Morgunblaðið - 10.11.1981, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1981
15
Steinunn
Jóhannesdóttir
DANSÁ
1\ÓSUM
f é-
(Xi 4ry y
„Dans á rósum“
Leikrit Steinunnar
Jóhannesdóttur, komið út
IDU.NN hefur gefid út leikritið
I)ANS Á RÓSllM eftir Steinunni Jó-
hannesdóttur sem Þjódleikhúsið sýn-
ir um þessar mundir. Þetta er fyrsta
leikrit Steinunnar sem er löngu kunn
leikkona.
Dans á rósum er samtímaleikrit
og gerist á Akureyri. Þangað kem-
ur Asta Harðardóttir, kona um þrí-
tugt, sálfræðingur að starfi, til for-
eldrahúsa að halda upp á tíu ára
stúdentsafmæli sitt. Gerist leikrit-
ið eina viku í miðjum júní og fjall-
ar um samband Ástu við fjölskyldu
sína, foreldra og dóttur sem alist
hefur upp hjá afa sínum og ömmu.
Fleira fólk kemur við sögu, Valur
Sigurgeirsson, ungur læknir, Arn-
aldur sem verið hefur vistmaður á
Kleppi í tíð Ástu þar, og Sigga
Dóra, gömul vinkona Ástu.
Dans á rósum er í ellefu atriðum.
Leikritið er 101 blaðsíða. Prentrún
prentaði.
Anders Hansen blaðamaður:
Lengd símtala og
Alþýðubandalagið
Skammt gerist nú stóra högga
á milli í opinberun forystumanna
Alþýðubandalagsins á stefnu
flokks þeirra. Enn er fólki í
fersku minni, er leiðtogi Alþýðu-
bandalagsins í Reykjavík, Sigur-
jón Pétursson forseti borgar-
stjórnar, kvað upp úr með það, að
húsnæði fjölda Reykvíkinga væri
allt of stórt, og því væri rétt að
taka það leigunámi. Mörg fleiri
dæmi um hið mikla dálæti Al-
þýðubandalagsins á forsjá hins
opinbera mætti nefna, þar sem
komið er við flesta þætti daglegs
lífs þjóðarinnar. Nú síðast kveður
Guðrún Helgadóttir borgar-
fulltrúi og Alþingismaður upp úr
með Það, að Reykvíkingar tali
allt of mikið og lengi í síma, og
því sé sjálfsagt að skattleggja þá
iðju þeirra!
Hvað eftir annað kemur hið
rétta eðli Alþýðubandalagsins í
ljós, er forystumenn þess opin-
bera skoðanir sínar, sem þeir
hafa þó reynt að sveipa mildara
yfirbragði lýðræðis og umhyggju
fyrir þeim er minna mega sín hin
síðari ár. Þessi breytta framkoma
alþýðubandalagsmanna vekur
vissulega upp ýmsar spurningar,
sem rétt er að hver og einn ís-
lendingur spyrji sjálfan sig: Get-
ur verið, að forystumenn Alþýðu-
bandalagsins telji stöðu sína í
ríkisstjórn og þorgarstjórn nú
svo sterka, að ekki sé lengur
ástæða til að fela hið rétta andlit
flokksins, heldur megi það nú
birtast alþjóð grímulaust? —
Getur verið, að ef landsmenn
halda ekki vöku sinni, að einn
morguninn vakni fólk við það að
Alþýðubandalagið setji fólki lífs-
reglurnar í smáu sem stóru? —
Er það þjóðfélag Alþýðubanda-
lagsins, sem íslendingar æskja
helst að hér verði stofnsett, eða
vilja þeir áfram lifa í lýðfrjálsu
landi eins og ísland er, þrátt fyrir
alla þess galla. Svari hver fyrir
sig, en ótrúlegt er annað en flest-
ir hafni Alþýðubandalaginu eins
og 80% þjóðarinnar hefur hingað
til gert.
Alþýðubandalagið er andvígt
frjálsum rekstri útvarps og sjón-
varps. Sumir áhrifamanna
flokksins voru á móti því að hér
yrði komið upp litasjónvarpi á
sínum tíma. Sigurjón Pétursson
telur hið opinbera eiga að segja
til um hve stórt íbúðarhúsnæði
fólks á að vera. Boðberar Alþýðu-
bandalagsins eru í tengslum við
erlendar „friðarhreyfingar", sem
sannast hefur að tekið hafa við fé
frá Sovétríkjunum, gullrúblum.
Svavar Gestsson formaður Al-
þýðubandalagsins segir fólki ekki
koma það við, hvernig hátti bif-
Anders Hansen
reiðakaupum hans örfáum dögum
fyrir gengisfellingu er ríkisstjórn
sú er hann situr í ákvað. Þessi
sami Svavar hefur leyft sér að
halda því fram að fólk muni
gleðjast yfir auknum skattaálög-
um er hann boðaði. Þannig mætti
lengi telja, og nú síðast lýsir
þingmaður og borgarfulltrúi
Alþýðubandalagsins því yfir, að
fólk tali of lengi í síma, og því sé
rétt að skattleggja ósómann.
Alþýðubandalagið telur sig nú
vera nægilega sterkt til að opin-
bera stefnu sína með þessum
hætti. Einn þingmanna flokksins
hefur lýst því yfir að núverandi
ríkisstjórn sé „meiri vinstri
stjórn en ríkisstjórn Ólafs Jó-
hannessonar" og þótti þó flestum
nóg um. Viðurkennt er að stefna
Alþýðubandalagsins er alls ráð-
andi í mikilvægum málaflokkum
eins og orku- og iðnaðarmálum.
Alþýðubandalagið hefur neitun-
arvald í utanríkisstefnu ríkis-
stjórnarinnar. Þó er fylgi flokks- '
ins með þjóðinni aðeins um 20%
þegar best lætur, samkvæmt úr-
slitum kosninga.
Ekki er laust við að frjálslyndu
borgaralegu fólki verði hugsað til
þess með óhugnaði, hvað hér gæti
gerst ef áhrif þessa flokks,
„hrokagikkja valdsins" — svo
notuð séu orð flokksformannsins
— aukast frá því sem nú er. Gæti
þá ekki svo farið að Þjóðviljinn
fengi þá sérstöðu, sem Alþýðu-
bandalagið vill nú að ríkisfjöl-
miðlarnir njóti? Gæti þá ekki svo
farið að talið verði æskilegt að
allir landsmenn aki um á ákveð-
inni stærð bifreiða — til dæmis
frá Austur-Þýskalandi? Gæti þá
ekki svo farið, að ekki verði látið
nægja að leggja skatt á ferða-
menn og gjaldeyri, heldur þurfi
fólk sérstakt leyfi til að fara til
útlanda? — Spurningar í þessum
dúr heyrast nú manna á meðal
þegar Alþýðubandalagið er nefnt,
flokkur sem opinberlega talar um
„of stórt íbúðarhúsnæði" og „of
löng símtöl“.
Hætt verði við skrefatalningu þar til niðurstöður könnunar liggja fyrin
Símanotkun í borginni óhóflega
mikil, fólk talar of mikið f sfma
- sagði Guðrún Helgadóttir við umræður í borgarstjórn í gærkveldi
Viö bjóöum upp á fjölbreytt úrval af heimilistækjum frá hinum viöurkenndu THERMOR verksmiöjum
í Frakklandi. Um gæöi þeirra þarf ekki aö efast og verö þeirra er meöal þess hagstæðasta sem býöst
í dag.
Einnig ísskápar, gufu-
gleypar, uppþvottavélar,
þvottavélar í miklu úrvali.
Verö 2.11. '81 m. söluskatti
4ra hellna eldavélar frá kr. 3.380.00
3ja hellna eldavélar frá kr. 2.780.00
4ra hellna eldavélahellur frá kr. 1.395.00
Bökunarofnar frá kr. 2.395.00
Kjölur sf.,
Borgartúni 33, Reykjavík.
Sími: 21490, 21846.
Keflavík:
Víkurbraut 13, sími: 2121.