Morgunblaðið - 12.11.1981, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI
255. tbl. 68. árg.
FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1981
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Sjálfstjórn Palestínuaraba:
Þríhliða viðræður
fara fram í Kafró
Kaíró, Damaskus, Kivad. II. nóvember. AP.
SAMNINGAMENN frá Egyptalandi,
ísrael og Bandaríkjunum komu sam-
an í Kaíró í dag til að fjalla um mögu-
leika á takmarkaðri sjálfstjórn Pal-
estínuaraba á svæðum þeim sem
ísraelsmenn hafa hertekið. Kamal
Hassan Aly utanríkisráðherra
Egyptalands sagði í dag, að hann von-
aðist eftir nokkrum árangri af fund-
inum, en almennt er talið vonlítið að
verulega miði í samkomulagsátt.
Stjórn Sýrlands tilkynnti í dag,
að „harðlínuríkin" í röðum Araba,
Líbýa, Suður-Yemen, Alsír og
Frelsishreyfing Palestínu, PLO,
auk Sýrlands, myndu innan
skamms halda sérstakan fund um
ástandið í Miðausturlöndum. Er
talið að hinar nýju friðartillögur
Saudi-Araba verði þar ofarlega á
baugi, en harðlínuríkin hyggjast
koma í veg fyrir að þær verði rædd-
ar á fundi leiðtoga Arabaríkja í
Marokkó síðar í þessum mánuði.
Upplýsingamálaráðherra Saudi-
Arabíu fordæmdi Israelsstjórn í
dag fyrir að hafa hafnað friðartil-
lögum stjórnar sinnar og sakaði
Israelsmenn um að vilja ekki frið í
þessum heimshluta. ísraelsmenn
hafa lagst eindregið gegn friðar-
áætlun Saudi-Araba og talið að
með samþykkt hennar mundi
grundvellinum kippt undan tilveru
Israelsríkis. Utanríkisráðherra
ísraels, Yitzhak Shamir, sagði í
dag, að Israelsmönnum þætti það
mjög miður að Bandaríkjastjórn
Pólland:
hefði gefið í skyn, að hún gæti fellt
sig við hluta tillagna Saudi-Araba.
Ríki Efnahagsbandalags Evrópu
hafa gefið sama í skyn.
Sjá fréttaskýringu á bls. 22 í
Mbl. í dag. ‘
Walesa útilokar
ekki valdbeitingu
Varsjá, 11. nóvember. AP.
LECH Walesa, leiðtogi Samstöðu, samtaka hinna óháðu verkalýðsfélaga í
Póllandi, sagði í dag, að ekki væri unnt að útiloka þann möguleika, að reynt
yrði að leysa vandamálin í landinu með valdbeitingu. „Valdbeiting er ekki á
dagskrá, en það er ckki hægt að útiloka hana,“ sagði Walesa. „Þegar þeir
koma munum við taka um skammbyssuhlaupin og snúa þeim við.“
Walesa flutti ræðu þessa í dag
meðal námumanna í Sosnowiec, en
þeir eru nú í verkfalli. Ummæli
hans í dag eru talin stinga nokkuð í
stúf við sáttatóninn í því er hann
lét frá sér fara í síðustu viku. Full-
trúar stjórnarinnar og Samstöðu
undirbúa nú samningafundi um
hvernig bezt megi leysa efnahags-
vanda landsins.
Jablonski forseti Póllands tók í
dag þátt í hátíðarhöldum þar sem
þess var minnzt að pólska ríkið var
endurreist á þessum degi árið 1918.
Þetta er í fyrsta sinn frá því
kommúnistar komust til valda í
Póllandi að þeir taka þátt í hinum
óopinberu hátíðarhöldum vegna
þessa dags, sem var þjóðhátíðar-
dagur Pólverja fyrir stríð.
Geimskutlan
á loft í dag
Kanaveralhöfóa, Klórida, 11. nóvember. AP.
í KVÖLD var gert ráð fyrir að geim-
skutlunni Kólombíu verði skotið á
loft í bítið í fyrramálið, fimmtudag, að
því er starfsmenn, sem unnu við und-
irbúning geimskotsins, sögðu. í dag
tókst að komast fyrir leka í eldsneyt-
istanki skutlunnar og var þá ekkert
að vanbúnaði að skjóta henni á loft í
annað sinn. Veðurhorfur voru allgóð-
ar í kvöld og geimfararnir Engle og
Truly því vongóðir um að komast á
loft. Fyrr í þe.xsum mánuði var geim-
skotinu aflýst 31 sekúndu áður en
geimfarið átti að leggja af stað.
Eiginkonur jafnvirði
3100 króna á viku?
l/ondon, II. nóvember. AP.
EIGINKONUR, sem ekki vinna úti, eru 3100 króna virði áviku, að því er
tryggingafélag í Bretlandi hefur reiknað út. Félagið reiknaði út, hvað
greiða þyrfti fyrir störf heimavinnandi húsmæðra á almennum markaði,
væri utanaðkomandi fólk fengið til að vinna þau.
Var miðað við almenn laun
kokka, dagmæðra, þjónustu-
stúlkna, uppþvottafólks og fleiri
og miðað við 12—14 vinnustund-
ir á dag alla 7 daga vikunnar.
Fyrirtækið hefur síðan bent
eiginmönnum á, hversu kostnað-
arsamt það yrði fyrir þá, ef kon-
an félli frá án þess að vera líf-
tryggð og greiða þyrfti fyrir þau
störf sem hún vinnur. Launin
sem fyrirtækið hefur reiknað út
jafngilda launum háttsetts for-
ingja í hernum, biskups í brezku
biskupakirkjunni eða slökkvi-
liðsstjóra, þótt þeir vinni að
jafnaði mun færri stundir á
viku.
Meðalvikulaun verkamanna í
iðnaði í Bretlandi eru jafnvirði
um 2100 króna, en laun verka-
kvenna um 1400 króna. Einn
leiðtoga brezkra kvenréttinda-
kvenna sagði þó um niðurstöður
tryggingafélagsins, að þau laun,
sem reiknuð hefðu verið, væru
lág, miðað við hvers konar vinnu
heimavinnandi húsmæður
stunduðu.
Kafbátsstrandið í Svíþjóð:
Soyétmenn vísa mót-
mælum Svía á bug
Moskvu, Washingion. 11. nóvember. AP.
SOVÉTSTJÓRNIN sakaði Svía í dag um að fara rangt með staðreyndir varðandi
strand sovézka kafbátsins undan flotastöðinni í Karlskrona og vísaði algerlega á
bug mótmælum Svía vegna þessa atburðar.
Sænski sendiherrann í Moskvu,
Carl de Geer, var kvaddur í sovézka
utanríkisráðuneytið í dag og honum
færð sérstök orðsending vegna máls-
ins, sem síðan var birt á vegum Tass
fréttastofunnar.
í yfirlýsingunni segir að kafbátur-
inn hafi óvart villzt af leið vegna
bilana í siglingatækjum og slæms
skyggnis. Fullyrðingum Svía um að
báturinn hafi verið að njósnum er
harðlega andmælt í yfirlýsingunni.
Kröfu Svía um að atburðir sem þess-
ir endurtaki sig ekki er svarað með
spurningu um hvernig nokkurn tíma
verði hægt að tryggja að bilanir geri
ekki vart við sig til sjós.
I engu er minnzt á þá ásökun Svía,
að kafbáturinn hafi haft kjarnorku-
vopn innan borðs, en Tass fréttastof-
an hafði fyrr í dag reynt að gera lítið
úr því atriði, með því að benda á að
nokkrir sérfræðingar á Vesturlönd-
um hafa talið að ekki hafi fundist
algerlega fullnægjandi sannanir
fyrir því, að slík vopn hafi verið í
bátnum.
Ullsten utanríkisráðherra Svía
sagði í kvöld í sjónvarpsviðtali, að
það væri athyglisvert, að Sovétmenn
skyldu ekki víkja einu orði að því,
sem alvarlegast væri við mál þetta,
þ.e. kjarnorkuvopnunum um borð í
bátnum. Ullsten sagði einnig að
gjörsamlega fráleitt væri að halda
því fram að bilun í tækjum hefði
valdið því að báturinn var þar sem
hann var, þegar hann strandaði.
Ullsten sagði, að sænska stjórnin
mundi kynna sér yfirlýsingu Sov-
étmanna mjög nákvæmlega áður en
ákveðið yrði hvert framhaldið yrði.
George Bush varaforseti Banda-
ríkjanna flutti í dag ræðu við sjó-
setningu fyrsta kjarnorkukafbáts
Bandaríkjanna af Trident-gerð.
Bush sagðist ekki geta skilið um-
mæli Sovézka varnarmálaráðherr-
ans um að Sovétríkin væru „í eðli
sínu andvíg árásarstefnu" og að
hernaðarstefna þeirra væri „óbreyt-
anleg varnarstefna”. Bush spurði
áheyrendur sína hvernig þessi um-
mæli hljómuðu í Afganistan, Ung-
verjalandi og Tékkóslóvakíu.
Bush sagðist hafa furðað sig á því
að Ustinov varnarmálaráðherra léti
annað eins frá sér fara á meðan ver-
ið væri að draga sovézkan kafbát bú-
inn kjarnorkuvopnum út úr land-
helgi Svía. Hann sagðist vorkenna
skipherra kafbátsins, sem nú væri
sennilega á leið á ellilaun í Síberíu.
Kyprianou fellst á
tillögur Waldheims
Nikósíu, 11. nóvember. AP.
SPYKOS Kyprianou forseti Kýpur tilkynnti í dag, að hann og stjórn hans gætu að
svo komnu máli fellt sig við niðurstöður í skýrslu Waldheims framkvæmdastjóra
Sameinuðu þjóðanna varðandi sambúð grískumælandi manna og tyrkneska
minnihlutans á eynni. Stjórnin hefur haft skýrsluna til meðferðar í þrjár vikur og
uppi hafa verið raddir meðal grískumadandi manna um að vísa henni á bug.
Tyrkneski minnihlutinn hefur þegar fallist á niðurstöður og tillögur Waldheims.
Kyprianou sagði á blaðamanna-
fundi í dag, að í skýrslunni væri
margt jákvætt en einnig sitthvað
neikvætt, en að svo komnu máli væri
rangt að hafna skýrslunni og með
því letja framkvæmdastjóra SÞ t
sáttaviðleitni hans á eynni. Wald-
heim og aðrir starfsmenn Samein-
uðu þjóðanna hafa unnið að því frá
því árið 1974 er Tvrkir gerðu innrás
á Kýpur, að koma á varanlegum
sáttum milli aðila á Kýpur. Eitt
stærsta deilumálið sem nú er óleyst
varðar heimflutning 200 þúsund
grískumælandi flóttamanna frá
tyrkneska hlutanum.