Morgunblaðið - 05.01.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.01.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1982 „Steindór“ skipti um eigendur um áramótin; Innkallar sam- gönguráduneytið öll stöðvarleyfin? EIGENDASKIPTI urðu ad Bifrciða- -slöd Steindórs sf. nú um áramót. 35 bifreidastjórar, sem vinna eða hafa unnió á stöðinni, keyptu stöðina af erfinjrjum Steindórs heitins Einars- sonar, sem slofnaði hana árið 1914 o>> Vélstjórar neita fleiri undanþágum VÉLSTJOKAK hafa ákveðið að veita engar undanþágur frá verkfalli sínu meðan vinnuveitendur aflétta ekki verkhanni, sem sett var á vélstjóra frá og með 30. desember. l‘ar með fellur niður véla- eða öryggisgæzla um borð í skipum, en vélstjórar hafa séð um að halda skipum „frostklárum", án þess þó að standa vaktir um borð í skipun- um. Vélstjórafélag íslands, Vélstjóra- félag Suðurnesja og vélstjórar í Grindavík standa að þessari ákvörð- un, sem kom til framkvæmda á mið- nætti síðastliðnu. Þessi ákvörðun kann að hafa mikla erfiðleika í för með sér fyrir útgerðir. Undanfarna daga hafa Sjómanna- sambandið og vélstjórar gefið nokkr- ar undanþágur til að flytja skip á milli staða vegna viðgerða og breyt- inga. Meðal annars fékk eitt skip undanþágu til að fara til Færeyja, þar sem skipið er í slipp. rak hana síðan til dauðadags. Brynj- ólfur Ingólfsson ráðuneytisstjóri í samgönguráðuneytinu sagði í gær í samtali við Morgunblaðið, að óheimilt væri að selja atvinnuleyfin, sem fylgt hefðu stöðinni. Kvað hann ráðuncytið ekki myndu geta setið aðgcrðarlaust í málinu. I samtali við fulltrúa eigenda stöðvarinnar, fyrrverandi og núver- andi, lögfræðingana Hafstein Sig- urðsson og Þorstein Júlíusson, kom fram að þeir líta svo á að öðru vísi beri að fara með stöðvarleyfi Steindórs en almenn atvinnuleyfi til Ieigubifreiðaaksturs. Þessi leyfi séu gefin út 25. maí 1956 á Bifreiða- stöðina Steindór sf., en ekki á nafn Steindórs Einarssonar heitins eða erfingja hans. Tala leyfanna er 45. Þau séu eign stöðvarinnar og síðan sé hún seld i einu lagi. Leyfin hafi verið veitt á sínum tíma án um- sóknar. Á árinu 1972 hafi verið samin sérstök reglugerð um Bif- reiðastöðina Steindór þar sem leyfi voru gefin út á nöfn erfingja Stein- dórs, en þau séu öll ómarktæk, þar sem reglugerðin, sem þau byggist á, hafi aldrei verið birt og hafi af þeim sökum ekki nðlazt lagagildi. Brynjólfur Ingólfsson ráðuneyt- isstjóri sagði i gær að til álita kæmu nokkrar leiðir til aðgerða af hálfu ráðuneytisins. í fyrsta lagi væri það lögbann af hálfu ráðu- neytisins, en í annan stað kvað hann einnig koma til greina að leyf- in yrðu innkölluð. Taldi hann þá leið heppilegri. Heitavatnsleiðsla undir göngugötunni í Austurstræti sprakk fyrir nokkru og leggur mikla gufu upp af henni. Samkvæmt upplýsingum Mbl. verður unnið að viðgerð leiðslunnar á næstu dögum. Ljósmynd Mbi. Ráðning fulltrúa á húsnæðisdeild Félagsstofnunar: Málsmeðferð kærð til jaftiréttisráðs Mikill ágreiningur um hliðarráðstafanir: Alþýðubandalagiö fund- ar á fimmtudaginn, Framsókn á fóstudag ÞINGFLOKKUR Alþýðubandalags- ins kemur saman til fundar á fimmtudag og ræðir stöðu efna- hagsmála, en þingflokkur og fram- kvæmdastjórn Framsóknarflokksins á lostudag í sama tilgangi. Mikill ágreiningur er milli ríkis- stjórnarflokkanna um hvernig standa skuli að hliðarráðstöfunum þeim í efnahagsmálum, sem boð- verðshækkunar og gengisfell- ingar. Alþýðubandalagsmenn hafa viljað beita einhvers konar milli- færsluleiðum en framsóknar- menn, a.m.k. margir hverjir, verið því mjög andvígir. Þingmennirnir Halldór Ásgrímsson og Guðmund- ur G. Þórarinsson hafa staðið hvað harðast gegn þessum hug- myndum alþýðubandalagsmanna, samkvæmt heimildum Mbl. BIRNA Þórðardóttir, Guðrún Helga- dóttir, borgarfulltrúi, og Þorbjörn Broddason, fulltrúi í félagsmálaráði, hafa farið þess á leit við jafnréttis- ráð að það kanni hvort lög um jafn- rétti kvenna og karla hafi verið brot- in við ráðningu í starf fulltrúa í hús- næðisdeild Félagsmálastofnunar Keykjavíkur. Bæði Birna og þau Guðrún og Þorbjörn vísa í þessu til- felli til ummæla borgarfulltrúa við ráðningu í starfið. Birna var eini kvenmaðurinn, sem um starfið sótti, en það var veitt karlmanni. Þau Guðrún og Þorbjörn telja, að með því að ráða ekki Birnu, sem þau töldu hæfasta til starfs- ins, væru jafnréttislögin brotin, en telja einnig að í ræðum sumra borgarfulltrúa hafi verið að finna yfirlýsingar, sem beinlínis stang- ist á við lögin. Þá nefna þau ræðu Gerðar Steinþórsdóttur og segja Guðrún Helga- dóttir og Þor- björn Broddason veitast að Gerði Steinþórsdóttur að í henni hafi komið fram starfs- lýsing, sem hafi verið í iitlu sam- ræmi við auglýsingu um starfið. Jafnréttisráði hafa borizt bæði þessi erindi og hefur vegna þess óskað starfslýsingar varðandi um- rætt starf og bókuðum umræðum um þetta mál. í tilefni þessa hafði Morgun- blaðið samband við Gerði Stein- þórsdóttur og sagði hún, að hún hefði á umræddum fundi verið með starfslýsingu frá Félagsmála- stofnun. Umrædd auglýsing hefði verið samin af Þorbirni Brodda- syni, varaformanni félagsmála- ráðs, í fjarveru hennar og virtist hún fremur í ósamræmi við starf- ið en hitt. Það virðist sem verið væri að reyna að breyta eðli starfsins án þess að nokkuð hefði verið rætt um það fyrir fram. Starfið væri einkum fólgið í að- stoð við húsnæðisfulltrúa og í að halda fundi með húsvörðum, gefa út beiðnir um vara- og viðhalds- hluti fyrir íbúðir borgarinnar, og sjá um búferlaflutninga á vegum borgarinnar. Þetta starf þarfnað- ist því fremur iðnmenntaðs manns með þekkingu á viðhaldi húsa, en háskólamenntaðs manns enda væru launin samkvæmt 12. launa- flokki og því hefði húsvörður og iðnlærður maður verið ráðinn í starfið, sem húsnæðisfulltrúi hefði mælt með. í sambandi við endurskipulagningu stofnunarinn- ar hefði verið talað um að hús- næðisdeildin sæi aðeins um rekst- ur íbúða, en hinn mannlegi þáttur færðist inn á svið fjölskyldudeild- ar og því væri það ekki í samræmi við þessar breytingar, að ráða há- skólamenntaðan mann að hús- næðisdeildinni. Ráðist á stúlku RÁÐIST var á stúlku á mótum Klapparstígs og Njálsgötu þegar hún var á leið til vinnu sinnar um níu- leytið á sunnudagsmorgun. Maður réðst að henni og reyndi að draga hana inn í húsasund. Stúlkan veitti mótspyrnu og þegar maðurinn heyrði í bifreið skammt frá lagði hann á flótta. Stúlkan slapp ómeidd. Stúlkan kærði árásina til lög- reglunnar og gat gefið svo góða lýsingu á manninum, að hann náð- ist fljótlega. aðar hafa verið í kjölfar fisk- Er Framsóknarflokkurinn klofinn um flugstöðina? Ágreiningur vex milli Ólafs Jóhannes- sonar og Steingríms Hermannssonar „EDI.ILEGAST væri, að Bandaríkja- menn greiddu að öllu leyti kostnað við byggingu flugstöðvarinnar, enda er það nauðsynlegur þáttur í aðskiln aði hers og þjóðar, sem ákveðinn var og líta má á, sem skilyrði við endur- nýjun herstöðvarsamningsins 1974." Þannig komst Steingrímur Her mannsson, formaður Framsóknar flokksins og samgönguráðherra, að orði í Morgunblaðinu 31. desemlær s.l., þegar hann svaraði spurningu blaðsins um það, hvort enn eigi að fresta ákvörðun um að hefja fram- kvæmdir við smíði nýrrar flugstöðv- ar á Keflavíkurflugvelli. í Morgunblaðinu 14. október var það haft eftir Steingrími Her- mannssyni, að hann hallaðist meira og meira að því, að Banda- ríkjamenn ættu að kosta byggingu flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli að öllu leyti. Sagði hann þetta sína persónulegu skoðun, en hún væri ekki ný í Framsóknarflokknum, Tómas Árnason, viðskiptaráð- herra, hefði áður lýst þessari skoð- Af þessu tilefni sneri Morgun- blaðið sér til Ólafs Jóhannessonar, fyrrverandi formanns Framsókn- arflokksins og utanríkisráðherra, sem fer með flugstöðvarmálið í ríkisstjórninni. Birtust viðhorf utanríkisráðherra hér í blaðinu 15. október. Sagðist Ólafur Jóhann- esson ekki vera sammála skoðun formanns Framsóknarflokksins, Steingríms Hermannssonar og bætti við: „Ég tel eðlilegt að Is- lendingar greiði sinn hluta af framkvæmdunum." Taldi Ólafur heppilegast, að kostnaðarskipting yröi til helminga, eins og um hefði verið rætt, þó þannig að Banda- ríkjamenn greiddu aldrei meira en 20 milljónir dollara. Þegar þessi mál voru til um- ræðu um miðjan október sagði Svavar Gestsson, formaður Al- þýðubandalagsins, hér í blaðinu, að það væri fráleitt að ætla Bandaríkjamönnum að fjármagna flugstöð á Keflavíkurflugvelli. Andstaða Alþýðubandalagsins við það, að Bandaríkjamenn leggi fé í Olafur Jóhannemon ulanríkwráóherra: Ekki sammála Stein- grími og Tómasi - umað Bandaríkjamenn jfreiði nugstödvarbygginguna ad fullu I m f)árligmtrumvirpiiu (Jl lénafjár nrnrnn pái flrnmtáinn ná . •* rkkt ny i PrunuAánar ánum Ttnii Arnnmn kafi áá Frétt Morgunblaðsins frá 15. október, þegar Olafur Jóhannesson, utanríkis- ráðherra, lýsti sig úsammála þeim Steingrími llermannssyni og Tómasi Árnasyni, þrátt fyrir þá yfirlýsingu utanríkisráðherra um mál, sem undir hann heyrir, hefur Steingrímur Hermannsson gengið feti framar í andstöðu við forvera sinn í formannsstól Framsóknarflokksins. flugstöðvarbygginguna, veldur því, að málið veltist ákvörðunar- laust á milli manna í ríkisstjórn- inni eða nefnda á hennar vegum. Með yfirlýsingu sinni á gamla- ársdag gengur Steingrímur Her- mannsson þvert á sjónarmið tveggja utanríkisráðherra úr Framsóknarflokknum, þeirra Ein- ars Agústssonar, sem gegndi emb- ætti utanríkisráðherra, þegar samið var um fyrirkomulagsbreyt- ingar á Keflavíkurflugvelli 1974 og hratt í framkvæmd stefnunni um kostnaðarskiptinguna, og Ólafs Jóhannessonar, sem fylgir sömu stefnu nú og hann gerði um miðj- an október.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.