattur, jöfnunargjald og aðlögunar- gjald af aðföngum, þ.e. hráefni, hjálparefni, rekstrarvörum, vélum, umbúðum hérlends samkeppnisiðnaðar. Vorið 1979 fluttu þingmenn úr öllum þingflokkum frumvarp um að fella þessi gjöld að fullu niður. Málinu var vísað til ríkisstjórnarinnar og henni falið að semja frumvarp í þessum tilgangi. Af því frumvarpi fara hinsvegar engar fregnir og í fréttatilkynningu félags iðnrekenda segir: „Það er jafnframt vitað að aldrei hefur verið unnið að samningu slíks frumvarps!" Iðnaðarráðuneytið og fjármálaráðuneytið, sem bæði lúta leiðsögn alþýðubandalagsmanna, auglýstu síðan eftir ábend- ingum iðnaðaraðila varðandi lausn þessa máls með „sérstakri auglýsingu", eins og það var kallað. Samtök iðnaðarins sendu fjölmargar ábendingar, en ekkert hefur gerzt í málinu frekar en svo mörgum öðrum sem sofið er á í núverandi ríkisstjórn. Með aðgerðarleysi sínu hunzar ríkisstjórnin einróma sam- þykkt Alþingis frá 1979 um meðferð þessa máls. Ráðherrar Alþýðubandalagsins, sem málið heyrir undir, Hjörleifur Guttormsson og Ragnar Arnalds, ganga og þvert á fyrirheit flokks síns um eflingu almenns iðnaðar, sem átti að byggja þann veg upp, að hann gæti mætt atvinnuþörf viðbótarvinnu- afls á íslenzkum vinnumarkaði á komandi áratug, án orkufreks iðnaðar. Þetta dæmi sýnir, að kommúnistar hafa engan áhuga á uppbyggingu almenns iðnaðar. Þeir þykjast hafa slíkan áhuga þegar þeir berjast gegn stóriðju, en þegar um það er að ræða að standa við það í verki, kemur í Ijós, að þeir hafa heldur ekki áhuga á að byggja upp almennan iðnað. Alþýðubandalagsmenn eru afturhaldsmenn, sem berjast gegn framförum í íslenzku atvinnulífi. 3% bankamanna Æ' Iforystugrein Morgunblaðsins í gær var sagt, að 3% grunnkaupshækkun hefði verið höfð af bankamönnum vorið 1979. Þetta er rangt. Bankamenn fengu 3% grunn- kaupshækkun 1. apríl 1979, eins og um hafði verið samið. Hins vegar var af þeim tekin 3% grunnkaupshækkun, sem samkvæmt samningi átti að greiðast 1. júlí 1979. Þessi umsamda launahækkun var afnumin með svonefndum Ólafslögum. Gert er ráð fyrir því að 164 milljónir tæpar renni í Launa- sjóð rithöfunda á næsta ári. Sjálfsagt sýnist sitt hverjum um það, hvort brýnustu þörfum sé fullnægt eða þeim gerð viðhlít- andi skil, jafnvel þeir óánægð- ustu í hópi skálda og rithöfunda gera sér þó nokkrar vonir um einhverja úrlausn, þótt þeir kunni að vera hvekktir af reynslu síðustu ára. Samt ala þeir von í brjósti um úrlausn frá Launasjóði, ef þeir fullnægja skilyrðunum: Þú bölvar kannske — handviss um að lífið sé framundan. Þetta er það traust.sem rithöf- undar þrátt fyrir allt bera til Launasjóðsins. Gagnrýni hvað sem raular og tautar sjóðs rithöfunda. Skáldahópur- inn, sem engra lífeyrisréttinda nýtur, er ekki svo stór, að neinum ætti að blöskra þótt sæmilega yrði við hann gert. I skringilegum peningaturni Ég hef fyrir satt að á öndverðu ári hafi verið kosin nefnd af aðalfundi Rithöfundasambands íslands til þess að endurskoða Launasjóðinn. Mér er ekki kunn- ugt um, að hún hafi komið saman og einn nefndarmanna hefur sagt sig úr henni skriflega vegna aðgerðarleysisins sem minnir á stjórnarskrárnefndina. Má þó vera, að báðar ljúki störfum — kannski fyrir alda- mót. Skáld og rithöfundar, sem nú eru önnum kafnir við að skrifa Ég skil ekki þá menn sem reyna að slá um sig með þeim frösum, að í Rithöfundasam- bandi íslands sé ánægja með lög og reglugerð um Launasjóð rit- höfunda og fjárveitingar úr þeim sjóði. Á sl. vori mátti lesa um það í blöðum, hversu rithöf- unda greindi á um einföldustu Halldór Blöndal, alþm.: Einnig hann er skáld atriði í þessu sambandi. Á víxl var talað um pólitíska misbeit- ingu eða þá persónulegar ofsókn- ir. Á þessu stigi skal ég ekki rifja upp þessar deilur, en ein af afleiðingum þeirra varð sú að við, nokkrir þingmenn, komum til móts við minni hlutann í Rithöfundasambandi íslands með því að flytja um það tillögu á Alþingi, að reglugerð og iög Launasjóðs yrðu endurskoðuð og lögð fyrir næsta Alþingi. Það er misskilningur, ef ein- hverjir telja, að í þessum efnum sé eitthvert úrslitaatriði að stjórn Launasjóðs rithöfunda verði þingkjörin. Því hefur að vísu verið varpað fram sem möguleika, en aðalatriði málsins er það, að mér og ýmsum öðrum þykir vafasamt að hafa einungis 3 í stjórn Launasjóðsins. Heppi- legra sé að hafa þá 5 eða jafnvel 7 til þess að fleiri sjónarmið komi fram, úthlutunin verði’ breiðari og tortryggni minni. 45 rithöfundar fóru fram á það með undirskrift sinni á sl. vorí, að reglur Launasjóðs rithöfunda yrðu endurskoðaðar og enn fleiri rithöfundar hafa nú staðfest, að þeir vilji ekki hafa stjórn hans þingkjörna. Að öðru leyti hlýtur þessi endurskoðun að fara fram. Líka vegna þess að ýmislegt annað fé rennur til rithöfunda, sem rétt er og nauðsynlegt að gefa gaum í leiðinni til þess að samræma fjárveitingar svo að þær komi að sem beztu gagni. Lííeyrissjóðsmál rithöfunda I þessari dýrtíð er ekki um það að ræða, að menn geti geymt sér fé til elliáranna á venjulegri bankabók, og gamlar líftrygg- ingar hjá hinum almennu trygg- ingafélögum eru einskis virði. Á hinn bóginn hafa störf rithöf- unda á liðnum árum verið illa launuð, og kannski heldur ekki hugsuð til að græða fé. Þó er ekki sjálfgefið, að þessi stétt manna þurfi að sæta lakari kjörum en aðrir til hinztu stund- ar og ég hef satt að segja verið að velta því fyrir mér síðan í sumar, með hvaða hætti hægt sé að veita rithöfundum og helzt öllum listamönnum aðild að líf- eyrissjóði með skikkanlegum kjörum. Auðvitað yrði líka tekið tillit til að þessu fólki hefur ekki auðnast fram að þessu að kaupa sér vildarkjör í ellinni eins og til að mynda þingmenn og ráðherr- ar. Núverandi stjórnarherrar halda mikið upp á þá kenningu, að skattalög geti verið afturvik, jafnvel þegar börn eiga í hlut. Stundum er skáldum líkt við börn — mætti ekki setja aftur- virk lög um þeirra lífeyrisrétt og hafa í huga í sambandi við endurskoðun á hlutverki Launa- nýjar bækur, mega ekki vera að því að bíða svo lengi. Það þarf að hraða málinu. Má vera, að engin betrumbót finnist og sýnist þá sjálfsagt, að hvort tveggja verði óbreytt, reglugerðin og lögin. En líka má vel vera að sitthvað megi betur fara, og er þá ekki jafn sjálfsagt að kippa því í lag? Tiilaga okkar þingmanna um endurskoðun á lögum og reglum Launasjóðs rithöfunda er ekki flutt í því skyni að níðast á einum né neinum, heldur til þess að koma til móts við gagnrýni, lægja óánægjuöldur. Og það hef- ur raunar komið mér á óvart, að á þessu skuli ekki vera skilning- ur í stjórn Rithöfundasambands Islands. Mér sýnist hún hafa hreiðrað um sig í skringilegum peningaturni Launasjóðs. Baldur Óskarsson segir í einu af sínum ljóðum, að vísu í öðru samhengi. Hverjum skín gott af slíkum turni, spurði ég bróður minn. Einnig hann er skáld. Ég vænti þess, að sú verði niðurstaðan af endurmatinu á Launasjóði rithöfunda, að hann geti komið að enn meira gagni en nú, ekki sízt þeim skáldum og rithöfundum sem skara fram úr og mest hafa lagt af mörkum til íslenzkrar menningar — á langri skáldaævi. Gáfu Heyrnar- og talmeina- stöð Islands fullkomna smásjá HEYRNAR- og talmeinastöð ís- lands hefur nýverið borist höfð- ingleg gjöf frá Hvítabandinu. Gjöf þessi er mjög fullkomin smásjá til nákvæmrar sjúkdóms- greiningar á heyrnarsjúkdómum og sjúkdómum i raddböndum Smásjá þessi er af fullkomnustu gerð og auk þess að vera ómetan- leg hjálp við nákvæma sjúkdóms- greiningu á sjúkdómum í miðeyra, er hún ómetanleg við hvers kyns kennslu í eyrna- og raddsjúkdóm- um, þar sem leikmaður getur fylgst með öllu sem gert er án þess að koma nálægt sjúklingnum. Það er ómetanlegt að eiga að félagsskap á borð við Hvítabandið, sem með fórnfúsu starfi safnar peningum til að kaupa nauðsynleg tæki, sem annars yrði að bíða eftir fjárveitingu í fleiri ár. Það er von mín að fólk fjölmenni á jóla- og kökubasar Hvítabandsins, sem haldinn verður að Hallveigar- stöðum sunnudaginn 7. des. kl. 2 og styrki þar með þennan ágæta Hvítahandið hefur gefið Heyrnar- og talmeinastöð ísiands smásjá til nákvæmrar sjúkdómsgreiningar á sjúkdómum í raddböndum. félagsskap til áframhaldandi Einar Sindrason yfirlæknir, hjálparstarfa að íslenskum líkn- Heyrnar- og talmeinastöð ís- armálum. lands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.