Morgunblaðið - 10.11.1981, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.11.1981, Blaðsíða 28
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1981 Myndin er af leidbeinendum Líkamsræktarinnar hf. þeim Agnari Gústafssyni, Finni Karlssyni og Sigurveigu Björnsdóttur, sem vinnur í mótttökunni. f Ljósm.: Kmilía. Ný líkamsræktarstofa OPNUÐ hefur verid ný líkams- ræktarstofa í kjallara Kjörgarós vid Laugaveg, Líkamsræktin hf., scm er í 520 fermetra húsnæði. Að sögn þeirra Gústafs Agn- arssonar og Finns Karlssonar, sem eru leiðbeinendur og hlut- hafar þessa nýja fyrirtækis, þá hafa flest tækin aldrei sést hér áður og það sem er ef til vill athyglisverðara að það er hægt að stilla tækin eftir því hvernig fólk er byggt. í líkamsræktinni eru 2 salir annar er með sérstökum tækjum fyrir konur og hinn er fyrir karla. Inn af búningsklefunum er svokallað nuddbað, gufubað, ljósabekkur og sturtur. Líkamsræktin er opin alla virka daga frá 7 á morgnana til klukkan 10 á kvöldin. A laugar- dögum er opið frá 10—5. Islandskynningar í tengslum við heimsókn forseta Islands til Noregs og Svíþjóðar í TENGSLUM við opinbcra hcimsókn forseta Islands til Noregs og Svíþjóðar, slóðu Útflutningsmiðstöð iðnaðarins, Ferðamálaráð, Sambandið, húvnru- deild, og Flugleiðir fyrir „íslands- kynningum" í Osló og Stokkhólmi. Sú fyrri fór fram á Grand Hotel í Osló laugardaginn 24. október, en sú síðari á Grand Hotel í Stokkhólmi miðviku- daginn 28. október. Kynningarnar, sem voru í formi móttöku, voru annars vegar haldnar fyrir viðskiptavini íslenskra fyrir- tækja, sem versla með vörur frá ís- landi eða hafa á boðstólum þjónustu frá íslandi, og hins vegar fyrir blaðamenn. A báðum stöðunum var gestum boðið upp á íslenskan mat og stjórn- aði Hilmar Jónsson, veitingastjóri, matseld og framreiðslu. Fimm ís- Öxarfjörður: Snjóþyngslin eins og á þorra lenskar sýningarstúlkur sýndu og kynntu það nýjasta í ullarfatnaði frá Islandi undir stjórn Brynju Nord- quist. Fyrir hönd íslensku fyrirtækjanna tóku sendiherrar íslands á viðkom- andi stöðum á móti gestum og fluttu ávörp, en forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, heiðraði kynn- ingarnar með nærveru sinni ásamt fylgdarliði og ræddi við ýmsa gesti. I tengslum við þessar kynningar var haldin kynning á íslenskum ull- arfatnaði í samvinnu við norska Rauða krossinn í Osló, en í Svíþjóð voru kynningar í stórverslunum DEA í Uppsölum og NK og PUB í Stokkhólmi. Tískusýningar þessar vöktu verulega athygli á íslensku ullarvörunum og var framkoma sýn- ingarstúlknanna sérstaklega rómuð. Báðar þessar kynningar hafa, vegna opinberrar heimsókanar for- seta íslands, Vigdísar Finnbogadótt- ur, vakið mikla athygli. Sumir gest- anna komu um langan veg til að taka þátt í þeim. Ef dæma má af við- brögðum gesta, bæði á kynningunum og eins þeirra, sem haft hafa sam- band bréflega eða munnlega eftir kynningarnar, hafa þær mælst vel fyrir. Hreyfilist á Kjarvalsstöðum „NÝLIÐINN október reyndist okkur Öxfirðingum mjög leiðin- legur, enda voru snjóþyngsli eins og á þorra,“ sagði séra Sigurvin Einarsson á Skinnastað, þegar Mbl. hafði samband við hann í gær. „Nú eru hins vegar komnir kerlingarblotar og snjó hefur tek- ið mikið upp. í dag er hér 7 stiga hiti og er þetta heitasti dagurinn síðan í september." Sigurvin sagði, að enn vant- aði fé víða á bæi. Bændur not- uðu allar mögulegar stundir til að smala og væri helst farið á vélsleðum. Mjög væri misjafnt hversu vel menn hefðu heimt og til væru menn sem hefðu heimt vel, en hins vegar hefði víða fundist dautt fé. Þá sagði Sigurvin að jörð kæmi hvanngræn undan snjón- um og lauf væri víða grænt á trjám enn. eftir Guóna Guðnason Föstudagskvöldið 9. okt. síðast- liðinn sýndu Haukur og Hörður Harðarsynir enn á ný Hreyfilist á Kjarvalsstöðum. Þeir tóku þar fyrir ákveðinn samruna (dialetik) milli form- hreyfinga barna annarsvegar og hreyfingu sem afmarkaða form- tjáningu hins vegar. Og í leik sín- um sem börn notuðu þeir form- hvata sem örvun á hreyfingar. Þessir hvatar voru tákn um leik- föng barna, kubbar og kúlur. Heildarsvipur sýningarinnar lýsti sér í hugmyndaheimi barna séð frá tjáningar- og listfræðilegu sjónarmiði. Framsetning var með svipuðu sniðu og á fyrri sýningum þeirra á Kjarvalsstöðum. Svartar verur mynduðu hálfhring og kerti heilhring. Ein svarta veran byrj- aði að leika sér að kubbum sem hún skildi eftir á gólfinu. Síðan komu Hörður og Haukur inn á og hreyfðu sig. Og túlkuðu þeir þann samruna sem að ofan er getið. Til að skýra örlítið viðfangsefni þeirra tek ég fyrir útskýringu á hvað samruni er milli formhreyf- inga barna og hreyfingu sem af- markaða formtjáningu. Útskýring þessi er gerð út frá listfræðilegu og tjáningarfræðilegu sjónarmiði. Samruni hreyfinga er skyldur hugmynd að listaverki. Ákveðin tilfinning vaknar við hlutlægan hvata. Þessi tilfinning vekur upp aðra og aðra þar til þessi tilfinn- ingauppspretta krefst tjáningar í hreyfingu og sú tilfinning að tjá sig í hreyfingu krefst túlkunar. Þegar tekið er fyrir ákveðið við- fangsefni, eins og það ofangr- einda, verða ákveðin atriði sam- runans sjáanleg. Sum atriðin eru listfræðilega skörp, þ.e. að í hreyf- ingunum myndast sýnileg form sem minna á sculpture, s.s. hendi sem sýnir tilfinningalega snert- ingu eða skýrt afmarkaða hreyf- ingu sem andsvar við tilfinningu varðandi andsvar við athöfn sem líkaminn hefur gert eða á að gera, s.s. hræðsla við að gera ákveðinn hlut. Þarna koma einnig inní þessir formhvatar sem ég minntist á áð- an, kubbar og kúlur. Mörg frábær líkamsform komu fram hjá Hauki og Herði sköpuð í kringum þessa hvata. Hvernig þeir héldu á kubb- unum og sýndu umhyggju sína fyrir þeim, hvernig kúlurnar vöktu upp undrun þeirra og ótta við hið óþekkta. Einnig skýrast tjáningarfræði- leg atriði eins og túlkun ákveðinna geðbrigða. Komu þarna fram at- riði eins og undrun yfir kúlum sem koma skyndilega inn á leik- svæðið, reiði yfir því er barn tekur hlut frá öðru barni, umhyggja fyrir kærkomnum leikföngum og margt fleira. Þessi atriði voru öll úr hinum sérstaka hreyfingar- fræðilega heimi barna. Barn á sér sínar sérstöku hreyf- ingar sem eru að fullkomnast daglega. Sú þróun hjá barninu er sterkt mótuð af skýrt afmörkuð- um formum sem við sjáum ef við aðeins gefum okkur tíma til að skoða börn. Og einmitt þessi þróun á sér stað í gerð listaverks og er undir- staðan undir Hreyfilist Hauks og Harðar, þ.e. stanslaus þróun frá tilfinningu til tilfinningar. Vegna Braga „vegna Hauks og Harðaru Við sjáum okkur tilneydda að gera athugasemd við nokkur atriði í grein Braga, „vegna Hauks og og Harðar“ sem kom í Mbl. á dögun- um. Það mætti halda að það væri leikmaður en ekki „menntaður" listrýnandi sem stæði að baki þessum skrifum, því þau eru í flesta staði frekar undarleg. Bragi byrjar grein sína á því að tala um listamenn. Hann endar þessar fyrstu línur á því að segja að við förum sannarlega ekki varhluta af slíkum einlægum að- dáendum, sem svara jafnvel fyrir okkur þegar eðlilegra væri að við sjálfir ættum hlut að máli. Þar sem við skiljum ekki forsendur Braga fyrir þessum skrifum, eig- um við erfitt með að skilja við hvað hann á. Hverjum áttum við að svara? Halldóri, Guðna, Gunn- ari eða Braga? Við ætluðum okkur alltaf að skrifa fáein orð sem svör við skrif- um þeirra Halldórs og Gunnars og benda þeim á, að það er ekki nóg að vera vel lesinn í listfræði og listasögu til að geta skrifað sem listrýnandi. Það þarf „hreina og sanna“ tilfinningu sem er byggð á yfirvegun til að geta skrifað og tjáð lesendum það sem aðrir eru að túlka með verkum sínum. Ef et'tir Hauk Haróarson off Höró Haróarson þeir skilja ekki verk sem þeir skoða, þá verða þeir að afla sér frekari upplýsinga en ekki kasta fram tilbúnum staðreyndum sem þeir virðast grípa úr lausu lofti. Þar sem við vorum önnum kafnir við að lagfæra verk okkar, vorum við seinir með svör. Við vorum mjög undrandi þegar við lásum svör Guðna og Guðmundar, sem á vissan hátt „afgreiddu" þá Hall- dór og Gunnar hvað rök snertir. Við ákváðum að láta frekari skrif vera að sinni. Bragi virðist hafa séð að það var ekki nóg að skoða verk okkar einu sinni til að skrifa um þau (við fjarlægðum þau af sýningunni á öðrum degi vegna skemmda sem unnin voru á þeim) þannig að við höfðum enga ástæðu til að svara honum. Grein Guðna „Eru Kjar- valsstaðir sýningarsalur eða Barnaleikvöllur" kom okkur nokk- uð á óvart, en þar var ekkert sem gaf okkur tilefni til að svara. Ef einhver hefði átt að svara, þá var það sýningarnefndin. Það var að henni sem broddarnir beindust. Bragi talar um að myndirnar (verkin) væru í hættu og að allir hefðu átt að geta séð það. Einnig segir hann að hann hafi haft orð á því, að það væru 99,9% möguleik- ar á að eitthvað færi úrskeiðis. Hann segir einnig að hann héldi að allir vissu að fyrsta regla sýn- ingarnefnda stórsýninga væri að taka ekki á móti verkum sem hætta væri á, að yrðu fyrir hnjaski. Það mætti halda að Bragi væri að tala um verk sem ættu að vera til sýnis á fótboltavelli eða diskqdansstað, því þar erum við visaír um að 0,1% möguleikar væru á því að þau yrðu ekki fyrir ■hnjaski. Hann heldur því fram að þeir einu sem við er að sakast sé- um við og sýningarnefnd. Það skal tekið fram að verkin voru Afgirt og merkt með stórum stöfum: Snertið ekki. Brothætt. Það virðist vera fólkið sjálft sem sækir sýningar sem er ekki nógu „menningar- vant“ til að umgangast verk eða myndir á sýningum. Formaður sýningarnefndar og við sáum fuli- orðið fólk stíga inn fyrir afgirta svæðið og snerta á verkunum. Við berum því engan kala til sýningar- nefndarinnar og eigum ekkert við hana að sakast. Við héldum að all- ir vissu að ef verk sem send eru á sýningar eiga fyrst og fremst að vera þannig úr garði gerð að þau þoli átroðslu og barsmíðar fram yfir listrænt gildi, þá er forsendan fyrir stórsýningum byggð á frekar veikum grunni. Við viljum í þessu sambandi benda á nokkrar sýn- ingar og verk á erlendri grund, þar sem verkin voru óvarin. T.d. John Davis í Whitechapel Art Gallery. Sol LeWitt með „A“ Skúlptúr seríu sína í Dawn Gall- ery í Los Angeles, yfirlitssýning Calders í Solomon R. Guggenheim Museum, Antony Cara með Prair- ie og Deep boody Blue í Kasmin Limited London, Jasper Johns með verk sitt Field painting og Claes Oldenburg þegar hann sýndi Giant Drum. Svona mætti lengi telja, en við látum þetta nægja. Væri ekki hægt að halda því fram að ef einhver af þessum sýn- ingum væri sett upp á Kjarvals- stöðum, þyrfti gaddavírsgirðingu til að verja verkin fyrir ágangi sýningargesta. Bragi endar grein sína á að tala um Guðmund Bogason og segir að hann sé að býsnast yfir því að ekki skyldu listrýnendur fjölmenna til að fylgjast með hreyfilist okkar. Það mætti halda að greinin hafi snert „veikan blett“ hjá Braga eða farið eitthvað öfugt í hann, því öll þessi býsn sem Bragi talar um er síðasta setningin í u.þ.b. 300 orða grein og hljóðar svo: „Slæmt var að sjá ekki neina listgagnrýnend- ur á þessum stað“. Síðan talar Bragi um hjáliða upptroðslur, bar- ið á trumbur, kórsöng, balletdans, lúðrablástur, þessa svonefndu hreyfilist og einnig að verk á sýn- ingum eigi alfarið að geta staðið undir nafni án allra slíkra tilfær- inga. Bragi á að vita það sjálfur, að fyrsta regla listgagnrýnanda er að skrifa yfirvegað og skrifa ekki um neitt sem þeir hafa ekki kynnt sér ítarlega. Hreyfilist okkar átti ekkert skylt við verk okkar á sýn- ingunni. Hún var og er algerlega sjálfstætt listform. Bragi talar um að það kæmi sennilega mörgum spánskt fyrir sjónir ef aliir þátttakendur Haustsýningarinnar færu skyndi- lega að hoppa og skoppa fyrir framan og í kringum verk sín eða dansa trylltan stríðsdans. Þetta finnst okkur all furðulegur hugs- unarháttur hjá Braga sem lista- manni og listgagnrýnanda. Við teljum okkur alvarlega hugsandi listamenn og dettur ekki í hug að ímynda okkur að aðrir listamenn geri grín að verkum sínum með því að hoppa og skoppa eða dansa (rylltan slríðsdans til að tjá verk sín frekar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.