Morgunblaðið - 10.11.1981, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1981
Alvarlegt ef ríkið
lætur prenta erlendis
- segir í frétt frá Félagi bókagerðarmanna
KKLAG bókagerðarmanna hefur sent
frá sér fréttatilkynningu þar sem því
er mótmælt, að lelagið hafi ckki lagt
kröfugerð sína fram fyrr en 2. nóv-
ember. Segir í fréttinni, að það hafi
verið gert með bréfi dagsettu 28.
október.
í fréttatilkynningunni er einnig
fjallað um þá þróun að prentverk
sé að flytjast úr landinu. Í fréttinni
segir orðrétt:
„Því hefur verið haldið fram að
AI) IMATI Vinnuvcitendasam-
bands Islands nema kröfur Fé-
lags bókagerðarmanna um dS%
hækkun í heild.
prentverk sé að færast úr landinu í
vaxandi mæli og það jafnframt
gefið í skyn, að bókagerðarmenn
séu ábyrgir fyrir því. - Vissulega
er það t hæsta máta óheppilegt að
prentverk sé flutt úr landinu, en á
það skal þó bent, að það hefur ekki
aukist svo mjög, eins og látið er í
skína. Auk þess má benda á, að
allnokkuð er prentað af erlendum
prentgripum hér. í þessu sambandi
skal jafnframt bent á að orsakir
í 65% og væri það vægt reikn-
að.
þess að íslenskir prentgripir eru
unnir erlendis eru margar, en
stærst vegur þó hið frjálsa mark-
aðskerfi sem atvinnurekendavaldið
í landinu rómar svo mjög. Alvar-
legast er þó að ríkið skuli láta
prenta fyrir sig erlendis og um leið
hafa af sjálfu sér stórfé bæði beint
og óbeint, augljóst er að einhver
matar krókinn.
Þá er það með ólíkindum, ef satt
reynist, að íslensk iðnfyrirtæki,
sem ausið hafa fé í að segja landan-
um að nota innlendar vörur, skuli
láta prenta fyrir sig erlendis á
vægast sagt vafasömum reiknis-
legum forsendum. Er ekki í þessum
tilvikum verið að fiska eftir er-
lendu umboðslaununum skattfríu?
Athyglisvert er jafnframt, að
það prentverk sem farið hefur er-
lendis hefur að stærstum hluta far-
ið til landa þar sem laun og launa-
kjör eru mun hærri en hér og óró-
leiki á vinnumarkaði er miklu tíð-
ari en hjá okkur."
Kröfur bókagerðar-
manna um 65% í heild
sinni að mati VSÍ
Unnið að bókhandi.
Utflutningur prentverka gæti haft
veruleg áhrif á okkar starfsgrein
- segir Magnús E. Sigurðsson hjá Félagi bókagerðarmanna
Morgunblaðið fékk þessar
upplýsingar hjá Þórarni Þór-
arinssyni, hagfræðingi VSÍ, og
sagði hann þetta vera lauslegt,
en varlegt mat á kröfunum.
Að hans sögn eru aðeins kröf-
ur Sambands byggingamanna
hærri.
Þórarinn sagði að þeir
reiknuðu meðaltalshækkun
grunnlauna á tæp 25%, stytt-
ingu vinnutíma miðað við
sömu vinnuviku á tæp 28%,
kröfur um orlof og tengda liði
á 4—5%. Síðan kröfur vegna
breytinga á samningum, við
samruna þriggja félaga í eitt,
á nokkur prósentustig þannig
að í heildina væri krafan hátt
„VIÐ OG Kélag íslenska prentiðnað-
arins höfum rætt þessi mál töluvert
og leiðir til að sporna við fótum í
þessari þróun. Ilins vegar er ákaf-
lega óhægt um vik,“ sagði Magnús
E. Sigurðsson, formaður Félags
bókagerðarmanna, í samtali við
\1bl., er hann var inntur eftir þeirri
þróun að prentverk væri að flytjast í
auknum mæli út fyrir landsteinana.
Sagði Magnús það vera stað-
reynd að í Danmörku og á ýmsum
Norðurlöndum greiddi ríkið niður
prentunarkostnað og styddi við
bakið á prentiðnaðinum þannig að
þau væru samkeppnisfærari held-
ur en fyrirtæki á Islandi.
Sagði Magnús að „háværar
sögusagnir væru um það að ýmis
iðnaðarfyrirtæki íslensk væru að
fara út með sitt prentverk, fyrir-
tæki sem hafa staðið í því árum
saman að predika fyrir Islending-
um að þeir keyptu íslenskt. „Og
þetta stingur nokkuð í augun þeg-
ar slík fyrirtæki fara út með sitt
prentverk," sagði Magnús. Hanr.
sagði að ekkert lægi á borðinu með
hvernig þeir hjá Félagi bókagerð-
armanna ætluðu að svara þessari
þróun.
Ekki vissi Magnús hve víð-
tækur þessi „útfkrtningur" væri
orðinn en sagði það alvarlegt þeg-
ar stór verkefni færu út því það
gæti haft veruieg áhrif á þeirra
starfsgrein.
ViA látum efnisgæðiog vinnuvönduxt
shja í lyrímMnú!
Húseiningar h/f á Siglufírði er ekki venjulegt
trésmiðaverkstæði, heldur fullkomin verk-
smiðja, sem framleiðir staðlaðar húseiningar,
sem geta stytt byggingartímann verulega.
Siglufjarðarhúsin hafa verið reist við mjög
mismunandi aðstæður um allt land.
Sérstök framleiðslutækni
Bygging einingahúss sparar ekkert í efnis-
kostnaði. Þvert á móti. Húseiningar h/f
leggja ríka áherslu á sérlega vandað efni,
trausta samsetningarhluta og góðan frágang.
Sparnaðurínn felst í notkun nýtisku fram-
leiðslutækni, sem lækkar byggingarkostnað-
inn á öllum stigum byggingarinnar.
Ræðum saman.
Bygging einbýlishúss frá Húseiningum h/f
er ekki bundin víð fáeinar staðlaðar teikning-
ar. Þess vegna er best að bera saman teikning-
ar okkar og hugmyndir ykkar - og ræða svo
saman um óteljandi möguleika, sem koma til
greina, - án nokkurra skuldbindinga. Sölu-
skrifstofa okkar er í Skipholti 19, Reykjavík,
sími: 1 59 45
Ókeypis kynningarbók
Hringið - og við sendum ykkur ókeypis
teikningabók með rúmlega 30 spennandi ein-
býlishúsateikningum, m.a. teikningum af
nýju tvílyftu húsunum, sem vakið hafa svo
mikla athygli.
HÚSEININGAR HF
- Nýtt hús á nokkrum dögum