Morgunblaðið - 06.12.1980, Page 46

Morgunblaðið - 06.12.1980, Page 46
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1980 46 Gott hljóð i Texasförum Friðrik bór tekur til við lóðin í einum lyftingasal Texasháskóla og styrkir fætur fyrir komandi átök á keppnistimabilinu. bað er ekki annað að sjá en Friðrik hafi heljarhlass á herðunum, það mikið, að hin rammgerða stálstöng svignar um herðakamb. Friðrik bór óskarsson og Oddur Sigurðsson spretta úr spori á einum af íþróttavöllum skóia þeirra i Texas. Völlurinn er hinn fullkomnasti, i hvaða skilningi sem er, og mundi þriðjungur islenzku þjóðarinnar rúmast þar i sæti, en þó er hér bara um að ræða ósköp venjulegan og ekkert merkilegaan háskólavöll, eins og sagt er þar vestra. bAÐ HEFUR færst i aukana á siðustu árum, að islenzkir frjáls- iþróttamenn hverfi í lengri eða skemmri tima til æfinga i útlönd- um. Margir hafa farið út til náms, sumir jafnvel gagngert til að skapa sér betri aðstöðu til æfinga og keppni. t fyrravetur dvöldu t.d. um tveir tugir frjáls- iþróttamanna við æfingar og keppni i Bandarikjunum, flestir i Kaliforniu, og ekki þarf að spyrja hverjir standa straum af kostnaði við slikar æfingadvalir, það verða iþróttamennirnir oftast að gera sjálfir. Sumir hafa þó hlotið styrki við háskóla. Frjálsiþróttamennirnir Frið- rik bór óskarsson. Oddur Sig- urðsson og Ágúst borsteinsson UMSB eru i hópi þeirra síðast- töldu, en þeir eru allir við nám i Texasháskóla i Austin. Morgun- blaðið sló á þráðinn til þeirra félaga fyrir skömmu, svona til að heyra i þeim hljóðið. Þeir þremenningar létu vel af dvölinni vestra og sögðust hafa æft vel og mikið það sem af væri skólaári. Hefur Oddi gengið vel á æfingum og vakið sérstaka athygli fyrir spretthörku sína og dugnað. Friðrik Þór sagðist líklega aldrei áður hafa æft eins vel og að þessu sinni og lét hann í ljós vonir um að framhaldið yrði ekki lakara. Ágúst kvaðst hafa átt erfitt að venjast hitanum í Texas, en þar var að jafnaði um og yfir 30 gráðu hiti fyrstu tvo mánuðina, sem hann var ytra, en nú gengi öllu betur. Hefur Ágúst keppt í víða- vangshlaupum og hefur staðið sig ágætlega, og einnig skólinn, sem teflir fram öllu sterkara liði en áður, þar sem í því er m.a. ágætur hlaupari frá Kenýa, og annar frá Mexíkó. Ekki er að efa að þre- menningarnir sýna framfarir á næsta ári. Sigurður sterkur í lok október hélt Sigurður Svavarsson lyftingamaður til æf- ingadvalar í Texas. „Ég er hér í góðu yfirlæti hjá strákunum," sagði Sigurður, sem var nánast í öðrum heimi af ánægju með þær aðstæður sem honum hefðu boðist til æfinga vestra. „Mér var boðið að æfa í sérstökum tækjasal, þar sem beztu keppnismenn fá aðeins að æfa,“ sagði Sigurður. Hann bætti því við, að óæðri lyftingasal- ur, sem allir gætu gengið í, væri betur búinn tækjum en nokkur lyftingasalur á íslandi. Og Sigurð- ur sannaði, hvesu uppörvandi er að komast í aðstæður af bezta tagi, að strax á fyrstu dögum dvalar sinnar í Texas bætti hann sig um tíu kíló í bekkpressu, lyfti 150 kílóum. Sigurður Svavarsson léttklæddur I haustsólinni í Texas og í pásu á milli æfinga. Sigurður hefur dvalið í tæpa tvo mánuði i Texas við æfingar, en hann stundar lyftingar af kappi og hefur tekið framförum vestra. Við látum hér fylgja nokkrar myndir frá Texas. Iþróttamenn- irnir íslenzku eru frekar létt- klæddir, enda veðurfar milt í Texas, en þar eru köldustu mánuð- irnir tveir eins og þeir heitustu á Islandi. Það næðir því ekki um þessa ágætu íþróttamenn meðan vinir þeirra heima á Fróni berja lóminn og bíta á jaxlinn við að koma sér í margfaldan æfinga- gallann. _ Mliller meiddur GERD Múller, markaskorarinn frægi, á við erfið meiðsli í hrygg að stríða. Múller hefur leikið i Bandaríkjunum siðustu misserin, en er nú á förum til Grikklands, þar sem hann ætlar að freista þess að losna við meiðslin með algerri hvíld. Dugi það ekki. verður kappinn skorinn upp. I Grikklandi mun Múller búa hjá Guyla Lorant, áður þjálfara hjá Bayern, en nú hjá gríska liðinu PAOK. Stefnt er að því að hann geti byrjað að æfa á nýjan leik nálægt mánaðamótum janúar og febrúar. Mikil fimleika- sýning í höllinni DEISEMBERSÝNING Fimleikasambands íslands fer fram í Laugar- dalshöllinni á morgun, sunnudag, og hefst kl. 15.00. Að venju verður sýningin mjög fjölbreytt. Sýningarfólk verður á öllum aldri, allt frá 6 ára börnum upp i séræfða kvenna- og karlaflokka. Sýndir verða fimleikar, æfingar með tónlist og acróbatic. Sýningarhópar verða frá mörgum fimleikafélögum á Stór-Reykja- vikursvæðinu, frá Akureyri, Húnaþingi, Vestmannaeyjum og hreyfi- flokkur 63 unglinga frá Reykjaskóla i Hrútafirði. Hér á eftir fara sýningaratriðin. 1. Björk „Samæfingar með músík." Stjórnendur: Karolína Valtýsdóttir og Inga ívarsdóttir. 16—18 stúlkur og drengir. 2. Fimleikaráð Akureyrar. „Æfingar á dýnu“. Stjórnendur: Anna Hermannsdóttir. 10 stúlkur og drengir 10 ára og eldri. 3. Barnaskóli Vestmannaeyja. „Áhalda- og dýnustökk." Stjórnendur: Ólöf A. Elíasdóttir og Gísli Magnússon. 22 stúlkur og piltar 9—13 ára. 4. „Hressingarleikfimi — kvennaflokkur." Stjórnandi: Ástbjörg Gunn- arsdóttir. 25—30 konur. 5. Fylkir „Acrobatic". Stjórnandi: Heimir Gunnarsson. 2 piltar. 6. ÍR „Jazz“. Stjórnendur: Hildigunnur Gunnarsdóttir og Gunnhildur Úlfarsdóttir. 8 stúlkur 10—16 ára. 7. Fylkir. „Dýna og Trampoline." Stjórnandi: Steinn Magnússon. 6—8 stúlkur. 8. „Húsmæður úr Húnaþingi sýna frúarleikfimi á vegum UMF Geisla þar í sveit“. Stjórnandi: Karl Lúðvíksson. 25 konur. 9. Fylkir „Hrist upp í rykinu". Stjórnandi: Jónína Karlsdóttir. 8—10 stúlkur 14—17 ára. 10. Leikfimiskóli Hafdísar Árnadóttur. Stjórnandi: Hafdís Árnadóttir. 11. „Hressingarleikfimi; — Karlaflokkur." Stjórnandi: Ástbjörg Gunn- arsdóttir. 10—12 karlar. 12. Héraðsskólinn Reykjum. „Hreyfiflokkurinn." Stjórnandi: Jónína Benediktsdóttir. 63 piltar og stúlkur. Docherty til Astralíu? TOMMY Docherty, knattspyrnu- framkvæmdastjórinn kunni, er nú að öllum likindum á förum til Ástralíu. Ilann hefur verið við stjórnvölinn hjá hinum og þess- um félögum um langt skeið, síðast hjá QPR. baðan var hann rekinn, eftir að hafa viðhaft ósæmileg afskipti af innanfélags- málum hjá Manchester Utd., einu af sinum gömlu félögum. Nokkr- ar vikur eru síðan að Docherty fór frá QPR og til þessa hefur hann engin fengið vinnutilboðin á enskri grund. En hann hefur fengið neyðar- kall úr suðurhöfum, ástralska félagið Sydney Olympics hefur falast eftir honum og Docherty hefur látið hafa eftir sér: „Þetta er spennandi." Það má því búast við því, að hinn 52 ára gamli Skoti fari til Ástralíu á næstu dögum. Uröu að sleppa sturtunni YFIRLEITT eru knattspyrnufé- lögin í Suður-Ameríku ekki auð- ug, þvert á móti. Eitt þekktari félaganna, San Lorenzo í Argent- ínu. á i hrikalegum kröggum. Fyrir um ári seldi félagið Claudio Marangoni til enska liðsins Sund- erland. Peningarnir sem inn koma fyrir Marangoni fóru næst- um allir i að greiða tekjur leikmanna San Lorenzo langt aftur i timann. Félagið átti þó örlitið eftir og festi þvi kaup á sápu og hand- klæðum í sturtuklefum félagsins. En það kom að engum notum. þvi daginn eftir var lokað fyrir rafmagnið hjá Lorenzo. Félagið gat ekki borgað reikninginn og leikmenn urðu að sleppa sturtu eftir næstu heimaleiki félagsins f

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.