Morgunblaðið - 05.01.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.01.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1982 5 Örn Magnússon Pfanótón- leikar í Norræna húsinu PÍANÓTÓNLEIKAR verða í Nor ræna húsinu, miðvikudaginn 6. janú- ar kl. 20.30. Örn Magnússon leikur verk eftir Bach, Schubert, ('hopin og Krahms. Örn er Ólafsfirðingur og hlaut þar sína fyrstu tónlistarmenntun. Seinna nam hann við Tónlistar- skóla Akureyrar, en kennari hans þar var Soffía Guðmundsdóttir. Þaðan lauk hann burtfararprófi vorið 1979. Örn stundaði nám og kennslu við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar veturinn 1979-1980. Örn stundar nú framhaldsnám í Manchester á Englandi undir handleiðslu próf. George Hadjin- ikos. Nú fyrir jól hélt Örn sína fyrstu opinberu tónleika í Borg- arbíói á Akureyri og við það taeki- faeri var honum veittur hinn ár- legi styrkur úr minningarsjóði um Þórarin Björnsson skólameistara. Kór Öldutúns- skóla til Hong Kong í sumar HORFUR eru á því að kór Öldu- túnsskóla fari til Hong Kong í júlí í sumar til að taka þátt í alþjóðlegu móti barna- og unglingakóra. Ferðin á sér þann aðdraganda að á alþjóðlegu kóramóti í Kenne- dy Center í Washington 1978, þar sem kórinn tók þátt, kom fram áhugi á að fá hann til Hong Kong. Formlegt boð um þátttöku í mót- inu í Hong Kong í sumar barst síðan í september sl. og að sögn Egils Friðleifssonar stjórnanda kórsins eru miklar líkur á því að unnt verði að þiggja boðið. I kóramótinu í Hong Kong er fyrirhuguð þátttaka margra helztu barna- og unglingakóra veraldar, en kór Öldutúnsskóla hefur sex sinnum farið í söngferð- ir til útlanda og sungið í fjölda landa í þremur heimsálfum. I maí nk. er fyrirhuguð önnur söngferð kórsins og þá til Finnlands þar sem haldnir verða Norrænir kór- dagar í Espoo. Sasssí j: VISA ferðatékkar öryggi erlendis Landsbankinn býður VISA ferðatékka ásamt öðrum ferðatékkum. VISA er samstarfsvettvangur rúmlega 12 þúsund banka í 140 löndum. Það auðveldar eigendum VISA ferðatékk- anna skipti áþeim, nærhvarsemer. Íþvífelst öryggi. í afgreiðslum Landsbankans um land allt fást ferðatékkamir afgreiddir samdægurs gegn framvísun farseðla. Landsbankinn afgreiðir nú einnig VISA greiðslukort til þeirra sem uppfylla settar reglur. Önnur nýjung í gjaldeyrisþjónustu Landsbandans er Alþjóðaávísanir (Intemational Money Orders). IJVfíöSBANKI Ifa ANIXJ SSH8 OObS Kynnið ykkur þjónustu Landsbankans. Banki allni landsmanm Ritsafn Guómundar Danielssonar Guömundur Daníelsson, frásagnameistari í 48 ár. Ritsafn Guömundar Daníelssonar er 10 bækur. öll verkin eru frá árunum 1948-1970 og sum þeirra hafa verið ófáanleg um hríð. í ritsafninu eru skáldsögumar Blindingsleikur, Musteri óttans, Hrafnhetta, Húsið, Turninn og teningurinn . Sonur minn Sinfjötli og Spítalasaga, skáldverk utanflokka í bókmenntunum. Einnig feröasagan Á langferðaleiðum, veiðisagan Lands- hornamenn - sönn saga í há-dúr og smásagnasafnið Tapað stríð. Viðfangsefnin eru margvísleg og tckin fjölbreytilegum tökum, en þróttmikill stíll og hröö og lifandi frásögn eru samkenni á öllum verkum Guðmundar Daníelssonar. Ritsafninu fylgir ellefta bindið með ritgerð dr. Eysteins Sigurðssonar um verk Guðmundar; og skrá um útgáfur, ritdóma og heimildir þeirra, sem Olafur Pálmason hefur tekið saman. Góð bókmenntaverk í vönduðum búningi. s r T s . * ís Lögberg Bókaforlag Þingholtsstræti 3, simi: 21960

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.