Morgunblaðið - 25.06.1981, Side 21

Morgunblaðið - 25.06.1981, Side 21
MORGUJJBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ1981 21 sjóhernað. Tveir nýir þættir hafi hér einkum komið til sögu: Kjarn- orkuknúnir kafbátar með kjarna- eldflaugum, sem unnt sé að skjóta á fjarlæg mörk og mikill viðbún- aður til að mæta flota Atlants- hafsbandalagsis á opnu hafi. Kjarnorkukafbátarnir eru að 70% staðsettir á Murmansk-svæðinu og stór hluti af flota Sovétmanna hefur það hlutverk að styðja og vernda þessa kafbáta. Mikilvægt að fá fót- festu i Atlantshafi Mjög mikilvægt verkefni Sovét- manna í ófriði er að rjúfa sam- band Atlantshafsbandalagsríkj- anna þvert yfir Atlantshafið, þ.e. að rjúfa línuna, sem liggur um Grænland, ísland og Bretland. Landfræðileg lega höfuðstöðva Sovétflotans í dag, þ.e. á Kola- skaganum og Murmansk er þeim mikill fjötur um fót og sennilega stærsti veikleiki Sovétflotans í dag. Það er því eitt mikilvægasta markmið Sovétmanna í hugsan- legu stríði að ná fótfestu úti á Atlantshafinu. Helst myndu þeir kjósa að geta gert það án hættu á allsherjarstríði á svokölluðum friðartímum — eins og gerðist á Kúbu. Island er einn mikilvægasti staður frá þessu sjónarmiði í Atlantshafi. M.ö.o. varnarlaust ís- land gæti á einni nóttu orðið fórnarlamb hins herskáa Sovét- veldis. I þessari grein hefur verið getið nokkurra atriða úr nýlegu riti forstöðumanns norska herfor- ingjaskólans og þau hugleidd. í annarri grein verður fjallað um niðurstöður hans og nokkur önnur atriði, sem eru mikilvæg fyrir utanríkismál okkar Islendinga. fyrir lífríki jarðar. Mest eru þessi spjöll af völdum mannsins og umsvifa hans og reyna samtökin að sporna gegn þessu. Þetta mál snertir okkur sem aðra. Það var af manna völdum að geirfuglinum var útrýmt og við stuðluðum að því að hann varð aldauða í heiminum. Nú virðist keldusvínið vera horfið úr lífríki landsins, sennilega vegna upp- þurrkunar mýra, og haförninn er á vonarvöl. Sama má segja um „Eitt stærsta verk- efni sjóðsins er að varðveita tígrisdýrið í Austurlöndum. Um 1930 var talið að til væru um 100.000 tíg- risdýr, en 40 árum seinna voru aðeins orðin eftir 5.000 dýr. Sjóðurinn gekkst þá fyrir svonefndri tíg- risáætlun, sem hófst 1972 og var herferð gerð til að varðveita tígrisdýrið. Framlag sjóðsins var 1 milljón Bandaríkjadala og lagði Indland 8 millj- ónir á móti. Nú hefur tígrum aftur fjölgað á Indlandi.“ hvali, að gát verður að hafa á því að þeim sé ekki útrýmt. Áhrif á friðunarmál Það er fyrst og fremst verkefni viðkomandi stjórnvalda að beita sér fyrir varðveizlu tegunda og hæfilegri nýtingu náttúruauð- linda. En það er almenningur og ýmis náttúrufriðunarfélög, sem þurfa að beita áhrifum sínum og mælast til þess við stjórnvöld að Hef mestan áhuga á útgerð - segir Páll Ægir Pétursson dúx Stýrimannaskólans Páll Ægir Pétursson, 22 ára, útskriíaðist úr farmannadeild Stýrimannaskólans í vor með hæstu einkunn, sem um getur, 9,87. í próflok fór hann ásamt bekkjarfélögum sínum i skemmtiferð til Flórida en er nú kominn til Bíldudals þar sem hann er fæddur og uppalinn og verður háseti á togaranum Sölva Bjarnasyni i sumar. Mbl. átti stutt spjall við Pál áður en hann fór vestur. „Eg hafði leitt hugann að ýmsu áður en ég ákvað að fara í Stýrimannaskólann en einhvern- veginn hafði ég alltaf mestan áhuga á að vinna við sjóinn. Ég er kominn af sjómönnum langt aftur i ættir en ég hef mestan áhuga á að fara í útgerð.I haust ætla ég í fjórða bekk Stýri- mannaskólans sem gefur réttindi til skipstjórnar á varðskipum, en eftir það er ég að hugsa um að læra útgerðartækni í Tækniskól- anum. Annars held ég að útgerð byggist mest á reynslu eins og sjómennska og hana er ég ekki búinn að fá,“ segir Páll. Sjóveikur? „Eg var illa sjóveikur þegar ég byrjaði til sjós, en það hefur jafnað sig með aldrinum. Nú finnur maður aðeins fyrir velgju, eftir langa vist í landi." — í hverju felst námið í Stýri- mannaskólanum. „Við lærum siglmgafræði, raf- magnsfræði, veðurfræði, heilsu- fræði og ýmislegt fleira. Einu sinni á ári förum við í 4—5 daga túra með Landhelgisgæsiunni og okkur er sýnt á tækin. Ég er mjög ánægður með skólann. Skólastjórinn fráfarandi og Páll Ægir Pétursson kennaraliðið mjög gott, allt úr- valslið." — Varstu ákveðinn í að vera efstur — eins og aflakóngarnir? „Nei það kom mér á óvart hvað mér gekk vel, en þegar einkunnir úr fyrstu prófunum voru birtar kom kapp í mann og maður reyndi að standa sig.“ „Ég er ákveðinn í að búa á Bíldudal og fá mér rækjubát þegar ég hef efni á því. Það er hægt að stunda veiðar hér allt árið um krjng, dragnótaveiðar, skelfiskveiðar, skak o.fl. Ási í Bæ sagði, að ég held, að hver maður hefði gott af því að fara á hausinn einu sinni. Án þess að vera svartsýnn þá hefur maður það í huga,“ sagði Páll Ægir Pétursson. „Stöndum alveg berskjaldaðir“ VEGNA fréttar um að sjö ungl- ingar á vegum Æskulýðsráðs og ungtemplara allir undir lögaldri gengu í vinbúðir ÁTVR og fimm af þeim fengu afgreiðslu snéri Mbl. sér til verslunarstjóra vínbúðanna og varð fyrstur fyrir svörum Erl- ingur ólafsson verslunarstjóri Á.T.V.R. á Laugarásvegi. „Þetta er hlutur sem við höfum alltaf verið á varðbergi fyrir en stöndum alveg berskjaldaðir gegn. Það er svosem sama hvað gert er það er alltaf hægt að plata okkur. þau taki málin til meðferðar. Alþjóðanáttúrufriðunarsjóðurinn hefur það einkum á stefnuskrá sinni að ná til fólksins og gera almenning virkan í náttúruvernd- arstarfinu, þannig að það vinni jöfnum höndum með náttúru- verndarmönnum að verndun um- hverfis og náttúruauðlinda. Stjórnvöld geta einnig stutt þessa almennu náttúruverndar- viðleitni t.d. með umhverfisvernd- arkennslu í barna- og unglinga- skólum og með því að leyfa fyrirtækjum og einstaklingum að draga frá skattskyldum tekjum fé, sem lagt væri til náttúruverndar. Hér á landi er sífellt barizt fyrir aukinni skógrækt. Ein aðferð gæti verið að gera kostnaðinn við trjáplöntukaup og gróðursetningu trjáa undanþæg frá skatti á þeirri forsendu, að gróðursetning trjáa er ekki aðeins einstaklingsbundin, heldur gerð í þágu allrar þjóðar- innar og hún mun nýtast mörgum komandi kynslóðum ekki síður en t.d. túnasléttun og skurðgröftur, sem hefur verið styrkt af al- mannafé á jörðum einstaklinga. 20 ára fundurinn Á þessum aðalfundi tók Philip prins, eiginmaður Elísabetar Englandsdrottningar, sæti sem forseti samtakanna. I lok fundarins var fuglafræð- ingurinn og málarinn sir Peter Scott sæmdur heiðursmerki fyrir vel unnin störf á sviði náttúru- verndar og Bernhard prins af Hollandi hlaut sérstakar þakkir og viðurkenningu fyrir frábær störf í þágu samtakanna, en hann var forseti þeirra í 15 ár. í löngu og greinargóðu ávarpi sem hinn nýkjörni forseti, hertoginn af Edinborg, flutti á fundinum sagði hann meðal annars: „Það eru sumir sem enn bera því við, að maðurinn sé meira virði en hin dýrin, líkt og væri beint val á milli þessara tveggja aðila, en það er alls ekki val milli hinnar villtu náttúru og mannsins. Það er um að ræða hvort tveggja í senn umhverfið og manninn, því ef dýr og umhverfi ekki lifa þá gerir maðurinn það ekki heldur." Við reynum eins og hægt er. Þetta er kannski merkilegt fyrir þá sem þekkja ekki til starfa okkar. Það er einstaklingsbundið, sumir eru strangari en aðrir. Annars held ég að það sé ekki hægt að hafa þetta strangara. Það sem vantar kannski er eitthvað meira en nafnskírteini heldur þyrfti skírteini sem heimil- aði mönnum að kaupa vín. Sérstak- ur vínpassi. Það er bara svo dýrt í framkvæmd." „Maður tekur ekkert illa í þetta," sagði Einar Ólafsson verslunar- stjóri í vínbúðinni við Lindargötu. „Okkur verður oft á. Ef menn vilja berjast gegn áfengi þá á ekki að ráðast á vínbúðirnar. Þar eru ekki uppsprettan. Við erum ekkert ofmannaðir og höfum við jafnvel farið fram á að fá dyraverði. Ásetningssynd er þetta ekki. Við höfum margoft rekið okkur á að passar eru falsaðir. Það er oft svolítið erfitt að meta þetta." „Það er sífellt verið að þessu og það er alltaf hætta á að svona geti komið fyrir,“ sagði Birgir Stefáns- son verslunarstjóri í vínbúðinni á Snorrabraut. „Aðalástæðan fyrir þessu er sú að áfengislöggjöfin hljóðar ekki upp á að maður sem kaupir vín og er undir lögaldri, er ekki brotlegur við lögin. Það er víða erlendis eins og til dæmis í Eng- landi þar sem menn eru brotlegir ef þeir gera þetta undir lögaldri. Það er lítill vandi að velja krakka sem líta fullorðinslega út og senda þau til að kaupa vín. En þetta er góð áminning, sérstaklega fyrir nýja menn.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.