Morgunblaðið - 05.01.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.01.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1982 Sjötugur: Magnús Maríasson olíustöðvarstjóri Sjötugur er í dag góðvinur minn „frá Djúpi og Ströndum", Magnús Mariasson, stöðvarstjóri Olíu- stöðvarinnar í Hvalfirði hf. Hann er mætur og merkur maður, Vest- firðingur í húð og hár — sérstæð- ur um margt, á fáa sína líka. Magnús er fæddur 5. janúar 1912, að Kollsá í Grunnavíkur- hreppi, Jökulfjörðum, Norður- ísafjarðarsýslu. Foreldrar hans voru þau hjónin Guðrún Jónsdótt- ir frá Hóltúni á Snæfjallaströnd, og Marías sjómaður Jakobsson Hagalínssonar frá Gullhúsám á sömu strönd. Faðir Magnúsar átti 10 börn, en föðurafi 20, og lét sig þó ekki muna um að taka það 21. til fósturs. Átta ára gamall var Magnús sendur til Æðeyjar, og fór þá, þótt svo ungur væri, að bjástra við að hafa ofanaf fyrir sér sem vikapilt- ur, og ekki kom drengurinn sér verr en það, að hann ílentist þar í eynni framtil tvítugsaldurs. Segir það sína sögu. Veturinn 1927—1928 stundaði Magnús nám við Héraðsskóla séra Sigtryggs Guðlaugssonar að Núpi í Dýrafirði — yngstur nemenda, ef ég man rétt, aðeins 15 ára að aldri. Og það var einmitt þar, sem fund- um okkar bar saman fyrst. Eftir nokkurra ára millispil, meðan hann á verstu atvinnuleysis- og krepputímum gegndi margháttuð- um störfum til sjós og lands, sem til féllu — innritaðist Magnús í Samvinnuskólann og lauk þaðan verzlunarprófi eftir 2ja vetra nám árið 1936. Á stríðsárunum var hann t.d. skipverji á hinu fræga skipi „Fróða“ Þorsteins Eyfirð- ings, í flutningum milli Reykja- víkur og Hvalfjarðar og brá þá fyrir sig hvers konar störfum um borð, allt neðanúr „fírplássi" og upp á „dekk“, því snemma var pilt- urinn afburða verkmaður. Hinn 14. desember 1943 hófst svo hin raunverulega og samfellda Hvalfjarðarvist Magnúsar, sem því hefur varað í full 37 ár. Réðist hann fyrst til þjónustu fyrir varn- arliðið, bæði hið brezka og amer- íska, og samskiptaoiíufélög þeirra, fyrst Shell og síðar Hið ísl. stein- olíuhlutafélag, sem hafði umboð fyrir Standard Oil, eða Esso, en að lokum — í maí 1947 — til Olíufé- lagsins hf., sem þá hafði tekið við eignum og rekstri HÍS fyrir for- göngu Vilhjálms Þór og aðild SIS. Á sínum tíma áður hafði hinn am- eríski yfirmaður olíustöðvarinnar bent á, ef ekki beinlínis krafizt, að Magnús tæki við stjórn hennar. Slíkt álit erlendra manna hafði Magnús þá þegar áunnið sér, og segir það meiri sögu honum til verðugs hróss en mörg orð. Það mætti skrifa mikla bók um það viðskipta- og mannlíf, sem síðan hefur átt sér stað í Hvalfirði undir yfirstjórn Magnúsar Marí- assonar. Um 40 manns vann þar að jafnaði, þegar flest var. Sam- skipti voru mikil, þar á meðal við bæði innienda og erlenda höfð- ingsmenn, einkum að sjálfsögðu í sambandi við hina miklu og mik- ilvægu olíuflutninga. Alla kann Magnús að umgangast með reisn og skörungsskap, og öilu hefur hann gert góð og farsæl skil, og hlotið fyrir vinsældir og viður- kenningu allra, jafnt í friði sem stríði, jafnt erlendra manna sem innlendra. Ljóst má vera, hverri lykilað- stöðu í olíubyrgðastöðinni í Hval- firði Magnús hefur gegnt á slíkum tímum, sem við höfum lifað og lif- um, þegar grunsemdir og tor- tryggni stríðandi stórvelda liggja í lofti. Mér hefur oft dottið í hug, að vart myndu njósnarar andstæð- inga geta krækt sér í feitari bita en Magnús, aðstöðu hans vegna. En þar er nú maður, sem „ekki liggur á lausu“, og því öllu óhætt 14 sæmdir Fálkaorðu Forseti íslands sæmdi á nýársdag eftirtalda íslenska ríkisborgara hinni íslensku fálkaorðu: Ásgeir Erlendsson, vitavörð á Hvallátrum, riddarakrossi fyrir vitavarðarstörf, Egil Skúla Ingi- bergsson, borgarstjóra, riddara- krossi fyrir störf að sveitarstjórn- armálum, Friðrik Sigurjónsson, hreppstjóra í Vopnafirði, riddara- krossi fyrir félagsmálastörf, Guð- mund Björnsson, fv. kennara á Akranesi, riddarakrossi fyrir störf að félags- og fræðslumálum, Kristínu Teitsdóttur, húsfreyju, Hnúki, Klofningshreppi, Dala- sýslu, riddarakrossi fyrir ljósmóð- urstörf, Lýð Guðmundsson, hrepp- stjóra, Litlu-Sandvík, Flóa, ridd- arakrossi fyrir félagsmálastörf, Ólaf Bjarnaso'h, prófessor, riddarakrossi fyrir kennslu- og vísindastörf, Ólaf Skúlason, dómprófast, riddarakrossi fyrir störf að kirkjumálum, Sigurjón Ólafsson, myndhöggvara, stór- riddarakrossi fyrir höggmynda- list, Snorra Ólafsson, fv. yfirlækni að Kristnesi, riddarakrossi fyrir störf að heilbrigðismálum, Stefán íslandi, óperusöngvara, stjörnu stórriddara fyrir tónlistarstörf, Tryggva Ólafsson, forstjóra, ridd- arakrossi fyrir störf að viðskipta- og sjávarútvegsmálum, Völu Ás- geirsdóttur Thoroddsen, forsætis- ráðherrafrú, riddarakrossi fyrir störf í opinbera þágu og Valborgu Bentsdóttur, fv. skrifstofustjóra, riddarakrossi fyrir félagsmála- störf. HVERNIG GETUR (iTt©EU.O ADSTOÐAD lINetlNCAl Sú «• Ottfciw iitgum felst m.«. I »ö finna l«usn « peirra mcA viðneðum og upplýsíngum H4f rná t. d. nefM ýmís persónulcg v«ndkv*ði unpngí. *t- vinnulevsi. notkun og erfiðkik* f $kól*. C'tMmtd *«*rf«r einnljf «*«ö wgjttagahópum MeAiimtmir ékvarða a6 miklu levtl sjálfir vió- f«fig$efni hópelarfeins. |*í»fr»HU er boóió upp á fneóniu. L d. um vimugjafa fwrtð I J»« imvSknir á s'ofnamr, i leikhús, fe^dnióg o. *, fnC HVAR ER OTtPEILD? CtíMU „><lkai Mw , s«ftt«t( MttM á i borgfmtl. Utideild hefur hfl« tii umréóa sem fiOUÖtr eru Ul þess «ð «k« é milli þeuara siaóa FfHv«f&uetr. um het*«r er OtMeildto otttmt M wutim mMmmmm. ÚTTDEILD Kynningar- bæklingur um útideild GEFINN hefur verið út bæklingur um starfsemi Útideildar, sem er sérstök deild Félagsmálastofnunar Reykjavík- ur, er starfar með unglingum. Kemur þar m.a. fram að starfsmenn eru 8 sem vinna með unglingahópum og aðstoða unglinga og er eitt hlutverk þeirra að koma í veg fyrir að unglingar lendi í erfiðleikum og aðstoða þá ef slíkt kerm ur fyrir. Aðallega fer starfsemin fram um helgar og fer fram í miðborg Reykjavíkur, en einnig er boðið upp á fræðslu ýmiss konar, farið er í heim- sóknir á stofnanir, í leikhús, ferðalög o.fl. % vegna allra þeirra upplýsinga og jafnvel mikilvægra leyndarmála, sem honum hefir verið trúað fyrir svo lengi. En mér er spurn, hvort margir íslenzkir menn hafi haft öllu meiri og vandmeðfarnari leyndardóma að gæta en Magnús. Kunnugleiki hans og lyklavöld hafa trúlega verið miklu meiri en almenningur hefir gert sér ljóst. Magnús hefur líka verið nógu viti borinn til þess að berast ekki á eða vekja athygli umfram nauðsyn, heldur þvert á móti að láta sem minnst á sér bera. Liggur garður hans þó sannarlega og bókstaflega „um þjóðbraut þvera", en stjórn benzín- og veitingasölunnar „á Sandinum" hefur hann ekki látið sig muna um að bæta á sitt breiða bak, auk alls annars þunga, sem á honum hvílir. Magnús hefur því ekki setið á neinum friðarstóli þarna innfrá á sögufrægum merkisslóðum „í faðmi fjalla blárra". Ég vék áðan að því, hversu Magnús Maríasson er frábitinn því að berast á eða láta mikið fyrir sér fara. í því sambandi dettur mér í hug, að mörgum manninum í hans sporum myndi hafa fundizt sér nauðsyn, með tilliti til síns víðtæka og margþætta viðfangs- efnis, og alls í kringum það, að hafa flotta skrifstofu og spígspora þar „á teppi“ með makt og miklu veldi, hafandi hvítflibbabúinn fulltrúa og fínan einkaritara! En einskis af þessu hefur Magnús nokkru sinni látið sér detta í hug að krefjast, og myndi trúlega alls ekki hafa þegið, þótt boðið hefði verið. En vakinn og sofinn hefur hann verið á sínum verði — í sín- um störfum, á nóttu jafnt sem degi, og látið þau sitja fyrir einka- þörfum og hagsmunum sjálfs sín og fjölskyldu sinnar, ef því var að skipta. Hljóðlátur, staðfastur og stjórnsamur hefur hann „gengið um garða“ hinnar mikilvægu þjónustustöðvar, með „auga á hverjum fingri“ þannig að ekkert hefur farið framhjá honum. Hér hefur verið vikið nokkuð að ævistarfi Magnúsar Maríassonar. Vissulega segir það margt um manninn, en þó ekki allt. Hann er einhver sá geðþekkasti og skemmtilegasti maður, sem ég hefi kynnzt um dagana, enda allt- af verið mér tilhlökkunarefni að hitta hann, og ótalda hláturrok- una höfum við grátið saman! Mér er Magnús í minni allt frá Núpsskólaárum okkar, þegar hann t.d. tók upp á því um háttatímann á kvöldin að koma, taka í mig og brjóta sokkana mína á hæl, að sið notalegra og umhyggjusamra þjónusta, gjarna tautandi fyrir munni sér: „Ég er þrællinn þinn — þú ert herra minn!“ Þannig var honum eiginlegt að leiða blæ hlýrrar gamansemi og góðvildar yfir daglegt samneyti og gera grín, helzt á sjálfs sín kostnað. Bókamaður allmikill er Magnús, fróður og vel heima í bókmennt- um, einkum bundnu máli, og prýðilega viðræðuhæfur við jafn- vel prófessora í þeim efnum. Kryddar hann gjarna mál sitt fleygum setningum — sbr. þegar hann eitt sinn á forstjóraárum Sigurðar heitins Jónassonar svar- aði til, aðspurður um dvöl sína í olíustöðinni á helgum degi: „Viss- uð þér ekki, að mér ber að vera í því, sem míns föður er!“ Eins og að líkum lætur, er 31 Magnús Maríasson vinsæll maður, enda velviljaður og hjálpfús með afbrigðum. Bera nágrannar hans, bændurnir í sveitinni, honum góða sögu, og svo er um starfsfólk allt og viðskiptavini Olíufélagsins. Og traust yfirboðara sinna hefur hann ávallt haft. Hann er öllum hnútum kunnugur í sínu veldi, jafnt varðandi mannlíf sem þrælflóknar olíuleiðslur og olíu- gímöld, sem guð má vita, hvort nokkur maður annar á jarðríki ber skynbragð á! Vonandi, að Olíu- félaginu auðnist í tæka tíð að bjarga vizku Magnúsar og leynd- ardómum upp á „þurrt land“ áður en hann, þessi einstæði og marg- fróði höfðingi, missir ráð og rænu, eða það, sem sviplegra er. Magnús hefur lifað í góðri sátt við sitt fólk. Til ekki færri en 10 hjónabanda hefur verið stofnað undir hans handarjaðri, bæði ís- lenzkra og erlendra, þar sem fyrir hefur komið, að hann sjálfur hefur gerzt annað hvort vígslu- eða skírnarvottur, nema hvort tveggja hafi verið. „Hans“ fólk er því orðið margt „gegnum tíðina" og víða gróðursett um heimsbyggðina. Kvæntur er Magnús mikilhæfri og glæsilegri konu, Huldu Svein- björgu Þórisdóttur frá Blikalóni í Presthólahreppi, Norður-Þingeyj- arsýslu. Þau eiga fjóra syni, sem allir eru uppkomnir myndarmenn: Viðar, Ásgeir Halldór, heitinn eft- ir þeim á sinni tíð kunnu Æðeyj- arbræðrum, Skúli og Þorsteinn. Stjúpbörn á Magnús tvö: Þóri og Bóthildi, hinar beztu manneskjur. Ég þakka svo Magnúsi vini mín- um óteljandi ánægjustundir, sem við höfum notið saman. Það hefur alltaf verið hressandi bæði fyrir líkama og sál að ganga innfyrir hans þröskuld, og njóta frásagn- arlistar hans, glaðværðar, rausnar og greiðasemi. Slíkt hefir ekki ver- ið ónýtt fyrir áratuga landshorna- flakkara eins og mig. Guð hefur gætt hann miklu þreki og góðri heilsu. Aðeins einu sinni á lífsleið- inni hefir hann þurft að dvelja á sjúkrahúsi um stund, og þá vegna meiðsla. Megi hann og hans ást- kæra Hulda njóta samvista sem lengst, í ást og eindrægni — heil og sæl í sínum ranni, „hvort lánað líf oss ber langt eða skammt“. Baldvin Þ. Kristjánsson 0. Afr Það er mjög gagnlegt að færa minnisbók. Sama í hvaða starfi þú ert. Með því sleppur þú við áhyggjur og ótta, auk margvíslegra leiðinda og jafnvel hórra aukaútgjalda. Auk þess eru minnisbækur gagnlegar til uppsláttar síðar meir. í Pennanum er eitt mesta úrval dagbóka við hæfi állra. Nýttu vel tímann þinn, notaðu minnisbók. em> Hallarmúla 2, Laugavegi 84, Hafnarstræti 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.