Morgunblaðið - 06.12.1980, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.12.1980, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1980 33 Jólavaka Fríkirkjunnar Hin arlcKa jólavaka Fríkirkj- unnar í Reykjavík verður haldin á morgun, sunnudaginn 7. des. kl. 5 e.h. DaKskrá jólavökunnar verður fjölbreytt og áhugaverð eins og jafnan fyrr. Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrrv. menntamálaráðherra, mun flytja ræðu og Nína Björk Árnadóttir, skáld, mun lesa frumort ljóð. Skóla- kór Garðabæjar, yngri deild, mun syngja undir stjórn Guðfinnu Dóru Olafsdóttur, Börn úr Melaskóla flytja helgileik. Hjálmtýr Hjálm- týsson og Margrét Matthíasdóttir syngja dúett. Fríkirkjukórinn syng- ur, og Sigurður ísólfsson ieikur einleik á orgel. Dagskráin mun svo enda með kertaljósahátíð og al- mennum söng að venju. Jólavökur Fríkirkjunnar hafa alltaf verið frábærlega vel sóttar. Þó að jólin séu oft umtöluð sem hátíð verslunar og viðskipta, er greinilegt að hinn raunverulegi jóla- boðskapur á enn mikil ítök í mann- legum hjörtum. Við þörfnumst öll frelsis frá eigingirni og synd. Við þörfnumst friðar í okkar friðvana hjörtu. Fagnandi skyldum við því leyfa frelsara heimsins að fæðast inn r hjörtu okkar, frelsaranum, sem einnig er friðarhöfðingi. Bæði í landi okkar og í heiminum öllum eru dökkar blikur á lofti um þessar mundir. Við vitum lítt hvað nánasta framtíð geymir okkur. En ef dæma má eftir líkum, er trúlegt að við þörfnumst í ríkum mæli andlegs styrks og innra öryggis. Því er vel við hæfi, bæði á þessari jólaföstu og komandi jóiahátíð, að við komum saman til bæna og íhugunar. Hinn forni boðskapur friðar og frelsis er bæði tímabær og lífsnauðsynlegur fyrir okkar kyn- slóð. Megi samverustundin í Frí- kirkjunni á morgun efla friðinn í sál okkar og styrkja fætur okkar til göngu á vegi frelsis og mannbóta. Kristján Róbertsson frikirkjuprestur Y tri-Njarðvíkurkirkja: Systrafélagið heldur basar SYSTRAFÉLAG Ytri-Njarðvíkurkirkju hefur starfað af miklum krafti það sem af er vetrar. Nýlega var haldið námskeið í glermálun fyrir félagskonur, og í framhaldi af því mun Systrafé- lagið að verða með basar í dag og hefst hann kl. 3. í kirkjunni (safnaðarsal). Þar verða seldar skreytingar málaðar á gler ásamt öðrum jóla- skreytingum og fleiru. Einnig verður selt kaffi og pönnukökur meðan á basarnum stendur. Félagið vill hvetja Njarðvíkinga og aðra Suðurnesjamenn til að koma á basarinn og styrkja starfsemina, þar sem allur ágóði af basarnum rennur til kaupa á leirtaui til notkunar í safnaðarsal. (Fréttatilkynning) VIÐ FLYTJUM Vegna flutnings verður skrifstofan lokuð mánudaginn 8. desember. Opnum aftur þriðjudaginn 9. desember. Nýtt heimilisfang: ÁrmÚIÍ 40 Nýtt símanúmer: 86377 H Björn Steffensen og Ari Ó. Thorlacius Endurskoðunarslofa Ármúla 40, Reykjavík, Pósthólf 494 Sími 86377 furu-sófasett Á sérstöku kynningarverði Mikill afsláttur og góðir greiðsluskilmálar^ Birgðir eru mjög takmarkaðar Umhverfis jördina á 45 mfn. Hvernig þeir bræður komust að því að jöröin er hnöttótt. Dagar og nætur Atkvæðamestu tvær raddir íslenskrar dæg- urtónlistar. Samferða á einni vinsælustu plötu ársins. Mounting Excitement Öll vinsælustu lög und- anfarinna mánaöa á einn og sömu plötunni. &MOUNTING EXCíTEMENr ♦ - 4 4 f»«w ^ 20 ORfGfNAL HiTS 20ORKUNAISTARS The Rose Platan úr myndinni The Rose, sem notið hefur háheyrðra vinsælda aö undanförnu. Magnús og Jóhann Ljúf og áheyrileg tónlist sem gagnrýnendur hafa iokiö lofsoröi á Bruce Springsteen The River Þetta er platan sem fer ekki innum annað og út um hitt, eigi sannir rokkarar í hlut. Goombay Dance Band Land of the Gold Ný plata með hljóm- sveit sem gerði Sun og Jamaica vinsælt fyrr á árinu. John Lennon Yoko Ono Lennon lætur frá sér heyra eftir 5 ára þögn, og gerir gælur við Yoko sína, sem lætur einnig í sér heyra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.