Morgunblaðið - 10.11.1981, Blaðsíða 21
—
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGTTR10. NÓVEMBER 1981
29
£etur leitt til
igri tíma litið
erri lífskjara
óæskilegar aflasveiflur. Nú hefur
reynsla undanfarinna ára leitt í
ljós, að þær ráðstafanir, sem gerð-
ar voru í kjölfar fiskveiðilaganna
frá 1973 og 1976, svo sem stækkun
möskva og lokun smáfiskssvæða,
hafa borið góðan ávöxt, m.a. í auk-
inni nýliðun. Spurningin er sú
hvort gera megi ráð fyrir varan-
legri aflaaukningum á þessum
grundvelli umfram 450 þús. lestir
af þorski, og þá hvað mikilli.
Skynsamra manna háttur er að
fara varlega í slíkum sökum.
Um ýsu og ufsastofnana má
segja, að gera megi ráð fyrir ein-
hverri aflaaukningu á næstu ár-
um, að óbreyttum eða lítt breytt-
um náttúrulegum skilyrðum.
Gilda þau skilyrði að sjálfsögðu
um alla fiskstofna.
Um karfastofnana gegnir hins-
vegar öðru máli. Sem fyrr segir
ber áætlun Fiskifélagsins með sér,
að karfaaflinn á þessu ári verði
um 90 þús. lestir. Til viðbótar má
áætla að karfaaflinn við A-Græn-
land verði um 40 þús. lestir og við
Færeyjar sennilega 6—8 þús. lest-
ir. Þetta gerir samtals nær 140
þús. lestir. Hinsvegar mælti Al-
þjóðahafrannsóknaráðið með því
að heildarkarfaafli á þessum haf-
svæðum færi ekki fram úr 85 þús.
lestum á þessu ári. Þegar þess er
einnig gætt, að undanfarin tvö ár
hefur heildarafli karfa á þessum
svæðum farið töluvert fram úr
því, sem Alþjóðahafrannsókna-
ráðið mælti með, má með rökum
segja, að á stofnana sé gengið og
afleiðingin verði minnkandi afli á
næstu árum.
I framhaldi af þessu má svo líta
á afkastagetu fiskiskipastólsins.
Ég hefi valið hér einfalt dæmi:
Stærð flotans og afla á árinu 1970
annars vegar og á árinu 1980
hinsvegar: 1970 1980
þ. lestir þ. lestir
Botnfiskafli: 473 650
Bátar 393 275
Togarar 80 380
Fjöldi báta 726 745
Rúmlestir alls 60 60
Rjöldi togara 22 86
Rúmlestir alls 16 42
Þegar inn í þetta dæmi er fellt
það sem segir að framan um
helztu botnfiskstofnana, fjölda
skrapdaga togara á þessu ári og
aðrar veiðitakmarkanir báta og
togara, aukning togaraflotans á
þessu ári, svo og vanda loðnuflot-
ans, sem finna þarf önnur verk-
efni a.m.k. í bráð, virðist augljóst,
að afköst fiskiskipa eru of mikil
borin saman við æskilegan há-
marksafla botnfiskstofnanna.
Þetta þýðir og í raun, ef haldið
verður áfram skynsamlegri og
varfærinni stjórnarstefnu varð-
andi nýtingu fiskstofnanna, að
hlutfallslega minni afli en áður
kemur í hlut hvers skips. Þetta
þýðir því líka, að fjölgun atvinnu-
tækifæra í fiskveiðum er ekki
fyrir hendi að svo stöddu.
Allt öðru máli gegnir um at-
vinnutækifæri í fiskiðnaði. Aukn-
ing botnfiskafla undangengin þrjú
ár, er hvorki meiri né minni en
rúmlega 50 af hundraði eða meira
en 200 þús. lestir. Er það raunar
undrunar- og aðdáunarvert,
hvernig tekizt hefur að vinna
þennan afla og finna markaði
fyrir þessa stórauknu framleiðslu.
Að vísu hefur það ekki gengið
hnökralaust. Oft hefur verið um
tímabundið offramboð að ræða
eftir stöðum og landshlutum. Skip
hafa orðið að sigla með aflann í
sumum tilfellum, þar sem mót-
tökuskilyrði voru ekki fyrir hendi
hér á landi. Vinnuaflsskortur er
víða, sem reynt er að ráða bót á
með erlendu vinnuafli. Hefur það
fólk yfirleitt reynzt vel. Engu að
síður sýnir þetta, að fiskiðnaður-
inn getur enn um sinn veitt fjölda
fólks atvinnu.
Eins og oft áður stöndum við
frammi fyrir miklum efnahags-
vanda, sem sumpart er af erlend-
um toga spunninn og varðar við-
skiptakjör, en með miklu leyti
samt af innlendum rótum runn-
inn, sem er hin verðtryggða verð-
bólga — víxlhækkanir kaupgjalds
og verðlags, sem eiga sér stað,
enda þótt flestir skynsamir menn
viðurkenni að þessar hækkanir
veiti enga möguleika sem slíkar til
bætta lífskjara. Vegna núverandi
erfiðleika í sjávarútvegi hafa
stjórnvöld séð sig tilknúin til að
grípa til þess að færa fjármuni
milli greina sjávarútvegsins, sem
þýðir í raun milli fyrirtækja og
jafnvel byggðarlaga. Nú er milli-
færslukerfi engin ný bóla hér á
landi. Hafa þær ýmsu leiðir sem
reyndar hafa verið í þessu efni yf-
irleitt gengið sér til húðar fyrr en
síðar en hafa þá venjulega skilið
eftir ýmislegt misræmi, sem átak
hefur þurft til að leiðrétta.
I þessu samhengi má e.t.v.
minnast á O grunnstefnuna
svonefndu, sem víða er vinsæl, en
sem ég tel vera á misskilningi
byggða. Þessi stefna skapar
hvorki velsæld fyrirtækja né er
hún sanngjörn í garð launþega til
lengri tíma litið. Hún getur ekki
mætt þörf fyrirtækja fyrir æski-
lega fjármagnsmyndun til endur-
. nýjunar véla og tækja og þar með
aukinnar framleiðni — og þar með
möguleikum þeirra til að greiða
hærra kaup. Ó grunnstefnan getur
því leitt til stöðnunar og til lengri
tíma litið samdráttar og verri
lífskjara.
Eins og raunar mörgum varð
Ijóst, er aðrar fiskveiðiþjóðir
fylgdu í kjölfar íslendinga með út-
færslu fiskveiðilögsögunnar í 200
mílur, hlutu miklar breytingar
einnig að gerast á framboði og eft-
irspurn fiskafurða. Breytingar á
framboði, þar sem strandríkin
mundu auka og í mörgum tilfell-
um hafa aukið eiginn afla veru-
lega á kostnað þjóða, sem um ára-
raðir höfðu sótt mið þeirra. Marg-
ar þessara þjóða hafa ekki í annað
hús að venda og hefur afli þeirra
dregizt saman, í sumum tilfellum
verulega.
Breytingar á eftirspurn að því
leyti að þessi tapríki þurftu nú að
flytja inn fiskafurðir, sem þær áð-
ur framleiddu sjálfar. Tvennt hef-
ur einkum gerzt í þessu efni. Auk-
izt hefur verulega framoð fisks á
beztu mörkuðunum í V-Evrópu,
Bandaríkjunum og Japan. í annan
stað hafa ýmis svonefnd tapríki
ekki gerzt innflytjendur fiskaf-
urða í þeim mæli, sem samdráttur
eigin afla annars gat gefið tilefni
til. Þetta hefur valdið a.m.k. tíma-
bundinni röskun á ýmsum góðum
markaðssvæðum, auk almennra
erfiðleika í sjávarútvegi margra
landa, sökum orkukreppu og meiri
hækkunar framleiðslukostnaðar
en afurðaverðs.
Nú er kunnugra en frá þurfi að
segja, að margar fiskveiðiþjóðir
hafa styrkt sjávarútveg sinn með
opinberum fjárframlögum. Þessi
styrkjastefna hefur tekið nokkr-
um breytingum á undangengnum
fáum árum. Auk beinna rekst-
ursstyrkja, má nú og greina mikla
styrki, sem hjálpa eiga fyrirtækj-
um aðlögun að breyttum aðstæð-
um. Hér er umað ræða úreld-
ingastyrki í þeim löndum, þar sem
fiskveiðar og vinnsla hafa dregizt
saman, sökum takmarkaðri að-
gangs að fiskimiðum — og mikla
styrki í löndum, sem sökum út-
færslu í 200 mílur, geta aukið eig-
in afla og vinnslu sjávarafurða.
Opinberir styrkir hafa lengi haft í
för með sér verulegan aðstöðumun
á fiskmörkuðum milli íslenzks
fiskiðnaðar og keppinautanna,
sem slíkra styrkja verða aðnjót-
andi.
í Noregi og mörgum öðrum
V-Evrópuríkjum er um verulega
opinbera styrki að ræða til sjávar-
útvegs þessara landa. Að tölu-
verðu leyti eru þeir skilgreindir
sem byggðaaðstoð. Á árinu 1980
námu opinberir styrkir í Noregi
1.400 milljónum norskra króna.
Það samsvarar meira en 25% út-
flutningsverðmætis sjávarafurða
það ár. Það samsvarar einnig að-
eins heldur lægri upphæð en nam
öllu verðmæti íslenzka sjávarafl-
ans það ár uppúr skipi. Að vísu er
nokkuð stór hluti þessarar upp-
hæðar úreldingastyrkir.
I Kanada, sem er nú orðinn einn
okkar helzti keppinautur, eru og
greiddir miklir styrkir til sjávar-
útvegsins, bæði frá sambands-
stjórninni en einkum af stjórn-
völdum hinna ýmsu fylkja sam-
bandsríkisins. Þetta eru að stórum
hluta uppbygginga- og framleiðni-
styrkir. Þá eru orkukostnaður þar
langtum lægri og er t.d. verð á
benzíni og olíum þar langtum
lægra en hér tíðkast eða í V-Evr-
ópu. Þar á móti er og fiskverð til
sjómanna og útvegsmanna mun
lægra en gerist hjá okkur-og í
V-Evrópu víða.
Samkvæmt lokaskýrslum um
fiskafla og verð við löndun á
A-strönd Kanada á árinu 1980, var
verð á þorski 33 Kan. cent pr. kg.
eða nýkr. 1,18, miðað við meðal-
gengi ársins (K. $= kr. 4.10). Á
fyrra helmingi þessa árs var með-
alverð á þorski pr. kg. samkvæmt
bráðabirgðaskýrslum reiknað á
meðalgengi dollarans kr. 1,95.
Nýjar fregnir herma, að ve'rð á
síld á A-strönd Kanada sé nú lið-
lega 70 aurar ísl. pr. kg. Ef litið er
á verð annarra fisktegunda verður
svipað uppi á teningnum.
Af framansögðu má augljóst
vera að mikill munur er á sam-
keppnismöguleikum okkar og
þeirra þjóða, þar sem svona er um
hnútana búið.
Hingað til höfum við haft í fullu
tré við þá, sökum mikillar fram-
leiðni og mikilla gæða okkar fisk-
afurða svo og vel skipulagðrar
sölustarfsemi. Nú róa keppinautar
okkar að því öllum árum að auka
framleiðni og bæta gæði. Við verð-
um með öllum tiltækjum ráðum
að halda því forskoti, sem við nú
höfum í framleiðni, gæðum og
sölustarfsemi. En ef við ekki eig-
um að verðleggja okkur útaf
mörkuðunum, eins og nú er að ger-
ast með síldarafurðir, verður að
leita allra ráða til að lækka
framleiðslukostnað við veiðar og
vinnslu.
Öll þau mál, sem ég hefi drepið
á verða til umræðu hér á þinginu.
Hér innandyra eru menn með víð-
tæka reynslu og þekkingu á fisk-
veiðum, vinnslu sjávarafurða og
markaðsmálum. Fiskiþing er því
sá vettvangur, sem bezt verður á
kosið í þessum efnum.
40. Fiskiþing er sett.
Fleiri W.C., vindþétta veggi og nýjan leikskóla eru meðal baráttumála
krakkanna í Grænuborg og virðast þeir hafa fengið nóg af dvölinni þar.
Börnin í Grænuborg hafa orðið vör
við rottur í húsnæðinu og hér stend-
ur lítil snót sem hefur fengið nóg af
rottuganginum.
verið í algjöru lágmarki. Segir
í niðurlagsorðum Helga Helga-
sonar heilbrigðisfulltrúa, sem
annaðist þessa úttekt, að allt
húsnæðið sé fremur illa farið,
gólfbitar farnir að gefa sig,
óþéttir gluggar, loft og veggir
illa farin og þrengsli mikil. Er
það dómur heilbrigðiseftirlits-
ins að illmögulegt sé að gera
fullnægjandi endurbætur á
húsnæðinu nema að til komi
veruleg fækkun vistbarna.
í samtali við Mbl. sagði
Einar Ásgeirsson, en hann er í
nefnd Foreldrafélags Grænu-
borgar ásamt Jórunni Frið-
jónsdóttur og Ágústu Hreins-
dóttur, að þau hafi farið til
heilbrigðismálaráðherra og
kynnt honum aðstæður en
hlotið dræmar undirtektir.
Vísaði ráðherra þeim á Fjár-
veitinganefnd og þangað héldu
þau og kynntu málið fyrir
nefndinni. Þar voru undirtekt-
ir einnig dræmar og gengu þau
síðan milli borgar og fjármála-
ráðuneytisins en ríkið fékk á
sínum tíma lóð Grænuborgar
við Geðdeildina en á móti fékk
borgin lóð undir nýtt húsnæði
Grænuborgar á Skólavörðu-
holti. Það átti að taka í notkun
1982 en með þeirri fjárveitingu
sem nú er á fjárlagafrumvarp-
inu til Grænuborgar er ekki
hægt að taka húsið í notkun
fyrr en ári síðar eða 1983.
„Það er mikil ólga í okkur
foreldrum út af þessum niður-
skurði á fjárlögum til Grænu-
borgar,“ sagði Einar Ásgeirs-
son. Sagði hann að ef ekki
dygðu þessi mótmæli til þá
yrði að grípa til harkalegri að-
gerða. Eitt ráðið sagði hann
væri t.d. að taka börnin af
Grænuborg, sem eru 76, næsta
vor og setja þau inn á dagvist-
unarbiðlista borgarinnar.
Sagði Einar að börnin hafi oft
orðið vör við rottur í húsnæð-
inu auk þess sem hann sagði að
það væri ekki besti staðurinn
fyrir barnaheimili að hafa það
við hliðina á geðdeild.