Morgunblaðið - 05.01.1982, Blaðsíða 40
Sími á ritstjórn og skrifstofu:
10100
I>RIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1982
r
Síminn á afgreiðslunni er
83033
Gjaldeyrisdeildir bankanna lokaðar f dag?
8—10% gengisfall og 3%
gengissig á mánuði í aðsigi
Fiskverð aðeins samþykkt til l.marz la--. .a—i
Myndin var tekin ( Grindavíkurhöfn sl. laugardag, en þar liggur allur
floti Grindvíkinga við festar, öndvert við það venjulega á þessum árstíma
þegar hryggjurnar eru auðar nema rétt á meðan löndun stendur yfir.
l.jósmvnd Mbl. Kristján.
Hrikalegt ástand er í
sjávarplássum landsins
Dapurt hljóð í fólki vegna lömunar atvinnulífs
(iKNGI íslenzku krónunnar verður
væntanlega fellt um 8—10% í dag
eða einhvern næstu daga. (íjaldeyr
isdeildir bankanna verða því að öll-
um líkindum lokaðar þar til banka-
sljórn Seðlabanka Islands hefur gef-
ið út tilkynningu um nýja gengis-
skráningu. Bankaráð Seðlabankans
var boðað til fundar í dag kl. 9.30 og
ennfremur verður ríkisstjórnarfund-
ur árdegis í dag. I>á hefur Mbl. feng-
ið staðfcst, að auk þeirrar 8—10%
gengisfellingar, sem nú er ákveðin,
verði gengið látið „síga“ um sem
svarar 3% á mánuði þar til 16—18%
gengisfellingu er náð, en það er talin
vera sú breyting sem gera þarf á
genginu til að hægt sé að hækka
almennt fiskverð um 14—18%, eins
Kaldbakur og
Haraldur afla-
hæstir togara
SK|íTT(K;AKINN Haraldur Böðv-
arsson frá Akranesi varð aflahæstur
minni togaranna á nýliðnu ári með
5.800 lestir. Skipstjóri á Haraldi
Böðvarssyni er Kristján l’étursson.
Af stærri skuttogurunum varð Kald-
bakur, skip Útgerðarfélags Akureyr
ar, aflahæstur með 6.004 lestir. Skip-
stjóri á Kaldbak er l'orsteinn Vil-
helmsson.
Undanfarin ár hafa togarar
Vestfirðinga verið aflahæstir
minni togaranna en að þessu sinni
skaust Haraldur Boðvarsson upp
fyrir þá og sagði Haraldur Stur-
laugsson, framkvæmdastjóri á
Akranesi, að afli Haraldar Böðv-
arssonar hefði verið ævintýralegur
á árinu. Páll Pálsson frá Hnífsdal
varð í öðru sæti minni skuttogar-
anna með 5.711 lestir, skipstjóri er
Guðjón A. Kristjánsson. Tölur um
aflaverðmæti liggja ekki fyrir, en
líklegt er að Páll Pálsson ÍS sé með
mest aflaverðmæti minni togar-
anna.
og hugmyndir hafa verið um innan
ríkisstjórnarinnar.
Kkki hefur enn tekist samkomu-
lag um nýtt fiskverð. Síðast var
haldinn fundur í yfirnefnd verð-
lagsráðs í gær. Stóð fundurinn í
tæpar þrjár klukkustundir og hef-
ur Mbl. heimildir fyrir því að ekk-
ert þokaðist í samkomulagsátt á
fundinum. Einn af viðmælendum
blaðsins sagði í gær, að sjómenn og
útgerðarmenn komi ekki til með að
samþykkja að fiskverð verði látið
gilda lengur en til 1. marz nk. þar
sem þá gengur í gildi nýr vísitölu-
útreikningur. Á síðasta ári var sá
háttur hafður á, að fiskverð gilti til
1. marz. Var það þá ekki ákveðið
fyrr en 14. febrúar og gilti frá ára-
mótum. Þá var öllum kunnugt um
hve háar launahækkanir yrðu 1.
marz og því samið fyrirfram um
6% fiskverðshækkun frá þeim degi.
Sami viðmæiandi blaðsins sagðist
telja það „sorglegt, að aðilar skuli
þurfa að setjast niður á ný upp úr
miðjum næsta mánuði til að fjalla
um fiskverð".
Menn hafa ekki viljað tjá sig um
hvaða áhrif áðurnefnd gengisfell-
ing kemur til með að hafa á fisk-
verðsákvörðun þar sem ríkisstjórn-
in hafi ekki enn tilkynnt um frek-
„l’að má búast við að I
6000—8000 manns missi vinnu
sína á starfssvæði verkalýðsfélag- I
ari efnahagsaðgerðir, sem ljóst er
að þurfa til að koma. Samkvæmt
því sem Mbl. kemst næst mun
ágreiningur vera mikill innan rík-
isstjórnarinnar um hverjar þær að-
gérðir eiga að vera og því allsendis
óljóst, hvenær ákvarðanir verða
þar teknar.
Einn af forvígismönnum sjó-
manna sagði í samtali við Mbl. í
gær, að samningamál sjómanna
væru í algjörri biðstöðu. Ráðherrar
hefðu á síðustu mánuðum lofað sjó-
mönnum niðurfellingu olíugjalds
en nú væri komið annað hljóð í
strokkinn og ræddu ráðherrar um
að lækka það um 2—2'/i% og jafn-
vel að sett verði bráðabirgðalög þar
að lútandi. Telja sjómenn að það
yrði eingöngu til hins verra og
samningar færu þá í enn meiri
hnút. Telja þeir að fyrst verði að
ræða og semja við útvegsmenn og
ef olíugjald eigi að haldast áfram,
þá verði það samningsatriði milli
sjómanna og útgerðarmanna, ríkis-
stjórnin eigi þar hvergi að koma
nærri.
Ekki var ljóst í gærkvöldi hvort
tilkynnt yrði um hina nýju geng-
isskráningu í dag eða næstu daga.
Fundur í yfirnefnd verðlagsráðs
verður haldinn síðdegis.
anna í höfudborginni einni næstu
daga, vegna stöðvunar flotans,“
sagði Eyjólfur Jónsson hjá Trygg-
ingastofnun ríkisins í samtali við
Morgunblaðið í gær þegar blaða-
menn höfðu samband víða um
land til þess að afla frétta af stöðu
mála í hinum ýmsu byggðarlögum
landsins. Öll hin sjávarplássin
sem við höfðum samband við
áttu það sammerkt að þar stefnir í
mesta vandræðaástand og það var
dapurlegt hljóð í fólki í upphafi
vetrarvertíðar á nýju ári.
Um það bil 900 fiskiskip
landsmanna liggja nú bundin
við bryggjur og fyrir utan það
að sjómenn eru frá störfum, er
búið að segja svo til öllu starfs-
„ fólki í fiskvinnsluhúsum upp
störfum, en að auki kemur
stöðvun flotans við fjölmargar
atvinnugreinar aðrar og má þar
nefna vörubílastöðvar, neta-
gerðarmenn, vélsmiði og fleiri
iðnaðarmenn, því nær allar
greinar atvinnulífsins tengjast
útvegi og fiskvinnslu á einn eða
annan hátt.
Á miðsíðu blaðsins í dag og
bls. 30 í dag eru viðtöl við
talsmenn verkalýðsfélaga og
fyrirtækja í nær 20 plássum á
landinu þar sem það kemur
fram að menn telja ástandið
hrikalegt í upphafi vetrar-
vertíðar þegar þúsundum
verkamanna er sagt upp.
Morgunblaðið heiðrar íþróttamenn
Morgunblaðið heiðrar árlega afreks-
fólk í íþróttum og fór afhending
verðlaunagripa fram að Hótel Holti í
gærdag. Á myndinni hér að ofan má
sjá íþróttafólkið sem heiðrað var að
þessu sinni. Aftari röð f.v.: Anton
Órn Kærnested formaður Vfkings,
sem tók við bikar fyrir hönd Lárusar
Guðmundssonar knattspyrnumanns,
Árni Kjartansson faðir Árna Þórs
Árnasonar skíðamanns, Garðar Jó-
hannsson körfuknattleiksmaður,
Sigurður Sveinsson handknattleiks-
maður, Sigurður Lárusson knatt-
spyrnumaður, Sigurlás Þorleifsson
knattspyrnumaður, Kíkharður
Hrafnkelsson körfuknattleiksmað-
ur. Sitjandi f.v.: Ingi Þór Jónsson
sundmaður, Margrét Theodórsdóttir
handknattleiksmaður, Haraldur
Sveinsson framkvæmdastjóri Árvak-
urs og Sigurður T. Sigurðsson frjáls-
íþróttamaður. Sjá nánar á íþróttasíð-
um blaðsins.
Ljósm. Kmilía