Morgunblaðið - 10.11.1981, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.11.1981, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1981 41 PETER SELLERS + Nýlega kom út í Englandi bókin, „P.S. I Love You“. I henni eru ýmsar minningar barna um fööur sinn. Faöirinn er enginn annar en Peter Sellers leikarinn kunni, sem lést á síðasta ári. Börnin segja í þessari bók aö faðir þeirra hafi sjaldan mátt vera aö því að sinna þeim: „Hann var ekki góður faöir. Til þess lifði of mikiö í starfi stnu, í sjálfum sér og í konum sínum. Hann gleymdi okkur jafnvel, þessi fáu skipti sem til stóð að við heimsæktum hann, fór þá eitthvaö út að skemmta sér og við máttum hírast ein í húsi hans.“ Þetta segir sonurinn Michael. Yngsta barnið, Victoria, hafði mest samskipti við fööur sinn. Móöir hennar er Britt Ekland. „Ég var eins og fótbolti milli pabba og mömmu, eftir að þau skildu“, segir Victoria, en þau rifust um umráðaréttinn yfir barninu. Sellers hélt því ákveðið fram að Britt væri ekki fær um að ala upp barn, þar sem hún væri alltaf útá lífinu. Breska blaöið Sun baö sálfræðing einn, Robert Sharpe, aö sálgreina Peter Sellers, eft- ir því sem kæmi fram í þessum minningum barna um föður. Sálfræöingurinn sagöi: „Allt þaö sem þessi maður gerði, snerist um hann sjálfan. Hann var aldrei fær um aö hugsa um aöra, taka tillit til tilfinninga annarra, og hann gat aldrei sett sig í spor annarra. Konurnar í !ífi hans voru allar tw ixSií'. HOWARD tákn. Falleg tákn. Hann kærði sig ekki um eðlilegt fólk í návist sinni. Trevor Howard hefur þaö ekkert á prjónunum aö hætta að drekka. Hann er nú oröinn 65 ára og er maöur léttlyndur. - Ég verö oft forviða, þegar ég vakna eftir fjöruga nótt, sagði hann nýlega og hló framan í blaðamenn; Stundum vakna ég í útlöndum, en ég hef vanið mig á að hringja alltaf sem fyrst í konuna og láta hana vita. Það er góður siöur... fclk í fréttum + Þrír menn gerðust sekir um svívirðilegan glæp í Kuwait; rændu, nauðguðu og myrtu tvær litlar telpur, Hanan sex ára og Shaheen sjö ára. Þeir voru dæmdir til hengingar. Myndin var tekin eftir klukkustundar fjölmenna athöfn í Kuwait... + Larry Hagmann sá sem leikur JR í sjónvarpsþáttun- um „Dallas“ er mjög geöslegur maöur í sínu einkalífi og allur annar maður en JR. Hér sjáum við mynd af honum með konu sinni, Maj. - Hún er það besta sem hefur rekið á fjörur mínar, segir hann... NIVEN + David Niven sagði nýlega aö hann vildi leika í 100 kvikmyndum áöur en hann hverfur yfir móð- una miklu. Niven er kominn um sjötugt, og hefur þegar leikið í 90 myndum, svo hann ætti aö hafa þaö... ALI 0G KOJAK + Þessa kappa þekkja nú flestir. Muhamed Ali, heimsins besti hnefaleikakappi, og Terry Savalas — betur þekktur sem Kojak, leyni- lögga. Þeir eru góöir félagar eins og sést af þessari mynd... Hooked on Classics Nú getur þú eignast nokkur af helztu verkum klassísku tónbók- menntanna í syrpuútsetningu. Nýja K-Tel-platan meö tónlistar- fiutningi Royal Philharmonic Orchestra undir stjórn Louis Clark inniheldur tónlist, sem þú þekkir mæta vel, en hefur ef til vill aldrei látiö þér detta í hug aö setja á fóninn heima. Þetta er plata fyrir tónlistarsælkera og einnig fyrir þá, sem kaupa sér aðeins eina plötu á ári. Heildsöludreifing fUiðð/ hf Símar 85742 og 85055. HLJÖMO^ILO mfrKARNABÆR Laogavegi 66-Glæs.b|s- Austurstrat. 22 Simi fré skiptiborði 85055

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.