Morgunblaðið - 05.01.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1982 3
Rýrnun
Línuritið hér að ofan sýnir þróun
kaupmáttar frá því á þriðja ársfjórðungi
1978 fram til þriðja ársfjórðungs 1981
og er það byggt á upplýsingum, sem
fram komu í áliti sjálfstæðismanna í
fjárveitinganefnd Alþingis við aðra um-
ræðu um fjárlög fyrir 1982.
Miðað við 3ja ársfjórðung 1978 hef:
ur kaupmáttur launþega innan ASÍ
rýrnað um 7% á sama ársfjórðungi
1981, kaupmáttur opinberra starfs-
manna hefur á sama tíma rýrnað um
10,4%. Elli- og örorkulífeyrisþegar
með tekjutryggingu bjuggu á 3ja
ársfjórðungi 1981 við eilítið lakari
kaupmátt en á 3ja ársfjórðungi 1978,
hins vegar var kaupmáttur almenns
ellilífeyris 9,5% minni á 3ja ársfjórð-
ungi 1981 en á 3ja ársfjórðungi 1978.
Það var einmitt á 3ja ársfjórðungi
1978, sem Alþýðubandalagið fékk
ráðherra í ríkisstjórn Ólafs Jóhann-
essonar og hafa þeir verið við völd
síðan, ef undan eru skildir 4 mánuðir
frá október 1979 til febrúar 1980.
Komst Alþýðubandalagið til valda
undir kjörorðunum „Kosningar eru
kjarabarátta“ og „Samningana í
gildi".
kaupmátta
síðan 1978
Kaupmáttur
Svavar Gestsson:
Knappur og
óviss meiri-
hluti á þingi
SVAVAR GesLsson, formaður Al-
þýdubandalagsins, segir í ára-
mótagrein í Þjóóviljanum á
gamlársdag, aó ríkisstjórnin búi
vió knappan og óvissan meiri-
hluta á Alþingi.
„Hitt er ljóst, að meirihluti
stjórnarinnar á alþingi er ekki
eins sterkur og vera þyrfti,"
segir Svavar Gestsson enn-
fremur.
Alburt boðar
komu sína
BANDARÍSKI stórmeistarinn Lev Al-
burt hefur tilkynnt þátttöku á Keykja-
víkurskákmótið, sem hefst í febrúar á
Kjarvalsstöóum. I>á hefur ungverski
stórmeistarinn Adorjan staófest, aó
hann mun mæta til leiks, þannig að
Ijóst er aó 20 stórmeistarar að minnsta
kosti munu taka þátt í mótinu.
Ungverski alþjóðlegi meistarinn
Horvath hefur og tilkynnt þáttöku.
Enn er á huldu, hvort Viktor
Korchnoi, hinn landflótta sovéski
stórmeistari mun mæta til leiks, og
hvort eða hverjir muni mæta frá
Sovétríkjunum.
„Hvað er að gerast
um helgina“
ÞEIR, SEM vilja koma að fréttum
í þáttinn „Hvað er að gerast um
helgina", eru beðnir um að skila
þeim inn á ritstjórn Morgunblaðs-
ins fyrir miðvikudagskvöld. Komi
fréttirnar síðar er ekki hægt að
Iryggja birtingu þeirra í þættin-
um. Þátturinn verður framvegis í
blaðinu á föstudögum.
Vegna óvenju hagstæðrar skráningar franska frankans þá getum
við nú boðiö nokkrar Peugeot fólksbifreiðar á hreint ótrúlegu verði.
Verð skv. gengisskrá 1/1/82
104 ............. kr. 94.300
305 GLS ......... kr. 122.900
305 station ..... kr. 146.200
504 GR .......... kr. 132.800
504 station ..... kr. 157.100
505 frá ......... kr. 154.100
Peugeot bílar eru þekktir fyrir
gæði, aksturseiginleikar eru
einstakir og fjöðrunin slaglöng
og mjúk.
Peugeot 305 og 505 eru fáanlegir
með sóllúgu, lituðu gleri í rúðum,
rafdrifnum rúðum, rafmagnshurðalæs
ingum, vökvastýri (505) og vönduðu
tweedáklæði á sætum.
V/ t»
HAFRAFELL
VAGNHÖFÐA7
® 85211 - 85505
VÍKINGURSF.
AKUREYRI
w w
TRYGGIÐ YKKUR BIL STRAX, ÞVI AÐEINS ORFAUM BILUM ER ORAÐSTAFAÐ