Morgunblaðið - 10.11.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.11.1981, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1981 Eftir að veiða 30 þús. tonn þar til að stofninn fer í mínus MJÖG gód loðnuveiði er enn hjá loðnuskipunum djúpt úti af Melrakka- sléttu. Frá því um hádegi á laugardag fram til hádegis í gær tilkynntu 30 skip um afla, samtals 18,790 lestir. Flest fóru skipin með aflann til Austfjarða- hafna. Þau 25 skip, sem fyrst byrjuðu loðnuveiðarnar í haust, eru búin eða í þann veginn að ljúka við sinn loðnukvóta. T.d. lauk Grindvíking- ur frá Grindavik við sinn kvóta í gær, en alls mátti Grindvíkingur fiska 14.800 tonn og Hrafn frá Grindavík er einnig búinn með kvótann, alls 11.300 tonn. Þá er Morgunblaðinu kunnugt um að Örn KE á aðeins eftir að fiska Frá setningu Fiskiþings í gær, en það mun standa út þessa viku. Már Elísson við setningu Fiskiþings: Arsaflinn 1390 þús. tonn - þorskaflinn 460 þús. tonn „ÞÓTT við blasi mikill efnahagsvandi, sem oft áður, verður ekki um kennt slæmum aflabrögðum eða slæmu markaðsástandi fyrir fiskafurðir, því að fiskafli hefur verið góður þegar á heildina er litið þótt um töluverðan samdrátt loðnuafla sé að ræða og verðlag á erlendum mörkuðum yfirleitt stöðugt, en í ýmsum tilfellum hærra en áður, sagði Már Klísson fiskimála- stjóri við setningu 40. Fiskiþings í gær. Fiskiþing hófst með ræðu Más, en að því loknu ávarpaði Stein- grímur Hermannsson þingfulltrúa sem eru 33 talsins víðsvegar af að landinu. í upphafi ræðu sinnar minntist Már Elísson þeirra Jóns Þ. Árnasonar og Hafsteins Berg- þórssonar, en þeir hafa látist síð- an síðasta Fiskiþing var haldið, en báðir sátu þeir Fiskiþing lengi. í ræðu Más Elíssonar kom fram, að samkvæmt áætlun Fiskifélags- ins getur heildarafli landsmanna á þessu ári numið nær US90 þús. lestum samanborið við 1.514 þús. lestir á árinu 1980 og yrði þá fjórða mesta aflaár sögunnar. Mestur var fiskaflinn á árinu 1979 1.649 lestir, en þá veiddust 964 þús. tonn af loðnu. Á þessu ári er gert ráð fyrir 40 þús. lesta síldar- afla og um 600 þús. lestum af Meintir vopnaflutning- ar ræddir á Alþingi Steingrímur Hermannsson, sam- gönguráðherra, sagði á Alþingi í gær að könnun á kæru vegna meintra vopnaflutninga Arnarflugs frá Frakklandi til Líbýu ekki hafa leitt fram neitt sem bent hafi til ólög- legra flutninga. Farmskrár hafi samt sem áður leitt í Ijós, að „æfinga- skot“ og efni, sem sprengihætta stafaði af, hafi verið hluti hinnar fluttu vöru. Ekkert hafi heldur kom- ið fram sem bendi til þess að Flug- leiðavélar hafi flutt ólöglega vöru innanlands í Líbýu. Hinsvegar hafi vopn verið flutt með íslenzkum vél- um til S-Arabíu, að fengnu leyfi réttra yfirvalda. Þessi svör komu fram vegna fyrirspurnar frá Árna Gunnars- syni (A), sem sagði farmskrár ekki einhlítar um flutning. Líbýa væri uppeldisstöð fyrir hermdar- verkamenn í veröldinni og ekki væri sæmandi að íslenzkir aðilar lytu að verkefnum, sem grunur léki á að væru vafasöm. Sjá nánar frásögn af þessari umræðu á þing- síðu Mbl. í dag. loðnu. Þá er gert ráð fyrir tölu- verðri aukningu botnfiskafla eða úr 660 þús. lestum á sl. ári í um 710 þús. lestir nú. „Við gerum ráð fyrir að þorskaflinn verði um 460 þús. tonn, en það er liðlega 30 þús. ’ lestum meira en stefnt var að í upphafi ársins og 30 þús. lestum meira en þorskafli sl. árs,“ sagði Már. Már sagði, að áætlun Fiskifé- lagsins hefði gert ráð fyrir að karfaaflinn á þessu ári yrði um 90 þús. lestir. Til viðbótar mætti áætla að karfaaflinn við A-Græn- land verði um 40 þúsund lestir og við Færeyjar sennilega 6—8 þús. lestir. Þetta gerði samtals 140 þús. lestir. Hins vegar hefði Alþjóða hafrannsóknaráðið mælt með því að heildarkarfaafli á þessum haf- svæðum færi ekki fram úr 85 þús. lestum á þessu ári. Þegar þess væri gætt að undanfarin tvö ár hefði heildarafli karfa á þessum svæðum farið fram úr því, sem Al- þjóðahafrannsóknaráðið hefði lagt til, mætti með rökum segja að á stofnana sé gengið og afleiðingin verði minnkandi afli á næstu ár- um. Sjá ræðu Más á miðopnu. nokkur tonn til að ljúka við sinn kvóta. Nú er búið að fiska um 110 þús- und tonn af loðnu, síðan stofn- stærðarskýrslan kom út, en hún gerði ráð fyrir að aðeins væru 144 þús. tonn eftir af loðnu í sjónum. Samkvæmt því eru aðeins 30 þús. tonn til veiðanna, og ef veður helst gott á miðunum, tekur það loðnu- skipin ekki nema nokkra daga að fiska þessi 30 þús. tonn miðað við veiði undanfarinna daga. Skipin sem tilkynntu Loðnu- nefnd um afla frá því um hádegi á laugardag fram til hádegis í gær, eru þessi: Örn KE 590 tonn, Helga Guðmundsdóttir BA 720, Albert GK 600, Jón Finnsson GK 600, Sæ- björg VE 560, Hilmir II SU 570, Skírnir AK 420, Ársæll KE 440, Pétur Jónsson RE 620, Fífill HF 620, Grindvíkingur GK 650, Gísli Árni RE 630, Jón Kjartansson SU 1000, Hákon ÞH 800, Þórður Jón- asson EA 490, Húnaröst ÁR 630, Sighvatur Bjarnason VE 700, Dagfari RA 530, Seley SU 440, Súlan EA 700, Gígja RE 730, Hrafn GK 600, Huginn VE 580, ísleifur VE 650, Keflvíkingur KE 530, Helga II RE 540, Hafrún ÍS 570, Magnús NK 480, Bjarni Ólafsson AK 850 og Börkur NK 900 tonn. Getraunir: Konur getspakar ENN EITT metið leit dagsins Ijós í getraunum um helgina. í fyrsta sinn frá því Getraunir hófu starf- semi sína, nam þátttakan 2 röðum á íbúa. Sex seðlar komu fram með 11 réttum og var vinningsupphæð liðlega 27 þúsund, eða liðlega 2,7 milljónir gkrónur. Konur reyndust getspakar um helgina. Af sex vinningshöfum voru fimm konur. Þó sá áfangi hafi náðst að þátttaka hafi num- ið 2 röðum á íbúa, þá eigum við langt í land að ná frændum vor- um Dönum; þar verður þátttak- an mest 7 raðir á íbúa. „Tek ekki þátt í prófkjörinu“ - segir Birgir ísleifur Gunnarsson „ÞVÍ er ekki að ncita að undanfarna daga hafa allmargir rætt það við mig að gefa kost á mér í prófkjör það sem nú stendur fyrir dyrum vegna borgarstjórnarkosninganna. Ég hef hugsað það mál vandlega og niðurstaðan er sú, að ég tek ekki þátt í prófkjörinu," sagði Birgir ísleifur Gunnarsson, al- þingismaður og borgarfulltrúi, er Mbl. spurði hann í gær, hvort hann hvgðist gefa kost á sér í Veitt lausn frá störfum FORSETI íslands hefur hinn 5. þ.m. samkvæmt tillögu dómsmála- ráðherra, veitt Benedikt Sigur- jónssyni, hæstaréttardómara, lausn frá embætti frá 1. janúar 1982 að telja, samkvæmt ósk hans. „Bjartsýnn á betri samning til skamms tíma án verkfalls“ — segir Sveinn Sveinsson, formaður Sambands bankamanna „SÁTTATILLAGAN í kjaradeilu bankamanna er úr takt við raunveru- leikann og það er greinilegt að þrýstingur utanaðkomandi aðila hefur sett sitt mark á hana,“ sagði Sveinn Sveinsson, formaður Sambands íslenzkra bankamanna, er Mbl. ræddi við hann um stöðuna í kjaradeilunni, en atkvæðagreiðsla um sáttatillöguna fer fram 16. og 17. nóvember. Taln- ingu atkvæða lýkur væntanlega 20. nóvember og náist ekki samningar næstu daga þar á eftir hefst verkfall bankamanna 26. nóvember. Sveinn var spurður hvað hann ætti við með þrýstingi „utanaðkomandi aðila“ og sagði hann, að í þjóðféiaginu væru greinilega öfl, sem hefðu meiri áhrif heldur en aðilar í þessari deilu. „Þetta er í raun viðurkennt með því tilboði, sem bankarnir gerðu okkur síðdegis á föstudag, nokkrum klukkustundum eftir að sáttatillagan var lögð fram,“ hélt Sveinn áfram. „Sáttatillag- an var ekki raunhæf til 18 eða 20 mánaða samnings eftir því hvort menn miða við 1. september eins og við gerum eða 1. nóvember. Samninganefnd bankanna veit að sáttatillagan er óraunhæf og þess vegna gerir hún okkur til- boð um samning til skamms tíma. Við höfum gert kröfu um ýmis atriði, sem nauðsynlegt er að fá fljótt inn í samning, t.d. samning um tæknimál, starfsheitaröðun, staðgengilsmál, útreikninga á hlutastörfum, laugardaga út úr orlofi, jöfnun lífeyrisréttinda og fleiri atriði. Þegar við höfum rætt um skammtímasamning höfum við verið tilbúin til að fresta einhverjum þessara at- riða, en sá frestur getur ekki varað í 18 eða 20 mánuði, það er augljóst. Tilboð bankanna um skamm- tímasamning gengur hins vegar skemur heldur en okkur var boð- ið þegar við vorum í viðræðum við viðsemjendur okkar. Við vit- um því, að bankarnir vilja gera betur fyrir okkur heldur en þeir buðu á föstudaginn. Því er ég bjartsýnn á að samningur til skamms tíma náist þá viku sem við höfum eftir að sáttatillagan verður felld, sem ég hvet ein- dregið til að verði gert. Við höfum ákveðnar hug- myndir um hvað þarf að skila sér af kröfum okkar inní skammtímasamning og meðal þess sem bankarnir voru búnir að samþykkja í viðræðunum var að samningstími skyldi byrja 1. september með launahækkun 1. október. í sáttatillögunni og til- boðinu, sem við fengum á föstu- dag, var hins vegar aðeins talað um 1. nóvember og það er jú allt annað en við förum fram á og okkur hefur verið boðið. Ég er bjartsýnn á að við fáum betri samning til skamms tíma án verkfalls, en við höfum átt kost á til þessa,“ sagði Sveinn Sveins- son að lokum. prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík í vor. Próflíjörið fer fram dagana 29. og 30. nóvember nk. Tillögur bár- ust um 24 aðila í prófkjörið en yf- irkjörnefnd hefur heimild til að bæta við nöfnum, ef henni finnst með þurfa, þannig að þau verði allt að 40 talsins. Stefnt er að því að kynna prófkjörslistann um miðja þessa viku. Vestmannaeyjar: Sjálfstædismenn ákveda prófkjör Á AÐALFUNDI fulltrúaráðs Sjálf- stæðisflokksins í Yestmannaeyjum, sem haldinn var síðastliðna helgi, var samþykkt einróma tillaga frá bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins um að hafa prófkjör við val fram- hjóðenda flokksins við næstu bæjar stjórnarkosningar. Jafnframt var samþykkt að bjóða öðrum stjórnmálaflokkum að hafa sameiginlegt prófkjör allra flokkanna um val á fram- bjóðendum við kosningarnar. Til- lagan gerir ráð fyrir því að flokk- arnir verði búnir að svara þessu bréfi Sjálfstæðisflokksins fyrir lok nóvember.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.