Morgunblaðið - 12.11.1981, Side 22

Morgunblaðið - 12.11.1981, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1981 Byrjað að grafa í maf, opnað f nóvember: „Heftir gengið ævintýralega vel“ Séð yfir hluta veitingastaðarins, sem er í kjallara hússins. Dansgólfið er upphskkað og svið fyrir enda þess. /Ktlunin er að mögulegt verði að sjá það sem fram fer á sviðinu alls staðar úr veitingasalnum. (LjAsm. Emíifa.) - segir Vignir Benediktsson verktaki við nýja skemmtistaðinn Broadway í MJÓDDINNI í Breiðholti er verið að byggja hús. Reyndar mörg. Eitt þeirra hefur þó nokkra sérstöðu, því það eru ekki nema tspir fimm mánuðir síðan byrjað var á því og þann 26. þessa mánaðar á að opna þar veitingahúsið „Broadway“ á neðstu hsð, en í byrjun mars hefst rekstur kvikmyndahúss í efri hlutanum og mun það eiga að heita „Dallas". I>að er Vignir Benediktsson múrarameistari sem er verktaki í þessari hús- byggingu. Þegar blm. og Ijósmyndara bar að garði til að skoða húsið og rsða við Vigni um daginn var allt á fleygiferð á neðstu hsðinni, sums staðar var múrað og hrsrð steypa, annars staðar var verið að mála. Unnið var við allt scm kostur var. Við lá að líðindamaður Mbl. byggist á hverri stundu við að sjá einhvern með ryksugu eða afþurrkunarklút og jafnvel þjón með glasabakka. „Það eru átján dagar til stefnu," segir Vignir, „þangað til staðurinn verður opnaður hérna niðri. Þetta hefur gengið alveg ævintýralega vel, eftir að grunn- og jarðvinnunni lauk, en hún var mjög erfið. Þann 9. ágúst vorum við u.þ.b. mánuði á eftir áætlun, en síðan hefur þetta rokið áfram. Þetta er næstum því ótrúlegt. Eðlilegt hefði verið að þessi vinna sem búin er tæki svona eitt og hálft ár a.m.k. En við vinn- um hér alla daga vikunnar myrkr- anna á milli og allir leggja sig fram og þess vegna gengur þetta svona vel. Mennirnir eru sérlega samhent- ir, hér eru sextán smiðir og fjöldi annarra starfsmanna, alls um fimmtíu manns. Þetta er mikið dugnaði þeirra að þakka. Þetta er alls ekki þægilegasta bygging til að reisa hratt, þetta er allt í stokkum og stöllum og alls kyns listar og flúr í steypunni. Við steypum síðustu, steypu á morgun og svo klárum við þakið fyrir þann 20. Allt húsið á að vera fokhelt 4. desember. Það bjargast. Annars er þetta ansi stórt hús. Skemmtistaðurinn mun taka svona 1300 manns og salirnir fjórir í bíó- inu alls 1001 manns í sæti. Til að nefna dæmi um vandann við bygg- inguna get ég sagt að í ýmsum loftræstistokkum er alls 260 fer- metra gólfflötur, en þessir stokkar sjást náttúrulega ekki. Til saman- Erlend fréttaskýring: STUTTU eftir fráfall Anwar Sadats Egptalands- forseta og kjör og embættistöku Hosni Mubar- aks tóku stjórnmálasérfræðingar að ía að því, að Mubarak kynni að reynast ísraelum langtum erfiðari viðfangs og sækja sér í lagi sjálfsstjórn- armál Palestínumanna af meiri hörku en for- veri hans. Þessar skoðanir birtust og fljótlega í ísraelskum blöðum, þótt þær væru settar fram af mikilli gætni og áherzla lögð á fullyrðingar Mubaraks um að hann ætlaði sér að framfylgja stefnu Sadats varðandi ísrael. Stjórnmálasérfræðingar telja að Mubarak muni smátt og smátt víkja af vegi Sadats Fyrstu merki þess, að Mubarak ætlaði sér ekki að feta eins gersamlega í spor Sadats og hann hafði lýst, komu þegar hann ákvað að í egypskum blöðum skyldi ekki hallað á Arabaþjóðir; þ.e. ritstjórum var bannað að birta stafkrók sem mætti túlka sem gagnrýni og meira að segja var Gaddafi Líbýuleiðtogi þar með talinn. Eins og allir vita hafði Sadat verið sérlega harðorður í hans garð og ekki vandað honum kveðjurnar. Israelum brá nokkuð í brún, þegar þessar fréttir spurðust. Utanríkisráðherra Egypta- lands var þá snarlega sendur í heimsókn til Israels og fyrri staðhæfingar Mubaraks voru endurteknar. Aðrir Arabaleið- togar voru hins vegar fljótif að skilja táknin sem Mubarak sendi og þó að kannski hafi ekkert áþreifanlegt gerzt er þó af mörgu sýnt, að atbeini Mu- baraks féll í góðan jarðveg. Stjórnmálafréttaritarar eru yf- irleitt sammála um, að ekki verði til að bæta andrúmsloft- ið hversu ósveigjanlegir ís- raelar hafa verið upp á síð- kastið, þegar tillögur Sauda voru aftur teknar á dagskrá og síðar verður vikið að í þessari grein. Kunni þetta að kalla fram svo neikvæð viðbrögð að Mubarak muni sjá sér þann kost vænstan að brjótast með Egypta út úr þeirri einangrun sem friðarsamningurinn við ísraela setti þá í og muni hinir síðarnefndu sitja eftir með sárt ennið. í ísraelska blaðinu Jerusalem Post er því spáð að Mubarak muni beita þeirri aðferð á næstu mánuðum, að ná sam- komulagi sem verði Israelum viðsættanlegt, svo að ekki verði hætta á að þeir fresti liðsflutningi sínum frá Sinai, sem á að vera lokið í apríl, en það samkomulag verði svo loð- ið að ekki verði skellt dyrunum á þann möguleika að sjálfstætt Palestínuríki verði sett á stofn á Vesturbakkanum og Gaza — einhvern tíma í framtíðinni — „ og að líkindum fyrr en síðar. I Jerusalem Post sagði, að Mu- barak virtist einráðinn í að vekja ekki máls á neinu því sem umdeilt kynni að vera fyrr en Sinai málið er fullkomnað og að hann hafi sérstaklega tekið fram að ekki sé tímabært að Palestínumenn hefji þátt- töku í samningaviðræðum nú. Mubarak hefur sagt að það myndi ekki skila neinum ár- angri nú, en þeir ættu að koma til sögunnar síðar. Niðurstaða ísraelskra stjórnmálafréttarit- ara og margra vestrænna er einfaldlega sú, að Mubarak ætli sér að leika tveimur skjöldum, hann fullvissi ísra- ela um velvild og tryggð, en hann muni leggja kapp á sam- komulag sem sé svo almennt orðað að.ísraelar verði síðar að fallast á að Palestínumenn vinni með ísraelum að því á Varnarmálaráðherra ísr- aels, Ariel Sharon, á tali við Kamal Hassan Ali, utanríkisráöherra Eg- yptalands, þegar sá síð- arnefndi var í heimsókn í ísrael á dögunum. Faðmlag þeirra Begins og Mubaraks er forsæt- isráðherra ísraels kom að fylgja Sadat til grafar. Til- finningarnar eru þegar byrjaöar að kólna. „ótilgreindu síðara stigi" að finna lausn á málinu. Ákvörðun Bandaríkjatnanna um AWACS-vélasöluna vek- ur reiði í Israel Naumast þarf að fjölyrða um þá miklu reiði sem hefur brotizt út í garð Bandaríkjamanna í ísrael vegna ákvörðunar þeirra i sambandi við AWAS- vélasöluna til Saudi-Arabíu og það mál tengist vitanlega sam- skiptum við Egypta og aðrar Arabaþjóðir. Begin forsætis- ráðherra hefur af þessu tilefni tekið til umfjöllunar á ný frið- aráætlun Sauda og ráðist mjög harkalega að Reagan forseta og Bandaríkjastjórn fyrir að halda því fram að í áætluninni væru jákvæðir þættir. Alexander Haig, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna fullviss- aði Evron sendiherra ísraela í Washington í síðustu viku um að Bandaríkjamenn myndu í engu hvika frá Camp David samkomulaginu, en ísraelar segja að það samkomulag hryndi til grunna ef Banda- ríkjamenn féllust á svo mikið sem eitt atriði í áætlun Sauda. Engu að síður gera þær grun- semdir vart við sig í Israel að bandaríska stjórnin ætli sér að reyna að tengja Camp David samkomulagið við einstaka þætti í áætlun Sauda með það fyrir augum að víkka út friðar-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.