Morgunblaðið - 10.11.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.11.1981, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1981 Ilin nýja stjórn Hægriflokksins í Noregi lagði miðvikudaginn 4. nóvember fram breytingar sínar við fjárlagafrumvarpið fyrir 1982, sem Verkamannaflokkurinn hafði undirbúið, áður en hann tapaði kosningunum 14. september síðastliðinn. í tillögum Hægri- flokksins felst lækkun skatta um 1510 milljónir norskra króna, en Verkamannaflokkurinn hafði gert ráð fyrir hækkun skatta. Jafnframt leggur Ilægriflokkurinn til, að ýmsir liðir opin- berra útgjalda verði skornir niður og munar þar mest um niður- greiðslur. Stjórnmálalífið í Noregi einkennist ekki af hörðum átökum nú fyrstu vikurnar eftir kosningarnar og er talið líklegt, að stjórn hægrimanna fái tiltölulega góðan starfsfrið á þingi í vetur. I þeirri grein, sem hér fer á eftir lýsir John C. Ausland, sem skrifað hefur um þróun stjórnmála í Noregi fyrir Morgunblaðið, stjórnarskiptunum þar í landi frá sínum sjónarhóli. John C. Ausland er búsettur í Osló, en hann var á sínum tíma fyrsti ritari í sendiráði Bandaríkjanna þar í borg. Gro Harlem Brundtland af- henti Káre Willoch lyklana að skrifstofu sinni í forsætisráðu- neytinu miðvikudaginn 14. októ- ber. Sú tákræna athöfn var stað- festing á úrslitum kosninganna til Stórþingsins, sem fram fóru réttum mánuði fyrr. Þótt menn hafi almennt viljað túlka úrslitin í kosningunum á þann veg, að kjósendur hafi sveiflast til hægri, er sú skýring ekki einhlít. Raunar má segja, að í kosningunum hafi kjósendur ekki sagt annað með ótvíræðum hætti, en þeir hefðu fengið nóg af Verkamannaflokknum. Erfitt er að nefna einhverja eina ástæðu fyrir því, að mikill meirihluti Norðmanna er nú óánægður með Verkamannaflokkinn, sem farið hefur með stjórn landsins lengst af frá lokum síðari heimsstyrj- aldarinnar. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar, að ástæðurnar fyrir tapi flokksins séu þær, að Norð- mönnum gangi erfiðlega að laga sig að þeim aðstæðum, sem ráða afkomu þeirra innan lands og utan. Norðmenn fengu glýju í augun, þegar olían tók að streyma upp úr botni Norðursjávar á fyrri hluta áttunda áratugarins, en síðan hafa almennir efnahagserfiðleik- ar í heiminum bitnað jafnt á þeim sem öðrum. Breytt afstaða til Noregs í hernaðarlegu tilliti, sem á rætur að rekja til mikil- vægrar hnattstöðu landsins, hef- ur sýnt Norðmönnum það svart á hvítu, að ýmsar hættur kynnu að steðja að þeim. Eftir að þetta rann upp fyrir þeim, hófust heit- ar rökræður um öryggismál í fyrsta sinn á tuttugu árum, sem að mestu hafa svo snúist um kjarnorkuvopn. Engu var líkara en þessi þróun hefði komið ríkisstjórnunum undir forystu Trygve Brattelis og Odvar Nordlis á óvart. Þeir áttu fullt í fangi með að verjast þeim áföllum, sem þeir urðu fyrir. Vinstri armurinn í flokki þeirra gerði þeim lífið svo sannarlega Stjórnar- skiptin í Noregi eftir John C. A usland í Osló fiokkurinn, Kristilegi þjóðar- flokkurinn og Miðflokkurinn) fengu sameiginlega hreinan meirihluta á Stórþinginu, hins vegar gátu foringjar flokkanna ekki komið sér saman um meiri- hlutastjórn. Ýmsar ástæður lágu þar að baki, en þó helst ólík af- staða til fóstureyðinga. Káre Willoch valdi því þann kost að mynda minnihlutastjórn Hægriflokksins, hina fyrstu í meira en hálfa öld. Við val ráð- herra varð Willoch að sigla á milli skers og báru að því leyti, að honum var nauðsyn að viðhalda styrk þingflokksins en fá samt hæfa menn í ríkisstjórnina — í Noregi segja menn af sér þing- mennsku, þegar þeir taka sæti í ríkisstjórn. Willoch hafði meira svigrúm við stjórnarmyndunina en ella vegna þeirrar venju, sem ríkir í Noregi, að ráðherraefna er ekki auðveldara, þegar hann snerist af hörku gegn ákvörðun utanríkisráðherra Atl- antshafsbandalagsins um að koma bandarískum kjarnorku- eldflaugum fyrir í Evrópu og samkomulagi ríkisstjórna Noregs og Bandaríkjanna um að koma fyrir í Noregi birgðum fyrir bandaríska landgönguliða. Verkalýðshreyfingin krafðist hærri launa og áhersla var lögð á það, að leggja olíuvinnsluna sem mest undir Norðmenn sjálfa, en af þessu tvennu leiddi, að erfið- ara varð að halda aftur af verð- bólgunni um leið og tryggð væri full atvinna. Ekki leið á löngu, þar til norskar framleiðsluvörur urðu ósamkeppnishæfar á heims- mörkuðum. Snerist nú almenningur gegn Verkamannaflokknum. Að vísu rétti flokkurinn stöðu sína dálitið eftir að Gro Harlem Brundtland tók við forsætisráðherraembætt- inu af Odvar Nordli, en það dugði ekki til í kosningunum. Stóru borgaraflokkarnir þrír (Hægri- Gro Harlcm Brundtland ó.skar Káre Willoch til hamingju eftir kosningasigur- leitað jafnt utan þings sem innan. Meðal lykilmanna í ríkisstjórn- inni eru: •Svenn Stray, utanríkisráð- herra. Hann var utanríkisráð- herra á árunum 1970 til 1971 í ríkisstjórn Bortens. •Rolf Presthus, fjármálaráð- herra. Hann er lögfræðingur og hefur verið þingmaður sðan 1969 og var fram að kosningunum varaformaður fjárveitinganefnd- ar Stórþingsins. •Vidkunn Hveding, olíu- og orkuráðherra. Hann var áður for- maður Vatnsorkuráðsins en sagði af sér formennskunni 1975 til að mótmæla orkustefnu Verka- mannaflokksstjórnarinnar. •Anders C. Sjaastad, varnar- málaráðherra. Hann hefur starf- að að rannsóknum í Norsku utanríkismálastofnuninni og sat í sérskipaðri nefnd fyrir nokkrum árum, sem kannaði og gerði til- lögur um öryggismálastefnu Nor- egs\ Káre Willoch flutti stefnuræðu stjórnar sinnar í Stórþinginu 15. október. Þar var að finna hóf- sama lýsingu á þeim atriðum, sem borgaraflokkarnir þrír eru sammála um og hvernig þau tengjast kosningastefnuskrá Hægriflokksins. Forsætisráð- herrann gat ekki sett stefnu sína fram með öðrum hætti, því að ríkisstjórnin nær engum meiri- háttar málum fram, nema þau njóti stuðnings Kristilega þjóðar- flokksins og Miðflokksins á þingi. Willoch boðaði engar stórvægi- legar breytingar á stefnunni í utanríkis- og varnarmálum. Hann ítrekaði hollustu Noregs við Atlantshafsbandalagið, um leið og hann fullvissaði Sovét- menn um það, að stjórnin vildi eiga við þá góð samskipti. Will- och tók tillit til einlægra óska Norðmanna varðandi kjarnorku- vopn og sagðist telja kjarnorku- vopnalaust svæði æskilegt mark- mið. Hins vegar lagði hann á það ríka áherslu, að samkomulag um slíkt svæði yrði ekki gert nema á grundvelli aðildarinnar að NATO og samkomulags milli bandalags- ins og Sovétríkjanna um gagn- kvæman niðurskurð kjarnorku- vópna. Willoch sagðist mundu fylgja fram áformum Verka- mannaflokksstjórnarinnar um það, hvernig staðið skuli að mót- töku erlends herliðs í Noregi á hættutímum. í þeirri yfirlýsingu felst, að haldið verður áfram smíði birgðastöðva fyrir sjóher, flugher og flota frá öðrum NATO-ríkjum. Willoch minntist ekki á ágrein- inginn við Dani vegna lögsögunn- ar umhverfis Jan Mayen og lét engin orð falla um deilurnar við Sovétmenn um markalínu í Bar- entshafi. Willoch sagði ekkert meira um efnahagsmálin, en kom fram í kosningabaráttunni. Hann lagði sem sé megináherslu á það, að skattar yrðu lækkaðir og dregið yrði úr ríkisafskiptum. Enginn vafi er á því, að bæði þessi loforð stuðluðu að góðum sigri Hægri- flokksins í kosningunum, þess vegna verður náið fylgst með framkvæmd þeirra. Með breyt- ingartillögum á fjárlaga- frumvarpinu fyrir 1982, sem fram komu 4. nóvember, hefur Hægri- flokkurinn sýnt, hver verða fyrstu skref hans á þessari braut, en hann lofaði því fyrir kosningar að lækka skatta um 7 milljarða króna á fjórum árum. Eins og við var að búast, sagði Káre Willoch, þegar fjárlagatillögurnar komu fram, að fyrst við gerð fjárlaga 1983 myndu menn sjá í raun, hvað fyrir stjórn hans vekti í þessu efni, tíminn hefði verið of skammur að þessu sinni til að grípa til róttækra ráðstafana. Örfá orð um loðnuverksmiðjur eftir Theodór Blöndal, tœknifrœóing í dagblaðinu Tímanum þann 22. október er haft eftir sjávarútvegs- ráðherra að spara megi um 30% orku í fiskimjölsverksmiðjum með því að kaupa ný tæki. Orðrétt seg- ir ráðherra í tilvitnaðri grein: „Okkar verksmiðjur eru með miklu meiri orkunotkun en þessar verksmiðjur í nágrannalöndunum, vegna þess hve ófullkomnar þær eru. Hins vegar er rétt að vekja athygli á því, að tæki sem þyrfti að kaupa hingað til lands til að spara orku, allt að 30%., eru öll tolluð, bæði með vörugjaldi og söluskatti. Ég verð að segja fyrir mig, að mér finnst það ekki ná nokkurri átt þegar um slíka hagsmuni er að ræða, ekki bara fyrir verksmiðj- urnar, heldur líka fyrir þjóðar- búið. Ég er sannfærður, um að ef við ætlum að framleiða loðnuaf- urðir í framtíðinni og ætlum okkur a keppa á þessum markaði, þá verðum við að fella niður slík gjöld, og útvega fjármagn til að gera verksmiðjurnar samkeppn- isfærar." Allt er þetta bæði satt og rétt sem hæstvirtur sjávarútvegsráð- herra hefur hér sagt. Það furðulega hefur skeð á sama tíma og veiðiflotinn hefur verið byggður upp til að stunda loðnuveiðar með fullkomnustu tækni sem völ er á, hefur-sáralítil þróun átt sér stað í úrvinnslunni, sjálfum loðnuverksmiðjunum, sem allar eru gamlar síldarmjölsverk- smiðjur. Astæðurnar fyrir þessu eru fjölmargar og í heild er þróun- arsaga þessara atvinnutækja mjög flókin og margslungin, en eitt er víst að olíukreppan, sam- fara mikilli óvissu í hráefnisöflun, hefur ekki gert rekstur þessara verksmiðja ýkja áhugaverðan á undanförnum árum. Auk þessa hafa hótanir heil- brigðisyfirvalda um mengunar- varnir, oft á tíðum framsettar á mjög óraunhæfan hátt, átt sitt í því að draga mjög úr framtaks- semi forráðamanna þessara fyrir- tækja. Olíukreppan og mengunarvarn- ir eru ekkert séríslenskt fyrirbæri. Þessi fjári hitti líka samkeppnis- aðila okkar erlendis illa fyrir. En þeir gerðu meira en að tala um vandann og barma sér, þeir leystu hann. Norðmenn leystu vandann hjá sér, og Danir hjá sér. ÞeUa gerðu báðar þessar þjóðir á svip- Theodór Blöndal aðan hátt. Þar tóku tæknimenn höndum saman við verksmiðjueig- endur og forsvarsmenn heilbrigð- isyfirvalda og hönnuðu tæki (tæki eru hér í fleirtölu) sem hvoru- tveggja í senn leystu mengunar- vandamálin og spöruðu dýrmæta orku. Stjórnmálamenn íslenskir hafa haldið því mjög á loft allan síð- astliðinn áratug, að nú höfum við orðið það gott vald á Sjávarútvegi og úrvinnslugreinum hans, að sjá „En þeir gerðu meira en að tala um vandann og barma sér, þeir leystu hann“ megi fyrir þróun þessarar helstu og veigamestu atvinnugreinar okkar um ókomin ár. Allt bendir til þess að um litla eða enga aukn- ingu í atvinnutækifærum verði að ræða, og þá sé iðnaðurinn eina haldreipi okkar í framtíðinni. Og þá er spurt hvaða iðnaður? Þeir sem hafa látið sig þessi mál nokkru skipta hafa komið auga á það, að ekki sé óeðlilegt að ætla að iðnaður tengdur, og í þjónustu við, okkar helsta atvinnuveg, sjávar- útveginn, hljóti að eiga hér nokkra framtíð, og hafa íslenskar skipa- smíðar þegar sannað þessa kenn- ingu, þótt einstaka maður eigi eft- ir að uppgötva þann sannleika. Því skyldu íslenskir tæknimenn, í félagi við reynda starfsmenn fiskimjölsverksmiðjanna og heil- brigðisyfirvöld ekki geta leyst úr vanda okkar verksmiðja eins og starfsbræður þeirra í Noregi og Danmörku, og skapað um leið mikil og verðug verkefni fyrir ís- lenskar vélsmiðjur og rafmagns- iðnað? Þessi tæki sem ráðherra minn- ist á og lætur sér fyrst af öllu detta í hug að kaupa erlendis frá, og gefa með þeim tolla og sölu- skatt, eru engin svo flókin að ekki megi smíða þau í langflestum vélsmiðjum hérlendis. Þessi tæki sem ráðherra minn- ist á ganga öll út á það að nýta orkuna, sem fellur frá okkar verk- smiðjum í formi hita (gufa eða vatn), aftur í vinnslurásinni til forhitunar á hráefni, eða annarra þarfa. Þegar verksmiðjureykurinn verður horfinn og hann nýttur í framleiðslunni, verður einnig lyktin horfin og olíunotkunin minni. Tæknilega eru ekki nokkur vandkvæði á því í dag, að hætta alveg notkun olíu í verksmiðjum þessum og nota í hennar stað raf- orku. Þessu er auðveldlega hægt að koma í kring með íslensku hugviti og íslensku framtaki. Hér þurfa menn að stíga í báða fæturna samtímis og vinna saman. Efast einhver um að íslenskir verk- og tæknifræðingar, sem réttilega eru taldir meðal fremstu í heiminum í beislun jarðhita, verði í vandræð- um með að beisla hitann úr skorsteinum nokkurra loðnuverk- smiðja? Við megum ekki láta tækifæri eins og hér hafa verið nefnd ganga okkur úr greipum til hagsbóta fyrir íslenskan iðnað og um leið fyrir þjóðina alla. Seyðisfirði 25.10. 1981.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.