Morgunblaðið - 05.01.1982, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 05.01.1982, Blaðsíða 42
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1982 Agúst setti met í Gamlárshlaupi ÍR ÁGÚST Þorsteinsson UMSB sigraði með miklum yfirburðum í Gamlárs- hlaupi ÍR og stórbætti met Jóns Driðrikssonar á hringnum, sem nú hefur verið hlaupinn sex ár í röð. Hljóp Ágúst á 30:39 mínútum en met Jóns var 31:13 frá 1977. Ágúst hefur dvalizt við æfingar og keppni í Aust- in Texas, ásamt fleiri íslenzkum frjálsíþróttamönnum, og er greini- lega á góðri leið með æfingarnar. Ágúst Þorsteinsson tók forystu strax er hlaupið hófst og eftir um tvo kílómetra hafði hann hrist alla keppinauta sína af sér. Alls tóku 27 hlauparar þátt í hlaupinu, sem er 10 kílómetrar, þar af fimm konur, þeirra fyrst varð Ragnheið- ur Ólafsdóttir FH, sem sýndi að hún hefur æft vel í vetur, en hún, kom í mark í tólfta sæti. Gamlárshlaupið fór fyrst fram 1976 og var því háð í sjötta skipti nú. Hlaupið hefur jafnan dregið að sér beztu hlaupara landsins, en að sjálfsögðu hafa aðstæður til keppni verið misjafnar, aðeins a «1 • Agúst Þorsteinsson setti met í hlaupinu. einu sinni betri en nú, í fyrra varð að fresta því um nokkra daga vegna veðurlags. Metþátttaka var í hlaupinu að þessu sinni. Meðal keppenda var Janus Guðlaugsson atvinnumaður í þýzku knattspyrn- unni og er árangur hans athyglis- verður þar sem langhlaup og knattspyrna eru ólíkar íþrótta- greinar. Urslitin urðu annars sem hér segir: Karlar: Ágúst Þorsteinsson UMSB 30:39 Gunnar Páll Jóakimsson ÍR 32:00 Ágúst Ásgeirsson ÍR 32:36 Gunnar Snorrason UBK 32:45 Einar Sigurðsson UBK 32:49 Steinar Birgisson lR 33:14 Jóhann Sveinsson UBK 33:16 Sigfús Jónsson ÍR 33:52 Gunnar Birgisson ÍR 34:35 Leiknir Jónsson Á 34:52 Sigurður Haraldsson FH 35:20 Jóhann Heiðar Jóhannsson ÍR 35:56 Janus Guðlaugsson FH 36:33 Ingvar Garðarsson HSK 36:45 Ingólfur Jónsson KR 37:42 Högni Óskarsson KR 37:59 Guðmundur Ólafsson ÍR 38:03 Sigurjón Andrésson ÍR 38:38 Ársæíl Sigurðsson ÍR 39:37 Þórólfur Þórlindsson UÍA 40:08 Jóhann Björnsson ÍBK 40:19 Tómás Ponze ÍR 51:42 Konur: Ragnheiður Ólafsdóttir FH 35:22 Linda Loftsdóttir FH 47:08 Rakel Gylfadóttir FH _ 47:08 Linda B. Ólafsdóttir FH ' 48:04 Ingunn Benediktsdóttir KR 51:39 Orður nældar í Ovett og Coe • Janus Guðlaugsson keppti í Gamlárshlaupi ÍR og stóð sig með miklum ágætum og sýndi að hann er í góðri þjálfun. r— 1. DEILD I Manch. ('ity 20 H > 4 6 29 22 34 Stulhamplon 19 10 3 6 35 28 33 Swan.sca ('ity 2« 10 3 7 31 31 33 Manchcstcr l'td. 18 9 5 4 28 15 32 Ipswich 16 10 2 4 28 19 32 Tottcnham 17 9 2 6 26 19 29 NotlinKham F. 18 8 5 5 23 23 29 Fv«*rton 19 8 4 7 27 25 28 Krighton 19 6 9 4 24 19 27 Arscnal 16 8 3 5 15 12 27 Wrsl llam 16 6 8 2 33 22 26 Uvcrpool 17 6 6 5 24 19 24 H>st Hromwich 18 6 6 6 23 19 24 Aston Villa 19 5 7 7 23 23 22 ( ovcntry 20 6 4 10 29 32 22 Stokc 18 6 2 10 23 28 20 lx*cds 18 5 5 8 18 32 20 Wolvcrhampton 18 5 4 9 12 25 19 Hirmingham 16 4 6 6 23 23 18 Notts County 17 4 5 8 24 31 17 Sundcrland 19 3 511 16 33 14 Middlcsbrough 18 2 6 10 16 30 12 2. DEILD Luton Town 19 14 2 3 44 20 44 (Xdharn 21 10 7 4 32 23 37 Watford 18 10 1 4 28 20 34 Q. 1». K. 20 10 3 7 27 19 33 ( hcl.s«*a 20 9 5 6 28 27 32 Hlackhurn 21 8 7 6 25 20 31 Harnslcy 19 937 30 21 30 Shr fncld Wed. 18 9 3 6 22 22 30 I^ctccstcr 19 6 8 5 25 20 26 ( harlton 21 7 5 9 28 33 26 Norwich 20 7 4 9 22 30 25 Ncwcastk* 18 738 23 19 24 < 'ardiff 19 7 3 9 22 29 24 ('rystal Halacc 17 7 2 8 14 14 23 Shrcwsbury 18 6 5 7 19 24 23 licrby 18 6 4 8 23 30 22 Kothcrham 17 6 3 8 25 25 21 ('ambridgc 18 7 0 II 25 29 21 Holton 20 6 2 12 17 29 20 W rcxham 19 5 3 10 20 26 18 < Irient 19 5 3 11 14 23 18 (irimsby 16 4 5 7 17 27 17 MARGRÉT Thatcher forsætisráð- herra Stóra Bretlands ákvað um ára- mótin að viðurkenna sérstaklega hlaupagarpana Steve Ovett og Seb- astian Coe fyrir þau frábæru afrek sem þeir hafa unnið á hlaupabraut- inni, með því að sæma þá orðunni MBE. Orðurnar eru að vísu veittar í nafni drottningar, en það er jafn- an forsætisráðherrann sem velur viðkomandi. Þóttu Ovett og Coe koma sterklega til greina um síð- ustu áramót eftir að hafa unnið sín gullverðlaunin hvor á Ólymp- íuleikunum í Moskvu, en af hálfu Thatcher koma aldrei til greina að Mikið líf var í tuskunum er Akur- eyrarmótið í innanhússknattspyrnu fór fram milli jóla og nýárs. Margir áhorfendur mættu í íþróttaskemm- una og hvöttu sína menn dyggilega í baráttunni við erkióvininn. Þór var sterkari aðilinn á þessu móti en þeir sigruðu í átta leikjum en KA í fjór- um. Þór fór með sigur af hólmi í fimmta fl. A (5:4), fimmta fl. B (3:0), heiðra íþróttamenn þá þar sem hún lagðist gegn þátttöku brezkra íþróttamanna í leikunum. Nú virð- ist hún vera búin að taka Ovett og Coe í sátt, en afrek þeirra á árinu 1981 voru út af fyrir sig af því tagi að næg ástæða var fyrir hvaða forsætisráðherra sem er að viður- kenna þá sérstaklega. Það hefur jafnan verið siður brezkra forsætisráðherra að við- urkenna einn til tvo beztu íþrótta- menn þjóðarinnar, enda gera brezkir stjórnmálamenn sér betur grein fyrir því en pólitíkusar flestra þjóða annarra hvaða gildi íþróttirnar hafa fyrir þjóðlífið. fjórða fl. A (6:2), þriðja fl. A (7:5), þriðja fl. B (4:3), kvennaflokki (3:1), fyrsta fl. (5:4) og í meistaraflokki sigraði Þór með 8 mörkum gegn 5. KA sigraði í sjötta flokki (4:2), fjórða fl. B (4:2), öðrum fl. (6.5) og í Old hoys-flokki sigruðu KA-„strák- arnir“ með 5 mörkum gegn 3. Sigur vegurum voru veittir veglegir gull- peningar að launum. — sh. • Skemmtileg tilþrif I leik KA og Þórs ( 6. flokki í Akureyrarmótinu í innanhússknattspyrnu. Þór sterkari í Akureyrarmótinu Spánverjinn Severiano Ballesteros vmrð að sætta sig við annað sætið í keppninni og 160 þúsund dollara í verðlaun. Hann tapaði í bráðabana fyrir Miller. Hér má sjá hvar Ballesteros fagnar einu löngu pútti sínu sem fór ofan t, í stórri golfkeppni fyrir skömmu. Sfmam. AP. Miller vann 500 þúsund dali BANDARÍKJAMAÐURINN Johnny Miller varð frekar óvæntur sigurveg- ari á fimm manna móti meistara í golfi sem haldið var í Sun City í SuðurAfríku um helgina. Verðlaun á mótinu voru þau langhæstu sem um getur á golfmóti og má geta þess, að Miller fékk um 500.000 banda- ríkjadali fyrir sigurinn. Sá sem hreppti fimmta sætið fékk 100.000 dali. Aðstæður voru ekki upp á það besta í Sun City, völlurinn að vísu frábær, en slíkur hiti, að keppend- ur voru ýmist með hatta á höfðum sínum, eða hreinlega með regn- hlífar. Þá mátti heyra í bavíönum geltandi hér og þar og gleraugna- slöngur þræddu sér leiðir inn á brautirnar. Auk þessa reyndust áhorfendur heldur ágengir og má í því sambandi geta þess, að stúlka nokkur spillti stórum einni flöt- inni með háhæluðum skóm sínum. En keppendur létu þetta ekkert á sig fá, til dæmis sagði Lee Trevino meðal annars: „Mér er hreint sama hvað bavíanar og áhorfend- ur taka sér fyrir hendur, þá fyrst fer ég að kvarta ef einhver grípur í kylfuna hjá mér í baksveiflunni." En keppnin var geysispennandi og áður en lauk þurftu þeir Miller og Spánverjinn Sevriano Ballest- eros að leika bráðabana og hafði Miller þar betur. Þegar venjulegri keppni var lokið, höfðu þeir Miller og Ballesteros báðir leikið á 277 höggum. Hafði Miller þó rekið lestina eftir fyrsta dag keppninn- ar. Gamla kempan Jack Nicklaus varð naumlega í þriðja sæti og gat engum nema sjálfum sér um kennt. Á síðustu holunni átti hann möguleika á því að jafna, ná Mill- er og Ballesteros, en auðvelt „pútt“ geigaði illilega og lék hann því samanlagt á 278 höggum. Lee Trevino og Garry Player urðu í fjórðu og fimmtu sætunum, en urðu undir í baráttunni við hit- ann, voru langt á eftir fyrstu þremur keppendunum. 0^ í | COLF ! Einkur magjðfln KA: Sigurður Sigurðsson 7 Magnús Gauti Gautason 5 Jóhann Einarsson 5 Friðjón Jónsson 5 Erlingur Kristjánsson 6 Þorleifur Ananíasson 4 Magnús Birgisson 4 Aðalsteinn Jóhannsson 4 Jakob Jónsson 4 KR: Alfreð Gíslason 7 Gunnar Gíslason 7 Brynjar Kvaran 6 Gísli Felix Bjarnason 5 Ragnar Hermannsson 4 Jóhannes Stefánsson 6 Haukur Geirmundsson 6 Ólafur Lárusson 4 Haukur Ottesen 6 Friðrik Þorbjörnsson 5 Konráð Jónsson 4 Guðrún kvaddi árið með meti GUDRÚN Ingólfsdóttir KR kvaddi árið, sem nú er liðið, með því að stórbæta íslandsmet sitt í kúluvarpi innanhúss. Á næstsíðasta degi árs- ins varpaði Guðrún 14,56 metra á innanfélagsmóti í KR-húsinu. Guð- rún átti sjálf eldra metið, en það var 14,07 metrar, sett í apríl. Vart þarf að taka fram, að Guðrún á einnig utanhússmetið, það er þó lakara en innanhússmetið, eða 14,21 metrar, en ætla má að hún eigi eftir að bæta það í sumar. ffB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.