Morgunblaðið - 10.11.1981, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.11.1981, Blaðsíða 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1981 + i Fósturmóöir okkar, ÁSTA EYGLÓ JÓNSDÓTTIR, Álfhólsvegi 119, " lést laugardaginn 7. nóv. Guórún Friftriksdóttir, Ástþór Óskarsson. + Móöir mín og tengdamóöir, GUÐMUNDA S. GUÐMUNDSDÓTTIR, Hagamel 52, | lést á sjúkradeild Hrafnistu 8. nóvember. Guftrún Þorsteinsdóttir, Gunnar I. Hafsteinsson. + Eiginmaöur minn, ÞÓRARINN HELGASON, rafverktaki, Ljósalandi 21, Reykjavik, lést aö heimíli sínu aö morgni 9. nóvember. Þóra Rannveig Sigurftardóttir. + Móöurbróöir minn, STEFÁN HANSSON, Bárugötu 22, lést í Landakotsspítala, 8. nóvember. F.h. vandamanna, Gunnar H. Pálsson. + Útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, RÖGNU S. GUÐMUNDSDÓTTUR frá Þjóftólfshaga, Bólstaðarhlíð 58, veröur gerö frá Fríkirkjunni í dag kl. 10.30. Guftmundur V. Ásmundsson, Ingibjörg Ásmundsdóttir, Richard Hannesson, Ragnhíldur Ásmundsdóttir, Eyjólfur Guðmundsson, Úlfar G. Ásmundsson, Birna E. Þórðardóttir og barnabörn. + Útför eiginmanns míns, GUNNARSÓSKARSSONAR, Hjallalandi 12, Reykjavík, fer fram frá Dómkirkjunni, fimmtudaginn 12. nóvember, kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuö. Fyrir hönd aöstandenda, Elísabet Finnbogadóttir. + Útför eiginkonu minnar, MARÍU SIGURDARDÓTTUR, Laugateigi 15, sem andaöist 1. nóvember, fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík, miövikudaginn 11. nóvember kl. 10.30. Fyrir mína hönd, barna okkar og annarra vandamanna, Magnús Ingimundarson. + Útför eiginkonu minnar og móöur okkar. STEFANÍU SIGURBJARGAR KRISTJÁNSDÓTTUR frá Þórshöfn á Langanesi, Borgarholtsbraut 11, Kópavogi, fer fram frá Fossvogskapellu 11. nóvember kl. 15. Tryggvi Sigfússon og börn. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur, tengdamóöur og ömmu, ODDRÚNAR ELÍSDÓTTUR, Nökkvavogi 14. Pátur Gíslason, Hörftur G. Pétursson, Gyöa Gunnlaugsdóttir, Sigurður Þ. Pátursson, Árnína Dúadóttir, Bella H. Pótursdóttir, Brynjólfur Sigurftsson og börn. Minning: Tómas Tómasson húsasmíðameistari Tómas var fæddur að Hrútar- felli undir Eyjafjöllum 6. júní 1909 og ólst þar upp með foreldrum sín- um og 4 systkinum sínum er upp komust, 3 eldri féllu í einu fyrir barnaveiki. Fram yfir tvítugt var Tómas í heimagarði, þá lá leið hans til Reykjavíkur til húsasmíða hjá Einari Einarssyni, bygginga- meistara. Um áratuga skeið, var Tómas all umsvifamikill byggingameist- ari, byggði mjörg stór hús þeirrar tíðar við góða lukku og vinskap samverkamanna, vinnuþiggjenda og almennt talað, þar sem hann var ljúfmenni í umgengni og prúðmenni í hugsunarhætti, eða eins og fortíðin orðaði það: „Drengur góður.“ Ekki setti hann hnúana í þá er kepptu við hlið hans í lífshlaup- inu, byggði á, og sparaði hvergi, eigin hug og hönd. Einn slíkra var Ragnar Lövdahl og bar aldrei skugga á þeirra samvinnu og vinskap meðan báðir lifðu og ekki aðeins þeir, en heimila vinátta í besta lagi. Leiðrétting FYRIR helgi, í fimmtudagsblaði, voru minningarorð um Ragnheiði Skúladóttur lækni. í undirfyrir- sögn misritaðist dánardægur hennar. Hún var fædd 21. mars 1951 og lést hinn 27. október síð- astl. Þetta leiðréttist hér með og hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á mistökunum. Einn sonur fæddist Tómasi er Snorri heitir. Við síðustu fundi okkar á Landakotsspítalanum var ljóst að hverju stefndi. Hann gat ekki átt- að sig á, hve lengi hann væri bú- inn þar að vera, en ljúfleikinn var samur sem ævinlega. Víst saknar maður sárt svo hugheilla vina, en er þó fró, að vita þá leysta frá erfiðleikum ein- manaleika og þjáninga, trúandi vinafundi með á undan förnum fé- lagsbræðrum handan línunnar, vitandi, að til vinar huga okkar allra sem eftir erum, hafði hann vel unnið. Hann mun greiðvikinn enn sem áður og bera kveðju með sér yfir móðuna miklu. Fyrir það og alla tuga ára kynninguna blessa ég minningu Tómasar, sem lést að- faranótt 1. nóvember sl. Hulda Lövdahl. Með fáum orðum langar mig að minnast vinar míns Tómasar Tómassonar, húsasmíðameistara, sem lést á Landakotsspítala sunnud^ginn 1. nóvember sl. eftir langvarandi og erfið veikindi. Ut- för hans fer fram frá Laugarnes- kirkju í dag kl. 13.30. Það mun hafa verið árið 1929 þegar leiðir okkar lágu fyrst sam- an. Hann hóf þá nám í húsasmíði hjá Einari Einarssyni, húsasmíða- meistara, en ég í múrsmíði hjá Ólafi Jónssyni, múrarameistara. En svo vildi til að þeir unnu sam- an, og voru með stærstu verktök- um þá í borginni. Báðir voru þeir prýðismenn og reyndust okkur Tómasi með miklum ágætum bæði fyrr og síðar. En svo vildi til þegar við hittumst, að þeir voru að byggja Hótel Borg fyrir Jóhannes Jósepsson, íþróttakappa. Ég tel okkur heppna að hafa komist í hendurnar á þessum mönnum, á þessum kreppuárum, sem þá dundu yfir þjóðina. Því það var jafn erfitt þá að komast til góðra meistara í iðnnám, eins og fyrir sjómann að fá pláss á togara hjá góðum skipstjóra, eins og eldri menn muna örugglega. Þarna og þá hófust kynni okkar Tómasar, sem voru oft mjög náin bæði í starfi og í leik. Og sem aldrei bar neinn skugga á; eða yfir 50 ár meðan báðir lifðu. Ég minn- ist þess þegar ég settist í Iðnskól- ann þetta ár, þegar maður fór að kynnast skólafélögunum, þessum ágætu ogglaðværu strákum, þessu harðsnúna liði sem var að búa sig undir að takast á við vandann undir stjórn ágætra kennara, að byggja upp Reykjavík, sem þá var aðeins lítill bær. Einn af þessum dugmiklu mönnum var Tómas Tómasson. Eftir að hann öðlaðist sitt meistarabréf, hóf hann sjálfur að standa fyrir smærri og stærri verkum, sem honum voru falin að Þorkell Agúst Guð- bjartsson frá Hjarð- arfelli - Minning Þann 9. október 1981, varð bróð- ir minn Þorkeli Ágúst, Dynskóg- um 20, Hveragerði, bráðkvaddur á heimili sínu. Tveimur dögum fyrr, eða 7. október, varð hann 66 ára. Þegar dauðann ber að svo óvænt, verður þeim, sem næstir standa, hverft við og hugleiða þá gjarnan, hvað lífið er fallvalt og samfylgdin stutt, sem við höfum átt kost á að njóta með þeim, sem horfinn er, og vakna þá ekki spurningar: Höf- um við verið tómlát um að nota tímann, meðan við vorum enn á veginum, til þess að njóta sam- vistanna og reyna að létta byrðar lífsins hvert með öðru? Þorkell var fæddur 7. október 1915, að Hjarðarfelli og var fimmta barn foreldra sinna, hjón- anna Guðbröndu Þorbjargar Guð- brandsdóttur og Guðbjarts Krist- jánssonar bónda þar. Þeim hjón- unum á Hjarðarfelli fæddust níu börn. Yngsta barnið, stúlka, fædd- ist andvana, en átta komust til fullorðinsára. Þau eru í aldursröð: Alexander f. 5.3. 1906, d. 21.4. 1968, Guðbrandur f. 23.4. 1907, Kristján f. 18.1. 1909, Sigríður Elín f. 22.2. 1911, Þorkell Ágúst f. 7.10. 1915, Gunnar f. 6.6. 1917, Ragnheiður f. 45.2. 1919 og Guðbjörg f. 17.10. 1920. Ég, sem þessar minningar rita, hafði farið úr foreldrahúsum 6 ára gamall, á vordögum 1915, með föðursystur minni Vilborgu, sem þá nýgift, fluttist að Ölkeldu, bæ í næstu sveit, og var hjá henni og manni hennar Gísla Þórðar- syni, til fullorðinsára. Fyrsta minning mín í sambandi við Þorkel bróður minn er þegar hann var skírður á jólum, rúmlega tveggja og hálfs mánaðar gamall, en þá var ég þar boðsgestur ásarot föðursystur minni og manni henn- ar. Ferðir mínar heim að Hjarðar- felli voru margar, einkum á ungl- ingsárunum og voru það ætíð miklar gleði- og hamingjustundir, með foreldrum og systkinum, sungið og leikið af hjartans list. Þorkell ólst upp í foreldrahús- um í hópi eldri og yngri systkina og annars frænda- og venslafólks, en jafnan var margt fólk í heimili og gestagangur mikill. Um nokkurt skeið á uppvaxtar- árum hans, stóðu heimili föður- bræðra hans, Þórðar og Sigurðar og fjölskyldna þeirra Uitlum bæ á hlaðinu á Hjarðarfelli. Milli barn- anna, sem þar léku sér saman, tengdist ævilöng vinátta og tryggð. Á uppvaxtarárum Þorkels voru oft mikil umsvif á heimili foreldra hans, auk hins venjulega búskapar, byggingaframkvæmdir, ræktun jarðarinnar, eldri systkini hans að fara til náms og koma heim aftur, taka þátt í störfunum og efla heimilið með áhuga og bjartsýni. Heimilið á Hjarðarfelli var á þessum árum mikill rausnargarð- ur, sem byggði á fornum, traust- um menningararfi og var um leið í fararbroddi til hverskonar nýj- unga og framfara. Hefur það haft hvetjandi áhrif á unglingana, sem þar ólust upp, til þess að láta gott af sér leiða í framfaraátt. Eftir fermingu fer Þorkell til Sigfúsar Kristjánssonar, brú- arsmiðs hjá Vegagerð ríkisins og vann með honum fjölmörg sumur við brúarsmíðar, en var fyrst um sinn oftast heima á vetrum hjá foreldrum sínum. Sigfús, sem var mágur Þorkels, giftur Sigríði Elínu> var frábær kapps- og dugnaðarmaður og á þeim árum, sem Þorkell vann hjá honum, komst hann til fulls þroska, og hef ég það eftir ábyggi- legu og traustu fólki, að það teldi hann vera með allra glæsilegustu mönnum á hans aldri og mjög prúðan og háttvísan í allri fram- göngu. Þau hjón Elín og Sigfús reynd- ust honum traustir vinir og greiddu götu hans á margan hátt, bæði á meðan hann var í námi í Iðnskólanum í Reykjavík og einn- ig eftir að hann byrjaði búskap, en á þeim árum var oft vandfengið húsnæði. Árið 1939 tók Þorkell sveinspróf í húsasmíðum hjá meistara sínum Óskari Ólafssyni frá Söðulsholti, Eyjahreppi, Hnappadalssýslu. Meistararéttindi hlaut hann 1949. Um og eftir 1940, starfaði Þor- kejl í lögreglu Reykjavíkur, þar til hann stofnaði byggingafélagið Byggi hf. ásamt Sigfúsi Krist- jánssyni mági sínum og fleirum. Vann hann við það til ársins 1949, en þá seldi hann hlut sinn í fyrir- tækinu og fluttist vestur að Hjarðarfelli ásamt fjölskyldu sinni. Fékk hann hluta af jörðinni og stofnaði nýbýli, sem nefnt var Hjarðarfell II. Hófst hann þá strax handa við að byggja allstórt og vandað íbúðarhús og fleiri framkvæmdir gerði hann á nýbýl- inu. Hugmynd Þorkels hefur eflaust verið að hefja búskap af fullum krafti, því hugur hans var löngum bundinn við sveitina og þá einkum við Hjarðarfell. Þó fór það svo, að ekki varð af búskap i þeim mæli, sem ætlað var. Á þessum árum voru miklar framkvæmdir í byggingum, bæði hjá einstaklingum og opinberum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.