Morgunblaðið - 05.01.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1982
45
Þessir hringdu . . .
Látum ekkert
tækifæri ónotað
Ragnar hringdi og hafði eftirfar-
andi að segja: - Nú er liðið ár fatl-
aðra og margt virðist hafa áunnist
í málefnum þeirra sem ekki hefði
náðst fram, ef ekki hefði verið til
þess stofnað. Hafi allir þeir þökk
fyrir er að unnu, en þeir hafa
vafalaust verið margir. Nú er
komið að okkur gamla fólkinu, ár
okkar, ár gamla fólksins, 1982, er
runnið upp. Það sem ég óttast
mest í því sambandi er að frá
hendi okkar gamla fólksins kunni
að skorta þann þrýsting, sem fatl-
aðir höfðu afl til að veita, ekki síst
í krafti sinna samtaka og styrkt-
armanna. Ég heiti á aldrað fólk að
láta ekkert tækifæri ónotað til að
ræða kjör sín. Því aðeins er von til
þess að einhver árangur verði af
ári því er okkur hefur verið til-
einkað. Og vissulega er margt sem
betur má fara í málefnum okkar.
Skorinorð ræða
útvarpsstjóra
J.H.M., Akureyri, hringdi og hafði
eftirfarandi að segja: - Mér þætti
vænt um, ef þið Morgunblaðs-
menn, fengjuð áramótahlugleið-
ingu Andrésar Björnssonar út-
Andrés Björnsson
varpsstjóra til birtingar, því að
bæði var hún skorinorð og að mín-
um dómi besta áramótaræðan að
þessu sinni, þótt e.t.v. sé ekki rétt
að vera með samanburð í því efni.
Ég þakka honum kærlega fyrir.
Vel heppnað
áramótaskaup
Sig. J. hringdi og hafði eftirfar-
andi að segja: - Það kæmi mér
ekki á óvart þó að lítið yrði fjallað
um áramótaskaup sjónvarpsins að
þessu sinni. Það tókst svo vel. Með
örfáum undantekningum má segja
að atriðin væru hnyttin og heppn-
uðust með ágætum. Þeir eru bráð-
Kolkrabbaveiðin
Sjósóknari fyrir norðan, er
gaman hefir af að segja frá veiði-
ferðum sínum, segir m.a. frá á
þessa leið:
— Jeg fór eitt sinn á kænunni
minni hjerna fram á fjörðinn til
að veiða kolkrabba. Hitti jeg þar
menn á stórum pramma, sem voru
í sömu erindum. Fekk jeg að binda
kænuna í prammann, meðan jeg
rendi þarna.
Ekki hafði jeg fyr rennt, en
kolkrabbi beit á hjá mjer, en ann-
ar kolkrabbi hafði bitið sig fastan
í hann, og þannig koll af kolli. En
þegar jeg sá kolkrabba strolluna,
eins langa og sjeð varð í sjóinn,
slepti jeg veiðarfærunum en hand-
langaði trossuna innbyrðis. Svo
ótt innbyrti jeg kolkrabbann með
þessum hætti, að jeg hefði áður en
varði, sökt kænunni, ef það hefði
ekki viljað mjer til happs, að
strollan slitnaði á borðstokknum.
— Meðan þessu fór fram, urðu
þeir ekki varir, sem á pramman-
um voru.
- • -
Fyrirlestur Guðmundar Frið-
jónssonar á sunnudagskvöldið var
á óhentugum tíma og þó nær hús-
fyllir. Talaði skáldið um inni-
skemmtilegir húmoristar, strák-
arnir sem sömdu efnið, og ekki má
gleymast hlutur hljómsveitarinn-
ar Galdrakarla, því að leikur
hennar lífgaði mjög upp á þáttinn.
fyrir 50 árum
byrgðar þrár, sýndi hve mikið
djúp ríkrar tilfinningar byggi
löngum bak við fá orð eða þögn í
sögum vorum og ljóðum, og hvern-
ig þrárnar hefðu gert menn
skyggna, svo að þeir sáu gegn um
holt og hæðir, svo sem þjóðtrúin
vottar, eða sköpuðu sjer hugmynd-
ir, sem voru fyrirboði hluta, er síð-
ar voru fundnir upp og komust í
framkvæmd. Kom hann víða við
og brá oft á skeið.
í Velvakanda
fyrir 30 árum
Margir gefa smáfuglunum
NÚ harðnar á dalnum hjá smá-
fuglunum, enda láta menn ekki
sitt eftir liggja að gefa þeim.
Areiðanlega fellur margt það til á
flestum heimilum, sem sólskríkj-
unni frá í sumar kemur vel að fá,
þótt annars sé það lítt eða ekki
nýtt.
En það er ekki nóg að fleygja
molunum út á hjarnið, fuglarnir
verða að fá næði til að tína þá.
Þess vegna ættu foreldrarnir að
brýna fyrir krökkunum að varast
að styggja litlu angana, þegar þeir
setjast að krásunum. — Areiðan-
lega taka krakkarnir vel í það, því
að engum þykir vænna um þá en
þeim.
Berjahratið er lostæti
í SUMAR vissi ég til, að fólk
þurrkaði berjahratið, þegar saftið
hafði verið síað frá, og nú er það
eftirsóknarverður fuglamatur.
Áður fyrr var siður í sveitum að
kasta moði út á sjóinn, þar fundu
fuglarnir margt ætilegt kornið.
Sennilega er þessum hætti haldið
enn.
Af þessu má sjá, að ekki þarf
neinu til að kosta til að seðja
hungur smáfuglanna, aðeins að
hugulsemin sé á réttum stað.
Old boys
Hressingarleikfimi fyrir karla á öllum aldri, hefst í íþrótta-
húsinu Ásgaröi, Garðabæ, í dag 5. janúar.
Uppl. og innritun í síma 52655 og 53066.
Páll Ólafsson íþróttakennari.
» ........... ................... i ....H1III.I■H
Músíkleikfimi
hefst mánudaginn 18. janúar. Stykjandi og liðkandi
æfingar fyrir konur á öllum aldri. Byrjenda- og fram-
haldstímar í húsi Jóns Þorsteinssonar, Lindargötu 7,
kennari Gígja Hermannsdóttir.
Uppl. og innritun í síma 13022.
Söngskglinn í Reykjavik
Söngskólinn í Reykjavík
Getum bætt viö nokkrum söngnemendum. Umsókn-
arfrestur til 8. janúar nk.
Uppl. á skrifstofu skólans, Hverfisgötu 45, sími 21942
og 27366 daglega frá 1-5. Skólastjóri.
Opiö laugardaga kl. 9—12
Verslið hjá
fagmanninum
Þú kemur meö filmurnar til okkar í dag
og sækir myndirnar kl. 16 á morgun.
1UDO
Ný byrjendanámskeiö hefjast 6. janúar.
Innritun á byrjunarnámskeið
virka daga kl. 13 til 22
í síma 83295.
Judodeild Ármanns