Morgunblaðið - 25.06.1981, Page 39

Morgunblaðið - 25.06.1981, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ1981 39 Kjartan Steingríms- son — Minning Fæddur 16. júli 1918. Dáinn 16. júní 1981. Það er svo erfitt að trúa því að hann afi sé dáinn. Hann sem hafði aldrei kennt sér neins meins og lagði af stað um miðjan dag þann 16. júní í smáferðalag, ásamt ömmu en afi kom ekki aftur, hann lést snögglega um kvöldið. Með afa hefur verið höggvið stórt skarð í okkar litlu fjölskyldu. Skarð sem aldrei verður fyllt. Afi var mjög mikið fyrir úti- veru. Það voru ófá skiptin sem hann tók okkur með niður á höfn til að skoða skipin og bátana og fylgjast með athafnalífi við höfn- ina, sem hann hafði alltaf svo mikinn áhuga á. Afi hafði mjög gaman af stangveiði, ekki endilega til að veiða einhvern ósköp heldur til að vera úti og kanna náttúru lands- ins. Við fórum oft með afa á sunnudögum upp að Elliðavatni þar sem hann var að spyrja veiðimenn um afla þeirra og eins til að dorga svolítið. Nú verður tómlegra fyrir okkur að koma í heimsókn upp á Miklu- braut þegar afi er ekki til að taka á móti okkur, spila við okkur eða ræða um heima og geima. Við þökkum afa, allar yndislegu stundirnar sem við áttum með honum. Minningin um góðan og traustan mann mun alltaf lifa i hjörtum okkar. Hvíl þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Jón Kjartan og Fríða Björg í dag, 25. júní, er til moldar borinn i Reykjavík, Kjartan Steingrímsson, fyrrum útvegs- maður í Keflavík og hóteleigandi á Akureyri. Hann varð bráðkvaddur á ferðalagi vestur á Snæfellsnesi að kveldi 16. júní. Kjartan Steingrímsson var fæddur á Flat- eyri við Önundarfjörð 16. júlí 1918 og hafði því tæplega þrjá um sextugt er hann lést. Hann var af kjarkmiklum og tápmiklum vest- firskum ættum. Faðir hans var Steingrímur Árnason frá Kletti í Gufudalssveit, þjóðkunnur útvegs- maður og stjórnandi vinnslu- stöðva á sinni tíð. En móður Kjartans var Kristín Hálfdánar- dóttir frá Meiri-Hlíð í Bolungar- vík, en hún andaðíst, þá er hann var kornungur. Vestfirðingar eru engir aukvis- ar á sjó, sem kunnugt er, og Önfirðingar engir eftirbátar með- al þeirra. Kjartan átti til slíkra manna að telja. Kjartan Steingrímsson var fríð- ur maður sýnum, skarpleitur i yfirbragði, augun snör og lifandi. Hann leitaði snemma úr föður- garði. Fljótt varð Kjartan riðinn við ýmis fyrirtæki. Árið 1942 lagði Kjartan leið sína til Akureyrar og festi kaup á Hótel Gullfoss í félagi við Gunnar bróður sinn. Hótelið rak hann til ársins 1944, er hann seldi Gunnari hlut sinn. Árið 1946 tók Kjartan að sér framkvæmda- stjórn Hraðfrystihúss Keflavíkur hf. og gegndi því starfi svo árum skipti. Jafnhliða gerði hann út e/s Sverri EA 20 til síldveiða og annars sjávarafla. Um 12 ára skeið var Kjartan búsettur á Hellissandi og fékkst þar við ferskfiskmat, söltun sjávarafla og lifrarbræðslu. Að lokum átti hann heima í Reykjavík, en hafði jafn- framt með höndum nokkra starf- semi á Hellissandi. Á Akureyri bar fundum okkar Kjartans saman fljótlega eftir að hann fluttist þangað. Oft minnist ég þeirrar Akureyrar, sem einu sinni var. Þar eignaðist ég marga og trygga vini. Sumir fluttu að vísu búferlum, aðrir féllu í valinn, nokkrir búa þar enn. Kjartan var einn þeirra, er fluttu brott en hann hafði jafnan sterkar taugar til Akureyrar, eins og hún var og er. Ókunnugir halda því stundum fram, að Akureyri taki þeim ekki opnum örmum. En þeir, sem deilt hafa með þessum stað æsku sinni, láta ekki slíkar staðhæfingar rugla sig. Jafnvel þó að einhverjir flytjist brott, þá sleppir Akureyri ekki af þeim hendinni, enda hefur hún einlægt mótað þá meir en þeim sjálfum er kannski ljóst. Þeir bera með sér eitthvað af yfirbragði henar, hvar sem þeir fara eða flækjast. Það var einn kosta Kjartans Steingrímssonar, að hann var jafnan glaður maður og reifur, hvar sem hann fór, fyndinn og kíminn og kunni vel að meta þessa heims gæði. Hann tók hlutina, eins og þeir voru og var ekki með neinn tilfinningaklökkva. Um hann var aldrei neinn drungi né sofandaháttur, en gusturinn, sem af honum gat staðið, var yljaður hlýju hjartans og glóð hinna frjóu lífsnautna. Hann sýndi mér aldrei annað en frábæra vinsemd og traust, þó að ég hefði einlægt harla lítið til þess unnið. Kjartan vár kvændur Ingi- björgu Jónsdóttur Jósefssonar á Akureyri, hinni ágætustu konu. Áttu þau fagurt heimili, þar sem ríkti höfðingsskapur og hjarta- hlýja. Ingibjörg lifir mann sinn og eru börn þeirra tvö: Guðrún Lára og Kjartan. Dóttir Kjartans er Kristin, gift Jóhanni Gunnari Sæmundssyni, skrifstofumanni í Reykjavík. Eg kann ekki á svona stundu að mæla nein þau orð, er til huggun- ar mættu verða. Ástvinum Kjart- ans og vandamönnum öllum votta ég einlægustu samúð. Kristján Eiriksson Kjartan Steingrímsson varð bráðkvaddur hinn 16. júní sl. aðeins 62 ára að aidri. Hann var þá á ferðalagi vestur á Snæfells- nesi ásamt konu sinni Ingibjörgu Jónsdóttur. Fráfall Steingríms kom mjög á óvart, því alla tíð og til hinzta dags var hann mjög heilsuhraust- ur og nær aldrei orðið misdægurt. Kjartan Steingrímsson fæddist að Flateyri við Önundarfjörð hinn 16. júlí 1918. Foreldrar hans voru hjónin Kristín Hálfdánardóttir frá Meiri-Hlíð í Bolungarvík og Steingrímur Árnason útgerðar- maður frá KÍetti í Gufudalssveit. Eignuðust þau 3 syni og var Kjartan þeirra elztur en hinir eru Gunnar og Hálfdán. Konu sína missti Steingrímur frá drengjun- um barnungum og flutti hann ásamt þeim til Reykjavíkur stuttu síðar. Kjartan fór ungur að vinna hjá föður sínum, sem rak umfangs- mikla fiskvinnslu og útgerð um árabil víða um land. Árið 1942 keyptu þeir bræðurnir Kjartan og Gunnar Hótel Gullfoss á Akureyri og ráku það saman um tíma. Næstu árin var Kjartan í útgerð og rak m.a. Hraðfrystihús Kefla- víkur hf. með föður sínum. Á þessum árum var rekstur útgerð- ar- og fiskvinnslustöðva oft mjög erfiður og fóru þeir feðgar ekki varhluta af því. Hinn 4. maí 1954 kvæntist Kjartan Ingibjörgu Kristínu Jóns- dóttur frá Ákureyri. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Jó- hannsdóttir og Jón Jósefsson. Kjartan og Ingibjörg bjuggu sín fyrstu hjúskaparár í Keflavík og síðan nokkur ár í Garðabæ. Árið 1960 fluttust þau til Hellissands og rak Kjartan þar fiskverkun og lifrarbræðslu ásamt öðrum og vann auk þess við ferskfiskmat. Ingibjörg stundaði þar kennslu í barnaskólanum. Bjuggu þau hjón- in á Hellissandi og Rifi til ársins 1972 þegar þau fluttust til Reykja- víkur, þar sem þau hafa búið síðan. Kjartan hélt áfram rekstri lifrarbræðslunnar með félaga sín- um Ársæli Jónssyni, eftir að hann flutti til Reykjavíkur. Þegar hann féll frá átti hann í smíðum myndarlegt iðnaðarhús í Hvera- gerði. Hjónaband þeirra Ingibjargar og Kjartans var sérstaklega ham- ingjuríkt og farsælt. Ingibjörg er mikil dugnaðarkona og hefir hún lengst af unnið fullan vinnudag utan heimilisins og er hún núna forstöðukona barnaheimilisins Múlaborg. Auk þess hefir hún unnið mikið að félagsmálum. Þau hjón eignuðust 2 börn, þau Guð- rúnu Láru, skrifstofustúlku og Kjartan, prentara. Áður en Kjart- an kvæntist eignaðist hann eina dóttur, Kristínu, sem er gift undirrituðum. Barnabörnin eru orðin 5. Það var ávallt mjög ánægjulegt að heimsækja þau Kjartan og Ingibjörgu að Miklubraut 66. Þau voru mjög hamingjusöm hjón og samhent í öllu. Gestrisni var þeim í blóð borin og nutu þau þess að taka á móti stórum gestahópum. Nú þegar kveðjustundin er runnin upp vil ég þakka Kjartani hans mikla velvilja í garð fjöl- skyldu minnar og færa Ingibjörgu og börnum hennar mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Kjartans Steingrímssonar. Jón Gunnar Sæmundsson + Innilegar þakkir færum viö öllum fyrlr auösýnda samúö viö andlát og útför móöur okkar, HELGU JÓNSDÓTTUR, Grenimel 15, Rvík. Jón Gunnar Arnason, Svavar Árnason, Steinþór Árnason. + Þökkum heilshugar auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför KRISTÍNAR MARÍU SÆMUNDSDÓTTUR, Austurbrún 4. Sérstakar þakklr til lækna og hjúkrunarliðs á 3. D Landspítalans fyrir frábæra umönnun. Jóhannes Gíslason, Reynir Jóhannesson, Hjördis Sturlaugsdóttir, Elsa Mosdal, Sumarliöi Mosdal, Sólrún Jóhannesdóttir, Stefán Siggeirsson. Guðný G, Guðmunds- dóttir — Minning Fædd 18. nóvember 1893. Dáin 14. júni 1981. Amma okkar Guðný Guðrún Guðmundsdóttir verður lögð til hinstu hvíldar í dag eftir nokk- urra mánaða rúmlegu, 87 ára að aldri. Hún lést sl. sjómannadag, en sá dagur hlýtur að skipa sérstakan sess í huga konu sem bæði hefur séð á eftir manni frá þremur ungum börnum og síðar einkasyni, en þeir lögðu hvorugur að landi úr síðustu sjóför sinni. Síðar á lífsleiðinni kynntist hún, Sigurði S. Heiðberg, þeim manni sem við þekktum sem afa okkar. Afi Sigurður dó 28. júlí 1978 og verður hann lagður í kistu með henni. Svo lengi sem við munum bjuggu afi og amma á Sólvallagöt- unni, þangað var hlýlegt og nota- legt að koma. Hjá afa var lestur góðra bóka í heiðri hafður og þar kynntumst við fyrst leyndardómi siafrufsins. Amma vann mikið við hannyrðir meðan heilsa leyfði og sjaldan var það sem við hurfum þaðan án þess að hafa meðferðis eitthvað sem hún hafði prjónað eða heklað. Amma Guðný var sérstaklega barngóð og fylgdist vel með af- komendum sínum af natni og velvild fram á síðasta dag. Ferðir okkar á Sólvallagötuna munum við ætíð. Margs er að minnast sem erfitt er að tjá í orðum en hlýja og bros geymist í huga. Barnabörnin Laugagerðisskóli á Snæfellsnesi. Sumarvinnustofa listamanna starf- rækt á Islandi Sumarvinnustofa listamanna — Mobile Summer Workshop stytt i Mob Shop — er starfrækt á íslandi i sumar. Listamönnum frá Norðurlöndum er boðin þátttaka og einnig koma aðrir erlendir gestir við sögu. Það er Magnús Pálsson, lista- maður, sem á hugmyndina að Mob Shop. Hann vildi fitja upp á einhvers konar starfsemi, sem efldi strauma nútímans til Norð- urlandanna. Hann leitaði því til norræna menningarsjóðsins, eftir að hafa snúið sér til listastofnana og einstaklinga á Norðurlöndum um stuðning og fékk fjárveitingu þaðan. Einnig fékk hann stuðning frá Alþingi íslendinga. Síðan hafði Magnús samband við ýmsa erlenda listamenn aðra en norræna, til að fá þá til að koma og veita straumum til hinna norrænu þátttakenda. Því næst sendi hann boðsbréf til jiorrænna listamanna. Gistiaðstaða var fengin í Hjúkrunarskólanum — og aðstaða til vinnu í Laugagerð- isskóla á Snæfellsnesi og Iðnskól- anum í Reykjavík. Meðal gesta, sem koma á Mob Shop, má nefna Frakkann Pobert Filliou, sem mörgum íslendingum er að góðu kunnur, kenndi m.a. í Handíða- og myndlistaskólanum um skeið. Þá má nefna Bandaríkjamennina Philip Corn- er, sem er uppákomumaður, tónskáld og hljóðfæraleikari og Malcolm Goldstein, tónskáld og hljóðfæraleikara. Nú þegar eru komnir hingað fjórir norrænir listamenn. Von er á fleirum frændum okkar þegar lengra kemur fram á og eins munu íslenskir listamenn taka þátt í starfinu eftir því sem þeir fá við komið. Starfið mun einkum fara fram [ Laugagerðisskóla en einnig í Reykjavík eftir því sem ástæða verður til. í Mob Shop verður lögð stund á myndlist, tónlist, uppákomur og gerninga. Reynt verður að gera starfið sem allra fjölbreyttast til gagns og gamans fyrir þátttakendur og þá sem koma til með að njóta þeirrar listar, sem verður afraksturinn af þessari norrænu samvinnu í verki. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug við andlát og útför fööur okkar, tengdafööur og afa, BJÖRNS EINARSSONAR. Börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.