Morgunblaðið - 06.12.1980, Síða 30

Morgunblaðið - 06.12.1980, Síða 30
3 0 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1980 TÓNLIST: Tónleikar í Norræna húsinu Á MÁNUDAGSKVÖLD, 8. desember, halda þeir Hafsteinn Guð- mundsson fagottleikari og Jónas Ingimundarson pianóleikari tón- leika i Norræna húsinu og hefjast þeir kl. 20.30. Auk þeirra kemur Kristján Þ. Stephensen óbóleikari fram í einu verkanna. Á efnisskránni eru verk eftir Fasch, Etler, Osborne og Poulenc. Þessi verk eru nú öll flutt í fyrsta sinn hér á landi. Þeir halda tónleika i Norræna húsinu á mánudagskvöld: Hafsteinn Guðmundsson fagottleikari, Jónas Ingimundarson píanóleikari og Kristján Þ. Stephensen óbóleikari. KARLAKÓRINN STEFNIR: Jólavaka HIN ÁRLEGA jólavaka Leikfé- lags Mosfellssveitar. Karlakórs- ins Stefnis og Stefnu (eigin- kvenna kórfélaga) verður haldin í Hlégarði í kvöld kl. 20.30. Dagskrárn er að venju mjög fjölbreytt og vel til hennar vandað í tónum og töluðu máli. Karlakór- inn syngur undir stjórn Smára Ólasonar, organista. Séra Birgir Ásgeirsson flytur jólahugvekju. Dagskrá Leikfélagsins er undir stjórn Aðalheiðar Ernu Gísladótt- ur. í Hlégarði Veitingar eru á vegum Stefnu, og af fenginni reynslu undanfar- inna ára er víst að enginn gengur svangur frá því veisluborði. Jólavakan er orðin fastur liður í starfi þessara félaga á aðventunni, enda orðin vinsæl af þeim sem sótt hafa undanfarin ár. Skemmtunin verður endurtekin á þrettándanum í Félagsgarði í Kjós. (FréttatílkynninK.) Frá sýningu á kínverskri myndlist á Kjarvalsstöðum, sem opnuð verður i dag. Kínversk myndlist á Kiarvalsstöðum í DAG kl. 14 verður opnuð í austursal Kjarvalsstaða sýning á kinverskri myndlist í hefð- hundnum stil, sem Kínversk- islenska menningarfélagið og sendiráð Kinverska alþýðulýð- veldisins á íslandi efna til. Málverkin á sýningu þessari eru máluð samkvæmt fornum hefðum, sem tíðkast hafa í Kína frá örófi alda. Hér er um að ræða fjölbreytileg dæmi þessar- ar listar, þar sem túlkuð eru hin margvíslegustu efni úr kín- versku þjóðlífi. Þetta er farand- sýning, sem fer til Evrópulanda. Kínversk myndlist hefur verið samofin ljóðlist um langt skeið, og kínverskir málarar hafa löng- um tjáð ýmsar þjóðfélagshrær- ingar í verkum sínum. Hefð- bundin, kínversk myndlist hefur því gegnt og gegnir enn afar mikilvægu hlutverki í kínversku þjóðlífi. Sýningin stendur til 15. des- ember. 1- LjÓ8m. KÖE. KÓR TÓNLISTARSKÓLANS Syngur lúth- erska 16. ald- ar messu í Há- teigskirkju Á MORGUN kl. 14 syngur kór Tónlistarskólans í Reykjavík við guósþjónustu í Háteigskirkju. Prestur er Arngrímur Jónsson. Söng- stjóri Marteinn II. Friðriks- son. Kórinn syi\gur messu eins og tíðkaðist í lútherskum kirkjum á íslandi á 16. öld og einnig munu nemendur Tón- listarskólans leika á orgel og syngja einsöng. Fimmtán mín- útum ’ áður en guðsþjónusta hefst syngur kórinn aðventu- og jólalög undir stjórn nem- enda úr tónmenntakennara- deild. Orgelleikari Háteigskirkju, Orthull Prunner, mun leika við messu í Dómkirkjunni á sama tíma. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR: Rommi í kvöld í KVÖLD verður 29. sýning Leik- félags Reykjavíkur á gaman- leiknum Rommf eftir D.L. Coburn. Leikurinn gerist á elliheimili í Bandaríkjunum þar sem roskinn maður og roskin kona hittast úti á verönd. Hann er ákafur spilamaður en hún hefur ekki snert á spilum í áratugi. Hann tekur því að sér að hressa upp á spilakunnáttu hennar, og þau byrja að spila rommí. Þrjár helgar í röð spila þau látlaust, spauga og rífast, og eftir því sem á líður, opinbera þau sig æ betur hvort fyrir öðru, og áhorfandanum verður ljóst að undir yfirborðsgrín- inu búa alvarlegir undirtónar. Sýningu Leikfélagsins hefur ver- ið afburða vel tekið í leikstjórn Jóns Sigurbjörnssonar, og þau Si- gríður Hagalín og Gísli Halldórs- son þykja bæði fara á kostum í hlutverkum sínum. Höfundurinn, D.L. Coburn, fékk Sigriður Hagalin I hlutverki Fonsiu Dorsey i Rommi. Gisii Halldórsson i hlutverki Weller Martins i Rommi. bandarísku Pulitzer-verðlaunin fyrir leikritið árið 1978. í kvöld kl. 23.30 verður 7. sýning á söngleiknum Gretti í Austurbæj- arbíói og verður það jafnframt síðasta sýning á verkinu fyrir jól. Annað kvöld verður svo 122. sýning á Ofvitanum í Iðnó. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: Könnusteypirinn í síð- asta sinn fyrir jól NÚ FER i hönd næst siðasta sýningarhelgin fyrir jól í Þjóðleik- húsinu. I kvöld verður sýning á „Könnusteypinum pólitíska“ eftir Ludvig Ilolherg í þýðingu dr. Jakobs Benediktssonar og verða ekki fleiri sýningar á þvi leikriti fyrir jól. Eins og komið hefur fram þá er „Könnusteypirinn" gamanleikur um pólitískan framagosa sem fær ær- lega ofanígjöf fyrir stórlæti og digurbarkatal. Bessi Bjarnason leik- ur könnusteypinn og Guðrún Þ. Stephensen leikur eiginkonu hans, en Þórhallur Sigurðsson leikur þjón þeirra. Fjöldi annarra leikara kem- ur einnig fram í sýningunni. Leik- stjóri er Hallmar Sigurðsson og leikmyndin er eftir Björn G. Björns- son. Annað kvöld er sýning á leikriti Tom Stoppards, Nótt og dagur, sem frumsýnt var í síðustu viku í leikstjórn Gísla Alfreðssonar. Ennfremur er á sunnudagskvöldið sýning á leikriti Valgarðs Egilsson- ar Dags hríðar spor. Bessi Bjarnason í hlutverki könnusteypisins pólitíska.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.