Morgunblaðið - 25.06.1981, Síða 27

Morgunblaðið - 25.06.1981, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ1981 27 Athugasemd frá Tómasi Árnasyni, viðskiptaráðherra, við ummæli Prestastefnan: Kirkjan í dag og á morgun Davíðs Sch. Thorsteinssonar Ég furða mig á þeirri óskamm- feilni Davíðs Scheving Thor- steinsson að halda því fram, að ég hafi farið með rangt mál, þegar ég skýrði fjölmiðium frá því, að mikil andstaða væri af hálfu Efnahags- bandalagsins og EFTA gegn því, að lagt yrði nýtt aðlögunargjald á iðnaðarvörur, sem nú eru fluttar inn tollfrjálsar frá EBE og EFTA-löndum. Ég hef nýlega átt ítarlegar viðræður við ráðamenn Efnahags- bandalagsins og EFTA og mælst til þess, að þessi samtök létu það afskiptalaust, að lagt yrði á 2% aðlögunargjald, sem. síðar yrði fellt niður í áföngum. Þrátt fyrir ákveðinn málflutning af minni hálfu var þessum tilmælum af- dráttarlaust hafnað. Wilhelm Haferkamp, sá framkvæmdastjóri sem fer með utanríkismál Efna- hagsbandalagsins, sagði, að álagn- ing almenns innflutningsgjalds væri skýlaust brot á fríverslunar- samningi íslands og Efnahags- bandalagsins. Bæði hann og Charles Múller, framkvæmda- stjóri EFTA, bentu á, að sam- kvæmt EBE-samningnum og stofnsamningi EFTA væri hægt að fá undanþágu frá fríverslun- arskuldbindingum, þegar um væri að ræða erfiðleika einstakra iðngreina eða byggðarlaga, enda yrði sýnt fram á nauðsyn slíkra verndaraðgerða. Hins vegar væri alls ekki heimilt að leggja á almennt innflutningsgjald. Benti Charles Múller á, að það ákvæði EFTA-stofnsamningsins, sem samþykkt EFTA-ráðsins á aðlög- unargjaldinu 1979 byggðist á, væri ekki lengur í gildi, þar sem aðlögunartími íslands væri liðinn. Hins vegar mótmælti EBE aðlög- unargjaldinu, en lét það afskipta- laust aðeins vegna þess, að íslend- ingar lýstu því yfir að viðlögðum drengskap, að það yrði fellt niður í árslok 1980. Það lýsir einnig furðulegri van- þekkingu eða misskilningi á samn- ingi íslands og Efnahagsbanda- lagsins, þegar því er haldið fram, að halli á vöruskiptajöfnuði ís- lands við lönd Efnahagsbanda- lagsins geti réttlætt aðlögunar- gjaldið. Hér mun vera átt við það ákvæði í EFTA-stofnsamningnum og samningnum við EBE, sem heimilar, að gerðar séu nauðsyn- legar verndarráðstafanir, ef eitt- hvert land á við mikla gjaldeyris- erfiðleika að stríða. Þarna er um að ræða almennan gjaldeyris- skort, en alls ekki þótt halli sé á vöruskiptajöfnuði milli einstakra ríkja, sem byggja viðskipti sín á frjálsum gjaldeyri. Það er fráleitt að ætla, að fulltrúi hjá Efnahags- bandalaginu, Bang Hansen, sé ekki betur að sér í þessum málum heldur en kemur fram í viðtali Davíðs Scheving. Þessi fulltrúi hefur lýst því yfir við sendiráð íslands í Br’ussel, að hann hafi alls ekki rætt við Davíð Scheving og fulltrúa iðnaðarins um nýtt innflutningsgjald eða framleng- ingu á aðlögunargjaldi heldur aðeins rifjað upp afskipti Efna- hagsbandalagsins af jöfnunar- gjaldinu og aðlögunargjaldinu á sínum tíma. Er því ómaklegt að eigna honum ummæli, sem hann segist alls ekki hafa við haft. Samningur íslands við Efna- hagsbandalagið hefur ómetanlega þýðingu fyrir íslenskt atvinnulíf og útflutning. Við verðum því að gæta þess vandlega að gefa ekkert tilefni til að endurskoða hann, sem gæti leitt til skerðingar á þeim fríðindum, sem við höfum fengið fyrir útflutning á sjávaraf- urðum til Efnahagsbandalags- landanna. Af hálfu starfsmanna Efnahagsbandalagsins hefur verið vakin athygli á þessu atriði og bent á, að sjávarútvegsstefnan sé nú mjög viðkvæmt og óleyst deilu- mál innan bandalagsins. Hafa komið fram hugmyndir um að greiða fyrir samkomulagi innan bandalagsins m.a. með því að skerða þau fríðindi, sem íslend- ingar hafa verið aðnjótandi. Verð- um við því að varast að grípa til nokkurra aðgerða, sem geta stefnt þessum miklu hagsmunum okkar í hættu. Þótt almennt innflutningsgjald sé ekki talið koma til greina, eru samningar okkar við EBE og EFTA þó ekki þannig, að þeir útiloki ráðstafanir til verndar einstökum iðngreinum, sem eru í vanda staddar. Hefi ég því lagt til, að málefni einstakra iðngreina, sem eiga í miklum erfiðleikum, verði athuguð sérstaklega í sam- ráði við samtök iðnaðarins með hliðsjón af gildandi reglum í fríverslunarsamstarfinu. Ég vísa á bug aðdróttunum Davíðs Scheving um, að það sé ekki fullur skilningur í viðskipta- ráðuneytinu á stöðu íslensks iðn- aðar og ítreka, að ég lagði fast að ráðamönnum í EBE og EFTA að heimila álagningu gjaldsins í sam- ræmi við lagaheimild þar um. Ég mun ræða þessi mál ítarlega í ríkisstjórninni og síðar verða teknar ákvarðanir um það, hvað gert verður. Djúpavogi, 24. júní 1981. Tómas Arnason. Aths. ritstj.: í þessari athugasemd viðskipta- ráðherra er því haldið fram, að Bang Hansen, starfsmaður hjá EBE, hafi ekki viðhaft þau um- mæli, sem eftir honum eru höfð í Morgunbiaðinu í gær. Af þessu tilefni skal tekið fram, að Morgun- blaðið stendur við frétt sína í einu og öllu. Fréttamaður Morgun- blaðsins var einn í hópi allmargra Islendinga, sem hlustuðu á Bang Hansen láta þau orð falla sem eftir honum voru höfð í blaðinu í gær og fer ekki á milli mála að rétt er eftir honum haft. Ole Kortzau Sýning í Epal EPAL, Síðumúla 20, hefur nú opnað enn eina sýningu á listmun- um — hina fjórðu. Að þessu sinni eru sýndar grafík- og vatnslita- myndir og textílverk eftir hinn kunna danska listamann og arki- tekt Ole Kortzau. Kortzau er mjög fjölhæfur lista- maður og listhönnuður. Hann hef- ur meðal annars gert silfurmuni fyrir hina þekktu dönsku silf- ursruiðju Georg Jensen og postu- línsgripi fyrir Konunglegu postu- línsverksmiðjuna, svo að nokkuð sé nefnt. Á sýningunni í Epal eru um 30 grafík- og vatnslitamyndir og um 30 textílar, sem Ole Kortzau hefur hannað. Sýningin verður opin í þrjár vikur frá og með fimmtudeginum 25. júní. Opið er á venjulegum verslunartíma. Þegar sýningunni í húsakynnum Epal í Reykjavík lýkur, verða listaverkin flutt til Akureyrar og sýnd í húsakynnum Epal þar í ágúst. Fréttatilkynnimr PREST ASTEFN A N verður haldin í Reykjavík dagana 2. og 3. júlí nk. og fara fundir hennar fram í Iláskóla ís- lands. Er það síðasta presta- stefna sem hr. Sigurbjörn Einarsson biskup stjórnar, en árið 1959 stjórnaði hann fyrstu prestastefnu sinni og fór hún einnig fram i Háskól- anum. í nýjasta Fréttabréfi biskups- stofu segir, að á prestastefnu verði m.a. rætt um hvað sé raunhæft og brýnt í sambandi við líf og starf kirkjunnar á næstu árum og minnt á að tæp 20 ár eru þar til minnst verður 1000 ára kristni á Islandi. Rætt verður hvernig skuli hefja kristna sókn og munu sex ungir prestar fjalla um þessi mál undir yfirskriftinni „Kirkjan í dag og á morgun". Eru þeir frá öllum landsfjórðungum og er sá elzti 37 ára: Sr. Jakob Ág. Hjálmarsson, ísafirði, sr. Pétur Þórarinsson, Hálsi, sr. Svavar Stefánsson, Nes- kaupstað, sr. Sigfinnur Þorleifs- son, Stóra Núpi, sr. Ólafur Oddur Jónsson, Keflavík og sr. Valgeir Ástráðsson í Seljasókn í Reykja- vík. Gestir prestastefnunnar i ár verða hjónin Torben Christensen og Else Marie Bukdahl og munu þau flytja erindi á vegum Nor- ræna hússins. Prestafélag íslands heldur fund sinn 1. júlí, einnig í húsakvnnum HáoUólor,,. Skruftjakkar Kr. 140.- Flestar gerðir af Heildsala smásala Hjólatjakkar 1,5 tonn Kr. 1.950,- ' Vökvatjakkar 2-20 tonn to rt Orkubót tekin til starfa ánýPi A A A AA Orkubót að Brautarholti 22 hæð hússins hefur verið tekin í *P XP *P &P *P AP AP* Jj hefur hafið starfsemi sina með notkun og bætast þar við salar- ---- X.' Orkuhót að Hrautarholti 22 hefur hafið starfsemi sina með nýrri og breyttri aðstöðu. í frétt frá Orkuhót segir, að lögð hafi verið áherzla á að gera þjálfun- arstöðina þannig úr garði gerða að sem mest vinnuhagræðing verði á allri starfseminni og viðskiptavinum líði sem bezt og sem beztur árangur náist í Hk- amsrækt og líkamsþjálfun. Undanfarið hefur verið unnið að endurbótum á húsakynnum Orkubótar í Brautarholti 22. Jarð- hæð hússins hefur verið tekin í notkun og bætast þar við salar- kynni, svo nú verða tveir æfinga- salir að viðbættum tveim búnings- herbergjum. Einnig hefur verið bætt við baðútbúnað og komin er setustofa ásamt með kaffi- og hressingaraðstöðu. Þegar er fyrir hendi nuddaðstaða. Forstöðumenn Orkubótar eru þeir bræður Sveinbjörn og Viðar Guðjohnsen, sem sjást á meðfylgj- andi mynd í endurbættum húsa- kynnum Orkubótar. BílavÖrubú6in Skeifunni 2 /■£> FJÖÐRIN 82944 L" ^ Púströraverkstæói 83466

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.