Morgunblaðið - 10.11.1981, Blaðsíða 42
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1981
Holland:
Ajax vann 4-1
ÚRSLIT leikja í 1. deildinni í Hol-
landi um síðustu helgi urðu þessi:
Feyenoord — Nijmegen
Willem II — Haarlem
PEC Zwolle — AZ ’67
Twente — Roda JC
Ile Graafsrhap — Utrecht
Ajax — Go Ahead
Den Haag — PSV Eindhoven
Groningen — NAC Brede
Maastricht — Sparta
2—2
2—2
0—0
1— 3
0—3
4—1
0—0
1 — 1
2— 1
Staða efstu liða:
PSV Eindh. 12 9 1 2 32—14 19
Sparta R. 12 7 3 2 28—15 17
Ajax A.qb.12 7 2 3 43—19 16
AZ ’67 Alkmaarl2 6 3 3 27—15 15
NAC Breda 12 6 3 3 25—13 15
AS Roma efst
á Ítalíu
• Morten Frost einn af snjöllustu badmintonleikurum Dana keppir
ÚRSLIT leikja á Ítalíu urðu sem hér
segir:
Allir sterkustu badminton-
leikararnir mæta á Norðurlandamótið
-keppnin fer fram í Laugardalshöllinni 21. og 22. nóv.
NORDURLANDAMÓT í badminton
verður haldið í l.augardalshöllinni
21.—22. nóv. nk. Þetta er í annað
skiptið sem mótið er haldið hér á
landi, hið fyrra var 1976.
Norðurlandamótsnefnd er skipuð
eftirtöldum mönnum: Friðleifi Stef-
ánssyni móLsstjóra, Braga Jakobs-
syni, Daníel Stefánssyni, Hæng
Þorsteinssyni, Jóhanni Hálfdanar
syni, Jóhanni Möller og Sigfúsi Ægi
Arnasyni.
Á Norðurlandamóti er keppt i
öllum greinum. Keppni mun hefj-
ast kl. 10.00 á laugardagsmorgun,
21. nóv. Keppt verður fram að
undanúrslitum í einliða-, tvíliða-
og tvenndarleik. Undanúrslit hefj-
ast á sunnudagsmorgni, 22. nóv.
kl. 10.00, en úrslitin byrja kl. 14.00
sama dag.
Nú er ljóst hverjir keppa á mót-
inu. Allir sterkustu menn Norður-
landa í íþróttinni munu mæta. Frá
Danmörku koma m.a. Lene Köpp-
en, Morten Frost, Flemming
Delfs, Steen Skovgaard, Pia Niel-
sen og Steen Fladberg, en þau
voru öll hér fyrir fimm árum, og
eru nú meðal bestu leikmanna
heimsins. Lene, Flemming og
Steen hafa orðið heimsmeistarar í
badminton, og Lene Köppen hefur
unnið fleiri titla í íþróttinni á
undanförnum árum, en tölu verð-
ur á komið.
Sviar mæta með sitt sterkasta
badmintonlið, og skal fyrsta nefna
Thomas Kihlström og Stefan
Karlsson, en þeir eru í fremstu röð
í heiminum. Stefan er núverandi
Evrópumeistari í tvíliðaleik, en
Thomas er fyrrum heimsmeistari
og margfaldur All England-
meistari í tvíliðaleik. Má búast við
harðri keppni milli Dana og Svía
um efstu sætin á mótinu.
Norðmenn senda sitt besta lið,
en það eru þau Petter Thoresen,
Else Thoresen, 0vind Berntsen og
Hilde Anfindsen. Norðmenn
standa nokkuð að baki Svíum og
Dönum, en styrkur þeirra hefur þó
aukist á síðustu árum.
Þá ber að nefna frændur okkar,
Finna. Frá þeim koma þau Jaana
Elilá, Tony Tuominen, Pekka Sar-
asjárvi og Sara Ussher. Þetta eru
allt ungir leikmenn, og vænta
Finnar mikils af þeim.
Grænlendingar keppa nú í
fyrsta sinn á Norðurlandamóti í
badminton. Þeir senda hingað tvo
keppendur, þá Albrecht Dam-
gaard og Lennart Hansen. Þessir
leikmenn eru okkur að góðu kunn-
ir, og má geta þess, að Albrecht
heimsótti okkur nú í haust ásamt
fleiri Grænlendingum.
Loks ber að nefna íslensku
keppendurna á mótinu. Þeir eru:
Broddi Kristjánsson, Jóhann
Kjartansson, Guðmundur
Adolfsson, Víðir Bragason, Sigfús
Ægir Árnason, Þorsteinn Páll
Hængsson, Hörður Ragnarsson,
Jóhannes Guðjónsson, Sigurður
Kolbeinsson, Kristín Magnúsdótt-
ir, Kristín Berglind, Ragnheiður
Jónasdóttir, Elísabet Þórðardótt-
ir, Sif Friðleifsdóttir.
Norðurlandamót í badminton er
ólíkt öðrum Norðurlandamótum
að því leyti, að þar gefst tækifæri
til að sjá heimsins bestu menn í
íþróttum. Badminton er „topp-
íþrótt" hjá Dönum og Svíum og
sjálfsagt standa þeir sig einna
best í þessari grein. íslendingar fá
því gott tækifæri til að sjá íþrótt á
heimsmælikvarða, ef þeir leggja
leið sína í Laugardalshöllina dag-
ana 21.—22. nóv. nk.
Avellina — Ascoli 1—0
Cagliari — Catanzaro 2—1
Cesena — Fiorentina 2—1
Genoa — Juventus 2—1
AC Milano — Como 1 — 1
AS Roma — Bologna 3—1
Torino — Napoli 0—0
lldinense — Inter Milano 1 — 1
Staða efstu liða:
AS Roma 8 5 3 0 12—5 13
Juventus 8 6 0 2 14—5 12
Inter Milano 8 3 5 0 7—4 11
Fiorentina 8 4 2 2 7—5 10
Napoli 8 2 5 1 7—4 9
KnattsDvrna
Arsþing FSÍ
ÁKVEDIÐ hefur verið ad halda árs-
þing FSÍ laugardaginn 21. nóv. 1981
kl. 13.00 í Hreyfilshúsinu við Grens-
ásveg, Reykjavík.
Fulltrúafjöldi hvers aðila fer eftir
tölu virkra iðkenda fimleika, þannig
að fyrir allt að 25 menn koma 2
fulltrúar og síðan 1 fyrir hverja 25
eða brot úr 25 upp í allt að 100 ið-
kendur og þá 1 fulltrúi að auki fyrir
hverja 50 iðkendur þar fram yfir.
Málefni, sem sambandsaðilar
óska eftir að tekin verði fyrir á þing-
inu, skulu tilkynnt stjórn FSÍ minnst
15 dögum fyrir þingið.
24 tóku þátt
í haustmótinu
HAUSTMÓT JSÍ fór fram í íþrótta-
húsi Kennaraháskólans 8. nóvember
• Iæna Köppen hefur unnið til fleiri titla í badmintoníþróttinni en tölu
verður á komið.
ÍSI veitir Selfossbæ
viðurkenningu
Arsþing LSÍ
ÁRSÞING LSÍ verður haldið í
Leifsbúð hótels Loftleiða sunnudag-
inn 22. nóvember næstkomandi.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfund-
arstörf og lagabreytingar.
FIMMTUDAGINN 15. október af
henti Sveinn Björnsson, forseti ÍSÍ,
Selfossbæ viðurkenningarskjal frá
íþróttasamhandi íslands vegna upp-
hyggingar íþróttamannvirkja.
Var þetta gert í samsæti sem
bæjarstjórn Selfoss hélt fram-
kvæmdastjórn ÍSÍ, sem komin var
til Selfoss þeirra erinda að af-
henda heiðursskjalið.
Sveinn Björnsson flutti ræðu,
þar sem hann gat hins mikla þátt-
ar Sigurðar Greipssonar í íþrótta-
starfinu í Héraðssambandinu
Skarphéðni og rakti hina íþrótta-
legu uppbyggingu á Selfossi, og að
það heiðursskjal er ÍSÍ veitti nú
Selfossbæ væri viðurkenning fyrir
þá miklu og stórglæsilegu íþrótta-
mannvirkjagerð sem bæjarstjórn
Selfoss hefði skapað æsku þess
bæjar.
Áð máli Sveins loknu flutti for-
seti bæjarstjórnar, Ingvi Eben-
hardsson, ræðu og þakkaði viður-
kenninguna. Auk þess tóku til
mals bæjarfuiltrúarnir Hafsteinn
Þorvaldsson og Óli Þ. Guðmunds-
son og fluttu ÍSÍ þakkir fyrir hönd
íbúa á Selfossi.
1981. Keppendur voru 24 og var
þeim skipt í fjóra þyngdarflokka.
Fjöldi ungra og efnilegra judomanna
tóku þátt í keppninni og veittu hin-
um eldri harða keppni.
Úrslit urðu þessi:
+ 60 kg
1. Þorsteinn Jóhanness., Ármanni.
2. Rögnvaldur Guðmundss., Gerplu.
3. Ágúst Egilsson, Gerplu.
Gunnar Jónsson, Gerplu.
+ 65 kg
1. Jóhannes Haraldsson, UMFG.
2. Magnús Jónsson, Ármanni.
3. Karl Erlingsson, Ármanni.
Ólafur Ásmundsson, Ármanni.
+ 78 kg
1. Ómar Sigurðsson, UMFK.
2. Hilmar Jónsson, Ármanni.
3. Magnús Hauksson, UMFK.
Gísli Wíum, Ármanni.
• Sigurvegarinn í 86 kg flokki,
Bjarni Friðriksson Ármanni.
+ 86 kg
1. Bjarni Friðriksson, Ármanni.
2. Sigurður Hauksson, UMFK.
3. Kristján Valdimarsson, Ármanni.
VI