Morgunblaðið - 05.01.1982, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1982
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aóalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, simi 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 100 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 6 kr. eintakiö.
Um ástandió í landinu
í vertíóarbyrjun
ALLT atvinnulíf í landinu við sjávarsíöuna er nú að lamast vegna
verkfalls sjómanna og ástandsins í útvegsmálum landsins, en Morg-
unblaðið hafði samband við fjölmarga staði á landinu í gær og leitaði
umsagna manna varðandi stöðuna og ástand mála í hinum ýmsu
plássum þar sem flestir eiga alla afkomu sína komna undir vinnu við
fiskvinnslu.
Fum sjávarútvegsráð-
herra og fiskverðið
r
Iræðu, sem Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra, flutti á Al-
þingi 16. desember um afkomu sjávarútvegsins og ákvörðun þá
um fiskverð, sem nú er beðið, en á lögum samkvæmt að taka fyrir 1.
janúar, komst hann svo að orði: „Nú hafa samtök þessara aðila
sjómanna, útvegsmanna, fiskvinnsluaðila, að minnsta kosti ýmis
þeirra, boðað stöðvun útgerðar um áramót, ef nýtt fiskverð verði
ekki komið. Það vill nú svo til, að þetta eru einmitt sömu aðilar,
sem velja fulltrúa í verðlagsráðið, sem á samkvæmt lögum að
ákveða fiskverð. Það er auðvitað ágætt að reka þannig á eftir
sjálfum sér, það er gott að slá í hjá sjálfum sér og getur vafalaust
verið gagnlegt." Forsætisráðherra taldi, að ríkisvaldið hlyti „að
koma hér inn í þessi mál til þess að greiða úr“ og bætti svo við „en
það má ekki velta öllum vandanum yfir á ríkisvald og ríkisstjórn."
Eins og sjá má af hinum tilvitnuðu orðum var forsætisráðherra í
raun að skjóta sér og ríkisstjórninni undan því að vera ákvörðunar-
aðili um fiskverðið, jafnframt lét hann eins og vandi útgerðar og
fiskvinnslu væri minni en tölur gáfu til kynna. Allt frá því í
október hefur verið ljóst, að ákvörðun yrði ekki tekin um fiskverð
um þessi áramót nema með verulegum atbeina ríkisvaldsins, bæði
þyrftu til að koma breyting á gengi og aðrar aðgerðir, sem einungis
eru á valdi ríkisstjórnarinnar. Hinn 16. desember talar forsætis-
ráðherra á Alþingi eins og ríkisstjórninni komi fiskverðið næsta
lítið við, það sé ágætt, að þeir, sem það ákveði, slái í hjá sjálfum
sér.
Svo virðist sem það sé helst á gamlársdag, að eitthvert ljós
kvikni hjá ríkisstjórninni. 31. desember 1980 gaf hún út efnahags-
áætlun og 31. desember 1981 gekk Steingrímur Hermannsson, sjáv-
arútvegsráðherra, þvert á orð forsætisráðherra frá 16. desember og
tilkynnti hróðugur, að hann hefði lagt fram hugmyndir um ákvörð-
un fiskverðs. Mátti helst skilja fréttir ríkisfjölmiðlanna á þann veg,
að með hugmyndum sjávarútvegsráðherra, sem hann sagði settar
fram í umboði allrar ríkisstjórnarinnar, væri allur fiskverðsvandi
leystur. Sú bjartsýni reyndist ekki á rökum reist, tillögur ráðherr-
ans komu raunar verðjagsráðinu í opna skjöldu, ekki síst vegna
þess hve fjarri raunveruleikanum þær voru. Fum sjávarútvegsráð-
herra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar hefur síður en svo flýtt fyrir
fiskverðsákvörðun. Nú sýnist Steingrímur Hermannsson trúa því,
að fái hann gagntilboð við óraunsæju tilboði sínu og ríkisstjórnar-
innar, sé allur vandi leystur!
Þau atvinnutæki, sem skapa megnið af íslenskum þjóðarauð,
liggja bundin við bryggju. Að minnsta kosti þrettán þúsund manns
um land allt eru frá vinnu eða að missa hana í byrjun vertíðar. I
margar vikur hefur blasað við, að þetta ástand skapaðist nema
ríkisstjórnin hefði eitthvert frumkvæði. Ríkisstjórnin liefur hins
vegar látið sér nægja að dást að eigin ágæti. Vegna ábyrgðar- og
úrræðaleysis ríkisstjórnarinnar vita þeir, sem fjalla um fiskverðið
í yfirnefnd verðlagsráðs sjávarútvegsins, ekki, hvar þeir eiga að
stinga niður fæti til að finna fast land undir ákvörðun sína. Fum
sjávarútvegsráðherra, tilboð hans út í bláinn á elleftu stundu,
þvert ofan í yfirlýsingar sjálfs forsætisráðherra, er enn ein stað-
festingin á því, að ekki er lengur unnt að taka nokkurt mið af
orðum og athöfnum einstakra ráðherra. Til þeirrar staðreyndar má
fyrst og síðast rekja það öngþveiti, sem nú ríkir, vofa atvinnuleys-
isins er tekin að láta á sér bera vegna særinga einstakra ráðherra
og ríkisstjórnarinnar í heild.
Merk yfirlýsing
Friðjóns Þórðarsonar
Pólitískir málsvarar ríkisstjórnarinnar, þeir Gunnar Thorodd-
sen og Svavar Gestsson, hafa lýst því, að frétt Dagblaðsins og
Vísis um þingrof í janúar og kosningar í mars eigi ekki við rök að
styðjast.
I tilefni af frétt sinni um þetta mál sneri Dagblaðið og Vísir sér
til Friðjóns Þórðarsonar, dómsmálaráðherra, sem sagði, að sér
væri ekki kunnugt um þingrofsáform. Og Friðjón bætti við merkari
yfirlýsingu, þegar hann sagði: „... framboð mitt utan Sjálfstæðis-
flokksins kemur ekki til greina ... Það hefur ætíð verið mín ætlun,
að þegar lýkur þessu stjórnarsamstarfi, sem ég taldi nauðsynlegt á
sínum tíma, gangi sjálfstæðismenn aftur sameinaðir til leiks."
Búist við að
8000 manns
missi atvinn-
una í Reykjavík
VEGNA ástandsins í fisk-
vinnslufyrirtækjum víða um
land í kjölfar vinnustödvunar
á fiskiskipaflotanum, munu
margir á næstunni eiga rétt á
atvinnuleysisbótum frá At-
vinnuleysistryggingasjóði. Af
því tilefni sneri Mbl. sér til
Eyjólfs Jónssonr hjá ' Trygg-
ingastofnun til að afla upplýs-
inga um það, hverjir eiga rétt
á slíkum bótum og hve mikl-
um.
í svari Eyjólfs kom fram,
að hver sá sem er í verka-
lýðsfélagi og hefur stundað
vinnu að einhverju marki
síðustu tólf mánuði, á rétt á
atvinnuleysisbótum, verði
eiga allir rétt til slíkra bóta
óháð tekjum maka.
Eyjólfur sagði að ljóst
væri að hér yrði um mikla
fjármuni að ræða, ef ekki
leystist úr bráðlega og til
dæmis mætti búast við að
6000—8000 manns myndu
missa vinnu sína á starfs-
sviði verkalýðsfélaganna í
höfuðborginni einni næstu
daga vegna stöðvunar flot-
ans.
Neskaupstaður:
Helmingur
bæjarbúa
atvinnulaus
Á Neskaupstað sagði bæj-
arstjórinn Logi Kristjánsson
í samtali við Mbl. að væri eitt
Vörubílastöðin
í Keflavík:
Allt stopp og
dapurlegt hljóð
ALLT HEFUR verið stopp hjá okkur
í dag, sagði Sigurður Guðjónsson
formaður Vörubflastöðvarinnar í
Keflavík í samtali við Mbl. Það hef-
ur ekki verið nema einn bfll í gangi í
dag og hann var að hirða upp eftir
óveðrið um daginn.
Yfir vetrarmánuðina á Vöru-
bílastöðin allt sitt undir fiskinum
og þá eru allir bílarnir 30 í fiski en
nú er sem sagt allt stopp og verður
þannig þar til verkfall sjómanna
leysist.
Við stöndum heils hugar með
sjómönnum í þeirra baráttu og ég
tel að það eigi að gera allt til að
endar nái saman hjá höfðingjun-
um sem semja.
Hljóðið í mönnum hér á stöðinni
er dapurt en hvað verður skal ég
ekki spá um.
Frá ísafirði í upphafi vetrarvertíðar, skuttogaraflotinn liggur bundinn og innar í krikanum eru fiskiskipin af ýmsum
hann atvinnulaus. Hafi við-
komandi unnið sem svarar
1700 klukkustundir á þessu
tímabili, hlýtur hann há-
marksbætur, sem nema kr.
253,52 á dag auk 10,00 kr.
fyrir hvert barn á framfæri
hans, yngra en 17 ára. Lág-
marksbætur nema fjórðungi
af þessari upphæð, en
barnauppbót er hin sama, og
miðast þær við, að viðkom-
andi hafi unni 400 klst. síð-
asta árið. Bæturnar fara síð-
an stighækkandi, eitt pró-
sentustig fyrir hverjar
sautján vinnustundir, þar til
fullum bótum er náð með
1700 vinnustundum.
Sú breyting varð á lögum í
sambandi við atvinnuleys-
isbætur fyrsta júlí sl. að nú
stórt fyrirtæki sem 45 til 50
prósent bæjarbúa sæktu
vinnu sína til, þar með taldir
sjómenn. I>að fyrirtæki lifir á
sjónum, er með útgerð,
frystihús, skreiðarvinnslu,
síldarverksmiðju og fleira og
það væri nú allt stopp og flest
fólkið með.
Logi sagðist ekki hafa
tölu yfir atvinnulausa á
Neskaupstað vegna sjó-
mannaverkfallsins en sagði
að togarar hjá þeim væru
oftast á þessum tíma í
landi og væri því verkfalls-
ins ekki enn farið að gæta
svo mjög. Bjóst hann þó við
að fólk færi að láta álit sitt
í ljós fljótlega.
• * V«J> «* '*• ••<* i* -••* »<« « ••
Netagerd Ingólfs
í Eyjum:
Bátarnir geta
ekki leyst
út netin
INGÓLFUR Theódórsson hjá Neta-
gerdinni Ingólfl í Vestmannaeyjum
tjáði Mbl. í gær, að ennþá gRtti
áhrifa stöðvunar flotans lítt hjá neta-
gerðum, en að því kæmi.
Sagði hann, að stöðvunin hefði
vinnutefjandi áhrif og ylli því að
bátarnir gætu ekki leyst út
þorskanetin fyrr en vinnustöðvun-
inni lyki, þar eð peningamálin
stæðu föst.
„Það er alveg í járnum með að
við höfum nóg að gera núna, alls
ekki meira en það. Þetta hefur
neikvæð áhrif á allan rekstur."
•• «
MORGUJÍBLADIC, ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1982
29
Húsavík:
200 starfsmönn-
um sagt upp
TRYGGVI Finnsson, frysti-
hússtjóri á Húsavík, sagði í
samtali við Mbl. í gær, að þar
lægi öll starfsemi nú niðri og
að venju hefði frystihúsið
sagt upp fastráðningarsamn-
ingum um 200 starfsmanna
frá og með jólum, en sá hátt-
ur hefði verið hafður á und-
anfarin ár á þessum árstíma,
sem að jafnaði væri rólegur
mjög.
„Ennþá er nokkur salt-
fisk- og skreiðarverkun í
gangi, en ef ekki leýsist úr
þessu fljótlega, er alvarlegt
mál á ferðinni. Annars hef-
ur oft ekki verið byrjað á
frystingu hér fyrr en þann
10. jan., heldur unnið við
viðhald ýmiss konar."
Verkamannafélagið
Dagsbrún:
„Anzi baga-
legt víða“
Halldór Björnsson ritari
Dagsbrúnar sagði í samtali
við Mbl. að mikið væri hringt
þessa dagana á skrifstofuna
og spurt um hvert fólk ætti
að snúa sér í sambandi við
atvinnuleysisbætur og annað.
Ljósmynd Mbl. Úlfar.
í Sandgerðishöfn um helgina, allur flotinn bundinn. Ljósmynd Mbl.
Kristján.
Vörubílastöðin
Þróttur í Reykjavík:
Fiskurinn hefur
bjargað
vetrinum
Það er oftast fiskurinn sem bjarg-
ar vetrinum hjá okkur, sagói Kjart-
an Trausti Sigurdsson, fram-
kvæmdastjóri vörubílastöóvarinnar
Þróttar, í samtali við Mbl., en útlit
er fyrir að það minnki eitthvað
vegna sjómannaverkfallsins.
Herluf Clausen, formaður vöru-
bílastöðvarinnar, sagði að nú væri
oftast dauður tími f yrir vörubíl-
stjórana en stæði sjómannaverk-
fallið lengi ætti það eflaust eftir
að hafa áhrif á stöðina. Um 200
manns vinna á vörubílastöðinni.
Verkalýðsfélag
Vestmannaeyja:
„Allt við það að
lognast út af‘
- Atvinna 700 manna í hættu
Jón Kjartansson, formaður Verka-
lýðsfelags Vestmannaeyja sagði í
samtali við Mbl. í gær, að enn væri
ekki Ijóst hve margir myndu missa
vinnuna í Vestmannaeyjum vegna
vinnustöðvunarinnar, en 600—700
manns ynnu við fiskvinnsluna. Sagði
Jón að 150 kauptryggingarsamn-
ingar rynnu út í dag, þriðjudag og
það væri einkum kvenfólk sem yrði
fyrir barðinu á uppsögnum.
„Hér er allt við það að lognast
út af, þetta er að vísu sá árstími,
sem jafnan er rólegur, en aldrei
hefur hann verið alveg dauður
eins og núna,“ sagði Jón að lokum.
Verkamannafélagið
Hlíf í Hafnarfirði:
„Hrikalegt
ástand“
Uppsögnum er beitt af
fullri hörku og það er hrika-
legt að verða fyrir þessu,
sagði Hallgrímur Pétursson
formaður Verkamannafé-
lagsins Hlífar í Hafnarfirði.
Sagði hann að það hefði legið
í loftinu að hráefni yrði ekki
fyrir hendi og að verkefna-
skortur yrði og væri það
hrikalegt ástand. Eina sára-
bótin væru atvinnuleysisbæt-
ur.
Ekki er útséð hve mörg-
um í félaginu verður sagt
upp og hefur verið sagt
upp, en Hallgrím grunaði
að einhverjir karímann-
anna fengju að vinna
áfram, fastamennirnir, til
að sjá um viðhald véla.
Sagðist Hallgrímur eiga
bágt með að trúa því að
ráðamönnum veitist erfitt
að leysa þennan vanda.
Verkakvennafélagið
Framsókn í Reykjavík:
Aðgerðirnar
bitna fyrst og
sfðast á konunum
Þórunn Valdimarsdóttir, for-
maður Verkakvennafélagsins
Frá eiiini af bryggjum Vestmannaeyjahafnar, Naushamarsbryggju, þar
sem allt er nú með kyrrum kjörum vegna ástandsins í útvegsmálum
landsins. Ljósmynd Mbl. Sigurgeir.
Ekki vissi hann hve
margir það væru sem sagt
hefði verið upp í Dagsbrún
en fyrir utan fólk í hrað-
frystihúsum, þá væri
margt annað tengt þeim
sem missti vinnuna. Þannig
færu mennirnir sem vinna í
Togaraafgreiðslunni af
launaskrá þann áttunda
janúar ef ekkert breyttist.
Pað væri Ijóst að mjög
stór hópur verkafólks í
Dagsbrún færi á atvinnu-
leysisskrá og sagði Halldór
það vera ansi bagalegt víða.
Hann bætti því þó við að
það væri ekki stór hópur i
Dagsbrún sem væri fisk-
verkunarfólk hlutfallslega
miðað við víða úti á landi.
Alþýðusamband
Vestfjarða:
500
missa
atvinnuna
- fólk ósátt við að teljast
„annars flokks“
borgarar
„Það rifjast upp fyrir manni
það óöryggi sem fiskverkunar
fólk á við að búa,“ sagði Pétur
Sigurðsson formaður AV. „Þeg-
ar eitthvað bjátar á geta vinnu-
veitendur tekið það af launa-
skrá. Það eru um 500 eða fleiri
sem missa atvinnuna hjá okkur
gæti ég hugsað,“ sagði Pétur og
bætti því við að andinn hjá fólk-
inu einkenndist af því að það
væri ekki sátt við að teljast ann-
ars flokks borgarar. Því þætti
það leitt að hægt væri að henda
því úr húsunum þegar fiskinn
þryti.
„Svo er annað skrítið," sagði
Pétur, „og það er hvers vegna
menn setjast alltaf niður að-
eins á milli jóla og nýárs til
viðræðna um hluti sem í
marga mánuði hafa verið stór
vandamál. Hvers konar jóla-
sveinar stjórna landinu, sem
engar áhyggjur þurfa að hafa
nema milli jóla og nýárs?"
sagði Pétur Sigurðsson.
Málm- og skipæsmidjur:
Erfiðleikar
með
greiðslur
GUÐJÓN Tómasson, framkvæmda-
sljóri Sambands málm- og skipa-
smiðja, sagdi í samtali við Mbl. í gær,
að fyrstu áhrifln af flotastöðvun sem
þessari á starfsemi málm og skipa-
smíðafyrirtækja væru miklar annir, því
nú væri tíminn notaður til að gera við
ýmislegt, svo skipin væru tilbúin til
þorskveiða þann flmmtánda janúar nk.
„Það verður mikið að gera fram að
því, en síðan má búast við dauðu
tímabili, eftir að allir togararnir
fara út þarna á sama tíma. En þess-
ar sveiflur í verkefnafjölda geta ver-
ið fyrirtækjunum erfiðar."
Franisóknar í Keykjavík, sagðist
halda að á atvinnuleysisskrá hjá
þeim yrðu um 400 til 500 manns.
Sagði Þórunn að álit sitt á
þessum uppsögnum væri svart.
Það væri voðalegt að svona
þyrfti að koma fyrii-, en öllu
hræðilegra væri það að alltaf
þegar eitthvað bjátaði á í fisk-
iðnaðinum hérá landi, bitnaði
það fyrst og síðast á konunum í
hraðfrystihúsunum. Hún sagði
að uppsagnarfresturinn á kaup-
tryggingasamningnum væri allt
of stuttur, aðeins vika.
Andinn í fólkinu, sagði Þór-
unn, að væri slæmur og sagði
hún að konum þætti voðalegt að
þurfa að mæta þessum uppsögn-
um. Sérstaklega væri það hræði-
legt á þessum tíma árs.
SJÁ NÆSTU SÍÐU.