Morgunblaðið - 10.11.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1981
19
Tapreksturinn mun bylja á þjóð-
inni eins og versta slagveður
eftir Matthías
Bjarnason alþm.
Fyrir tæplega þremur vikum var
útvarpað frá Alþingi stefnuræðu
forsætisráðherra og umræðum um
hana. Ég veitti mér það kvöld þann
munað að sitja heima og hlýða á
umræðurnar. Undir þeim lestri öll-
um varð mér oft hugsað til hins
almenna borgara í landinu, hvernig
honum væri innanbrjósts að hlusta
á slíkar umræður. í fyrsta lagi:
Hver skyldi það vera, sem tryði því
að ástandið væri svo gott, sem raun
ber vitni, eftir ræðu forsætisráð-
herra og ekki síður eftir ræður
flestra stjórnarsinna?
Það hlýtur að vera sjálfsögð
krafa, sem hver og einn þjóðfélags-
þegn gerir til stjórnmálamanna, að
þeir komi fram fyrir þjóðina og seg-
ir henni satt í hvívetna. Það er líka
krafa til manna um það að vera
ekki heldur að mála hlutina dekkri
litum en þörf er á. Mér fannst mjög
áberandi hjá minni stjórnarand-
stöðuflokknum, hvað hann reyndi
að mála allt mun dekkra en jafnvel
efni standa til.
Hitt fannst mér lýsa undraverðu
kæruleysi hjá ráðherrum í ríkis-
stjórninni og stuðningsmönnum
þeirra, hvernig þeir lýstu ástandinu
í þjóðfélaginu, eins og allt væri með
eðlilegum hætti og það hefði tekist
að ná stórkostlegum árangri í sam-
bandi við baráttuna við verðbólg-
una.
En eigum við ekki að líta á stað-
reyndir. — Svo er nú komið málum,
að stærstu ríkisfyrirtækin í landinu
eru flest rekin með miklum halla.
Landsvirkjun, rafmagnsveitur og
hitaveitur eru reknar með milljóna
halla. Atvinnulífið er á mörgum
stöðum komið að því að stöðvast og
sums staðar stöðvað með öllu.
Orsök alls þessa er óraunhæf stefna
núverandi ríkisstjórnar. Hún mark-
aði þá stefnu á gamlársdag á liðnu
ári, að verðbólgan skyldi ekki fara
yfir 40%. Við þetta hefur hún verið
að berjast það sem af er þessu ári
með þeim hætti, að kostnaður við
framleiðslu landsmanna, og þar
með útflutningsframleiðslu, er ekki
undir 50—60% og jafnvel meiri. A
sama tíma hefur gengið verið fest,
að undanskildum tveimur breyting-
um til gengisfellinga, sem nema
samtals 9%. Þetta hefur orðið til
þess, að útflutningsatvinnuvegirnir
eru reknir með gífurlegum halla.
Það sem verst er af öllu er, að eigið
fjármagn fyrirtækjanna, bæði í
sjávarútvegi og í iðnaði er verðbólg-
an langt komin með að éta upp.
Menn berja sér á brjóst og segja:
Við viljum enga gengisfellingu, það
eru einhverjir aðrir, sem eru að
heimta hana. Hver vill fella gengi
krónunnar, ekki nokkur maður, svo
ég viti til.
En hitt er annað mál, að þegar
gengi krónunnar er fallið, eins og
nú er, þá verða skynsamir menn, og
meira að segja hinir líka, að játa
staðreyndum og skrá krónuna því
verði, sem hún er á.
„En hitt er mjög mikið
áhyggjuefni, að þrír menn úr
hópi Sjálfstæðismanna hafa
með setu sinni þar haldið
þessari ríkisstjórn lifandi til
þessa, ríkisstjórn sem er að
eyðileggja einkaframtakið að
beiðni og að fyrirskipan
kommúnista. I»essir menn
taka á sig þunga ábyrgð,
þyngri ábyrgð en nokkrir
aðrir. Þeir hafa fengið aðvör
un frá flokkssystkinum sín-
um á landsfundi Sjálfstæðis-
flokksins. Ætla þeir ekki að
fara að taka við sér?“
Núverandi ríkisstjórn beitti á ár-
inu 1980 gengissigi til þess að koma
til móts við framleiðsluna, þannig
að hægt væri að reka hana þá halla-
lítið. Þá var viðurkennd sú stað-
reynd, að verðbólgan hér innan-
lands gerði það að verkum, að skráð
gengi krónunnar yrðu að vera í
samræmi við ytri kjör í viðskiptum
við okkar viðskiptaþjóðir.
Nú á þessu ári en annar háttur
hafður á. Það er látinn hrannast
upp hallarekstur í opinberum fyrir-
tækjum upp á tugi ef ekki hundruð
milljóna og fyrirtækin í landinu
stöðvast nú hvert af öðru. Bjarg-
ráðin eru að taka þau allra verstu
út úr, láta þau fá nokkra innspýt-
ingu til þess að þau geti haldið
áfram eitthvað um sinn. En þetta
getur ekki gerst nema skamman
tíma. Það verður að stokka upp, það
verður að játa staðreyndum, það
verður að draga út kostnaði við
rekstur fyrirtækjanna, lækka út-
gjaldahlið þeirra, eða hreinlega að
játa staðreyndum og skrá krónuna
réttu verði, þannig að útflutnings-
atvinnuvegirnir geti gengið áfalla-
lítið eða áfallalaust.
Stjórnarherrarnir segja þjóðinni
í dag, að verðbólgan frá byrjun til
loka árs 1981 sé ekki nema 40%. En
þá vilja þeir ekki viðurkenna það,
að það er stór hluti verðbólgunnar,
sem er geymdur í taprekstri fram-
leiðslufyrirtækjanna í landinu og
ríkisfyrirtækjanna, sem kemur til
með að bylja á þjóðinni eins og
versta slagveður. Við höfum því
ekki séð verðbólguna á þessu ári
nema að takmörkuðum hluta, vegna
þess að stjórnarherrunum hefur
þóknast að blekkja þjóðina fram til
þessa. En augu þjóðarinnar eru að
opnast fyrir því, að hún hefur verið
blekkt. Verðbólgan segir sífellt
meira til sín. Kaupmáttur launa
rýrnar. í raun hefur þessi stjórn
eða stjórnarflokkar ekkert raun-
hæft gert til þess að berjast gegn
verðbólgunni.
Nú spyrja menn: Hvað þarf að
gera til þess að berjast gegn verð-
bólgu?
Það þarf fyrst og fremst að gera
allar hugsanlegar ráðstafanir til
þess að auka framleiðslu þjóðarinn-
ar, auka útflutni'ngsverðmæti,
draga úr innflutningi og eyðslu. Það
gerum við með því að minnka ríkis-
afskiptin, draga úr umsvifum ríkis-
ins. Við getum ekki lifað af því að
draga saman seglin í framleiðslu á
útflutningsvörum okkar en sífellt
að auka þann fjölda, sem sinnir
þjónustustörfum og er á launum
hjá ríkinu. Það gefur ekkert af sér,
það er fyrst og fremst til þess að
auka kröfurnar á aukna skatta til
sameiginlegra þarfa þegnanna.
Þessar sameiginlegu þjóðfélags-
þarfir eru komnar það langt yfir
hámark, að þær eru þegar farnar að
hafa áhrif á getu og vilja manna til
að vinna og hafa miklar tekjur
vegna þess hve skattlagningin er
orðin há.
Við verðum því að breyta um
hugsunarhátt, en það gerum við
ekki með því að stinga hausnum í
sandinn eins og strúturinn og láta
sem engir erfiðleikar séu á vegin-
um, það sé allt hér slétt og fellt,
eins og stjórnarherrarnir sögðu.
Þeir einu sem viðurkenndu að
erfiðleikar væru voru þó Framsókn-
armenn, en þeir máttu til með að
eyðileggja þá játningu sína með því
að bæta við, að það hefði verið farið
eftir niðurtalningarstefnu Fram-
sóknarflokksins. Niðurtalningar-
stefna Framsóknarflokksins hefur í
reynd verið sú, að allt verðlag er á
uppleið og kaupmáttur launa held-
ur sífellt áfram að rýrna.
Ég hygg að á móti því verði ekki
mælt, að núverandi ríkisstjórn hef-
ur beðið alvarlegt skipbrot. Ef til
vill er ekki mikið um það að segja,
að Alþýðubandalagið framfylgi
þeirri stefnu til þess að eyðileggja
einkaframtakið í landinu, láta það
með rangri gengisskráningu tapa
öllu eigin fjármagni í fyrirtækjun-
um. Framsóknarflokkurinn er hálf-
sósíalískur flokkur, en þó er hann
öllu meira sérhagsmunaflokkur og
illt að henda reiður á, hvað hann er
að fara hverju sinni.
En hitt er mjög mikið áhyggju-
efni, að þrír menn úr hópi Sjálf-
stæðismanna hafa með setu sinni
þar, haldið þessari ríkisstjórn lif-
, andi til þessa, ríkisstjórn sem er að
eyðileggja einkaframtakið að beiðni
og að fyrirskipan kommúnista.
Þessir menn taka á sig þunga
ábyrgð, þyngri ábyrgð en nokkrir
aðrir. Þeir hafa fengið aðvörun frá
flokkssystkinum sínum á lands-
fundi Sjálfstæðisflokksins. Ætla
þeir ekki að fara að taka við sér?
Ætla þeir ekki að komast í snert-
ingu við það sem er að gerast í þjóð-
félaginu núna? Ætla þeir ekki að
skilja, hvað kommúnistar eru að
teyma þá út í? Jafnvel þó þeir hafi
unnið mikið til saka, þá er ennþá
leið til að snúa við og bæta fyrir
fyrri misgerðir. Það gera þeir með
því að þeir viðurkenni í fyrsta lagi,
að það sé mikill vandi, sem að steð-
jar. Fyrsta skilyrðið til þess að ráð-
ast að vanda og erfiðleikum er að
vilja kannast við, að hann sé fyrir
hendi. Sá sem ekki kannast við að
neinn vandi er fyrir hendi, hann
getur ekki komist fyrir rætur
meinsemdarinnar.
Enn á ný vil ég skora á þessa
Sjálfstæðismenn, sem eru í ríkis-
stjórn eða styðja hana á einn eða
annan hátt, að hætta þessum stuðn-
ingi sem allra fyrst og vinna að því
að mynduð verði ríkisstjórn með al-
'vöru stjórnmálamönnum, sem við-
urkenna vandann og hafa kjark og
þrek til þess að grafast fyrir mein-
semdina í þeim tilgangi að lækna.
— Oft hefur verið þörf á lækningu,
en aldrei brýnni en nú.
Matthías Bjarnason
I
1
Siáou til, !
nú erum við alltaí í leiðinni...
nýlluttir að Skipholti 7, og bjóðum ykkur velkomin að líta á vömúrvalið. I
LITSTJÓNVARPSTÆKIN |
sem þekkt eru fyrir
gœði og góða endingu
Komið og sjáið litina f
og kynnist okkar góðu
greiðslukjörum.
Nú erum við 1 Skipholti 7 símar 26800 - 20080
I