Morgunblaðið - 05.01.1982, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1982
43
John Chang McCurdy
sýnir í New York
UOSMYNDARINN John Chang
Mcí'urdy, sem Reykvíkingum er að
góðu kunnur af sýningu hans á
Kjarvalsstöðum fyrir tæpum tveim
árum, sem og frábærum myndum í
bók um ísland, sem Almenna bóka-
félagið gaf út skömmu áður með
texta eftir Magnús Magnússon,
heldur um þessar mundir sýningu á
nokkrum verka sinna í Linden Gall-
eries við 57. götu í New York.
Myndir þessar eru prentaðar
með flókinni og vandasamri lit-
færslu (dye transfer) aðferð sem
kölluð er Reprodye og þykir betri
en allar aðrar við kópíeringu lit-
mynda, þar sem hún gerir mynda-
smiðum, að mér skilst, kleift að
leiðrétta liti sem ekki koma trútt
fram á filmunni. Ef til vill eru
kostir þessarar tækni augljósastir
á þessari sýningu í mynd sem kall-
ast „Rauður hlynur". Þetta er
impressíónískt verk með sterkum
andstæðum lita, sem vart hefði
verið hugsanlegt að framkalla
með venjulegri filmu einni saman.
Mynd þessi var ein af þremur sem
mest áhrif höfðu á mig. Hinar
tvær voru „Snjóþistlar", sem
minnir á japanskt málverk, og
„Ikarus", dramatísk mynd tekin af
móskuhring kringum sólina með
stökum fugli á flugi.
Ein mynd frá Islandi hangir á
sýningunni (fleiri eru í möppu sem
liggur frammi) og gæti þó verið
hvaðan sem væri. Sú nefnist
„Aqua Vitae", en er aldeilis ótengd
brennivíni; hún sýnir gróður við
klettavegg sem vættur er glitrandi
regndropum — lífsins vatni í eig-
inlegri merkingu.
Þetta er ekki mikil sýning að
vöxtum, en frábær að gæðum. Ef
einhver sá er þetta les á erindi til
New York fyrir áramót, ætti hann
að líta inn í Linden Galleries.
Hann mun ekki verða fyrir von-
brigðum.
New York, 5. desember 1981,
Hallberg Hallmundsson.
Nýja strandferðaskipið kostar um 53 milljónir króna:
Notað skip kostar um
20 milljónir króna
- segir m.a. í fréttabréfi Eimskips
INNKAUPASTOFNUN ríkisins
bauð í vor út á alþjóðlegum markaði
smíði á 1—3 strandferðaskipum, og
hefur Ríkisskip nýlega samið við
brezka aðila um smíði á 499
BRT-skipi til strandsiglinga. Um-
samið verð skipsins er um 53 millj-
ónir króna, segir m.a. í fréttabréfi
Eimskips, sem út kom í desember sl.
- Ljóst er, að kaupverð skipsins
er aðeins hluti af kostnaðinum,
þar sem fjárfesta verður í aukinni
aðstöðu og tækjabúnaði í landi í
Reykjavík og víðar.
Athyglisvert er, að á meðan
söluverð eldri skipa fer lækkandi,
skuli ríkisfyrirtæki semja um
nýsmíði á þessu verði. Kaupverð
sambærilegra 5—7 ára gamalla
skipa væri um 20 milljónir króna.
Slík skip myndu uppfylla flestar
kröfur, sem gera verður til strand-
ferðaskipa hér á landi, segir
ennfremur í fréttabréfinu.
Loks segir: Nauðsynlegt er að
endurskoða strandferðaþjónust-
una og innanlandsflutningana al-
mennt, auk þess sem þörf er á
endurnýjun skipastólsins. Ríkis-
rekstrarformið hentar ekki lengur
í núverandi mynd, enda hefur
rekstur og þjónusta Ríkisskips
breyzt verulega á undanförnum
árum. Samkeppni við einkaaðila
hefur aukizt á þær hafnir, þar sem
þeir veita góða þjónustu, en dregið
hefur úr þjónustu við önnur af-
skekktari byggðarlög eða bíla-
flutningar auknir.
Þrettándagleði Sínawik
veröur í Súlnasal Hótel Sögu í dag miðviku-
daginn 6. janúar kl. 16.00. Mætiö vel og takiö
með ykkur gesti.
Gleöilegt ár. Stjórnin.
BlE]E]B]gE]EIE]E]E]ElE]B|B]ElBigB]B]B|l3|
I Sigtiut I
H Bingó í kvöld kl. 20.30. H
|{ Aðalvinningur kr. 5 þús.
E]E]E1ElElElElElE|E]E]E]E)E]j5]E]ElElElEM^
Heba heldur
vid heilsunni
Nýtt námskeið að heíjast
Dag- og kvöldtímar tvisvar eða
íjórum sinnum í viku.
Megrunarkúrar - Nuddkúrar
Leikíimi - Sauna - Ljós - Megrun
Sól-bekkir- Nudd - Hvíld - Kalfi -
o.fl.
Innritun í síma 42360 - 40935
Heilsurœktin Heba
Auðbrekku 53, Kópavogi.
Ingibjörg Árnadóttir, hjúkrunar
frædingur.
Hjúkrunar-
fræðingur
fær norræn-
an styrk
NÝVERIÐ fékk Ingibjörg Árnadótt-
ir hjúkrunarfræðingur úthlutað
styrk Norðurlandasamvinnu hjúkr
unarfræðinga að upphæð 7.000 nkr.
Styrkinn notaði Ingibjörg til náms
og rannsókna á því hvernig bæta má
fréttamiðlun til hjúkrunarfræðinga í
gegnum fagblöð þeirra og hvaða
leiðir er hægt að fara til að ná þessu
marki.
Ingibjörg dvaldi um tveggja
mánaða skeið í Danmörku í
námsheimsókn hjá Danska Hjúkr-
unarfélaginu, en það félag gefur
vikulega út fagtímaritið „Syge-
plejersken".
Ingibjörg Árnadóttir hefur ver-
ið starfandi ritstjóri tímarits
Hjúkrunarfélags Islands, Hjúkr-
un, í 12 ár, en ritið hefur verið
gefið út fjórum sinnum á ári síðan
árið 1925.
þú fílar
tónlistina
mimm
Já þaö er i kvöld sem kynning veröur á tveim
hljómsveitum, sem náö hafa miklum vinsæld-
um á íslandi, án þess þó aö vera með danstón-
list. Þessar hljómsveitir eru Genisis, brezka
rokkhljómsveitin stórgóöa og bandaríska suþ-
ergrúppan Breakfast in America.
Nú koma aliir sem á annað borö unna góöri
tónlist og hlusta í ró og næöi á þessar hljóm-
sveitir í super hljómflutningstækjunum okkar.
Og fyrir þá, sem vilja fá sér
snúning á eftir þá verður
hann Jón Axel í diskótekinu
og rúllar yfir syrpur af vinsæl-
um danslögum.
Hittumst í
H0LUW00D
Encjinn kemst
hja æfingu
ef hann vill tala erlend tungumál.
Æfinguna færðu í MIMI
Sími 10004 og 11109
6 (kl. 1—5 e.h.)
M*\Ó Ö\\ \ak\V»Y\
Opið frá kl. 18-01.
Pað þarf aldrei neitt sér-
stakt tilefni, tilþess að
skreppa í Oðal og Óðal er
alltaf í leiðinni.
íkvöid rifjum við m.a.
upp vinsælustu ís-
ienzku lögin frá liónu
ári
Wöt\ukua\\\e\ksá\\u$a\o\k
\\Me\jum \s\enzka VanúsWó-
\ó \ WötluWoWa \\\ sxguts,
?ot\úpum \ Wot%-
aruos\Vi\.2W\Vi>iö\ú.
*
?e\m, som oVkWiomosV \
Bot garnos or Wen\ á aú m\ú
s^num \e\k\nn ó sjón-
Morpsskermum \ ÚúaW svú-
ar \Wmö\ú.
Spakmæli dagsins er að
þessu sinni frá Þórði Vigfússyní:
Sjaldan fellur eplið langt frá eplatrénu.
(Þórður benti okkur réttilega á, að epli vaxa
auðvitað á eplatrjám, en ekki eikum, eins
og segir í fyrra máltæki.
Allir í
ÓOAL
á nýju ári