Morgunblaðið - 10.11.1981, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.11.1981, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1981 11 Hringur Jóhannesson með japönsku hókina, sem fjallar um þjóðsöguna um Búkollu en bókin kom einnig út á íslensku, útgefin af Mál og menningu. Ljósm. Kmílía. Myndskreytti Bú- kolluævintýrid - fyrir japanskan bókamarkað HRINGUR Jóhannesson, listmálari, opnaði 2. nóvember, sýningu í and- dyri Norræna hússins á frummynd- um að myndskreytingu við ævintýri Kúkollu. Sama dag kom ný útgáfa þessa vinsæla ævintýris út á vegum Máls og menningar og í þeirri bók eru myndirnar prentaðar. Bók þessi var upphaflega unn- in aö frumkvæði japansks út- gáfufyrirtaekis, Holp Shuppan. Forstjóri þessa fyrirtækis var á ferð hér á síðastliðnu ári og gerði þá samning við Hring Jó- hannesson um þetta verk. Að sögn forráðamanna Máls og menningar var samstarfið við hina japönsku útgefendur ein- staklega ánægjulegt og að sögn þeirra er verið að athuga ýmsa aðra möguleika á útgáfu bóka í Japan með íslensku efni og myndskreytingum eftir íslenska listamenn. Búkolluævintýrið er gefið út í bókaflokki þjóðsagna frá öllum heimshornum. Sérstök alþjóðleg ráðgjafanefnd tilnefnir eina þjóðsögu eða ævintýri frá hverju landi og síðan er myndlistar- manni frá viðkomandi landi fal- in myndskreytingin. Þess má geta að um svipað leyti og Bú- kolla kom út voru gefnar út jafn- hliða í þessum flokki þjóðsögur frá Brasilíu, Mexikó, Indlandi og Malí. Þar eð þessi útgáfa þótti tíð- indum sæta í Japan, þá var einn Islendingur, sem staddur er í Japan, Ragnar Baldursson, feng- inn til að lesa söguna í sjónvarpi þar í landi. Sýning Hrings Jóhannessonar verður opin næstu viku á opnun- artíma Norræna hússins. Að- gangur er ókeypis og öllum heimill. Iðnþingi lokið: Óhófleg skattheimta meginorsök svartr- ar atvinnustarfsemi „UÓST er af frumvarpi til fjárlaga 1982 að ekki er ætlunin að veita fé til iðnrþóunaraðgerða, sem komi að fullu í stað aðlögunargjaldsins. Iðnþing leggur því áherslu á að haldið verði áfram álagningu ígildis aðlögunar gjalds, og þannig tryggt, að ekki verði kippt grundvellinum undan iðnþróun- araðgerðum í íslensku atvinnulífi", segir m.a. í samþykkt iðnþings er lauk í gær. Alþýðubrauð- gerðinni synjað um byggingarleyfi á Laugaveginum Á l’UNDI Byggingarnefndar borgar innar 29. okt. sl., var tekin fyrir um- sókn Alþýðubrauðgerðarinnar hf. um að fá að byggja verslunar og skrif- stofuhús á lóðinni nr. 61 við Laugaveg. Á teikningu er gerð grein fyrir 26 bílastæðum. Var leyfinu synjað þar sem hönnuður hússins hefur nú fall- ið frá því að draga inn 1. hæð húss- ins þrátt fyrir óskir nefndarinnar. Segir í fundargerð að grunnmyndin orki tvímælis og vegna þess ásamt hinu telur nefndin ekki annað fært en að synja umsókninni. Þeir málaflokkar, sem rætt var um í gær voru auk aðlögunargjalds- ins verðtrygging, útflutnins- og markaðsmál, menntunarmál og svört atvinnustarfsemi. Segir í sam- þykkt iðnþings að heimila þurfi fyrirtækjum að mynda útflutnings- varasjóð með þeim hætti að draga frá hagnaði fyrir skatta allt að 10% af andvirði útfluttra iðnaðarvara á árinu. Þá er talið brýnt að sendiráð íslands auki þjónustu sína við út- flutningsaðila. Þá var rætt um svarta atvinnustarfsemi, þar sem fjármunum er velt án þess að staðið sé í- skilum á opinberum gjöldum. „Stjórnvöld þurfa að gera sér fulla grein fyrir því, að óhófleg, ósann- gjörn og órökræn skattheimta á al- menning og flestan atvinnurekstur þessa lands er ein meginorsök þess, að svört atvinnustarfsemi þrífst. Koma þarf á samstarfi ríkisvalds og samtaka fyrirtækja, sem rísa undir því nafni til að uppræta svarta at- vinnustarfsemi, enda eiga þessir að- ilar sameiginlegra hagsmuna að gæta í þessu efni“, segir m.a. í sam- þykkt iðnþings. Sem fyrr segir lauk iðnþinginu í gær og voru endurkjörnir þeir Sig- urður Kristinsson forseti þess og Sveinn Sæmundsson varaforseti þess. „Hús málarans“ - eftir Jóhannes Helga í nýrri útgáfii „Hús málarans, Jón Kngilherts öðru sinni," eftir Jóhannes Helga, er aukin endurútgáfa á „Húsi málarans", sem út kom fyrir réttum tuttugu árum. Bókin hefur síðan verið mönnum svo föst í hendi, að til hreinna undantekninga heyrir að hún sé föl í fornbókaverslun- um. „Það er trú forlagsins að endurút- gáfan höfði til þeirrar kynslóðar sem vaxið hefur úr grasi síðan frumút- gáfan birtist," segir í frétta- tilkynningu frá útgefanda. „Jón Engilberts sameinaði í per- sónu sinni með einstæðum hætti víðfeðm sjónarhorn veraldarvans manns og stórskornustu drætti þess sérkennilega fyrirbæris sem heitir: íslendingar. Blóðmikið myndmál hans, munúðarfullt og lífsþyrst, hrikalega barnslegt og grimmilega raunsætt, allt í senn, litar allan texta bókarinnar fá fyrstu blaðsíðu til þeirrar síðustu." Forlagið hefur kappkostað að gera endurútgáfuna sem veglegasta úr garði að því er ytri búning varðar, og er bókin verulega aukin að myndum. „Allar ljósmyndir sem máli skipa úr lífi málarans frá bernsku til dauða- dags, er að finna milli bókarspjald- anna,“ segir í tilkynningunni „og í bókarauka eru kveðjuorð Ragnars Jónssonar í Smára og Jóhannesar Helgadaginn sem málarinn var jarð- sunginn fyrir tæpum tíu árum, langt um aldur fram.“ Ragnar Jónsson kemst m.a. svo að orði um málarann: „Jón Engilberts var stórbrotinn listamaður, höfuðsnillingur, töfra- maður. Að auki Bergsættarhöfðingi. Og hann átti í brjóstinu alla ást mik- ils fólks.“ „Hús málarans, Jón Engilberts öðru sinni“, er fyrsta bók nýrrar út- gáfu, Arnartaks. Jón Engilberts „Forlagið hyggst ekki liggja með bækur á lager, og því er upplaginu mjög í hóf stilt og óhagganlegt, þannig að þegar það þrýtur verður bókin ófáanleg um alla framtíð," seg- ir ennfremur. Bókin er 192 blaðsiður, og sjálfs- mynd listamannsins í fimm litum er varðveitt í bandi bókarinnar. Bókin er öll unnin i Prentsmiðjunni Odda. GOODWYEAR GEFUR 0'RETTA GRIPIÐ Goodyear snjóhjólbarðar eru hannaðir til þess að gefa hámarks grip og rásfestu í snjóþyngslum og hálku vetrarins Þú ert öruggur á Goodyear FULLKOMIN HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA Tölvustýrð jafnvægisstilling

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.