Morgunblaðið - 06.12.1980, Side 32

Morgunblaðið - 06.12.1980, Side 32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1980 32 Stefán Örn Stefánsson arkitekt. Meira grjót ^hiand Æusa - naudeynUyrar fndumyjanar rj nybygglngu m ! 1 1 II! _ n r <’jr/ótaþorptb t fteyk/avit. . - a/j teSumynd mhr. /< Soo / /' fooo te/trhnf Je.i. /fS, rto/o/O. 'Je/trristafan Jíofól, fieyk/aui t . Hannes Davíðsson býður upp á breiðsíðu í blaði allra landsmanna 8. nóv. sl. Varla er hægt að láta það sem vind um eyrun þjóta, þó tilfinningin sé ekki ólík. Breiðsíð- unni er beint að könnun á húsum í Grjótaþorpi 1976 og tillögu að skipulagi Grjótaþorps, sem unnin var 1980. Þar sem ég er einn þeirra, sem vann að fyrra verkinu, langar mig að svara stuttlega þeim tiltölulega fáu atriðum í grein Hannesar, sem beinlínis snúast um þann þáttinn, þ.e. húsakönnunina. Mér hefði þó fundist eðlilegra, að Hannes hefði birt þessa gagn- rýni eða komið henni á framfæri fyrr, t.d. 1977, þegar skýrslan kom út. Þá hefði honum jafnvel verið enn skyldara að gera það, því á þeim tíma sat hann í Húsafriðun- arnefnd sem arkitekt og fulltrúi Bandalags ísl. listamanna. Öðrum fremur hefði honum þá átt að vera það hagsmunamál, að fjaMað væri um gömul hús, sér- staklega byggingartæknilega hlið þeirra, á skynsamlegan hátt. En hvað um það — þó nokkur tími sé nú um liðinn og hagsmun- irnir hafi e.t.v. breyst, er engin ástæða til að skorast undan svari. Verkefnið var að meta ástand húsanna 1976 en þó jafnframt að mæla og teikna hvert hús í Grjótaþorpi og gera þannig grein fyrir ytri og inni gerð þeirra. „Ákveðið var að teikna húsin upp í mkv. 1:100, þar sem sá mælikvarði var í bestu samræmi við þá vinnu, sem mælingarnar kröfðust og veitti einnig mögu- leika á að sýna að nokkru fjöl- breytni í gluggagerðum, hurðum og tréverki öðru, án þess þó að um óhóflega nákvæmni væri að ræða. Myndirnar hafa verið smækkaðar um helming (í skýrslunni, innsk.) til hægðarauka, en frummyndir, sem til eru í Árbæjarsafni, geta komið hverjum og einum íbúa eða eiganda að gagni, sem hyggur á breytingar eða endurnýjun." (Grjótaþorp 1976, bls. 40.) Þetta var raunar meginverkefni okkar og viðamesti hluti vinnunn- ar, þar sem fyrir voru aðeins sárafáar og ófuMkomnar teikn- ingar. Alls voru þannig mæld og teikn- uð fjörutíu hús. Ekki sé ég þennan hluta vinnunnar umtalaðan í grein Hannesar. Annað verkefni okkar var að meta ástand húsanna. Við mats- gerðina réðu einkum tvö sjónar- mið. Hér var ekki um eitt einstakt hús að ræða, heldur fjörutíu. Ástandsmatið átti því að vera sambærilegt miMi einstakra húsa, og það átti að vera nothæft áfram, jafnvel að nokkrum árum Mðnum. Hinu fyrra var náð með því að meta sömu byggingarhluta á sama hátt, og þarf ekki fleiri orð um það. Hinu síðara má vafalaust ná á margan hátt, en við völdum að reyna að tengja það því kostnað- arkerfi bygginga, sem til er í landinu og unnið er af Rannsókn- arstofnun byggingariðnaðarins (Rb) og við þá stofnun kennt. Rb-kostnaðarkerfið var þá nýlega endurskipulagt en hafði aðeins verið unnið fyrir eina gerð bygg- inga, blokkaríbúð. Við tókum því þann kostinn að reyna að breyta áherslum miMi einstakra byggingarhluta þannig, að hlutfallsskiptingin yrði nær sanni fyrir endurnýjun á timbur- húsi, áð okkar mati. Þessar breyt- ingar og aðhæfingar voru ræddar við starfsmenn Rb og fleiri aðila, sem reynslu höfðu af mati bygg- ingarkostnaðar, svo sem fram kemur í skýrslunni sjálfri. Þetta er Hannesi auðvitað aMt ljóst, en honum er samt í mun að gera þessa vinnu tortryggilega, og bregður þá ýmist fyrir sig faglegu yfirbragði eða sundurslitnum til- vitnunum. Hann birtir t.d. þrjár töflur, sem sýna hlutfallslega skiptingu kostnaðar milli byggingarhluta fyrir fjölbýlishús (Rb), einbýlis- hús (Rb) og þá, sem notuð var við ástandsmat í Grjótaþorpi 1976. Síðast nefndu töfluna birtir hann með tveimur aukastöfum; töflur Rb eru að vísu einnig þannig uppbyggðar, þó Hannes kjósi að birta þær öðruvísi. Hann hefur ennfremur lagt saman töl- urnar í töflunni og Grjótaþorpið og komist að reikningsskekkju. Og rétt er það, í öllum töflum skýrslunnar er skekkja í einni tölu. Á bls. 42 í Grjótaþorp 1976 er hins vegar gerð nokkur grein fyrir þessari töflu og þar er hún birt rétt. Talan, sem um ræðir, er þar önnur að ofan í aftasta dálki. Það er sjálfsagt líka rétt hjá Hannesi, að í slíku mati er e.t.v. villandi að nota nákvæmni af þessu tagi. Ég tel hins vegar lítið gagn að því í blaðagrein að útskýra hvernig einstakar prósentuskiptingar voru fundnar, enda er hér um að ræða vinnuaðferð en ekki niðurstöðu- mat. Heildarmat á niðurstöðum er nefnilega líka sett fram í skýrsl- unni, bæði um hvert einstakt hús og í heild á korti, sem hér er birt til skýringar. Hér er um gróft heildarmat að ræða, þar sem húsin eru flokkuð í fimm flokka eftir hlutfalli endur- byKRÍngar af nýbyggingarkostn- aði. T.d. er þar sagt um 4. flokk: „Hér flokkast undantekningarlítið hús, sem vanrækt hafa verið árum eða áratugum saman. Oft þarfnast þau gagngerrar endurnýjunar á klæðningu utan og innan, allar lagnir ...“ o.s.frv. Hlutfall nauðsynlegrar endur- byggingar húsa í 4. flokki var talið vera 50—80% af nýbyggingar- kostnaði húsa af sömu stærð. Ekki minnist Hannes á þessar niðurstöður í grein sinni og eru þær þó birtar á sérstöku korti um mat á ástandi húsa — og eru raunar einu endanlegu niðurstöð- ur ástandsmatsins. Á þessari flokkun tel ég hins vegar stætt, en til þess að hún væri framkvæmanleg og hefði við rök að styðjast þurfti vinnumódel. Til þess var Rb-kerfið notað og aðlagað. Við gerðum okkur ljóst, að aðferðin var enginn endanlegur sannleikur, heldur einungis nálg- un, og völdum því að nota hana einungis til grófrar flokkunar á ástandi húsanna, í niðurstöðu- mati. Hannes vill hins vegar bara sannleikann, endanlegan og í smá- atriðum: „... mundi ég trúa meira á leiðbeiningar reyndra hand- verks- og framkvæmdamanna heldur en áætlunartölur Rb um byggingu fjölbýlishúsa. Auk þess sem ég tel tölurnar ekki byggðar á nægilegum rannsóknum." Hér fer Hannes ekki rétt með. Matið er ekki miðað við byggingu fjölbýlishúsa eins og greint hefur verið frá hér að framan. Matinu er breytt og það aðlagað þessu við- fangsefni. Hins vegar má alltaf halda áfram rannsóknum og er raunar gert. í fyllingu tímans birtir Rb vafalaust hlutfallstölur um timburhús og jafnvel um endurbyggingu gamalla húsa. Þegar þar að kemur er sjálf matsgerðin hins vegar fyrir hendi og hægt að fella hana að breyting- um á vægi milli einstakra bygg- ingarhluta. Matið var sem sé framkvæmt sem mat á endurnýj- unarþörf hvers byggingarhluta án tillits til vægis í heildarkostnað- arkerfi. Kostnaðarkerfið er áfram breytileg stærð. Mér er ekki alveg ljóst, hvort Hannesi er þetta ljóst. Undir lokin vil ég nefna, að ég hef haft aðgang að nokkrum tilboðum, sem gerð hafa verið í viðgerðir og endurnýjun á ákveðn- -um byggingarhlutum fjögurra húsa í Grjótaþorpi undanfarin tvö ár. Séu þau tilboð borin saman við endurnýjunarhlutfall sörnu bygg- ingarhluta sömu húsa skv. mats- gerð í Grjótaþorpi 1976, ber aðeins á milli um 10—20%. Að baki þessum tilboðum standa, að því er ég best veit, „reyndir handverks- og framkvæmdamenn“. Eitt þessara tilboða er sett fram á þessu hausti, fjórum árum eftir að matsgerðin fór fram. Slíkur samanburður færir a.m.k. mér heim sanninn um, að matsgerðin hafi ekki verið mjög fjarri réttu lagi. Þegar á heildina er litið má því e.t.v. leyfa sér að áætla að endur- nýja megi núverandi húsakost Grjótaþorps fyrir helming eða tvo þriðju hluta af nýbyggingarkostn- aði. Mestur hluti þessarar endur- nýjunarþarfar nú er að sjálfsögðu vegna margra ára viðhaldsskorts. Það ætti að vera hverjum manni augljóst hvaða tækifæri felast í þessu fyrir okkur öll — byggingar- lega, skipulagslega og samfélags- lega. Mér er með öllu óskiljanlegt, hvers vegna Hannes er svo brúna- þungur yfir þessum niðurstöðum — og það svo, að hann þurfi að vitna í sálmaskáldið sér til hjálp- ar. Ef um truarlegt atriði er að ræða, hvaða máli skiptir þá pró- sentureikningur 18.11.’80 Stefán Örn Stefánsson, arkitekt. Kirkjudagur Árbæjarsafnaðar Sunnudaginp 7. desember, 2. sunnudag í aðventu verður hinn árlegi kirkjudagur Árbæjarsafn- aðar hátíðlegur haldinn í Safn- aðarheimili Árbæjarsóknar og í hátíðasal Árbæjarskóla. Sú hefð hefur komist á að halda sérstak- an kirkjudag í aðventubyrjun og safnaðarfólk jafnan fjölmennt á samkomur þessa dags, og notið þess sem fyrr, að fólk sæki vel dagskrárliði þessa kirkjudags. Aðventan er undirbúningstími okkar fyrir jólin, trúarhátíðina miklu, er boðskapinn flytur um föðurást Guðs á barnahjörð með svo áhrifaríkum hætti, að fáa lætur ósnortna. Oft er rætt um, að innri undirbúningur okkar fyrir jólin sé takmarkaður borið saman við allt ytra annríkið. Kirkjudagur í aðventu er tilvalið tækifæri til þe»s að búa sinn andlega mann undir hátíðina miklu, sem boðar okkur dauðleg- um mönnum ljós og líf í frelsar- anurn Jesú Kristi, jólagestinum góða. Heitið er því á alla safnað- armenn yngri sem eldri að leggja leið sína í Safnaðarheim- ilið og Árbæjarskóla á sunnu- daginn sér til líkamlegrar upp- byggingar og andlegs undirbún- ings og rétta um leið örvandi hjálparhönd til styrktar safnað- arstarfinu. Dagskrá kirkjudagsins verð- ur á þessa leið: KI. 10.30 árdegis: Karna- samkoma í Safnaðarheimili Ár- bæjarsóknar. Föreldrar boðnir velkomnir með börnum sínum. Kl. 2. e.h. Guðsþjónusta fyrir alla fjölskylduna í safnaðar- heimilin'u. Kirkjukór Árbæjar- safnaðar syngur undir stjórn Geirlaugs Arnasonar, Þóra Ein- arsdóttir syngur einsöng í mess- unni. Sérstaklega er vænst þátttöku fermingarbarna og for- eldra þeirra. Ki. 3—6 e.h. Kaffisaia á vegum kirkjunefndar Kvenfé- lags Árba jarsóknar í hátíðarsal Árbæjarskóla. Þar munu borð svigna undan gomsætu veislu- brauði kvenfélagskvenna og ann- arra safnaðarkvenna. Undir borðum flytja ungmenni stuttan leikþátt. Jafnframt kaffisölunni verður efnt til glæsilegs skyndi happdrættis með um eða yfir 100 vinningum, góðum og gágn- legum. Ýmsir hljóta því að hafa heppnina með sér. MeDal vinn- inga má nefna listaverk og handþeytara sem Bræðrafélag Árbæjarsafnaðar hefur gefið í happdrættið. Árbæingar! Komum saman í húsi Guðs á aðventunni. Búum hugi okkar undir komu jólanna með mikilli þátttöku í kirkjuhá- tíð safnaðarins. Verið hjartanlega velkomin! Guðmundur Þorsteinsson Nemendur Tón- liatarskóJawg í Háteigskirkju Á MORGUN sunnudag 7. desember kl. 2 e.h. syngja nemendur og kór Tóirlistarskólans I Reykjavik við messu í Háteigskirkju. Messusöngurinn verður með greg- oriönskum hætti. Stjórnandi og orgelleikari er Marteinn H. Frið- riksson. Sr. Arngrímur Jónsson messar. Stundarfjórðungi fyrir messu flytja nemendur Tónlistar- skólans aðventu- og jólatónlist.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.