Morgunblaðið - 10.11.1981, Blaðsíða 41
MORGUNBbAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1981
21
Jón Páll
og Skúli
unnu til
bronsverðlauna
ÞEIR félagar Skúli Óskarsson og
Jón Fáll Sigmarsson höfnuðu í
þriðja sætinu í flokkum sínum á
heimsmcistaramótinu í kraftlyfting-
um, sem fram fór í Kalkútta á Ind-
landi um helgina. Jón Páll keppti í
125 kg flokki og lyfti samtals 912,5
kg. Bandaríkjamaðurinn Hackett
sigraði, lyfti samtals 962,5 kg, en
Kanadamaðurinn McGee varð ann-
ar með samtals 927,5 kg. Jón Páll
reyndi við nýtt Evrópumet í rétt-
stöðulyftu, en mistókst naumlega að
lyfta 370 kg. Ef þyngdin hefði farið
upp, hefði Jón tryggt sér silfurverð-
laun. Þess má geta, að keppendur í
þessum flokki voru 11 talsins.
Skúli Óskarsson keppti í 75 kg
flokki og hafnaði einnig í þriðja
sæti. Lyfti Skúli samtals 700 kg.
Steve Alexander sigraði í þessum
flokki, lyfti samtals 752,5 kg. Ann-
ar varð Lars Backlund frá Svíþjóð,
en hann lyfti samanlagt 732,5 kg.
Keppendur í þessum flokki voru 13
talsins.
Skúli Óskarsson
Jón Páll Sigmarsson
Teitur skoraði
- en Lens tapaði samt
TEITUR Þórðarsonar skoraði gott
mark fyrir Lens í frönsku deilda-
keppninni um helgina, en það breytti
því ekki, að Lens tapaði 1—2 og
voru það V íkingsbanarnir frá Bord-
eaux sem heimsóttu Lens og tóku
bæði stigin heim með sér. Úrslit
leikja urðu sem hér segir:
Sochaux — Lille 1—1
Nantes — Valenciennes 4—1
Brest — Lyon 1—0
Paris St Gcrmain — Montpellier 1—0
Strassbourg — Nice 1—1
Monaco — Tours 2—1
St. Etienne — Bastia 3—0
Lens — Bordeaux 1—2
Auxerre — Nancy 1—0
Metz — Laval 1—1
Karl og félagar hjá Laval eru í
5—6 sæti ásamt Brest með 21 stig.
Efst er St. Etienne með 25 stig,
Bordeaux er f öðru sæti með 24 stig,
Sochaux hefur 23 stig og Monaco
hefur 22 stig.
Ágætur árangur í
Breiðholtshlaupinu
ANNAÐ Breiðholtshlaup ÍR fór
fram um síðustu helgi. Veður var
fremur óhagstætt til keppni nokkur
gola var og gekk á með skúrum.
Rúmlega tuttugu unglingar tóku þó
þátt í hlaupinu og stóðu sig með
mikilli prýði. Flest þeirra sem hlupu
voru að keppa í sínu öðru hlaupi og
bættu árangur sinn frá fyrra Breið-
holLshlaupi verulega. Úrslit í hlaup
inu urðu þessi:
Fullorðnir:
1. Sigurður Haraldsson 2,16 mín.
2. Magnús Haraldsson 2,18 mín.
Piltar f. ’65.
1. Már Mixa 2,32 mín.
2. Hreiðar Gíslason 2,52 mín.
f. ’67
L Viggó Þórisson 2,22 mín.
2. Helgi Freyr Kristinsson 2,34 mín.
f. ’69
1. Asmundur Edvarðsson 2,53 mín.
2. Guðmundur Þorleifsson 2,57 mín.
3. Karl Georg Jóhannesson 3,02 mín.
4. Þorsteinn Gíslason 3,07 mín.
5. Gunnar Aðalsteinsson 3,12 mín.
f. '70
1. Finnbogi Gylfason 2,48 mín.
2. Björn Pétursson 3,03 mín.
f. ’72
1. Sigurjón Þráinsson 3,27 mín.
f. ’75
1. Ellert Örn Erlingsson 6,38 mín.
Stúlkur f. ’68
1. Rakel Gylfadóttir 2,48 mín.
2. Linda Björk Ólafsdóttir 2,54 mín.
f. '69
1. Anna Valdimarsdóttir 2,54 mín.
2. Súsanna Helgadóttir 2,56 mín.
3. Aðalheiður Birgisdóttir 3,31 mín.
f. '70
1. Guðrún Eysteinsdóttir 3,11 ín.m
2. Ármey Björk Björ^nsdóttir 3,33 mín.
• Jóhannes Eðvaldsson í leik með Iiði sínu Tulsa Roughn-
ecks. Hugsanlegt er að Jóhannes gerist nú atvinnumaður í
V-Þýskalandi.
Fer Jóhannes
til Hannover?
JÓHANNES Eðvaldsson sem að
undanfórnu hefur leikið með Tulsa
Roughnecks í Bandaríkjunum hefur
nú jafnvel í hyggju að skipta um
félag. Samningur Jóhannesar er
runninn út. Á morgun mun Jóhann-
es ræða við forráðamenn Tulsa um
hugsanlcg félagaskipti. Vesturþýska
félagið Hannover 96 hefur gert Jó-
hannesi tilboð og hugsanlegt er að
Jóhanncs taki því. Á bls. 24 er viðtal
við Jóhannes.
ÍV sigraði
lið ÍR
Úrvalsdeildarlið ÍR í körfu-
knattleik sótti lið ÍV, Vestmanna-
eyjum, heim um síðustu helgi og
léku liðin vináttuleik. Þrátt fyrir
að lið ÍR hefði erlendan leikmann
á sínum vegum en ÍV ekki, sigruðu
heimamenn í leiknum. Lokatöl-
urnar urðu 54—52, fyrir ÍV. ÍV
leikur í 2. deildinni í körfuknatt-
leik en stefnir hraðbyri á 1. deild-
ina.
• Middlesbrough vill fá Lárus aftur út.
Murdoch vill fá Lárus
- helmingslíkur á að ég gangi til liðs við
Middlesbrough
„BOBBY Murdoch, framkvæmda-
stjóri Middlesbrough sagðist á laug-
ardag vilja fá mig til liðs við Mid-
dlesbroguh, en hafði þann fyrirvara
að fyrst vildi hann sjá mig í leik. Ég
fer því aftur út eftir um það bil hálf-
an mánuð og mun þá leika æfinga-
leik með Middlesbrough," sagði
Lárus Guðmundsson, miðherji Vík-
ings en hann kom frá Englandi um
helgina — dvaldi 6 daga hjá félag-
inu.
segir Larus
Lárus skoðaði aðstæður hjá Mid-
dlesbrough, sem nú er í næst
neðsta sæti 1. deildar. „Mér leist
vel á allar aðstæður og Murdoch
sagði við mig, að hann teldi mig
réttan mann fyrir Middlesbrough.
Ég tel því helmings líkur á að ég
fari til liðs við félagið, ef þeir
bjóða mér góðan samning,” sagði
Lárus enfremur.
Lárus hóf æfingar með ungl-
ingaliði Middlesbrough en var
fljótlega settur til liðs við varalið-
ið.
Þaðan var hann svo settur á
æfingar með aðalliði Middles-
brough. „Mikil meiðsli hafa hrjáð
leikmenn að undanförnu, og kann
það að vera ástæða þess hve illa
gengur. Til að mynda hefur David
Rogdson, sem er ein skærasta
stjarna liðsins, ekkert leikið með í
haust,“ sagði Lárus Guðmundsson.
H. llalls