Morgunblaðið - 10.11.1981, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.11.1981, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1981 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MANUDEGI TIL FÖSTUDAGS wiiám Einar Grétar Björnsson aö blaðra um þá á opinberum vett- vangi. Hvað sem öllu þessu líður held ég að það sé einsdæmi um sjómanna- stéttina, að hún skuli þurfa að borga stóran hluta af þeim tækni- nýjungum sem koma um borð í sum skipin. Eg man þá tíð, þegar ég fór til sjós fyrir 30 árum, að þá var skiptaprósentan 42%, en er nú þetta frá 27,5—30,5%. Það sem tap- ast hefur, var tekið á þeim forsend- um, að vinnan væri orðin betri vegna tækninýjunganna. Svei og skömm. Hvað segði fólk í landi, þar á meðal Kristján Ragn- arsson, ef laun þess væru lækkuð um 15%—20%, af því að það væri búið að tölvuvæða vinnustaði þess? Ég spyr: Af hverju er alltaf ráðist á sjómannastéttina eina, ef einhverj- ar nýjungar koma til skjalanna; við einir verðum að borga fyrir það, en annað fólk ekki, þótt það fái hverskyns tækni- og tölvuvæðingu til að létta sér störfin og stytta vinnutímann? Skyldi ástæðan ver sú, að litið sé á okkur sjómenn sem galeiðuþræla tækniþjóðfélagsins?" Hvaða hæli og hótel hafa verið reist? Pálína Kjartansdóttir skrifar: Kæri Velvakandi. Ég get ekki orða bundist eftir að hafa lesið bréf Árna Helgasonar góðtemplara, í Mbl. í dag (4. nóv). Árni kvartar yfir því að með- aumkun þjóðarinnar sé orðin of mikil í hjálp við drykkjusjúka og segir orðrétt: „Öll reynsla stað- festir að áfengisneysla sem veldur síðan þjóðarböli er ekki veiki, heldur sjálfskaparvíti sem hverj- um er í lófa lagið að hætta við ef þeir bara vilja, og það á seinni tím- inn eftir að sanna enn betur, um leið og menn hætta að reisa hæli og hótel fyrir þá sem þykir sæmra að evða atorku sinni í aumingja- skap en heilbrigða uppbyggingu varanlegs þjóðfélags." Ég er ein þeirra sem var í 900 manna stofnfundi SÁÁ fyrir 4 ár- um í þeirri trú að vinna að heil- brigðri uppbyggingu varanlegs þjóðfélags. Þar voru margir mætir menn sem tóku til máls og þ.á.m. Indriði Indriðason stórtemplari sem drap á að það starf sem SÁÁ myndi inna af hendi, myndi kosta fjármuni og þó umfram allt skiln- ing á málefninu og sagði að Góð- templarareglan fagnaði starfi SÁÁ og AÁ — bæði fyrir fyrir- byRRjandi og hjálparstarfinu við hina sjúku. Á framhaldsfundi stofnfundar SÁÁ, er haldinn var skömmu síð- ar tók Árni Helgason til máls og var fullur áhuga á framtíðarstarfi þessa félagsskapar. Vonbrigði Árna hljóta því að vera mikil varðandi starfsemi SÁÁ og þeim árangri sem þar hefur náðst, þar sem hann stingur niður penna til að minna þjóðina á að hætta að reisa hótel og hæli í þágu hinna drykkjusjúku. Hvaða hæli og hótel hafa verið reist, Árni Helgason? Og hvers vegna ertu svona reiður yfir endurhæfingarstöðvum fyrir drykkjusjúka? Hvað er það sem veldur reiði þinni varðandi hjálp- arstarfsemi við drykkjusjúka? [ntefnaneytendun . urfa allt annað til að t . v:a en vorkunnsem ig r,i —* varanlegs lT * ■ noo bm.birtistí immtudapnn22Þ^ ver6 akaöda W?u Björnsdóttur 1 eftir Arnyj , k^a. Þessi mig'angartdaóþa^ n hefif ^ff . t umhana °^g ^tkvmmum og á „rmó^umhenrhúnhaftver.. áhr’f b~— brigöa uppbygvmgn þjóöfélags- ishO'ÍÖ — " Sýnikennsla í matargerðarlist Nú er tækifærið til að læra réttu tökin við matargerðina. Matreiðslumenn Hótels Loftleiða sjá um sýnikennslu í matreiðslu í Leifsbúð kl. 17.00 í dag. Þátttökugjald er kr. 30. VERIÐ VELKOMIN. - Meðan húsrúm leyfir. HÓTEL LOFTLEIÐIR * Texas Instruments tölvutæki SKRIFSTOFUTÆKNI HF ARMU LA 38.105 REYKJAVÍK. SiMI 85455. RO. BOX 272. Kona verði borg arstjóraefni Sverrir Þórðarson skrifar: „Nú þegar verður maður var við það, að farið er að ræða borgarstjórnarkosningar á næsta sumri. Ljóst er að takmarkið er, að Sjálfstæðis- flokkurinn vinni aftur meiri- hlutann í borgarstjórn Reykjavíkur. Mörg ljón eru þá á vegi flokksins að því takmarki og eitt hið erfiðasta er kvenna- framboð, sem liggur í loftinu í Reykjavík, enda beinast augu fólks æ meir að kvenfólki til að axla hin margvíslegu störf á æðstu stöðum í þjóðfélaginu. Vitað er að Sjálfstæðis- flokkurinn hefir nokkurt for- skot á aðra flokka í borgar- málum Reykjavíkur um kvennaval, því auk þess sem margar prýðiskonur hafa starfað að borgarmálum fyrir hans hönd, þá var Auður Auð- uns, lögfræðingur, forseti borgarstjórnar, auk þess sem hún var borgarstjóri í Reykja- vík á sínum tíma og gegndi því starfi með prýði. Ég tel mig sjá sterkan mót- leik Sjálfstæðisflokksins gegn hugsanlegu kvennaframboði í höfuðborginni, en það er að tefla fram konu gæddri góðum hæfileikum sem borgarstjóra- efni í borgarstjórnarkosning- unum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nokkrar vel hæfar konur á sín- um borgarstjórnarflokki. Þeirra á meðal er Sigríður Ásgeirsdóttir, lögfræðingur, sem starfað hefir að borgar- málum síðustu átta ár. Sigríður hefir í senn góða menntun og næga reynslu til þess að axla þetta embætti, sem er eitt hið vandasamasta í þjóðfélaginu, og er auk þess verðugur fulltrúi þess fólks í Sjálfstæðisflokknum, sem hef- ir unnið mikið og gott starf. Auk trúnaðarstarfa að mál- efnum borgarinnar hefir Sig- ríður látið til sín taka á sviði réttindamála þeirra, sem minna mega sín í bænum. Sigríður Ásgeirsdóttir, hefir verið um árabil lögfræðingur Mæðrastyrksnefndar og lög- fræðilegur ráðunautur Félags einstæðra foreldra og í þeim störfum hefir hún kynnst mjög náið aðstæðum á hundr- uðum heimila í bænum. Hér veit ég að um mjög vandasamt starf er að ræða, en það hefir Sigríður rækt, eins og önnur störf, af einstakri nærfærni og Sigríður \sgt'irsdó11ir trúmennsku. Þá ættu og flestum að vera kunnug störf hennar að mál- efnum dýra og kippir henni þar í kynið, en ömmubróðir hennar, Tryggvi Gunnarsson, var stofnandi Dýraverndunar- félags íslands. Af störfum hennar á því sviði þer að sjálfstögðu hæst starfsemi Dýraspítalans í Víðidal, sem m.a. fyrir ötula baráttu Sig- ríðar tók til starfa í sumar er leið. Er ekki athugandi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, að það liggi fyrir í upphafi barátt- unnar, sem nú hefst senn, að borgarstjóraefni flokksins sé kona, — sem allir, sem til þekkja, eru sammála um, að sé góðum mannkostum búin?“ Góö matarkaup Kjúklingar 10 stk. í kassa Unghænur 10 stk. í kassa Folaldahakk Lambakarbonaði Nautahamborgari Orvals kjötbúðingur Nautahakk 10 kg Reykt folaldakjöt Saltað folaldakjöt 52 kr. kg 29,50 kr. kg 33 kr. kg 52 kr. kg 5,85 stk. 39 kr. kg 58 kr. kg 29,50 kr. kg 25 kr. kg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.