Morgunblaðið - 10.11.1981, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.11.1981, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1981 39 Asthildur Briem hjúkrunarkona frá Viðey - Minning vinna. Líka byggði hann á eigin reikning, sem hann seldi á frjáls- um markaði. Allt fór honum þetta vel úr hendi, enda maður traustur og ábyggilegur hvar sem á var lit- ið. I þessum löngu og erfiðu veik- indum Tómasar lágu leiðir okkar saman aftur, meira en höfðu verið um nokkurt skeið. Meðal annars vorum við saman á Heilsuhæli Náttúrulækningafélagsins í Hveragerði, var þá áður búið að gera á honum miklar aðgerðir á Landakotsspítala, sem bundnar voru nokkrar vonir við, en reynd- ust skammvinnar, enda sjúkdóm- urinn erfiður viðfangs. Ræddum við þá saman, enda nægur tími, bæði um gleðifundi og erfiðleika sem henda vini á langri lífsleið, ennfremur um veikindi hans. Minnist ég þess þegar við fórum út að ganga okkur til hressingar, að eftir stutta göngu þurfti hann að tilla sér á stein sér til hvíldar, til að geta haldið göngunni áfram. Ekki að gefast upp, eða snúa til baka. Enda gerði Tómas það aldrei á lífsleiðinni. Hann tók veikindum sinum af mikilli karlmennsku, því þótt hann væri oft sárþjáður, var hann jafnan kátur og brosandi, og lét engan bilbug á sér finna á nein hátt. Og þegar ég heimsótti hann á Landakoti tveimur dögum fyrir andlát hans, þá mátti hann vart mæla, en var með fullri meðvit- und. Voru það okkar síðustu fund- ir. Rétti ég honum hönd mína í kveðjuskyni, og hann sína til mín af veikum mætti. Var hann þá með bros á vör, og blik í augum, og æðrulaus með öllu. Það er mann- bætandi hverjum manni að kynn- ast slíkum persónuleika, og verða samferðamaður hans hér á langri lífsbraut. Ég votta börnum hans og öðrum ástvinum mína dýpstu samúð. Haraldur B. Kjarnason. Fædd: 21. marz 1903. Dáin: 31. oklóber 1981. Látin er í Reykjavík enn ein merkiskona af aldamótakynslóð- inni, frú Ásthildur Briem, hjúkr- unarkona frá Viðey. Foreldrar hennar voru Katrín Pétursdóttir, Jens Thorsteinsonar kaupmanns og útgerðarmanns frá Bíldudal og Eggert Eiríksson Briem, óðals- bóndi í Viðey. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskól- anum í Reykjavík árið 1918, þá 15 ára, missti móður sína ári síðar, en hefur fljótlega ákveðið að ger- ast hjúkrunarkona, því að í maí 1924, þá 21 árs, útskrifaðis hún sem slík, frá Winnipeg General Hospital í Kanada. Stórhuga hefur hún alla tíð ver- ið, því að flestar jafnöldrur henn- ar í hjúkrunarnáminu létu sér nægja að velja Danmörku, Noreg og England, en á þeim tíma þurfti að sækja nám í hjúkrunarfræðum til útlanda. Nú er það komið alla leið upp í Háskóla Islands. I Hjúkrunarkvennatalinu, þar sem saman eru komnar margar fegurstu og kjarkmestu konur þessa lands, má lesa um Ásthildi efst á bls. 44: Deildarhjúkrunar- kona við San Haven berklahælið í Dunseith, North Dakota 1924—26, yfirhjúkrunarkona Bronx Hospit- al í New York, fæðingard. 1926, hjúkrunarkona á Vífilsstöðum til október 1927, yfirhjúkrunarkona Bronx Hospital í New York 1927—29. Á þessari upptalningu sést, að hún hefur snemma komizt í álit, og Þórunn Kvaran, móður- systir mín, sem bjó í Winnipeg þegar Ásthildur var við nám þar, segir mér, að þeir úti hafi sótzt mjög eftir því að fá hana til fram- tíðarstarfa vegna þess hve efnileg hún þótti. En hún fór heim og réði sig fyrst til Seyðisfjarðar í 1 ár. Hafnfirðingar fengu að njóta starfskrafta hennar næstu 9 árin, en einmitt þar kynntist hún fyrri eiginmanni sínum, Þórði Flygen- ring, útgerðarmanni, syni Ágústar Flygenrings, kaupmanns og út- gerðarmanns þar í bæ. Ég lái Þórði hreint ekkert þó að hann hafi fallið fyrir þessari stórglæsi- legu og gáfuðu ungu konu, sem komin var sprenglærð alla leið frá Kanada, auk þess af göfugum ætt- um og síðast en ekki sízt afar skemmtileg, blíð og góð. Hjóna- band þeirra varð ekki langt. Þau giftust á afmælisdegi hennar árið 1935 og 2. október 1940 var hann allur. Kunnugir segja mér, að hún hafi reynzt manni sínum svo vel, að ekki varð á betra kosið. Ásthildur starfaði sem bæjar- hjúkrunarkona árin sín í Firðin- um og sagði mér, að þá hefði hún kynnzt margri hetjunni, eignazt marga sína beztu vini og um leið þeirri mestu fátækt sem hún nokkru sinni augum leit og oft lenti hun í mestu erfiðleikum með að veita sjúklingum sínum nauð- synlegustu hjúkrun vegna þess, að á heimilunum var hvorki til matur né lín. En hún lét þetta ekki á sig fá og hlaut að launum ást og þakklæti. Ef ég held áfram að rýna í Hjúkrunarkvennatalið kemur í ljós, að Ásthildur hefur ráðizt til starfa á Seyðisfirði, ísafirði, Suð- ureyri við Súgandafjörð og á NLFÍ í Hveragerði, oftast sem yfir- hjúkrunarkona. Frá árinu 1960 dró hún nauðug viljug úr starfi sínum sem hjúkrunarkona því að upp úr því fór að bera á kölkun í mjaðmaliðum sem ágerðist og gerði hana á skömmum tíma að öryrkja. Vinur hennar og velgjörð- armaður, Höskuldur Baldursson læknir (þúsundþjalasmiður og mannvinur mesti) veit allt um það. Læt ég hér lokið skjalföstum upplýsingum um hjúkrunarkon- una Ásthildi Briem. Og þá eru það nokkur orð milli vina en aðrir mega gjarnan heyra. Ég á það mömmu að þakka að ég kynntist Dídí, eins og hún var allt- af kölluð. Þær voru nefnilega skólasystur í barnaskóla, Dídí og hún og líka í Menntaskóla og frá þeim tíma tókst með þeim ein heljarmikil vinátta sem ekkert nema dauðinn gat rofið. Ég vissi um Dídí frá því að ég var krakki, því að oft talaði mamma mín um hana, en það var ekki fyrr en hún hætti störfum úti á landi og fór að heimsækja hana nokkuð reglulega á Fjölnisveginn, að ég komst í alvörusamband við hana svo að úr varð vinskapur. Ég hefi alla tíð verið eins og grár köttur á æskuheimili mínu og oftast ófarin heim til mín þegar Dídí þurfti að komast heim til sín. Við urðum því oft samferða. Þá sat ég gjarnan við stýrið en hún skemmti mér með glefsum úr lífi sínu og skiptum sínum við sam- starfsmenn sína, læknana og ann- að hjúkrunarfólk. Þessar stuttu sögur sínar sagði hún snilldarvel, en ég geymi þær fyrir mig. Hún hafði greinilega séð og upplifað sjálf allar hliðar hins mannlega lífs, hina stærstu gleði og dýpstu sorg. Okkur kom saman um, að bylgjur sálar hennar hefðu á stundum risið hærra en góðu hófi gegndi. En aðalatriðið er, að hún stóðst allan ölduganginn, þótt hún fengi stöku sinnum marþlett. Og eitt er víst, að hún setti aldrei var- anleg fingraför á frómar sálir samborgara sinna. Hún verður kvödd frá Fossvogs- kirkju kl. 3 í dag og jarðsett að Mosfelli, nálægt litlu drengjunum sínum tveimur, sem hófu tilvist sína í Paradís. Systkinum hennar óska ég góðs ævikvöids, en sérstakar kveðjur sendi ég Köndu minni elskulegri. En Dídí átti svo sannarlega hauk í horni, þar sem hún var. Ragnheidur Ásgeirsdóttir Leiðrétting HÖFUNDUR minningargreinar um Þórð Stefánsson, sem birtist hér í Mbl. á sunnudag, er Þórarinn Sveinsson, en ekki Þórður, eins og stóð undir greininni. — Biður blaðið greinarhöf. afsökunar á þessari misritun á nafni hans. Minning: Ragna Sigríður Guðmundsdóttir aðilum, og var Þorkell svo eftir- sóttur til að standa fyrir fram- kvæmdum, að hann vann mest af sínum tíma utan heimilis, þar sem hann var mjög hjálpfús að leysa vanda annarra, en eigin búsýsla varð þá að vera útundan. Á þessum árum vann hann m.a. við byggingar á heimilisrafstöðv- um, sem þá voru reistar víða þar sem einhver skilyrði voru til vatnsvirkjana. Einnig fór hann á þessum árum að vinna hjá Raf- magnsveitum ríkisins, einkum við að b.vggja spennistöðvar, rafstöðv- arhús o.fl. Vann hann við þetta og þvottastöð SÍS í Hveragerði árið 1964 og vann við það starf til dauðadags. Árið 1940, þann 30. nóvember, kvæntist Þorkell eftirlifandi konu sinni, Ragnheiði Kristínu Björnsdóttur, Hanssonar, skip- stjóra í Hafnarfirði. Fyrstu árin bjuggu þau í Reykjavík, en fluttu síðan að Hjarðarfelli 1949, eins og áður er fram komið, og áttu þar heima til ársins 1961. Seldu þá nýbýli sitt Guðbjarti Gunnarssyni, sem er nú bóndi þar. Fluttust þau hjón ásamt fjöl- skyldu sinni, þá til Reykjavíkur og bjuggu þar í skamman tíma, uns þau fluttu til Hveragcrðis og áttu þar heimili ætíð síðan. Hvar sem heimili þeirra hjóna stóð, bar það vott myndarskapar og snyrtimennsku og lét Ragn- heiður hag heimilisins ætíð vera í fyrirrúmi. Þeim hjónum varð ekki barna auðið, en þau tóku kjörson, sem Sveinbjörn heitir og ólu auk hans upp bróðurdóttur Ragnheiðar og börn hennar. Eru börn þessi hin mannvænlegustu og var einkar kært með þeim og fósturforeldr- unum. Megi minningin um góðan eig- inmann og fósturföður lifa skær og vera þeim leiðarljós á ófarinni ævibraut. Að lokum þakka ég kærum bróður fyrir ógleymanlegar ánægjustundir, bæði í leik og starfi. Guð blessi öllum ættingjum hans og vinum góðar minningar um hann. Fædd 13. desember 1906. Dáin 2. nóvember 1981. í dag fer fram útför mágkonu minnar og vinkonu Rögnu Sigríð- ar Guðmundsdóttur, sem varð bráðkvödd að heimili sínu Ból- staðarhlíð 58, þann 2. nóvember sl. Hún var fædd 13. desember 1906 að Þjóðólfshaga i Holtum. For- eldrar hennar voru þau Ragnhild- ur Jóhannesdóttir og Guðmundur Þorsteinsson, bóndi. Hún var þriðja yngst 10 barna þeirra hjóna og eru nú 2 bræður á lífi að þeim glaðværa systkinahópi, Ingvar og Einar Geir. Ung að árum fluttist Ragna til Reykjavíkur og fór hún í vist eins og títt var um ungar stúlkur a þeim árum. Þar kynntist hún manni sínum Ásmundi Guð- mundssyni, bifreiðarstjóra, og gengu þau í hjónaband 1933. Börn þeirra eru, Ingibjörg gift Richard * é ' m ** Hannessyni, forstjóra, Ragnhildur gift Eyjólfi Guðmundssyni, lögg. endurskoðanda, Guðmundur, bif- reiðarstjóri, ókvæntur og Úlfar Grétar, bankafulltrúi giftur Birnu Þórðardóttur. Ásmundur lést í nóvember 1970 og hefur Ragna síðan haldið heimili með Guð- mundi syni sínum. Ragna var fríð kona, létt í lund, prúðmannleg í framkomu, orðvör og áreiðaleg með afbrigðum. Hún var mikil móðir og góð amma. Löngum var því gestkvæmt á heimili hennar af fjölskyldu, frændfólki og vinum. Hún var kona trúuð og starfaði hún mikið hin síðari ár fyrir Fríkirkjuna í Reykjavík og kvenfélag hennar. Að leiðarlokum vil ég minnast og þakka okkar góðu vináttu, sem staðið hefur yfir 50 ár og aldrei borið skugga á. Ástvinum hennar sendi ég mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Far þú í friði og friður Guðs þig blessi. Guðbjörg Jónsdóttir. 'M Kri.stján Guðbjartsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.