Morgunblaðið - 10.11.1981, Blaðsíða 44
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1981
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1981
25
„Ég hef áhuga á því að taka
að mér knattspyrnuþjálfun“
- segir Jóhannes Eðvaldsson
• Karl Heinz Rummenigge, knattspyrnumaður Evrópu, skoraði tvö mörk fyrir lið sitt, Bayern Miinchen um helgina. Lið Bayern hefur sjö sinnum sigrað í þýsku
deildakeppninni. Fimm sinnum sigrað í bikarkeppni VesturÞýskalands og fjórum sinnum sigrað í Evrópukeppni meistaraliða. Þá sigraði liðið í keppninni um
heimsbikarinn árið 1976.
Ásgeir lagöi upp f jórða markið
í 4-0 sigri Bayern gegn MSV Duisburg
EINS og kunnugt er, hefur Jóhann
es Eðvaldsson leikið sem atvinnu-
knattspyrnumaður síðastliðin tvö ár
með bandaríska knattspyrnuliðinu
Tulsa Koughnerks. Nú er samningur
Jóhannesar við liðið runninn út og
segja má að hann standi á tímamól-
um, hvað knattspyrnu varðar. Að
sögn Jóhannesar er hann með tilboð
frá vestur-þýska liðinu Hannover 96.
Sama liði og gerði Sævari Jónssyni
tilboð. Jafnframt hefur lið Tuisa
áhuga á að endurnýja samninginn
við Jóhannes. Síðastliðna viku
dvaldi Jóhannes í Vestur-Þýskalandi
og æfði þá um tíma með Hannover
og kynnti sér aðstæður. Síðan heim-
sótti hann Atla bróður sinn og dvaldi
hjá honum í nokkra daga. A leiðinni
vestur um haf kom hann til íslands
og heilsaði upp á foreldra sína og
vini og þá tókst Mbl. að spjalla lítil-
lega við hann og spurði hann hvað
væri framundan hjá honum.
— Eg þarf að athuga mín mál
mjög vel núna. Ég stend á vissum
tímamótum. Samningur minn við
Tulsa er runninn út. Ég hef mik-
inn áhuga á því að breyta til. Ég
er með tilboð frá Hannover 96 og
gæti vel hugsað mér að taka því.
En fyrst verð ég að ræða málin við
konu mína svo og forráðamenn
Tulsa. Þeir hafa líka mikinn
áhuga á því að endurnýja samn-
inginn við mig.
Það er hins vegar ekkert laun-
ungarmál að mig langar aftur til
Evrópu. Ég sakna þess að leika
ekki ávallt á laugardögum,
stemmningin er svo allt önnur í
kring um knattspyrnuna í Evrópu
en í Ameríku. Mig er farið að
langa í að komast aftur í alvöru-
knattspyrnu. Þá er það mikill
ókostur við knattspyrnuna í Am-
eríku hversu oft maður er lengi í
burtu frá fjölskyldu sinni. Mikið
er um löng og ströng ferðalög.
Vegalengdirnar á milli keppnis-
staða eru óskaplegar. Það er
þreytandi til lengdar.
— Eg er ekki orðinn leiður á
knatTspyrnu, síður en svo. Ef svo
væri myndi ég leggja skóna á hill-
una. Sennilega verð ég í þessu í 3
til 4 ár til viðbótar. Ég hef sloppið
alveg við meiðsli í knattspyrnunni
í Ameríku. Og það má vera að ég
haldi áfram að leika þar, fái ég
mjög freistandi tilboð. Það eru
W
• Jóhannes Kðvaldsson.
máske ekki eins miklir peningar í
knattspyrnunni þar og í Evrópu
en hlunnindi eru mikil og lífsaf-
koman einstaklega góð.
Ég hef leikið alla leiki með
Tulsa, bæði úti og inni, síðastliðin
tvö ár, aldrei misst úr leik. Áhorf-
endur á heimaleikjum okkar, þeg-
ar við leikum úti eru um 20 þús-
und. En að meðaltali sex þúsund á
inniknattspyrnunni. Innanhúss-
knattspyrnan er mjög vinsæl.
Jóhannes, hvernig er að leika á
gervigrasinu?
— Það kemst upp í vana. Tví-
mælalaust myndi ég telja að það
ætti að fá gervigras til íslands.
Það yrði betra en að leika á mal-
arvöllunum. Það þyrfti að koma
upp gervigrasvelli hér á landi með
stórum og skjólgóðum veggjum í
kring. Það er þetta mikla rok sem
gerir knattspyrnumönnum svo oft
erfitt fyrir hér á landi.
Ertu enn í framfór sem knatt-
spyrnumaður?
— Ég spila knattspyrnuna öðru
vísi í dag. Hugsa meira. Nú hefur
maður meiri tilfinningu fyrir góð-
um staðsetningum. Reynslan er
orðin mikil og hún er jú alltaf stór
þáttur í öllum leikjum. Maður er
alltaf að læra meira og meira í
þessu. Það er óendanlega hægt að
bæta við sig.
Hvar ætlar þú að setjast að þegar
þú hættir að leika knattspyrnu?
— Minn draumur er að opna
bjórstofu í Skotlandi. Koma svo
heim til Islands á sumrin og þjálfa
knattspyrnu.
Ég hef mikinn áhuga á því að
koma heim til íslands og þjálfa,
jafnvel leika með sama liði. Ég
fékk til dæmis ágætis tilboð frá 2.
deildar liði í Noregi um daginn um
að þjálfa og leika með því. Ég er
lærður íþróttakennari og hef mik-
inn áhuga á þjálfun.
Það hræðir mann mikið þegar
maður er búinn að vera lengi er-
lendis að koma heim og setjast að.
Dýrtíðin hér er svo ofsaleg. Það
getur varla verið nokkuð vit í því
að fjárfesta á íslandi. En hvað
framtíðin ber í skauti verður bara
að koma í ljós.
Jóhannes hélt í gærdag til
Bandaríkjanna og ræðir nú við
forráðamenn Tulsa. En næstu
daga mun skýrast hvort hann leik-
ur áfram í Bandaríkjunum, fer til
Hannover 96 eða tekur að sér
þjálfun og leikur með einhverju
liði. Annað hvort hér á landi eða í
einhverju öðru landi.
— ÞR.
„Ég er eftir atvikum ánægður með
minn þátt í leiknum, það tók að vísu
svolítinn tíma að finna sig, en ég tel
mig hafa sloppið ágætlega frá þessu,
sérstaklega í síðari hálHeik. Þó tel
ég af-og frá að ég hafi á nokkurn
hátt tryggt mig í byrjunarliðið, þjálf-
arinn Csernai er hræddur við að
nota aðra leikmenn heldur en þá
sem hann gerði að meisturum í
fyrra. Ég lék með nú vegna þess að
Udo Horsmann á við meiðsl að
stríða, en þau eru ekki alvarlegri en
svo, að hann verður orðinn heill þeg-
ar næsti leikur fer fram og ég á ekki
von á öðru en hann taki stöðu sína á
ný og ég fari rétt einu sinni á bekk-
inn,“ sagði Ásgeir Sigurvinsson í
samtali við fréttamann Morgun-
blaðsins um helgina, en Bayern
Munchen hafði þá nýlega sigrað Du-
isburg 4—0 á heimavelli í þýsku
deildakeppninni. Áður en lengra er
haldið, skulum við líta á úrslit leikja:
Darmstadt 98. — E. Frankf. 1—4
Bayern Múnchen — Duisburg 4—0
Arm. Bielefeldt — Stuttgart 1—0
Braunschweig — Kaisersl. 2—1
Karlsruhe — Dortmund 0—2
Dússeldorf — Núrnberg 1—1
Werder Bremen — FC Köln 1—1
Bayer Leverk. — Hamb. SV 0—3
Bochum — Gladbach 1—1
Leikur Bayern og Duisburg
þótti sæmilegur, en mörkin fjögur
í hæsta gæðaflokki. Ásgeir Sigur-
vinsson lék vinstra meginn á vall-
armiðjunni, tók hann stöðu
Bernds Durnberger, sem færði sig
aftur í vörnina í fjarveru Udo
Horsmann. Bayern sótti strax
linnulítið, en fyrst um sinn stóð
vörn Duisburg föst fyrir. Höeness
og Rumenigge fóru báðir illa með
góð færi á fyrsta stundarfjórð-
ungnum og síðan fékk Duisburg
eitt dauðafæri áður en að Bayern
braut ísinn með fyrsta markinu.
Fruck komst þá á auðan sjó, en
Junghans varði skot hans frábær-
lega. En fyrsta markið kom á 39.
mínútu, Paul Breitner sendi þá
háa sendingu til Rumenigge, sem
tók knöttinn skemmtilega niður
og skoraði með föstu skoti. Fjór-
um mínútum síðar skoraði Dieter
Höness glæsilega með skalla eftir
fyrirgjöf frá Augenthaler, 2—0 í
hálfleik.
Ekki minnkuðu yfirburðir Bay-
ern í síðari hálfleik og á 55. mín-
útu bætti Rumenigge þriðja mark-
inu við með skoti af stuttu færi
eftir mjög fallegan undirbúning.
En glæsilegasta markið af þeim
öllum og eitthvert rosalegasta
mark sem sést hefur á Olympíu-
leikvanginum og þótt víðar væri
leitað skoraði Dieter Höness á 64.
mínútu. Ásgeir kom þar verulega
við sögu, átti sendinguna frá
vinstri kantinum sem Höness tók
og skoraði . Þegar knötturinn
barst fyrir frá Ásgeiri skallaði
Höness fast að markinu. Knöttur-
inn skall í stöng og þeyttist aftur
út, en Höness náði með einhverj-
um hætti að teygja sig í knöttinn
þar sem hann var jafnvægislítill
og árangurinn var stórglæsilegt
mark, þrumuskotið þaut í stöng-
ina, þaðan yfir í hina stöngina og
loks í netið! „Við höfuð unnið tvo
afgerandi sigra í röð eftir að hafa
tapað nokkrum sinnum illa. Ég
trúi því að við séum að ná okkur á
strik á nýjan leik, en tíminn verð-
ur þó að skera úr hvort það sé
raunin," sagði Ásgeir að lokum.
Lélegt í Diisseidorf
Flestir leikjanna í þýsku deild-
arkeppninni um helgina þóttu
óvenjulega góðir, en viðureign
Dússeldorf og Núrnberg var ekki í
þeim hópi. Amand Theiss skoraði
fyrir Dússeldorf á 46. mínútu,
spyrnti knettinum í gegn um
þvögu leikmanna á markteig
Núrnberg þannig að markvörður-
inn sá lítið til. Austurríkismaður-
inn Hintermayer jafnaði á 86.
mínútu með góðu skoti eftir fyrir-
gjöf frá Lieberwirth. Lið Dússel-
dorf lék illa sem heild að þessu
sinni, aðeins Thomas Allofs gat
talist góður. Atli var hvorki góður
eða slæmur, en svona sæmilegur.
Er ljóst, að hann gegnir mun
stærra hlutverki hjá Dusseldorf
heldur en hjá Dortmund. Áhorf-
endur voru 11.500.
Sýnikennsla HSV
Hamburger SV lék þennan leik
hreint frábærlega, var hreinlega
með sýnikennslu. Lið Leverkusen
lék alls ekki illa, en hafði ekkert í
HSV að segja, sem sýndi geysilegt
öryggi, hraða og tækni. Hrubesch,
Bastrup, Beckenbauer og Magath
léku alveg sérstaklega vel og virð-
ist HSV vera sterkasta liðið um
þessar mundir. William Hartwig
skoraði fyrsta markið strax á 5.
mínútu eftir fyrirgjöf frá We-
hemayer og Horst Hrubesch bætti
öðru marki við á 38. mínútu, skall-
aði í netið eftir fyrirgjöf frá Lars
Bastrup. Hartwig skoraði annað
mark sitt og þriðja mark HSV á
80. mínútu með góðu skoti af 14
metra færi. Áhorfendur voru
15.000.
Tveir góðir
Einhver besti leikur vetrarins var
í Bremen, þar sem heimaliðið fékk
Köln í heimsókn. Áhorfendur á
Weser Stadion voru 38.000 talsins,
met í Bremen og heimaliöið þykir
eitthvert skemmtilegasta lið sem
fram hefur komið í Vestur-Þýska-
landi í manna minnum, leikmenn
liðsins upp til hópa „tekniskir"
fram úr hófi og liðið þykir leika
hugmyndaríkari sóknarleik held-
ur en nokkuð annað lið í þýsku
úrvalsdeildinni. Sóknarknatt-
spyrnan var þarna í algleymingi
þrátt fyrir að mörkin yrðu aðeins
tvö, markverðirnir og marksúl-
urnar sáu fyrir því. En Ziegman
náði forystunni fyrir Bremen á 19.
mínútu, skallaði í netið eftir auka-
spyrnu frá Bracht. Köln náði ekki
að jafna fyrr en á 88. mínútu, en
þá skoraði Klaus Fischer eftir að
Rene Botteron hafði vaðið upp all-
an völlinn og sent síðan á Fischer
sem skoraði.
Viðureign Bochum og Gladbach
þót.ti einnig framúrskarandi
skemmtileg, en einnig þar urðu
mörkin færri heldur en efni stóðu
til. Fyrrum Bochum-leikmaðurinn
Kurt Pinkall skoraði fyrir Glad-
bach í fyrri hálfleik eftir undir-
búning Mills, en Schreier jafnaði á
77. mínútu. Áhorfendur voru
32.000 og þeirra á meðal Jupp
Derwall, landsliðseinvaldur þeirra
Þjóðverja, en hann var að fylgjast
með varnarmanni Bochum að
nafni Bast. Og Bast notaði tæki-
færið og átti stórleik.
Opið bréf frá Keflavík:
Énn eru dómaramálin í ólestri
LAUGAKDAGINN 17. október sl.
áttu að fara fram handknattleikir
á milli ÍBK og Reynis í Sandgerði í
3. deild karla og ÍBK—UBK í 2.
deild kvenna. Áhorfendur voru 250
talsins og hafa ekki verið fleiri i
annan tíma á handboltaleikjum t
Keflavík. Dómararnir í þessum
leikjum, þeir Alf Pedersen og Er-
lingur Kristensen, sáu hins vegar
ekki ástæðu til að mada í þessa
leiki. Eftir mikla eftirgrennslan og
leit að þeim félögum (m.a. var at-
hugað á Keykjanesbrautinni vegna
hugsanlegrar bilunar á bfi), fund-
ust þeir I fþróttahúsinu í Hafnar-
firði, þar sem þeir fylgdust með
leik í 1. deild karla og tjáðu þeir
talsmanni ÍBK að þeir ætluðu sér
ekki að mæta í Keflavík, til að
dæma umrædda leiki. 45 mínútum
eftir auglýstan tíma neyddust
ÍBK-menn til að tilkynna fjölmörg-
um þolinmóðum áhorfendum, sem
margir voru komnir frá Sandgcrði,
að af óviðráðanlegum orsökum
gætu leikirnir ekki farið fram.
Þegar hér var komið sögu voru
ma'ttar til Keflavíkur, með rándýr-
um langferðabíl, stúlkurnar frá
UBK. Urðu þær frá að hverfa við
svo búið. Óll félögin, sem hér
komu við sögu urðu fyrir miklum
fjárútlátum og er spurningin því:
Hver á að greiða? Áhorfendum
viljum við þakka mikla þolínmæði.
Miðvikudaginn 4. nóvember kl.
20.00, keyrðu stúlkur úr 2. deild
kvenna IBK sem leið liggur í
Mosfellssveit og áttu þá að leika
við UMFA. Til þessarar ferðar
var að venju leigður langferða-
bt'll. Skemmst er frá því að segja
að þegar leikurinn átti að hefj-
ast voru þeir Guðmundur Ósk-
arsson og Þórður Óskarsson,
dómarar, ekki mættir. Máttu þá
stúlkurnar gjöra svo vel að setj-
ast út í rútu og aka heim á leið’
eftir eina fýluferðina enn.
Það er lágmarkskrafa að HSÍ
sjái svo um með einhverju móti
að dómarar laíi sig ekki vanta í
leiki. Leikmenn og aðstandendur
liðanna leggja á sig ómælda
vinnu við æfingar og undirbún-
ing leikja og er það sárgrætilegt
að sjá allan undirbúning renna
þannig út í sandinn. Við gerum
okkur grein fyrir að aðstaða HSÍ
er ekki góð, því þeir eiga erfitt
með að fylgjast með öllum leikj-
um. Hitt er annað mál, að tími
er kominn til að endurskipu-
leggja dómarakerfið.
Dómarar vinna ákaflega van-
þakklátt starf og eiga þeir menn
heiður skilið sem gefa sér tíma
til að hlúa að íþrótt sinni á þenn-
an hátt, oft með skammir og
leiðindi sem einu laun fyrir erf-
iði sitt. En þeir dómarar sem
• uppvísir verða að því að mæta
ekki til leiks, eiga að skammast
sín og bæta ráð sitt eða hætta
ella, því þeir skemma fyrir þeim
dómurum sem vel vilja gera.
Virðingarfyllst,
f.h. Handknaltleik.sráðs Kefla-
víkur,
Ragnar Marinósson,
Jón Olsen,
Grétar Grétarsson,
Magnús Jónsson,
Þuríður Jónasdóttir,
Jóhanna Keynisdóttir.
Heimavöllur knattspyrnuliðs Tulsa Koughnecks.
Níu marka tap gegn Rúmenum
• íslenska landsliðið í handknatt-
leik tapaði síðasta leik sínum í hand-
knattleiksmótinu í Tékkóslóvakíu
með níu marka mun. Síðasti leikur
inn var gegn Rúmenum. Lokatölur
leiksins urðu 17—26 fyrir Rúmena.
Síðustu tveir leikirnir töpuðust því
með 19 mörkum. Það rennir stoðum
undir það að þrek hafi vantað í hið
unga íslenska landslið til að stand-
ast svo erfiða keppni. Fimm leikir á
fimm dögum er greinilega enn of
mikið.
UEFA-keppnin:
Lokeren gegn Kaiserlautern
DREGIÐ hefur verið til 3. umferðar
innar í UEFA-keppninni í knatt-
spyrnu. Arnór Guðjohnsen og félag-
ar hans hjá Lokeren fengu erfiðan
Staðan í
V-Þýskal.
llamhuriH'r SV
Kóln
Itaycrn Munrhcn
Hor. Mönrhcngl.
Wrrdcr ftrrmcn
Kinlr. Krankfurl
Hnr. Dnrlmund
BiH-hum
kaisrrslautcrn
Kintr. Hraunschwcig
Siuilnari
karlsruhr
Havrr Lcturkuscn
Kort. lhiss<‘ldorf
Arminia HiclcfcW
Nurrmbrrjí
Darmstadt 9X
Ituishurg
l.‘i 7 4 2
1.1 7 4 2
11 8 1 4
II fi 5 2
m«41
II 7 I 5
II 6 2 5
II 5 4 4
II 4 5 4
II fi 0 7
13 4 4 5
11 4 3 fi
II 4 3 fi
13 3 4 K
13 2 5 «
13 3 3 7
13 2 5 fi
13 3 2 H
34:15 IX
24:11 IX
31:24 17
25:21 17
21:15 Ifi
2»:23 15
22:16 14
24:21 14
26:24 13
20:21) 12
10:21 12
21:22 11
IX:2D 11
21:27 1«
12:1» »
15:25 »
15:2X »
1*35 X
keppinaut, þýska félagið Kaisers-
lautern, og fer fyrri leikurinn fram í
Belgíu. Dundee Utd., sem rassskellti
vesturþýska félagið Borussia
Mönchengladbach í síðustu umferð
dróst nú gegn léttari mótherja, belg-
íska félaginu Winterslag. En lítum á
dráttinn:
Hamburger SV — Aberdeen
Lokeren — Kaiserslautern
Dundee Utd. — Winterslag
Real Madrid — Rapid Vín
Gautaborg — Din. Búkarest
Sporting Lisbon — Neuchatel
Radnicki Nis — Feyenoord
Valencia — Hadjuk Split
Stórsigur íslensku
unglinganna
íslenska unglingalandsliðið í
körfuknattleik gersigraði jafnaldra
sína frá Luxemborg ytra á sunnu-
daginn. Lokatölur leiksins urðu
104—70, eftir að staðan í hálfleik
hafði verið 47—37.
íslenska liðið náði að sýna
þarna stórleik, sérstaklega í síðari
hálfleik, er munurinn jókst jafnt
og þétt. Valur Ingimundarson frá
Njarðvík fór gersamlega á kostum
að þessu sinni, lék frábærlega vel
bæði í sókn og vörn. Hann var
stigahæstur íslensku piltanna,
skoraði 32 stig. Axel Nikulásson
frá ÍBK og Viðar Vignisson, einnig
frá ÍBK, skoruðu 16 stig hvor, en
Pálmar Sigurðsson frá Haukum
skoraði 15 stig. Næstur kom síðan
Birgir Mikaelsson með 8 stig.
Fjárlög gerðu ekki ráð fyr-
ir nýja íþróttahúsinu
í SÍÐUSTU viku fjölmenntu Laug-
dælir til Reykjavíkur, bæði sveita-
menn og nemendur þeirra fjögurra
skóla sem starfræktir eru á Laugar
vatni, og fór flokkurinn í kröfu-
göngu. Viðkoma var höfð bæði við
ráðuncytið svo og við Alþingi, þar
sem menntamálaráðherra og fjár
málaráðherra fengu í hendurnar
undirskriftalista þar sem því var
mótmælt að fjárlög gerðu ekki ráð
fyrir fé til handa byggingu íþrótta-
mannavirkja á Laugarvatni þrátt
fyrir að teikningar af nýju íþrótta-
húsi séu fyrir nokkru tilbúnar. Að-
staðan til íþróttaiðkunar á Laugar
vatni er afar léleg miðað við þann
mikla fjölda nemenda og heima-
manna sem þar stundar fþróttir.
Bæði íþróttahúsið og sundlaugin eru
afgömul mannvirki og úr sér gengin.
Þarf þó helst að líta á kofana til þess
að trúa því hversu bágborið ástandið
er. Mbl. leit við að Laugarvatni í
síðustu viku og kynnti sér ástandið.
Þeir Jósef Olafsson, nemandi í
íþróttakennaraskóla íslands og
Jón Hrafnsson, nemandi í
Menntaskólanum leiddu blaða-
mann um svæðið og sýndu honum
alla dýrðina. Fyrst var komið að
sundlauginni. Þegar inn var komið
var eins og gengið væri á vegg, svo
þungt var loftið. Loftræsting í
sundsalnum er fyrir neðan allar
hellur og þakið er bókstaflega að
hrynja. Hafa flísar skilið sig frá
loftinu og fallið niður en til þessa
hefur enginn fengið flís í höfuðið.
Þá er rakinn slíkur í veggjum og
lofti, að húsið míglekur þrátt fyrir
að úti skini sól og rigning væri
víðs fjarri. Mbl. spurði þá félaga,
Jón og Jósef, hvernig ástandið
væri þegar úrkoma gerði vart við
sig. Staðfestu þeir að þá læki hús-
ið mikið. Sundlaug þessi er auk
þess afar lítil, aðeins 8x12,5 metr-
ar. Einn búningsklefi fylgir hús-
inu og er aðstaða þar fyrir 20
manns og þá geysileg þröng á
þingi. En þarna eru engu að síður
yfirleitt 40 manns og geta menn
ímyndað sér troðninginn. Sturtu-
klefarnir eru þannig að öruggt má
heita að menn fá þar ekki víðáttu-
æði.
Síðan var blm. leiddur í íþrótta-
húsið. Er það afar lítið hús og þar
sem við stóðum á svölunum benti
Jósef upp í rjáfur í einu horninu.
„Þarna hrundi einu sinni niður
stór hluti úr loftinu en til allrar
hamingju varð enginn fyrir því.“
Sem fyrr segir, er salurinn mjög
lítill, bæði stuttur og þröngur.
Þegar Mbl. var þarna á ferðinni
var verið að kenna nemendum ÍKÍ
samkvæmisdansa og er það
kannski það eina sem hægt er að
kenna þarna að einhverju marki.
Þá er þarna malarknattspyrnu-
völlur sem var álika sléttur og úfið
kapalhraun. Grasvöllur er þarna
einnig, en það má ekki „tipla á
hann tánum" fyrr en langt er
komið fram á sumar og nemendur
farnir til síns heima vítt og breitt
um landið. Þá er þarna olíuborinn
smávöllur með handboltamörkum
og körfuhringjum, en að sögn
fylgdarmanna er ekki mikið um að
nemendur eða heimamenn noti
útiaðstöðuna, enda er þarna oft
snjóþungt. Blm. fékk einnig að
kíkja á lyftingaklefann, en lyft-
ingaskápur væri meira réttnefni.
Eitthvað af lóðum lá þarna eins og
hráviði, en því meiriháttar lyft-
ingabekkir voru fyrirferðarmestu
gripirnir. Einn þeirra er i eigu
eins nemenda skólans, annar til-
heyrir ekki skólanum og sá þriðji
er bilaður. Gæfulegt ástand það.
Þegar heimamenn höfðu leitt
borgarbúann í allan sannleika um
ástand íþróttamannvirkja, var
þeim síðarnefnda boðið að sitja
fund með sérstakri baráttunefnd
sem skipuð er fulltrúm skólanna
fjögurra auk aðila úr hópi heima-
manna. Fund þennan sátu auk
undirritaðs Jósef Ólafsson, Svava
Arnórsdóttir, Hildigunnur Ólafs-
dóttir, Jón Hlöðver Hrafnsson,
Árni Guðmundsson, Torfi Rúnar
Kristjánsson, Þórir Þorgeirsson,
Jensína Halldórsdóttir, Guðmund-
ur B. Þorkelsson, Hreinn Ragn-
arsson, Þórhallur Gunnarsson,
Anna Lína Vilhjálmsdóttir, Krist-
ín Björk Hilmarsdóttir, Harpa
Guðmundsdóttir, Kristinn
Kristmundsson og Benedikt Sig-
valdason.
Árni Guðmundsson, skólastjóri
ÍKI, byrjaði á því að rekja í stuttu
máli sögu íþróttamannvirkjanna á
svæðinu. Kjarninn var sá, að þeg-
ar sundlaugin og íþróttahúsið
voru byggð, árin 19219 og 1946,
þóttu þetta hin glæsilegustu
mannvirki. Síðan hefur nemend-
um og íbúum þorpsins að Laug-
arvatni fjölgað svo, að aðstaðan er
ekki lengur boðleg. Kom það fram
í málflutningi Laugdæla, að þeir
teldu að hvergi á landinu byggi
jafn stór hópur fólks við jafn
slæmar aðstæður til íþróttaiðk-
ana. Íþróttalíf væri mikið, en að-
staðan öllu slíku fjötur um fót.
Guðmundur B. Þorkelsson minnt-
ist þess jafnvel, er nemandi nokk-
ur kom frá Vestmannaeyjum, til
að stunda nám á Laugarvatni, leit
á aðstöðuna og var farinn heim
daginn eftir!
Laugdælingarnir tjáðu gesti
sinum, að þeir hefðu margsinnis
farið fram á fjárveitingar til
nauðsynlegs viðhalds, en verið
sviknir um slíkt oftar en tölu yrði
á komið. Síðan hefði það gerst, að
málið hefði farið að skríða af stað
og 9. júní 1980 hafi menntamála-
ráðherra samþykkt teikningar
sem þá lágu fyrir fullgerðar af
nýju og glæsilegu íþróttahúsi sem
reisa átti á Laugarvatni. Fjárlög
fyrir 1981 gerðu hins vegar ekki
ráð fyrir grænum eyri til að hefja
smíði umrædds húss og málið því
komið í strand á ný. Þessu vilja
flestir Laugdælinga ekki una og
nefnd sú er þennan fund sat ásamt
undirrituðum var kjörin á 400
manna fundi á Laugarvatni, þar
sem heimamenn reifuðu þessi mál.
Varla eru Laugdælingar mikið
fleiri en 400, þannig að áhugi þar
eystra er nokkuð almennur. Krafa
Laugdæla er sú, að í fjárlögum
fyrir árið 1982 verði gert ráð fyrir
aurum til að hefja framkvæmdir,
því „það er ekkert hægt að gera til
bráðbirgða, menn verða að ákveða
hvort reisa á þessi mannvirki eða
ekki og ef það síðarnefnda verður
ofan á, þá getum við þraukað
áfram," sagði Árni Guðmundsson.
Baldur Óskarsson, varamaður á
þingi fyrir Suðurlandskjördæmi
flutti tillögu til þingsályktunar á
fimmtudaginn og spunnust tals-
verðar umræður af málflutning
hans. Stakk hann upp á því að
hreyfa við framkvæmdum og
endurreisa Laugarvatn sem meiri
háttar íþróttamiðstöð. Nú er að
sjá hvaða áhrif hreyfing þessi hjá
Laugdælum hefur á gang mála.
GG