Morgunblaðið - 25.06.1981, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ1981
Leirlist -
gler -
textill -
silfur -
gull -
að Kjarvalsstöðum
Eins og séð verður af þessum
titli, er um að ræða fjölþætta
sýningu á listiðnaðarhlutum í
vestursalnum að Kjarvalsstöum.
Þarna er á ferð stór hópur fólks,
sem stundar mjög mismunandi
gerð listmuna, smíðar í gull og
silfur, blæs gler, skapar í leir og
vinnur textíl. Af þessu má sjá,
að þessi sýning spannar vítt
svið, og ætti hún að gefa ein-
hverja hugmynd um þær miklu
framfarir, sem orðið hafa í
þessum listgreinum hjá okkur á
seinustu árum. Það er til að
mynda algerlega nýtt að sjá
blásið gler eftir íslending, og ef
ég ekki veð reyk, er það í fyrsta
sinn, sem slíkt gerist hér á landi.
Þetta er nokkuð mikil sýning,
og er það skiljanlegt að margir
verði hlutirnir, þegar 11 manns
eiga verkin, enda eru skráðir
hlutir í sýningarskrá hvorki
meira né minna en 246. Það
hefur borið til tíðinda á þesssari
sýningu, að hið umdeilda loft í
vestursalnum hefur verið lagað
lítils háttar, grisja hengd þar í
víravirkið og ljósinu þannig
dreift á annan hátt en áður, en
ekki er ég nú alveg sáttur við
grisjuna, hún lafir of langt niður
Annars er mikiö
gert fyrir hlutina á
þcssari sýningu og þeim
komið fyrir á mjög
skemmtilegan hátt og
þannig að hver einasti
hlutur fær að njóta sín
til fullsÁí
að mínu mati og mætti áreiðan-
lega gera betur. Öll lagfæring á
þessu leiðinda lofti er þó til hins
betra. Annars er mikið gert fyrir
hlutina á þesari sýningu og þeim
komið fyrir á mjög skemmtileg-
an hátt og þannig að hver einasti
hlutur fær að njóta sín til fulls.
Mun það vera arkitektinn Sig-
urður Snæbjörnsson, sem þarna
er á ferð og á veg og vanda af
uppsetning allri. Þessi hópur
listiðnaðarfólks sýndi í Hássel-
by-höll fyrir skömmu og vakti
undrun þeirra í Svíþjóð, aðallega
fyrir hvað þeir af Islandi væru
alþjóðlegir í list sinni. Það er
ekki í fyrsta skiptið, sem Svíar
halda, að við búum enn við
gamla sveitasælu og kalla það
ameríkaniseringu á íslandi, ef
fólk hefur ísskáp. Auðvitað er
margra grasa að finna hjá þjóð,
er leitar fyrir ser, ekki eingöngu
í Skandinavíu, en þorir að kynn-
ast því, er aðrir hafa upp á
að bjóða í listsköpun.
Ekki sé ég ástæðu til að tala
um í þessu skrifi einstaka hluti á
þessari sýningu, og ég fullyrði,
að Kjarvalsstaðir eru fullsæmd-
ir af að hafa þetta sem sumar-
gleði fyrir erlenda og innlenda
ferðamenn, og auðvitað eiga
Reykvíkingar það skilið að fá að
sjá, hver framvinda mála hefur
verið í þessu hér að undanförnu,
Sumar að Kjarvalsstöðum
Það var mikið þarfaverk hjá
Hafsteini Austmann að mála
flekana á Kjarvalsstöðum hvíta.
Sannleikurinn er nefnilega sá,
að farið er að sjá svo mikið á
hinum dökku veggjum staðarins,
að ekki var lengur við unað. Það
sér maður greinilega, er komið
er í Kjarvalssai nú. Þar hefur
verið komið fyrir sýningu á
verkum Kjarvals, og er hún
sérlega vel valin. Nokkrar nýjar
myndir hafa áskotnast borginni
að undanförnu, og eru þær nú til
sýnis almenningi í fyrsta skipti.
Þetta mætti einnig segja um
nokkrar þeirra mynda, er fyrir
voru, en áttu erfitt uppdráttar
vegna hinna þungu veggja, sem
nú hafa verið hresstir við, ef svo
mætti segja, og var ekki vanþörf
á. Það er það langt síðan húsið
var tekið í notkun, að það furðar
engan, að hressa þurfti upp á
hlutina.
I sumar verða þarna til sýnis
yfir hundrað verk eftir Kjarval,
sum þeirra eru gamalkunn, en
það er alltaf skemmtilegt að sjá
myndir þessa merka málara, og
hann hefur þann stórkostlega
eiginleika að koma manni ætíð í
gott skap með sínum furðulegu
hugdettum og hinni stórkostlegu
í sumar verða
þarna til sýnis yfir
hundrað verk eftir
Kjarval, sum þeirra eru
gamalkunn, en það er
alltaf skemmtilegt að
sjá myndir þessa merka
málara, og hann hefur
þann stórkostlega eig-
inleika að koma manni
ætíð í gott skap með
sínum furðulegu hug-
dettum og hinni stór-
kostlegu litameðferð,
sem honum var svo
eðlileg.tí
litameðferð, sem honum var svo
eðlileg. Það er annars algerlega
óþarft að skrifa um sýningu sem
þessa. Það hefur verið gert hvað
eftir annað, en því geri ég það
nú, að nokkur breyting hefur
orðið á sjálfum umbúnaði verka
Kjarvals, og er það að þakka því,
sem áður er minnst á hér á
undan. Nýr litur á grunni, getur
Meistari
Kjarval
úti í
náttúrunni.
en hún er ótrúleg og ég er viss
um, að fáir hafa gert sér grein
fyrir, hve lifandi þáttur þetta
listastarf er orðið í þjóðlífi
okkar. Hér á fyrri árum voru
hönnuðir vart til, og ef einhverj-
ir voru, var afar hljótt um þá.
En allir vita, að enginn iðnaður,
hvorki listrænn né ólistrænn,
verður til í landi, sem ekki hlúir
að hönnuðum sínum. Hér er að
rísa ný stétt, sem verulega á það
skilið, að eftir henni sé tekið.
Þeir, sem eiga verk á þessari
sýningu, eru gullsmiðirnir, Ásdís
Thoroddsen, Jens Guðjónsson og
Guðbrandur J. Jezorski. Elísabet
Haraldsdóittir, sem sýnir postu-
lín ofl., Guðrún Guðnadóttir
stundar keramík, Ragna Rób-
ertsdóttir vefur merkilega hluti,
Sigríður Jóhannsdóttir vefur
eftir teikningu manns síns, Leifs
Breiðfjörð, Sigrún Ólöf Einars-
dóttir blæs fagra hluti í gler og
Steinunn Marteinsdóttir sýnir
hluti úr postulíni og steinleir.
Allt eru þetta að mínu mati
mjög frambærilegir hlutir, og
þessir listamenn hafa mikinn
sóma af þessari sýningu. Það er
einnig fróðlegt að sjá, hvernig
andlit okkar í þessum hlutum
birtist á erlendum vettvangi, og
hvað það snertir, má ekki
gleyma hluti Stefáns Snæ-
björnssonar, sem hefur gert
ágætt verk með uppsetningu og
frágangi öllum.
Þessi sýning stendur sumar-
langt á Kjarvalsstöðum og ættu
allir sem því við geta komið, að
sjá hvert stefnir hjá okkur í
þessum listgreinum. Eg álít það
ánægjulegt og forvitnilegt og
vonast til að margir aðrir verði
mér sammála.
Myndllst
eftir VALTÝ
PÉTURSSON
maður kallað það, og svo er
viðbótin, sem til varð á seinustu
sýningu á verkum eftir Kjarval
ofl., úr safni Ragnars og Grete
Ásgeirssonar. Það er skemmti-
legt að hugsa til þess, að það eru
alltaf að koma nýir möguleikar í
ljós með þessa byggingu, og ég
fagna því, þegar slíkt kemur
fyrir. Vandinn er eingöngu sá að
hafa hugmyndaflug til að nýta
möguleikana, og það er einmitt
það, sem nú hefur gerst.
Kjarvalsstaðir hafa nú um
árabil þjónað ýmsum listgrein-
um og annarri menningarstarf-
semi. Nú er sú tíð að renna upp,
að menn verða að fara gera sér
ljóst, að starfsemin er margþætt
og ætti að eiga hljómgrunn hjá
borgarbúum. Það eru miklir
möguleikar þarna fyrir hendi, ef
fjármagn væri að sama skapi,
því að allt kostar fjármagn í
blessaðri verðbólgunni. Það þarf
að verða þannig í framtíðinni, að
Kjarvalsstaðir og umhverfi verði
miðstöð í menningarlífi borgar-
innar og þá loksins hefur til-
gangi með byggingu þessa góða
húss verið náð.
Sólstöðutónleikar
Snorri Sigfús Birgisson er
stóra vonin í hópi ungu tón-
skáldanna. Hann hefur verið
einna iðnastur þeirra og nú
síðast, er dagur og nótt skarast
eitt andartak, hefur hann upp
raust sína og kallar menn til
fundar við sig. Að þessu sinni er
fundarstefna nokkuð óvenjuleg.
Snorri leggur fram tvö verk,
einleiksverk, og á augnabliki
skulu hlustendur dæma um þau
verk er tónskáldið hefur á löng-
um tíma unnið og beitt þar til
allri hugkvæmni sinni og þekk-
ingu. Fyrra verkið eru 21 æfing
fyrir píanó en það seinna er
einleiksverk fyrir klarinett.
Tónllst
eftir JÖN
ÁSGEIRSSON
Snorri leikur sjálfur æfingarnar
en klarinettverkið leikur Óskar
Ingólfsson. Píanóæfingarnar eru
mjög í ætt við það sem gerst
hefur um slíka tónlist á undan-
förnum árum og sem tónverka-
röð eru margar æfingarnar of
líkar, að þrátt fyrir að sumar
þeirra séu fallegar sér, fela þær
hvor aðra vegna samstæðu í gerð
og blæ. Það gæti bætt um að
skipa æfingunum í færri flokka
og leika þær sem samstæðu.
Þarna eiga íslenskir píanistar
sjóði til að sækja í og auka
fjölbreytnina í verkefnavali
sínu.
Eins og mörg góð tónskáld
hefur Snorri ritað sínar æfingar
^Eins og mörggóð
tónskáld hefur Snorri
ritað sínar æfingar í
tónsmíði og píanóleik
og þá er aðeins að bíða
eftir stærri gerð tón-
verka fyrir píanó og
heyra hann sprengja af
sér viðjar smálags-
insÁí
í tónsmíði og píanóleik og þá er
aðeins að bíða eftir stærri gerð
tónverka fyrir píanó og heyra
hann sprengja af sér viðjar
smálagsins. Seinna verkið, Rot-
undum, fyrir klarinett, er nokk-
urs konar skreytilistaverk. Tón-
ferlið er skreytt með hröðum
tvíslagsstrófum, hljómbrotum
(arpeggio) og forslögum, en ein-
staka sinnum er lagferlið án
allra skreytinga. Verkið er nokk-
uð langt, sem Óskar Ingólfsson
bætti þó upp með mjög góðum
flutningi.
Það verður ekki sagt
að Snorri Sigfús Birgisson hafi
slegið í gegn með flutningi þess-
ara verka, hann hefur þó sann-
fært hljómleikagesti um að hér
sé alvara á ferðum.