Morgunblaðið - 10.11.1981, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.11.1981, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1981 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra r Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aóalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 85 kr. á mánuói innanlands. í lausasölu 5 kr. eintakiö. Skuldasöfnun og skattheimta Stjórnarfrumvarp til fjárlaga 1982 felur í sér öll höfuð- einkenni vinstri stefnu í ríkisfjármálum: • 1) Áframhaldandi þenslu ríkisútgjalda • 2) Þyngri skattabyrði • 3) Stórfellda aukningu erlendra skulda Umsvif ríkisins, mæld sem hlutfall af þjóðarframleiðslu, hafa farið verulega vaxandi. Þau eru nú komin í 33%, ef hvorutveggja er saman tekið skattheimta og skuldasöfnun, sem ríkisumsvifin eru fjármögnuð með. Þetta er verulega hærra hlutfall en hyggi- legt er talið. Þar við bætist að erlend lán eru komin í 7,7% af ráðstöfunarfé stjórnvalda á líðandi ári, en vóru aðeins 3% 1978. Þessi þróun er ekki síður varhugaverð. Framlengdir vinstri stjórnar skattar verða samkvæmt fjár- lagafrumvarpi 1982 nálægt 1 milljarður króna. Ætla má að hækk- un tekju- og eignaskatta milli áranna 1980 og 1981, umfram tekjuhækkun á þessu tímabili, hafi numið um 70 m.kr., eða 1000 krónum á hverja 3ja manna fjölskyldu. Frumvarpið gerir og ráð fyrir nýjum skatti á raforkukaupendur, vegna stofnlína, sem gefa á 40 m.kr. í ríkissjóð — og kemur fram í hærra raforkuverði. Varla flokkast þessi nýi skattur undir „niðurtalningu“ verðlags- ins. Erlendar lántökur hækka samkvæmt fjárlagafrumvarpinu um 146%, þrátt fyrir ráðgerðan samdrátt í orkuframkvæmdum 1982, sem eru lang fjárfrekastar. Matthías Á, Mathiesen sagði við fyrstu umræðu frumvarpsins, að ef þessi áætlun næði fram að ganga, og miðað við erlendar lántökur 1979, þá hefðu þær tólffald- ast á fjórum árum. Heildarskuldir í erlendum lánum námu 31.6% af þjóðarframleiðslu 1977, en þetta hlutfall er nú talið um 37%. Á sama tíma sem ríkisumsvifin færast í aukana , með helztu hjálpartækjum stjórnvalda, skattheimtu og skuldasöfnun, þreng- ist hagur almennings og atvinnuvega. Talsmenn verkalýðshreyf- ingar segja að kaupmáttur taxtakaups þurfi að hækka um 11% til að ná því marki sem hann var 1977, á tímum ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar. I fersku minni eru slagorð og sleggudómar vinstri afla í þjóðfélaginu á þeirri tíð, sem reyndust undanfari „niðurtalningar“ kaupmáttarins allar götur síðan — í skálka- skjóli Alþýðubandalagsins. Ekki þarf að fara mörgum orðum um rekstrarstöðu undirstöðu- atvinnuvega okkar. Þeir eru vel flestir reknir með verulegum halla. Atvinnuöryggi, sem tekist hefur að tryggja í meira en áratug, er nú í verulegri hættu — og samdráttareinkenni segja til sín víðast hvar í þjóðarbúskapnum. Á næsta ári er gert ráð fyrir að fiárfesting atvinnuvega dragist saman um 9,1%, fjárfesting í íbúðarhúsnæði standi í stað, eftir að hafa minnkað um 2,1% 1979 og sín 5% hvort árið, 1980 og, 1981. Þá er gert ráð fyrir að orkuframkvæmdir minnki um 15,4%. Framleiðslan, verðmætasköpunin, er þungamiðjan í þjóðar- búskapnum. Meginmáli skiptir að rekstrarstaða atvinnuveganna sé traust. Þeir þurfa að mæta þeirri atvinnueftirspurn og skila af sér þeim þjóðartekjum, að tryggi hvorutveggja: áframhaldandi atvinnuöryggi vaxandi þjóðar og sambærileg lífskjör og nágrann- ar búa við. Efling þeirra atvinnuvega, sem fyrir eru, og stórauk- inn orkuiðnaður, eru forsendur þess að því megimarkmiði verði náð. Þessvegna ríður á miklu að stjórnarstefnan sé hvetjandi en ekki letjandi, bæði gagnvart framtaki í atvinnurekstri og vinnu- framlagi almennings. í þessum efnum ræður skattastefan ekki sízt ferð. Og sú skattastefna, sem hér ræður ríkjum og færir sívaxandi hlutfall staðnaðra þjóðartekna4 ríkishítina, á kostnað atvinnuvega og almennings, er letjandi en ekki hvetjandi, dregur úr en ýtir ekki undir aukningu verðmætasköpunar og þjóðartekna — og er því hemill en ekki aflgjafi í lífskjarasókn þjóðarinnar. Það kom fram í fyrstu umræðu um þetta stjórnarfrumvarp til fjárlaga komandi árs, að ráðherrar Framsóknarflokksins í ríkis- stjórn höfðu uppi fyrirvara um tiltekna skattheimtu og erlenda skuldasöfnun. Tómas Árnason, viðskiptaráðherra, gat þessa sér- staklega í þingræðu, svo það færi hvorki fram hjá fjölmiðlum né Alþingistíðindum, sem geyma ræður þingmanna til framtíðar. Þessi ræða viðskiptaráðherra vitnar ekki aðeins um skiptar skoð- anir í ríkisstjórninni, heldur sýnir hún jafnframt, hverjir ráða ferð. Framsóknarmenn vilja skáskjóta sér undan ábyrgð af þeirri stefnu, sem fjárlagafrumvarpið felur í sér, og ber öll eyrnamörk Alþýðubandalagsins. En ríkisstjórnin í heild hlýtur að bera ábyrgð á þessu mikilvægasta stjórnarfrumvarpi hvers þings. Og veigamiklir þættir í vanda atvinnuveganna heyra beint undir ráðherra Framsóknarflokksins, eins og Lárus Jónsson benti rétti- lega á í fjárlagaumræðunni, svo sem fjármagnskostnaður, verð- lagsmál og gengisskráning. Már Glísson, fiskimálastjóri, á Fiskiþingi: Núllgrunnstefiian \ stöðnunar og til len til samdráttar og v Ég býð þingfulltrúa og gesti velkomna til Fiskiþings, hins 40. í röðinni. Sérstaklega býð ég velkominn til þings okkar sjávarútvegsráð- herra, Steingrím Hermannsson, sem flytja mun hér ræðu að lok- inni þingsetningu. Á fundum fjórðungssambanda og deilda undanfarnar vikur hefur farið fram kjör þingfulltrúa til næstu fjögurra ára. Ýmsir félagar okkar, sem starfað hafa með okkur undanfarin ár — sumir hverjir um áraraðir, hafa ekki gefið kost á sér til endurkjörs — ýmist vegna aldurs eða af öðrum orsökum. Flyt ég þeim þakkir okkar fyrir vel unnin störf í þágu Fiskifélagsins og sjávarútvegsins, þá sem koma í stað þeirra til starfa býð ég sérstaklega vel- komna. Ég vil minnast hér tveggja fé- laga okkar, sem látizt hafa frá því að við komum hér saman á síðasta ári — þeirra Jóns Þ. Árnasonar framkvæmdastjóra frá Raufar- höfn og Hafsteins Bergþórssonar framkvæmdastjóra Reykjavík. Jón Þ. Árnason lézt í Reykjavík hinn 3. apríl sl. liðlega 65 ára að aldri. Hann fæddist að Ásmund- arstöðum á Melrakkasléttu 22. október 1915. Á árinu 1937, að loknu námi við Héraðsskólann á Laugarvatni, hvarf Jón aftur til átthaganna og tók við starfi póst- og símstöðvarstjóra. Á árinu 1950 gerist hann kaupfélagsstjóri á Raufarhöfn og árið eftir hefjast fyrir alvöru störf hans að sjávar- útvegsmálum, einkum síldarsölt- un, sem hann vann að til æviloka. Jón var framkvæmdastjóri og meðeigandi í hlutafélginu Borg- um, sem rak söltunarstöðvar á Raufarhöfn og Seyðisfirði þar til Norðurlandssíldin hvarf af miðun- um. Eftir það hófu Borgir síldar- söltun í Þorlákshöfn. Á árinu 1956 stofnuðu saltendur norðan lands og austan með sér félag til að gæta hagsmuna sinna. Var Jón í stjórn þess félags frá upphafi til dauðadags og formaður þess frá árinu 1969. Á árinu 1968 var hann kjörinn aðalfulltrúi þessa félags í síldarútvegsnefnd. Jón Þ. Árnason sat óslitið á Fiskiþingi frá árinu 1973 sem fulltrúi síldarsaltenda norðanlands og austan. Hafsteinn Bergþórsson fram- kvæmdastjóri lézt hinn 25. sept- ember sl. Hann fæddist að Landa- koti á Álftanesi hinn 29. nóvember 1892 og hefði því orðið 89 ára á þessu hausti. Hafsteinn stundaði nám í Verzlunarskóla Islands en skömmu eftir burtfararpróf þaðan lá leiðin til sjós og þá í Stýri- mannaskólann. Að sjómennsku starfaði Hafsteinn í 15 ár — síð- ustu árin sem skipstjóri. Um margra ára skeið rak hann útgerð ýmist sjálfur eða í félagi við aðra eða allt þar til hann gerðist fram- kvæmdastjóri Bæjarútgerðar Reykjavíkur á árinu 1950. Gegndi hann því starfi þar til hann dró sig í hlé fyrir aldurssakir. Haf- steinn tók fyrst sæti á Fiskiþingi á árinu 1945 og sat mörg þing. Á árinu 1949 var hann kjörinn í stjórn Fiskifélagsins og var vara- fiskimálastjóri í mörg ár. Fjöl- mörgum öðrum trúnaðarstörfum gegndi hann fyrir sjávarútveg og stjórnvöld. Það var báðum þessum félögum okkar sammerkt, hvað léttir þeir voru í lund og hressilegir í fram- komu, báðir gæddir ríkri kímni- gáfu. Frá því að síðasta Fiskiþing var háð í nóvember 1980 og þar til nú, hafa 15 sjómenn látið lífið við skyldustörf sín. Bið ég viðstadda að rísa úr sætum í virðingarskyni. En það er einnig ljúft og skylt að geta þess sem vel hefur tekizt. Á þeim tíma, sem um getur um slysfarir, björguðu slysavarna- menn 37 mönnum úr sjávarháska, samkvæmt skýrslu Slysavarnafé- lags Islands. Þótt við blasi mikill efnahags- vandi sem oft áður, verður ekki um kennt slæmum aflabrögðum eða slæmu markaðsástandi fyrir fiskafurðir, því að fiskaflinn hefur verið góður þegar á heildina er lit- ið þótt um töluverðan samdrátt ioðnuafla sé að ræða og verðlag á erlendum mörkuðum yfirleitt stöðugt, en í ýmsum tilfellum hærra en áður. Því miður finnast undantekningar. Ástand loðnu- stofnsins hefur enn aukið á vanda loðnuflotans svo og sveiflur í mjöl- og lýsisverði. Þá hefur hið háa gengi Bandaríkjadollarins valdið ýmsum útflutningsgreinum vandræðum. Á móti minni loðnu- afla vegur ríkulegri hotnfiskafli en nokkru sinni fyrr og hagstætt verðlag á saltfiski og skreið. Samkvæmt áætlun Fiskifélags- ins getur heildarfiskafli lands- manna á þessu ári numið nær 1.390 þús. lestum samanborið við 1.514 þús. lestir á árinu 1980, og yrði þá fjórða mesta aflaár í sögu okkar. Mestur varð fiskaflinn á árinu 1979 1.649 þús. lestir, en þá veiddust 964 þús. lestir af loðnu. Við þessa áætlun verður að setja spurningamerki við síld og loðnu, því að hér er gert ráð fyrir liðlega 40 þús. lestum af síld og um 600 þús. lestum af loðnu, en það er verulegur samdráttur frá sl. ár- um. Hinsvegar er í áætlun Fiski- félagsins gert ráð fyrir töluverðri aukningu botnfiskafla, eða úr 660 þús. lestum á sl. ári í um 710 þús. lestir nú. Þaraf gerum við ráð fyrir að þorskaflinn verði um 460 þús. lestir, en það er Iiðlega 30 þús. lestum meira en stefnt var að í upphafi ársins, og 30 þús. lestum meira en þorskafli sl. árs. Áætlað er að karfaaflinn verði ríflega 90 þús. lestir, en reyndist um 70 þús. lestir á sl. ári. Einnig er gert ráð fyrir nokkurri aflaaukningu á ýsu og ufsa, en hinsvegar minni grá- lúðuafia. Hér er vert að staldra við og skoða vandlega ástand fiskstofn- anna annars vegar og afkastagetu fiskiskipastólsins hinsvegar. Ékki fer á milli mála, að nú nálgumst við eða erum þegar komnir að því marki hvað þorskaflann varðar, sem reynsla undanfarinna ára- tuga segir okkur að sé æskiegur afli til langs tíma, ef forðast eigi Foreldrafélag Grænuborgar: Mótmæla niðurskurði f fjárlagafrumvarpinu FORELDRAFÉLAG leikskólans Grænuborgar efndi til mótmæla í gærdag fyrir utan Alþingishúsið í tilefni af niðurskurði sem orðið hefur á fjárveitingu til byggingar nýrrar Grænuborgar í nýja fjár- lagafrumvarpinu. Krakkarnir, scm dveljast í Grænuborg, tóku þátt í mótmælunum og báru mót- mælaspjöld. Það var meiningin að afhenda Svavari Gestssyni fé- lagsmálaráðherra undirskrifta- lista foreldra barna í leikskólan- um, en ráðherra lét ekki sjá sig. í fylgiriti með undirskrifta- listunum segir að Foreldrafé- lag Grænuborgar vilji vekja athygli á núverandi ástandi gömlu Grænuborgar, sem er algerlega óviðunandi eins og þar stendur. Segir að þar hafi allt viðhald verið í algjöru lág- marki uhdanfarin ár enda allt- af búist við því að leikskólinn yrði fluttur í nýtt húsnæði næsta vor, og ekki gert ráð fyrir rekstri gömlu Grænu- borgar í fjárlögum Reykjavík- urborgar nema til 1. júní ’82. Á undirskriftalistunum en á þá skrifa 80 manns, er skorað á heilbrigðismálaráðherra að tryggja fjárveitingu til fram- kvæmda hins nýja leikskóla og að áætluð upphafleg fjárveit- ing að upphæð kr. 1.980.000 sem skorin var niður um kr. 1.315.000, verði tekin inn í fjárlagafrumvarpið að nýju. Með undirskriftalistunum fylgir úttekt Borgarlæknis- embættisins á húsnæði gömlu Grænuborgar. Þar segir m.a. að ástand húsnæðisins hafi á síðasta ári verið orðið það slæmt að heilbrigðisráð hótaði að loka heimilinu, ef ákv. endurbætur færu ekki fram. En í umræðum þá kom fram að leikskólinn yrði lagður niður á árinu 1982 og því hafa kröfur heilbrigðiseftirlitsins um endurbætur á húsnæðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.