Morgunblaðið - 10.11.1981, Blaðsíða 12
12 MÖRGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1981
Hjartfólgni
hugarburður
Bókmenntír
Jóhann Hjálmarsson
Þreifað fyrir sér
á vegum ástarinnar
Bókmenntir
Guðmundur G. Hagalín
Tómas (iuómundsson:
Kit I—X.
llmsjón: Kiríkur Ilreinn Finnboga-
son.
Útlit: Torfi Jónsson.
Mynd af höfundi framan á bókinni:
Ásgeir Júlíusson.
Almenna bókafélagió 1981.
Hátíðarljóð settu mjög svip sinn
á Ijóðabók Tómasar Guðmunds-
sonar, Heim til þín, ísland (1977).
Ættjarðarljóð kallar Kristján
Karlsson þau í viðauka við fræga
ritgerð um Tómas sem saminn
hefur verið í tilefni heildarútgáfu
skáldsins: Rit I—X. Ritgerðin hef-
ur verið prentuð með öllum útgáf-
um Ljóðasafns Tómasar síðan
1961. Undirritaður er þeirrar
skoðunar'að fátt eða ekkert hafi
verið betur sagt um skáldskap
Tómasar en það sem stendur í rit-
gerð Kristjáns, en það liggur við
að um ofnotkun á henni sé að
ræða. Vel hefði farið á því að um-
sjónarmaður útgáfunnar, Eiríkur
Hreinn Finnbogason, hefði gefið
sér tíma til að skrifa nýja ritgerð
um skáldið.
Eins og vænta mátti er viðauki
Kristjáns spaklega orðaður og
vekur til umhugsunar um ljóða-
gerð yfirleitt. Kristján gerir sér
grein fyrir mikilvægi ættjarðar-
ljóðsins, en líka göllum þess og
hve því er nauðsynlegt að vera
persónulegt til að halda lífi. Ætt-
jarðarljóð „er ákaflega berskjald-
að fyrir öfgum tilfinninga“ eins og
Kristján bendir á og það á líka á
hættu að verða klisja.
Hið persónulega eða „persónu-
bundna" í ættjarðarljóðinu finnur
Kristján hjá Jónasi og Þorsteini
og víða hjá Tómasi eins og til að
mynda í Skilaðu aftur, skilaðu lífi
mínu sem var flutt á afmæli Þjóð-
leikhússins.
Mér er þessi flutningur minn-
isstæður, ekki síst vegna hins
mannlega sársauka sem ljóðið
vitnar um og skáldið kom svo
ágætlega til skila. Barnsrödd
gædd „lægsta rórni" yfirgnæfir
sprengjuþytinn og vítisvélagný-
inn: „Æ skila, skila mér/æskunni,
sem mér hafði verið heitin,/gleð-
inni, sem við glugga mína beið —
skilaðu aftur, skilaðu lífi
mínu------“
í þessu ljóði er Tómas Guð-
mundsson að yrkja um það bál
sem mannkynið kyndir sí og æ.
Annað ljóð í Heim til þín, ísland
nefnist Ó bernska, hjartfólgni
hugarburður vors lifs, en það er
enn persónulegra og sárara vegna
þess að yrkisefnið er heimur sem
er „ef til vill sóttur í ímyndun,
staðlaust tóm“.
Tvö ljóð sem ekki hafa áður
birst í Ijóðasöfnun Tómasar eru
prentuð í heildarútgáfunni:
Tunglskinsnótt áður prentuð í
Lesbók Alþýðublaðsins 1934 og
Dagur Noregs úr tímaritinu
Helgafelli 1942. Tunglskinsnótt
lætur ekki mikið yfir sér, skipar
Tómas Guðmundsson
sér hljóðlátlega í sveit með ljóðun-
um í Fögru veröld. Ef til vill hefur
orðalagið „bærinn fallinn í trans"
dæmt það til útskúfunar á sinni
tíð. Dagur Noregs á að sönnu
heima með hátíðlegri tækifæris-
ljóðum Fljótsins helga, en auðveit
er að ráða hvað hefur tafið fyrir
því að komast í bók. Það er dálítið
um yfirlýsingar í því, tilfinninga-
hita og nakinn boðskap eins og
tíðkast á örlagatímum.
Óbundið mál Tómasar Guð-
mundssonar er í heildarútgáfunni
og er fengur að hafa það á einum
stað. Um nokkra viðauka er að
ræða, m.a. hefur Léttara hjal
(1975) lengst um átta greinar.
Fjögur síðustu bindin geyma það,
sem Tómas samdi fyrir bókaflokk-
inn íslenzkir örlagaþættir
(1964—73). Er þá margt ótalið í
Ritum I—X. En óhætt er að full-
yrða að lesendur ganga hér að
fjársjóðum vísum. Prósi Tómasar
Guðmundssonar jafnast ekki á við
bestu ljóð hans, enda væri mikil
heimtufrekja að gera kröfur til
þess. En allt sem Tómas hefur
skrifað ber skáldinu vitni.
Rit I—X eru eru unnin í nánu
samráði við skáldið sjálft. Þau eru
hið fallegasta verk að ytra búnaði.
Gísli Þór Gunnarsson:
Kærleiksblómið, skáldsaga.
Almenna bókafélagið,
Reykjavík 1981.
Ég hafði ekki lesið marga tugi
blaðsiðna í þessari nærfellt tólf
arka bók, þegar ég taldi mig hafa
komizt að raun um, að höfundur
hennar, sem segir söguna í ég-
formi, hlyti að vera mjög ungur
maður. Ég aflaði mér svo upplýs-
inga um aldur hans og varð þess
þá vís, að hann væri aðeins tutt-
ugu og 'þriggja ára. Hann hefur
því ekki persónulega frá að segja
nema í hæsta lagi átján ára
glöggu minnistímabili í þessari
viðsjálu og oft harðleiknu veröld,
en það duldist mér ekki við lestur-
inn, að hann grundvallar sögu
sína á eigin reynslu og sker það
þar úr, að í átta af níu köflum
sögunnar lýsir hann af greinilegri
upplifun lífi sínu sem skiptinema í
smáborginni Fresnó í Suður-Kali-
forníu í Bandaríkjunum. En þó að
ég leyfi mér að líta þannig á, að
skáldið lýsi fyrst og fremst því,
sem hann þekkir af eigin persónu-
legri reynslu, legg ég áherzlu á, að
það efnisatriði, sem reynist sögu-
manninum og raunar sérhverjum,
sem á við það að stríða — hartnær
óyfirstíganleg torfæra á veginum
til heilbrigðrar lífsnautnar — þarf
ekki að byggjast á eigin reynslu,
heldur á sögusögn einhvers þeirra,
sem hann í Freskó hefur af sér-
lega náin kynni. Hins vegar er þó
ljóst, að skáldið gerir sér glögga
grein fyrir því, sem sagt er frá
sem fyrstu kynnum sögumannsins
af nakinni konu, hafi reynzt hon-
um skæður örlögvaldur í sam-
skiptum hans við hið töfrandi
kvenkyn.
Töframærin í sögunni heitir
María Gardner. Hún er seytján
ára, en sögumaðurinn átján.
Fyrstu samfundum þeirra lýsir
hann þannig:
„Ert þú frá íslandi,“ sagði
tepruleg rödd fíngerðrar stelpu í
þunnum bómullarkjól. „O, ég er
svo spennt að kynnast þér. Kanntu
að synda?" Ég leit framan í stúlk-
una og sá það sakleysislegasta
andlit, sem ég hef riokkrun tíma
séð. Augun glömpuðu eins og tvær
stjörnur á freknóttu andlitinu.
„Já, ég kann að synda,“ svaraði ég
fánalega og velti því fyrir mér,
hvort hún vissi, hvað hjartað
barðist ákaft í brjósti mér. Astæð-
an til þess, að hún hafði svona
mikil áhrif á mig var sú, að andlit
hennar kom mér kunnuglega fyrir
sjónir. Þetta var andlitið sem ég
hafði séð fyrir mér, þegar ég lá í
móki upp í Tröllskessugili.
En hvað hefur svo þessi sakleys-
islega ásýnd að geyma? Stúlkan
reynist þótt ung sé, ein þeirra
kvenna, sem hafa yndi af að vita
sem flesta pilta verða hrifna af
sér, þykist elska þennan og hinn
sem þann eina, en aðeins um skeið.
Svo skiptir hún um og kýs sér ann-
an, síðan þriðja og fjórða, án þess
að veita neinum fullnægju. Og
ævinlega skírskotar hún til þess,
að kristilegur siðaboðskapur leyfi
ekki holdleg samskipti nema pilt-
Svipmót og manngerðir
fyrir vestan
Bókmenntír
Erlendur Jónsson
Guðmundur G. Hagalín:
ÞAR VERPIR HVITIIR ÖRN.
Skáldsaga. Alm. bókafélagió.
Reykjavík, 1981.
Guðmundur G. Hagalín hefur
samið leikrit eftir nokkrum sagna
sinna. Giska ég á að það hafi
reynst höfundinum auðvelt því
sögur Hagaiíns byggjast mikið
upp á samtölum; sögupersónurnar
lýsa sér gerst með orðum sínum og
bera með sér, hver um sig, sterk
einkenni sem greina þær rækilega
hverja frá 'annarri. Svo er um
söguhetjurnar í þessari nýjustu
skáldsögu Hagalíns, Þar verpir
hvítur örn. Nafnið er eins og
kunnugt er tekið upp úr ljóði Jón-
asar Hallgrímssonar, Hornbjarg,
en á þeim slóðum gerist sagan,
ekki endilega á allra næstu grös-
um við bjargið, en alltént einhvers
staðar ekki langt frá: á hinu harð-
býla og hrikalega norðvesturhorni
landsins. Landslag og lífskjör
mótuðu svipmót og framkomu
fólksins þar um slóðir. »Margir,
bæði karlar og konur, voru hlé-
drægir að eðlisfari, sumir heim-
óttarlegir vegna þess, hve ein-
angraðir þeir höfðu verið í
bernsku og jafnvel alla sína ævi.«
Ekki urðu þó allir með því marki
brenndir, alls ekki. Þarna uxu líka
úr grasi einstaklingar sem kalla
mátti heimsborgara mitt í allri
einangruninni, karlar — og ekki
síður konur sem voru ótvírætt til
forystu fallin og létu skoðun sínar
í Ijós andspænis hverjum sem var,
fólk sem var ekki í vafa um
hvað það vildi. En vissulega setti
lífsbaráttan og umhverfið svip á
það ekki síður en hina.
Þar verpir hvítur örn er meðal-
löng skáldsaga, en líkast til í
styttra lagi miðað við margar aðr-
ar skáldsögur Hagalíns. Hún ger-
ist á stríðsárunum þegar tekið er
að losna um fólk í afskekktum
byggðum, og íbúarnir í sveit
þeirri, sem hér um ræðir, horfa
með ugg á fólksfækkun, auk þess
sem þeir óttast það sem nú er kall-
að — þjónustuleysi. Prestlaust
hefur verið þarna um sinn. Þá
berst sóknarnefndarformanninum
bréf frá sjálfum biskupi, þar sem
biskup spyr hvort söfnuðurinn
vilji taka við presti sem sé skoskur
að uppruna, hafi komið hingað til
lands fyrir nokkrum árqm til að
kenna golf (þá íþrótt hafði sóknar-
nefndarformaðurinn aldrei heyrt
nefnda og kallar hana gólf) síðan
hafi hann gengið í gegnum guð-
fræðideild Háskóla íslands, og að
sjálfsögðu numið íslensku.
Sóknarnefndarformaðurinn
ætlar lítt að sinna bréfinu, leggur
það frá sér og verður ekki séð að
hann ætli að svara því. En kona
hans les bréfið og tekur af skarið.
Hún hefur fætt átta börn og getur
allt eins átt eftir að fæða þau
fleiri, og þá þarf prest til að skíra,
og það jafnvel í hasti! Rekur hún
mann sinn til að auglýsa almenn-
an safnaðarfund þar sem málið
skuli rætt, atkvæði greidd og bisk-
upi síðan svarað. Er svo ekki að
orðlengja að fundurinn er haldinn,
þangað drífur að margmenni á
mælikvarða sveitarinnar og hitt-
ast þar hinar ólíkustu manngerð-
ir, hver með sín sjónarmið, áhuga-
mál og persónueinkenni, þar með
talinn töffari þeirra tíma; piltur
sem búinn er að kynnast höfuð-
staðnum og setuliðsvinnunni og
þykist því vita nokkuð mikið um
veröldina. Ætla ég ekki að rekja
efni sögunnar nánar, enda ekki við
hæfi því sjón er sögu ríkari, og
engin endursögn kemur í staðinn
fyrir að lesa bókina sjálfa.
Frásögnin er hér ákaflega létt
og margt með blæ spaugs og
kimni. Geri ég mér í hugarlund að
sagan sé dálítið ýkt miðað við
þann raunveruleika og þær fyrir-
myndir sem höfundur kann að
hafa haft í huga við samning
hennar. Vissara er þó að fara
hægt í fullyrðingar af því taginu
fyrir þann sem ekki þekkir til á
slóðum þeim þar sem sagan á að
gerast. Hefur mér oftar en einu
sinni verið tjáð af mönnum, sem
upprunnir eru á einhverjum sögu-
slóðum Hagalíns, að manngerðir
þær, sem hann lýsir í sögum sín-
um, minni mjög á margt fólk eins
og það komið fyrir sjónir þar
vestra á þeim tímum er sögurnar
eiga að gerast. Gildi þá hið sama
um málfar og atferlislýsingar ým-
iss konar.
Þessi nýjasta skáldsaga Haga-
líns er að því leyti frábrugðin
mörgum fyrri skáldsögum hans að
hún vísar meira, bæði beint og
óbeint, til nútímans, til líðandi
stundar, t.d. spurninga um kven-
réttindi sem nú eru mjög á
dagskrá. Ekki þarf að boða rithöf-
undinum Hagalín kvenfrelsi því
margar minnisstæðustu söguhetj-
ur hans eru konur. Ekki aðeins eru
þær gæddar atgervi á við karla
heldur líka hyggindum og hæfi-
leika til forsjár. Og ekki er sjald-
gæft að karlar verði að láta í
minni pokann fyrir konum. Sókn-
arnefndarformaðurinn í þessari
sögu, Hreggviður Líkafrónsson, er
enginn aukvisi, síður en svo. Eigi
að síður verður hann að fara að
Guðmundur G. Hagalín
vilja konu sinnar í máli því sem
hæst ber í sögunni — »ég og
kannski fleiri af karlpeningi þess-
arar sveitar ekki einu sinni kapt-
einar á sínu eigin heimili*, eins og
hann orðar það á fundinum.
Fólkið í sveitinni er hert af erf-
iðri lífsbaráttu og metur flest á
kvarða hennar. Þegar það heyrir
að hugsanlega sé von á skoskum
presti verður því mörgu hugsað til
skosku hrútanna, sem hingað
höfðu verið fluttir og þóttu sérlega
vænlegir til undaneldis, og til
skosku fjárhundanna sem sögur
fóru af og margur girntist vegna
erfiðrar smalamennsku í strjál-
býlinu. En eiginkona sóknar-
nefndarformannsins Arnkatla
Snorradóttir, kapteinn á sínu
heimili og í raun óformlegur fund-
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi:
Sameiginlegur fundur stjórna
kirkjufélaga, kvenna safnaðarfé-
laga og starfandi prestkvenna í
Reykjavíkurprófastdæmi, sem
haldinn var í safnaðarheimili
Langholtskirkju laugardaginn
ii Þessi nýjasta
skáldsaga Hagalíns er
að því leyti frábrugðin
mörgum fyrri skáldsög-
um hans að hún vísar
meira, bæði beint og
óbeint, til nútímans, til
líðandi stundar, t.d.
spurninga um kven-
réttindi sem nú eru
mjög á dagskrá. £ £
arstjóri á safnaðarfundinum,
skírskotar beint til kynsystra
sinna er hún segir: »Við, konur,
viljum fyrst og fremst hafa hann
til þess brúks, sem prestum hefur
frá því ég veit til mín verið ætlað.«
Það eru sannarlega litríkar
manngerðir sem mæla sér mót á
síðum þessarar bókar. Hagalín fer
sem fyrr á kostum í frásögn og
persónusköpun. Þykir mér þessi
saga hans skemmtilegust frá því
að Márus á Valshamri og meistari
Jón kom út en hún er af mörgum
talin hans besta skáldsaga frá
seinni áratugum — en Hagalín er
nú búinn að vera sístarfandi rit-
höfundur í sextíu ár. Og bækur
þær, sem hann hefur sent frá sér,
eru að minnsta kosti jafnmargar
árunum.
10. október 1981, sendir frá sér
eftirfarandi ályktun:
Meðlimir í kirkjufélögum haldi
sérstaklega vöku sinni hvað
varðar kirkjugöngur og trúarlíf.
Hvert kirkjufélag þarf að vera
kirkju sinni traustur bakhjarl og
finna hjá sér löngun til þess að
sækja guðsþjónustur sem oftast.
Konur hvetja til kirkjusóknar