Morgunblaðið - 05.01.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.01.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1982 13 að sanna, að Picasso hafi einungis verið tálsýn aldarinnar, — aldrei verið til og að einhverjir aðrir, t.d. vindurinn, hafi giljað lagskonur hans... Fugladráp í nafni „nýlista“ Mikla athygli mun það hafa vakið, er hinir svonefndu „nýlistamenn" efndu til gjörninga í Nýlistasafninu, þar sem m.a. nokkrar hænur voru aflífaðar. Fyrir ca. 15—20 árum átti sér svipað stað í Danmörku og víðar og minnist ég þess, er heilum hesti var slátrað á berangri í nafni listar- innar. Þetta er því lítil nýsköpun, en ytra gengu menn ekki svo langt að tengja gjörninginn óbeint miklum mannlegum harmleik svo sem gert var hér heima og gerir hann að sið- ferðilegri viðurstyggð. Gjörningarn- ir höfðu samheitið Bruni B.B. og mátti vissulega lesa úr þeirri nafn- gift ákveðinn atburð. Að sjálfsögðu gat stjórn Mynd- lista- og handiðaskólans ekki setið aðgerðalaus, er nemendur tóku þátt í siíkum leik og taldi meirihluti hennar slíkan hugsunarhátt ekki eiga heima innan veggja skólans. Þess skal og getið að víða erlendis er nemendum listaskóla með öllu óheimilt að taka þátt í sýningum utan skóla án samþykkis skóla- stjórnar. Það, sem gerir það svo erfitt að stjórna þessum skóla, er að hann hefur hvorki markviss lög né sam- þykkta reglugerð og virðist jafnvel sem sumir óski þess, að svo verði áfram, þannig að hægt sé að stjórna honum af hentisemi og ráðandi klíku hverju sinni. Skólinn þarf sem fyrst að komast á listaháskólastig, því ljóst er, að aldrei hefur verið meiri þörf fyrir slíkan skóla en nú, er ósmekklegur „Hong Kong“-plast- varningur flæðir inn í landið í stríð- um straumum. Auk þess mun þörfin fyrir skapandi einstaklinga aukast gífurlega á þessum áratug örtölv- unnar, ef trúa má vísindamönnum. — Það er alveg ljóst, að með réttu áframhaldi verður íslenzkur listiðnaður brátt eftirsóttur um all- an heim og góð menntun á sviði lista og hönnunar mun skila þjóðarbúinu margföldum þeim fjármunum, er það leggur til myndlistarmenntun- ar ... Hlemmur Biðskýlið við Hlemmtorg er hin fegursta byggingarlist hið ytra, en mun síður virðist hafa tekist til hið innra eða svo finnst mörgum. Þar safnast alls konar lýður, sem ekki ætti að sjást á slíkum stað þannig að biðskýlið er líkast risastórri út- gáfu af smærri biðskýlum víða í borginni í tengslum við verzlunar- rekstur á ropvatni o.fl. Frekar bíða flestir fyrir utan þau skýli en að hætta sér inn, jafnvel þótt bruna- gaddur sé úti. Tvö atvik, er ég varð vitni að í biðskýlinu að Hlemmi fyrir hátíð- Pablo Picasso í vinnustofu sinni í Vallauris árið 1952. Menn taki eftir hinum frægu augum er þóttu öllu öðru fremur einkenna persónu hans. irnar standa mér ljóslifandi fyrir hugskotsjónum sem eitthvað óhugn- anlegt, er ég ekki vildi séð hafa né vitað af frekar en áðurnefndum gjörningi. Hið fyrra var, er ég sá unga, gáfulega og fallega telpu í fylgd með nokkrum piltum, sem litu út eins og skjólstæðingar Fagins úr Oliver Twist. Telpan var með plastpoka og öll héldu þau á hvítum pappírsmálum með einhverju glundri í. Skyndilega fer stúlkan ofaní plastpokann og skrúfar þar eitthvað frá, tekur hann svo upp og hellir úr brennivínsflösku í mál pilt- anna! Ég hef hingað til álitið að slíkt gerði einungis viss mannteg- und á slíkum stað og hrökk ég því við. Seinna atvikið var, er þrír korn- ungir pönkarar sátu á bekk á Hlemmi ásamt ungri, snoturri stúlku, er virtist þekkja þá, en var þó auðsjáanlega ekki í slagtogi með þeim, — hélt stúlkan á ungbarni í fangi sér. Auðsjáanlega voru strák- arnir undir áhrifum vímuefn^, því að þannig var þeirra framferði. M.a. voru þeir stöðugt að ýta stúlkunni af bekknum, svo að hún datt á gólfið með barnið í fanginu. Svona gekk þetta um stund og stelpan settist alltaf aftur á bekkinn, — þá skeður það, að barnið kemur illa niður, er þeir hrinda henni næst, og fer að hágráta, en ekki setti stelpan það fyrir sig og settist aftur. Fólk horfði á þetta með forundran, en án þess að hræra legg né lið, en mér var nóg boðið og stóð upp og hvessti augum á strákana, er sáu strax sitt óvænna og hættu leiknum. Nú mætti máski spyrja: Hví er ekki strangari gæzla þarna og hvernig geta menn sætt sig við slíkt, beint fyrir framan aðalstöðvar ís- lenzkrar löggæzlu? Þetta þykja máski ekki stórvægi- leg atvik en gæta skal þess að hér var um að ræða fólk er vissi ofurvel hvað það var að gera og það er meinið. — Þetta þjóðfélag hefur auðsjáanlega fengið á sig stórborg- arsvip, en því miður helst á sviði múg- og meðalmennsku, glataðri dómgreind og athöfnum er helzt sjást í hverfum bak við járnbraut? arstöðvar stórborgar. öldurhúsa- iðnaðurinn blómstfar á sama tímá og aðsókn minnkar að menningarat- höfnum hvers konar, — fjölmiðla- og skrumpésaiðnaðurinn hamast við að ýta undir þessa þróun og er hér engin undantekning. Merkisvið- burðir gleymast í þessari hringiðu fáránleikans, en ómerkilegustu at- burðir eru blásnir upp. Dagblöðin virðast hafa tapað vöku sinni og ættu menn einungis að athuga jóla- gleðifréttir þeirra á aðfangadag, t.d. sló Þjóðviljinn því stórt upp á bak- síðu að brjóstkrabbatilfelíum hefði fjölgað mikið á síðustu árum. Máski hefur fréttastjóri blaðsins álitið þetta vítamínsprautu í jólaskap ís- lenzkra kvenna(!) — Ég minntist hér áður á málar- ann okkar Jón Stefánsson, sem var jafnaldri Picasso og minnist þá, að t.d. Danir fara öðruvísi að og á ólíkt rismeiri hátt. Er rithöfundurinn Klaus Rifbjerg átti fimmtugsaf- mæli á dögunum, birtu öll stærstu dagblöð Kaupmannahafnar flenni- stór viðtöl við hann á forsíðum aukablaða helgarútgáfu sinnar. Menn hafa reynt að telja manni trú um að Rifbjerg væri löngu gleymdur en svo kemur í ljós að hann hefur sennilega aldrei verið frægari en einmitt um þessar mundir, þrátt fyrir gjörningaatlögur úrtölu- manna. Vísa ég til, að á svipuðum tíma átti Hannes okkar Pétursson einnig fimmtugsafmæli og var þess minnst í Þjóðviljanum með nokkr- um línum eftir skáldbróður hans, en ekki einu einasta dagblaði datt í hug að hafa viðtal við hann og rekja skáldferil hans og lífshlaup. Þykir mér þó Hannes engu ómerkari rithöfundur en nefndur Rifbjerg. En meinið er máski, að Hannes stundar hvorki skallapopp né ræflarokk ... Hillingar Sannfærður er ég um, að við eig- um efnilegra æskufólk en nokkru sinni fyrr og því engu að kvíða fái það að njóta sín og þroskast eðlilega og um það stendur baráttan. Það er líkast því sem áhugamálin vanti og að fjölmiðlar hafi gengizt upp í því að mata unga og aldna á efni, sem krefst ekki átaka hugans. Þetta er innfluttur hugsunarhátt- ur og það má minna á og vísa til þess, að vandamálin byrja oft í nafni friðar, fegurðar, góðmennsku og þess að vera á móti „kerfinu". Hálærðir skólamenn fara jafnvel að lifa frumstæðu lífi úti í guðs grænni náttúrunni og m.a. rækta eiturlyf til eigin notkunar. Þetta hefur vakið mikla athygli og verið auglýst um heim allan sem tákn afturhvarfs til upprunans. En vita menn það, að á Bowery í New York liggja á gang- stéttum innan um ósjálfbjarga róna fyrrverandi háskólaborgarar, vís- indamenn, dómarar o.fl. — Það fer ekki hátt um það, en áróðursmenn vímuefnaneyslu sjá um að auglýsa hitt í bak og fyrir. — Mesta vandamál Bandaríkj- anna vegna ræktunar vímuefna- jurta í Kaliforníu hófst fyrir tiltölu- lega fáum árum með hinum svonefndu Blómabörnum, þ.e. Flow- er Powers, sem svo fræg voru á sín- um tíma, en eru að mestu leyti gleymd í dag. Mjór er mikils vísir má hér segja, því ræktunin innan Bandaríkjanna og þá aðallega Kali- forníu er 2—3 milljarða dollara virði árlega og eykst stöðugt þrátt fyrir mikla baráttu yfirvalda gegn þróuninni. — Já, það er margt skrítið í henni veröld og vítin ættu að vera til að varast þau, en síður til að draga dám af þeim. Péres - nýr framkvæmdastjóri hjá Sameinuðu þjóðunum Á MEÐAN hin framkvæmdastjóraefnin geystust um ganga húss Sameinuðu þjóðanna til að afla sér áhrifa lá Javier Péres de Quellar í bókum í húsi sínu á ströndinni við Lima án þess að hafa svo mikið sem síma við höndina. Kunnugir segja að þess háttar rósemi og hógværð séu einmitt helztu skapgerðareinkenni Perúbúans, sem tekur við starfi fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna nú um áramót. Péres hefur verið forstöðumað- ur fastanefndar Perú hjá SÞ sl. fjögur ár og síðan hefur hann gegnt starfi aðstoðarfram- kvæmdastjóra samtakanna um tveggja ára skeið. Svo hógvær er þessi maður sagður í framgöngu að öryggisverðir í byggingu SÞ á bakka Hudson-árinnar hafa vikið sér að honum og beðið hann um að sýna persónuskilríki þegar hann gengur inn um aðaldyrnar. Hann er 61 árs að aldri og má heita uppalinn í utanríkisþjónustu Perú. Fáir efast um hæfni hans til að sætta menn án þess að hafa of mikið frumkvæði. Þegar ljóst varð að margra mánaða þófi um það hver skyldi gegna starfi framkvæmdastjórans næstu fjögur ár hafði lyktað með því að Péres var tekinn fram yfir hina tvo frambjóðendurna, Salim frá Tanzaníu og Waldheim, sem verið hefur framkvæmdastjóri SÞ síðustu átta ár, var Péres að því spurður hvernig hann hygðist haga störfum sínum. Hann kvaðst mundu gæta þess að hafa ekki of mikið frumkvæði Péres ræðir við blaðamenn á Kennedy-flugvelli við komuna til New York eftir að hann var kjörinn framkvæmdastjóri í stað Kurt Waldheims, sem sóttist eftir kjöri í þriðja sinn. Þjóðir þriðja heimsins, með Kínverja í fararbroddi, sóttust eftir því að fulltrúi þeirra tæki við starfinu og studdu í fyrstu Salim, utanríkisráðherra Tanzaníu. Stóð síðan lengi í stappi um Waldheim og Salim en í hverri atkvæðagreiðslu í Öryggisráðinu var beitt neitunarvaldi, en að lokum var sætzt á Péres. að gegna hinu mikilvæga og við- kvæma starfi framkvæmdastjóra SÞ en hann er þekktur fyrir var- kárni samhliða kænsku. I viðræð- um við vestræna viðmælendur kemur skýrt fram að hann kann skil á lögmálum lýðræðis og að- hyllist leikreglur þess stjórnkerf- is, en þegar hann talar við fulltrúa þjóðskipulags þar sem völd safn- ast á fárra manna hendur, er hann afdráttarlaus og gætir þess vand- lega að láta sem minnst uppi um skoðanir sínar á mismunandi stjórnkerfum. Starf framkvæmdastjóra Sam- einuðu þjóðanna er afar mikil- vægt og að sama skapi vandmeð- farið. Varkárni er nauðsynlegur kostur þess manns sem hefur á hendi þetta starf, en um leið krefst það stjórnsemi og þess að viðkomandi sé jafnan reiðubúinn — slíkt væri hættulegra en það að framkvæmdastjóri hefði sig lítið í frammi. Hann kvaðst í fyrstu mundu leggja megináherzlu á að leita lausna á málefnum Afganist- an og finna þar málamiðlun. Þá kvaðst hann mundu beita sér fyrir sáttum milli íraka og írana, um leið og hann nefndi Namibiu og ástandið í Mið-Austurlöndum sem brýn úrlausnarefni. Péres er lögfræðingur að mennt og sérfræðingur í alþjóðalögum. Hann hefur verið fulltrúi lands síns í Bretlandi, Frakklandi, Bólivíu, Brazilíu, Venezúela og Sviss, og hann var fyrsti sendi- herra Perú í Sovétríkjunum. Sjálf- ur telur hann að málamiðlunar- hlutverk í Kýpur-deilu Tyrkja og Grikkja á árunum 1975—77 mik- ilvægasta starfið sem hann hefur haft á hendi til þessa. LEITAÐ hefur verið án árangurs að bandaríska hershöfðingjanum James L. Dozier sem félagar í Kauðu herdeildunum, hryðjuverkasamtökum ítalskra kommúnista, rændu í Veróna 17. desember. Giovanni Spadolini forsætis- ráðherra hét Reagan Bandaríkjaforseta þvf í dag, að leitað yrði allra leiða til að tryggja frelsi Doziers. Á meðfylgjandi mynd eru dóttir hershöfðingjans og eiginkona. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.