Morgunblaðið - 10.11.1981, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1981
Þjóðarhag íslendinga sýnd lít-
ilsvirðing í saltfisksölumálum
Alþingi láti
til sín taka
eftir Jóhönnu Tryggva-
dóttur Bjarnason
Sé mark þitt hátt
þa er alltaf ördug för
sé andi þinn styrktur
þá léttast þín kjör.
Sé markið hreint
sem hátt og djarft þú berd
snýr hindrun sér hver aftur,
sem mætir þér.
Jón Trausti.
Nú er ljóst að hið nýja hráefnis-
verð á slaegðum þorski hefur verið
hækkað um 5%. Sjómenn eru eðli-
lega óánægðir með þessa ákvörð-
un, á sama tíma og verðbólga er
40—50%. Ég hef áður bent á, og
bendi enn á hvernig stórauka má
hag sjómanna og annarra er við
útgerð starfa, ef önnur vinnubrögð
væru tekin upp hjá þeim er fara
með yfirstjórn þessara mála.
Hinn 2. maí 1980 samdi ég um
sölu á 7 þúsund tonnum af blaut-
verkuðum þorski til Portúgal, að
verðmæti 20 milljón dollara, sem
var margfalt betri samningur
heldur en Sölusamband ísl. fisk-
framleiðenda hafði gert árið 1980.
Engu að síður var þessi samn-
ingur eyðilagður af viðskiptaráðu-
neytinu, með því að leyfa SÍF und-
irboð. Því miður þýðir ekki að fást
um þetta lengur þar sem samn-
ingur inn var ónýttur, og sýnir það
best skilning viðskiptaráðherra,
sem hefur alræðisvald í útflutn-
ingsleyfum, á hag íslenzkra sjó-
manna, útgerðarmanna og fisk-
verkunarfólks.
Hins vegar hafa möguleikar á
samningum mínum við Grikkland
enn ekki verið eyðilagðir þótt at-
laga í þá átt hafi verið gerð af
viðskiptaráðherra undir þrýstingi
SÍF. I desember mánuði í fyrra
náði ég samningum við Grikki þar
sem til boða stóð að selja þeim
10—20 þús. tonn af blautverkuð-
um þorski, ef við stæðumst gæða-
mat þeirra. Ég sótti því um leyfi
til þess að fá að senda út 100 tonn
af tilraunasendingu en þeirri um-
sókn var hafnað af ráðuneytinu,
þar sem gefið var í skyn að verð
mitt væri lægra en verð SÍF. All-
an þann áburð hrakti ég en allt
kom fyrir ekki, leyfið hefur ekki
ennþá verið veitt, þrátt fyrir
ítrekaðar óskir mínar, 9 ráðherra í
ríkisstjórn og þingflokks Fram-
sóknarflokksins.
Viðskiptaráðherra, háttvirtur,
ber því þunga ábyrgð gagnvart
sjómönnum, útgerð og saltfisk-
verkunarfólki, og íslenzku þjóð-
inni allri, því viðskiptaráðuneytið
á að vera sá aðili í íslenzku stjórn-
kerfi sem gætir þess að afurðir
okkar fari aðeins fyrir bezta fá-
anlegt verð hverju sinni. Hann
fylgir ekki þeim drengskap að
gæta hagsmuna þeirra, sem
minna mega sín.
SÍF seldi árið 1980 23.643,3 tonn
fyrir kr. 20.315,488 eða cif verð
8,59 krónur fyrir kílóið komið til
Portúgal, samkvæmt Hagtíðind-
um. I júnílok hafði verið flutt út
19.719 þús. tonn upp í 20.000 tonna
samning gerðan í febrúarlok 1980.
Samningur minn var gerður 2.
maí 1980. Hljóðaði upp á 7.000
tonn fyrir 20 millj. dollara og er
afhendingartíminn frá ágúst til
desember 1980 og var mitt meðal-
verð 15,49 pr. kg. en meðalgengi
dollara á því tímabili var sam-
kvæmt hagdeild Seðlabanka Is-
lands 542,40 g.kr. eða 5,42 ný krón-
ur.
Hin hrikalegu tídindi
Nú berast þær fréttir að sjó-
menn fái ekki nema 5% hækkun á
hráefnisverði. Ég get því ekki ann-
að en risið upp og gert enn eina
tilraun til þess að hrinda þeirri
einokun sem ríkir í útflutnings-
málum sjávarafurða og hindrar að
sjómenn og útgerðarmenn fái þau
Iaun sem þeim standa til boða, ef
þetta gerræðisástand ríkti ekki
hér á landi.
Býð 50% hærra skiptaverð
Ég ítreka að samkvæmt samn-
ingum mínum er ég reiðubúin að
greiða 50% hærra skiptaverð til
sjómanna og skal ég færa rök
fyrir því.
SÍF hefur þegar á árinu flutt til
Grikklands, samkvæmt hag-
skýrslum 2558,3 tonn af blaut-
verkuðum þorski. Verðið fyrir
þetta er 31.681.000,00 sem gerir
meðalverð kr. 12,38 pr. kg. (cif), og
Viðskiptaráðherra,
háttvirtur, ber því þunga
ábyrgð gagnvart sjó-
mönnum, útgerð og salt-
fiskverkunarfólki, og ís-
lensku þjóðinni allri, því
viðskiptaráðuneyti á að
vera sá aðili í íslensku
stjórnkerfi sem gætir
þess að afurðir okkar fari
aðeins fyrir besta fáan-
legt verð hverju sinni.
Hann fylgir ekki þeim
drengskap að gæta hags-
muna þeirra, sem minna
mega sín“.
er þetta samkvæmt Hagtíðindum.
Mitt meðalverð er 2.300 dollarar
pr. tonn og þýðir að meðalverðið
er kr. 17,09 fyrir annan og þriðja
flokk, en 17,59 fyrir alla flokka
(þ.e. 33% , 1. fl. o.s.frv.). Mér er því
leikur einn að hækka skiptaverð
til sjómanna um 50% og eiga góð-
an afgang.
Þeir sem til þekkja vita að fyrir
Grikklandsmarkað þýðir ekki að
bjóða annað en vöru sem stenst
gríska gæðamatið, sem er strangt
og ég hef þegar staðist. Því getur
SIF ekki skákað í því skjólinu að
þeirra vara sé lélegri vara, og þess
vegna fái þeir lægra verð fyrir
hana. Sannanir eru fyrir því, að sú
vara frá SÍF sem ekki hefur stað-
ist gríska gæðamatið, hefur ekki
verið keypt á lægra verði, heldur
hreinlega verið skilað, en SÍF hef-
ur brugðið á það ráð að selja vör-
una í Portúgal.
Jóhanna Tryggvad. Bjarnason.
Núverandi verkunarkostnaður,
miðað við núgildandi fiskverð:
1. flokkur kr. 16,61 p. kg. cif.
2. flokkur kr. 15,81 p. kg. cif.
3. flokkur kr. 12.80 p. kg. cif.
Skiptaverð deilist þannig að yf-
irleitt fara 30% til sjómanna og
70% til útgerðar, á meðan þjóðin
er blekkt á því, að ekki sé hægt að
fá hærra verð fyrir afurðirnar.
Verð umboðssölu Jóhönnu
Tryggvadóttur Bjarnason:
1. flokkur kr. 22,31 p. kg.
2. flokkur kr. 19,82 p. kg.
3. flokkur kr. 14,36 p. kg.
Mest af því sem ég samdi um
sölu á til Grikklands var 2. og 3.
stærðarflokkur og meðalverð fyrir
37
þessa flokka er kr. 17,09. Mitt verð
miðast við 2.300 US dollara á
gengi 7,649 3. nóvember sl. geng-
isskr. 209. Mitt verð heim er 17,59
fyrir alla stærðarflokka, SÍF skil-
ar 12,38 kr. p. kg samkvæmt
skýrslu Hagstofu íslands, — fyrir
hvaða flokka?
Á einn maður að hindra
hag sjómanna og útgerðar?
Þau tíðindi gerðust að m.s. Máv-
ur fórst í Vopnafirði með 970 tonn
af Grikklandsfiski innanborðs.
Allir fjölmiðlar skýrðu frá því að
andvirði farmsins væri 20 millj.
nýkróna. Leyfilegt er að tryggja
vöruna 10% hærri en raunvirði, og
miðað við það reynist meðalverð
vera 18,75 kr. p. kg. Hvernig
stendur þá á því að þessi 2.558
tonn sem þegar eru farin út hafa
ekki skilað þjóðinni nema 12,38 kr.
p. kg? Hvernig stendur á því að
svo gífurlegur munur er á þvi
verði sem SÍF kveðst hingað til
hafa fengið fyrir Grikklands-
fiskinn, samkvæmt hagskýrslum
og því verði sem í ljós kemur, þeg-
ar skip með Grikklandsfisk
strandar í Vopnafirði? Varla eru
það umbúðirnar sem farnar eru að
mala SÍF gull, eða hvað?
Alþingi ræðir nú mikið og reyn-
ir að finna lausn á vanda sjávar-
útvegsins. Er ekki tími til að þeir
sem þar sitja geri rækilega úttekt
á útflutningsmálum okkar og
endurskoði hvort ekki sé tímabært
í lýðræðisþjóðfélagi að breyta því
fyrirkomulagi, að einn maður geti
hindrað hag sjómanna og útgerð-
armanna. Og væri ekki viðskipta-
ráðherra best geymdur í pontunni
á dekki fiskiskips og látinn standa
þar, þar til að hann skilur hvað
það er að vinna, þar til hann eins
og aðrir sjómenn hætta að finna
til þótt þeir blóðgi sjálfa sig í stað-
inn fyrir fiskinn.
Hafnarfirði 9. nóvember,
Pitmans-námskeiðin
í enskum bréfaskriftum og verslunarensku. Fjórir
nemendur komast aö 12. nóvember. Pitmans-skír-
teinin gilda hvarvetna á Vesturlöndum.
Einkaritaraskólinn,
(s. 1004 kl. 1—5 e.h.),
Brautholti 4.
GYLMIR * G&H 3