Morgunblaðið - 05.01.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.01.1982, Blaðsíða 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1982 eins og reiðarslag. Hið dimma skammdegi myrkvaðist enn og dökkan skugga bar fyrir jólaljósin sem víða höfðu verið tendruð. Helgi Rafn Traustason var í for- ystusveit íslenskra samvinnu- samtaka. Hann hafði helgað þeim alla starfskrafta sína. Ungur fór hann í Samvinnuskólann og út- skrifaðist þaðan 18 ára gamall, en sem unglingur hafði hann starfað 'hjá kaupfélaginu á Patreksfirði og hjá Sambandinu meðan á námi stóð. Að loknu námi lá leiðin í Samvinnutryggingar og þaðan réðst Helgi sem kaupfélagsstjóri til Samvinnufélags Fljótamanna í Haganesvík, þá 23ja ára. Því starfi gegndi hann um fjögurra ára skeið en réðst þá sem fulltrúi kaupfélagsstjóra Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki. Árið 1972 var Helgi svo ráðinn kaupfé- lagsstjóri Kaupfélags Skagfirð- inga, og gegndi því starfi til dauðadags. Auk þess að stýra einu af stærri kaupfélögum landsins, gegndi Helgi mörgum öðrum trúnaðar- störfum í samvinnuhreyfingunni. Hann var kjörinn varamaður í stjórn Sambandsins 1975. Hann átti saeti í stjórn Félags kaupfé- lagsstjóra, í Markaðsráði sam- vinnufélaganna, í stjórn Trygg- ingarsjóðs innlánsdeilda og var varamaður í stjórn Osta- og smjörsölunnar. Auk þess gegndi Helgi ýmsum trúnaðarstörfum í samstarfs- og dótturfélögum Kf. Skagfirðinga og einnig í bænda- samtökunum. Þegar Helgi lést, að- eins 44ra ára, átti hann að baki langt og mikið starf í samvinnu- hreyfingunni. Helgi Rafn hafði í lífi sínu brennandi áhuga fyrir starfsemi samvinnufélaganna. Sjálfur var maðurinn fullur af atorku og hlífði sér lítt í störfum. Hann var mikill félagsmálamaður og sköru- legur í ræðustóli. En áhugamál Helga voru einnig á andlegu sviði, enda trúmál honum hugstæð. Kom það m.a. fram í því, að hann var formaður sóknarnefndar Sauðárkrókssóknar og sat kirkju- þing frá 1976. Það var gæfa Helga Rafns að eiga góða konu. Tvítugur kvæntist hann Ingu Valdísi Tómasdóttur úr Reykjavík. Inga skipaði vel sitt sæti á heimilinu, sem hún hafði búið manni sínum og börnum af miklum myr.darskap. Þangað komu margir og þar var gott að dvelja. Þau Inga og Helgi Rafn eignuðust fimm börn. Nú er skarð fyrir skildi í kaup- félagsstjórastétt og samvinnu- hreyfingin hefur misst einn af for- ystumönnum sínum. Mestur er þó missir Ingu og barnanna, sem nú verða að þola þung örlög. Margir hugsa til þeirra í djúpri samúð. Úm leið og við í framkvæmda- stjórn Sambandsins syrgjum góð- an vin og samstarfsmann og vott- um honum virðingu okkar og þökk fyrir samstarfið á liðnum árum, sendum við Ingu, börnunum og öðrum ástvinum innilegar samúð- arkveðjur. Við erum þess fullviss- ir, að góður orðstír Helga af giftu- ríkum störfum hans fyrir sam- vinnuhreyfinguna og Skagafjarð- arbyggð muni lengi lifa. Það er huggun harmi gegn. Blessuð sé minning hans. Erlendur Einarsson. Fótmál dauðans, fljótt er stigið, varð mér að orði er ég hafði lesið andlátsfregn Helga Rafns Traustasonar, er andaðist 21. des- ember síðastliðinn. Barst mér frá honum í pósti jólakort, daginn eft- ir, með hlýjum kveðjum og fram- tíðaróskum á nýja heimilinu í Reykjavík. Helgi Rafn Traustason var fæddur 18. apríl 1937 á Vatneyri við Patreksfjörð. Voru foreldrar hans Trausti Jóelsson vélstjóri og kona hans, Rannveig Lilja Jóns- dóttir. Helgi Rafn lauk prófi frá Samvinnuskólanum í Bifröst 1955. Gekk hann síðan samvinnuhreyf- ingunni á hönd. Að loknu námi starfaði hann í sjódeild og síðan í bókhaldi Samvinnutrygginga í Reykjavík 1955—60. Mátti segja að hann hafi fengið þar góða skólun til að taka að sér stærri verkefni og vera sjálfs sín herra. — Fluttist hann út í dreif- býli og gerðist kaupfélagsstjóri hjá Samvinnufélagi Fljótamanna í Haganesvík 1960—63. Ætla ég að það hafi verið í tölu hinna minni kaupfélaga, en verið mikilsvert fyrirtæki í þágu Fljótamanna, um afkomu þeirra og aðdrætti. Vel mun Helga hafa gengið starfið og hlotið gott álit manna, því 1963 verður hann fulltrúi við Kaupfélag Skagfirðinga á Sauðárkróki. Hann hafði nú haslað sér völl í samvinnuhreyfingunni og kominn í hóp framsækinna samvinnu- manna. Enda verður hann kaupfé- lagsstjóri á Sauðárkróki árið 1972. Kaupfélag Skagfirðinga er nú í tölu stærstu kaupfélaga er hefur á kaupsvæði allt Hegranesþing. Hefur það mikil umsvif og rekur stór fyrirtæki sem sjá um nauð- þurftir manna og kemur afurðum þeirra í peninga. Mun Helgi Rafn hafa verið framkvæmdamaður í sinni stöðu, árvakur og lofaði góðu um hagi félagsins. Helgi Rafn var þrekmikill maður, vel máli farinn, hélt vel á sínum skoðunum og vakti traust manna með mála- fylgju sinni. Hann átti og fleiri áhugamál en hina marglofuðu samvinnustefnu. Segir svo að hann hafi unnið að íþróttamálum, setið í stjórn íþróttafélaga og sérráða. Hefur hann þannig fylgst með hinni upp- vaxandi kynslóð. Þá starfaði hann í Þjóðhátíðarnefnd Skagfirðinga. Helgi Rafn var og vinur heilagrar kirkju í hugsun og verki. Var hann um árabil formaður sóknarnefnd- ar Sauðárkrókskirkju, kvað þar töluvert að honum og var hann þar framkvæmdasamur. Helgi Rafn var kosinn á Kirkjuþing úr hópi leikmanna fyrir Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi 1976. Þótt hann þar vel hlutgengur og ávann sér traust manna og var oft leiðandi maður. Hann var til- lögugóður, skýr í hugsun og vel máli farinn. Við kynntumst mikið á þessum fundum, vorum sessu- nautar, sem vera bar frá sama kjördæmi. Minnisstætt verður mér alla tíð er mér var óhægt um vik sökum tímaleysis og fjarlægðar að heim- sækja á heimsóknartíma son minn sem lá í Borgarspítala, að Helgi Rafn bauðst ávallt til að aka mér eftir þingtíma að spítalanum, svo mér væri auðið að koma á réttum tíma. Var ég honum ávalit þakk- látur fyrir þennan greiða, er gerð- ur var með ljúfu geði, slík var góð- girni hans í garð náungans. Ég heimsótti heimili þeirra hjóna Helga Rafns Traustasonar og konu hans, Ingu Valdísar Tóm- asdóttur, er var hið fegursta. Ég hafði kynnst konu hans í veislum í Reykjavík er ég var í þingmennsk- unni. Eitt síðasta verk er ég minn- ist er við vorum saman, þá sýndi hann mér helgigripi er hann hafði valið handa Barðskirkju í Fljótum og ætlaði með heim. Kaupfélag Fljótamanna hafði nú sameinast kaupfélaginu á Sauðárkróki. Var svo í fleiri hér- uðum þessa lands um kaupfélög að þau sameinuðust, og sagt að svona gengi það til í Svíþjóð. En Barðs- kirkja var sem áður fyrr samein- ingartákn Fljótamanna og hefur án efa Helgi Rafn Iátið sér annt um kirkju sveitarinnar eins og guðshúsið í kaupstaðnum á Sauð- árkróki. Helgi Rafn hafði keypt róðukross og tvo altarisstjaka allt úr málmi er nú skyldu prýða helgidóm Fljótamanna er var án efa þeim kærkomið. Kirkjan stendur á hinu forna prestssetri Barði og er reisuleg, sér þar vel af heimahlaði yfir sveitina allt til hafs. Þannig vildi Helgi Rafn án efa gjalda þann hlýhug sem hann mætti í Fljótum þau ár er hann var þar kaupfélagsstjóri, og í nafni Kaupfélags Skagfirðinga er gaf þessa gjöf til að innsigla sam- einingu þessara kaupfélaga. Nú, þegar komið er að leiðarlok- um, er dagar hans eru uppi, sem er á þeim tíma er fæðingarhátíð frelsarans vekur með oss trú, von og kærleika, þá minnumst við orða Jesú Krists er hann segir: Ég lifi og þér munuð lifa. Pétur Þ. Ingjaldsson Katrín Þórarinsdótt ir - Minningarorð Fædd 31. júlí 1895. I)áin 19. desember 1981. I dag kveðjum við í hinsta sinn elskulega ömmu okkar, Katrínu Þórarinsdóttur er lést 19. desem- ber sl., 86 ára að aldri. Amma var fædd að Kóngsgerði í Iæiru, dóttir hjónanna Sigríðar Árnadóttur og Þórarins Eyjólfs- sonar. Hún var næstelst fimm barna þeirra hjóna, en hún átti tvær hálfsystur frá fyrra hjóna- bandi föður síns. Eru þær báðar látnar fyrir allmörgum árum, einnig yngsti bróðir hennar. Árið 1915 flyst fjölskyldan til Hafnarfjarðar og þar er amma við alla almenna vinnu eins og tíðkað- ist þá. Árið 1926 giftist amma manni sínum, Pétri Runólfssyni, sjómanni frá Hálsum í Skorradal, miklum dugnaðar- og sómamanni. Stofnuðu þau heimili sitt að Bræðraborgarstíg 24a, en fluttu síðan að Grund við Grímsstaða- holt. Voru þau amma og afi með bú í smáum stíl og fékk hún hjálp föður síns við bústörfin eftir að foreldrarnir fluttu til hennar árið 1936, og voru hjá henni síðustu æviárin og nutu umhyggju hennar og ástríkis til síðustu stundar. Amma og afi eignuðust ekki börn en tóku tvö kjörbörn,' þau Braga, giftan Svölu Ásbjörnsdótt- ur og Svölu, ekkju Hallgríms Magnússonar og eiga þau þrjú börn. Reyndust þau Braga og Svölu góðir og traustir foreldrar og þakka þau þeim það. Á heimili ömmu og afa var mikil samheldni og hlýja og stjórnaði amma heim- ilinu af miklum dugnaði og mynd- arskap, þar sem afi var lengstum til sjós og hún ein með stórt heim- ili, enda alltaf sívinnandi. Það var alltaf líf og fjör í kringum ömmu, því hún var glaðleg og lifandi kona. Gestkvæmt var á heimilinu, þar voru allir hjartanlega vel- komnir. Amma hafði oft börn í lengri eða skemmri tíma fyrir vini og kunningja og voru börn hænd að henni, því að hún var mjög barngóð. Þar sem við systkinin bjuggum í húsinu með ömmu og afa nutum við þeirra mjög mikið og eru þessi ár okkar mikils virði og vildum við ekki hafa farið á mis við það að vera í návist þeirra. Árið 1966 varð Grund að víkja fyrir íbúðar- blokk sem reist var á lóðinni og fluttu amma og afi í blokkina, þar sem þau bjuggu til ársins 1972 en þá lést afi. Amma var þar áfram eða til 1977 að hún fór á Hrafnistu í Hafnarfirði. Amma hafði alltaf mjög mikla þrá til æskustöðvanna og fór hún á hverju sumri suður í Leiru og var þá gaman að fara með henni. Hafði hún gaman af að labba um túnin og tóftirnar og sagði hún okkur þá frá lífinu í Leirunni, en það hefur oft verið mjög erfitt hjá fólkinu sem þar bjó. Alltaf gátum við systkinin leit- að til ömmu ef við þurftum, því hún var bæði traust og úrræðagóð. Missir okkar er mikill en við geymum minninguna um hana í hjörtum okkar. Kar þú í fridi, fridur (iUÓn þig blessi, hafdu þökk fyrir allt og allt. (■ekk.st þú med (*udi, (iUÚ þér nú fylgi, han.s dýrðarhnos.s þú hljóta skalt. V. Briem. Veri elsku amma alltaf Guði falin. Karl, Sævar og Matthildur. Ragnhildur Þorvalds- dóttir - Minningarorð „Allt eins og hlómstrið eina upp vex á sléttri grund. Kagurt með frjóvgun hreina. Kvrst um dags morgunstund. Á snöggu augahragði afskorið verður fljótt. I.il og hlöð niðurlagði. I.íf mannlegt endar skjótt." Nú, þegar elskuleg vinkona, Ragnhildur Þorvaldsdóttir, er kvödd, ríkir mikil sorg og söknuð- ur hjá okkur sem þekktum hana. Mestur er þó harmur kveðinn að eiginmanni hennar og hennar nánustu. Hún andaðist í Borg- arspítalanum 20 desember eftir stutta en þunga legu og þó allt væri gert sem í mannlegu valdi stóð var ekki við ráðið. Eiga lækn- ar og hjúkrunarfólk á deild A-6 miklar þakkir skilið fyrir sitt mikla og góða starf svo til fyrir- myndar var. Þegar við kveðjum Rögnu, en svo var hún nefnd í daglegu tali, er margs að minnast og allt er það á einn veg. Hvergi skuggi á minn- ingu. Hún var hin góða ög glaða manneskja sem engan átti sinn líka. Hún gaf, gladdi og græddi og allir voru sælir í návist hennar. Aldrei hefur hún talað særandi orð til nokkurs manns. Hún var ímynd ljóss og friðar og gekk inn í birtuna frá fæðingarhátíð frelsar- ans sjálfs sem kom til þess að lýsa veg okkar mannanna, lækna mein og þerra tár. Hún var líkt og full- trúi hans hér á jörð og henni mun verða vel fagnað. Hún var fædd á Skerðingsstöð- um í Grundarfirði 1. desember 1909, dóttir hjónanna Þorvaldar Þórðarsonar bónda þar og Krist- ínar Jakobsdóttur. Úng og falleg kom hún hingað til Reykjavíkur og framtíðin blasti við. Hún giftist Stefáni Jónssyni frá Hól í Breið- dal, leigubílstjóra. Þau voru mjög ánægð í hjónabandinu alla tíð og samhent og studdu hvort annað. Heimilið var svo fallegt bæði með- an það var lítið og eftir að það stækkaði. Mikil gestrisni og hjartahlýja ríkti þar, enda gest- kvæmt. Það var alltaf veisla þegar komið var til þeirra og næstum alltaf var leyst út með gjöfum. Þar ríkti hamingja og reglusemi. Ragna var flink og allí lék í hönd- um hennar. Uppeldi dætra hennar hefur borið góðan árangur. Þær eru hinar efnilegustu. Dætur þeirra eru: Kristín, gift Þórarni Bjarnasyni stýrimanni, Guðrún Kjartansdótt- ir - Minningarorð Fædd 18. ágúst 1908. Dáin 20. desember 1981. í Moshúsum á Miðnesi bjuggu á fyrrihluta þessarar aldar sæmd- arhjónin Guðríður Oddsdóttir og Kjartan Helgason. Þau eignuðust þrjú börn, Helga, sem lengi var skipstjóri á Úranusi, hann lést 8. maí 1978, Guðrúnu, sem lést 20. desember siðastliðinn og Soffíu, sem nú kveður systur sína. Ég er viss um að ég tala fyrir hönd okkar allra, frændsystkin- anna, sem fengum að dvelja í Moshúsum um lengri eða skemmri tíma, þegar ég nú vil þakka öll þau ævintýri sem við lifðum þar. Sem börn skynjuðum við þá gleði og góðvild, sem ávallt ríkti í Moshús- um, seinna gerðum við okkur grein fyrir gestrisninni og hve miklir höfðingjar þar bjuggu. Það gat ekki farið hjá því að slík gest- risni fylgdi þeim systrum, er þær fluttu til Reykjavikur. Fyrstu árin bjuggu þær á Framnesvegi 7. Með fjölskyldunni á Framnesvegi og systrunum mynduðust sterk vin- áttubönd, sem haldist hafa síðan. Þaðan fluttust þær í eigin íbúð við Laugarveg 98, þar bjuggu þær sér fallegt heimili, sem ávallt stendur opið okkur frændsystkin- unum, þar er gott að koma, finna hlýju og njóta góðgjörða. Guðrún vann allan sinn starfs- aldur við kápusaum. Lengst af vann hún hjá fyrirtækinu Kápan hf., er Jóhann Friðriksson rak, hún mat Jóhann mikils og talaði oft um hve gott hefði verið að starfa fyrir hann. Hún ferðaðist mikið um landið, þekkti það vel, og unni fegurð þess. þau búa í Hafnarfirði og eiga þrjú börn. Guðbjörg, gift Kristjáni Kristjánssyni bílstjóra á BSR, þau eiga tvo syni. Guðrún, gift Helga Hjaltasyni, verkfræðingi, þau eiga tvo syni. Innilegar samúðarkveðjur til aðstandenda. Kar þú í fridi. Kridur guös þig hkssi. Ilarðu þökk fyrir alll og alll. Guðný og Nanna. Þegar við nú kveðjum Gunnu frænku, en svo var hún alltaf köll- uð okkar á milli, viljum við þakka fyrir að hafa átt slíka frænku og allt það sem hún var fjölskyld- unni. Guð gefi Soffíu þrek og styrk. Blessuð sé minning Guðrúnar Kjartansdóttur. Didda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.