Morgunblaðið - 05.01.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.01.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1982 17 Kvenfélag Grindavíkur afhenti fyrir jólin kirkjunni í Grindavík peningagjöf ad upphæð 40.000 krónur, sem renna i til kirkjubyggingarinnar. Nú hefur kirkja þeirra Grindvíkinga verið í smíðum í um þrjú ár en reiknað er með að hún verði tekin í notkun einhverntíma á árinu 1982. Við sama tækifæri afhenti Félag þroskaheftra á Suðurnesjum kirkjunni peningagjöf að upphæð krónur 5000. A myndinni er Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Kvenfélags Grindavikur, að afhenda peningagjöfina Svavari Árnasyni, formanni sóknar nefndar Grindavíkur. — Ljósm.: Guðfinnur. Kvennaframboð á Akureyri: Vill aukið atvinnulýð- ræði - er á móti stóriðju Flugleiðir sitja ekki við sama borð og aðrir aðilar segir Skúli Þorvaldsson, hótelstjóri Hótels Holts, m.a. um samning Flugleiða og ISI um flutninga og gistingu fþróttafólks ÁHUGAHÓPUR um kvennafram- boð á Akureyri hefur gefið út fyrsta tölublað af blaðinu „Kjósum kon- ur“, en fyrirhugað er að blaðið komi reglulega út fram að sveitarstjórn- arkosningum næsta sumar. í útgáfu- nefnd eru Vala Valgarðsdóttir, Rósa Júlíusdóttir og Guðmundur Sæ- mundsson. Verði ekki af sameigin- legu prófkjöri flokka og lista fyrir kosningarnar á Akureyri er stefnt að því að kvennalistinn verði skipaður um mánaðamótin janúar/febrúar og þá meðal annars með hliðsjón af skoðanakönnun innan áhugahópsins um kvennaframboðið. í blaðinu er að finna stefnuskrá kvennaframboðsins. í kafla um at- vinnu- og kjaramál segir m.a. að í kjaramálum beinist stefna kvennaframboðsins annars vegar að því að aflétta því misrétti kynj- anna, sem ríkir á vinnumarkaðn- um og hins vegar þeirri vinnu- þrælkun sem viðgengst og skaðar fjölskyldulíf margra. „Það er ein- dregin skoðun okkar," segir í stefnuskránni, „að stóriðja í at- vinnumálum sé ekki sú leið í at- vinnumálum, sem hentar bænum [ okkar. Þess í stað teljum við að j leggja beri áherzlu á að byggja j upp og efla almennan iðnað, sem byggir á því sem fyrir er og notar heimafengin aðföng." í kafla um jafnréttismál segir meðal annars. „Við leggjum til að bæjarstjórn setji sér þá reglu, að konur eigi að jafnaði helming sæta í öllum fastanefndum, ráðum og stjórnum. Sama regla ætti að gilda um kosningu fulltrúa bæjar- ins í nefndir, stjórnir og ráð, sem bærinn á aðild að.“ Síðar segir: „Við teljum rétt og nauðsynlegt, að starfsfólk stofnana og fyrir- Framtíð Sjallans á Akureyri: Ákvörðun tek- in í janúar Akureyri 30. denember. ÁKVÖRÐUN um hvað gert verdur vid Sjálfstæðishúsið á Akureyri, er stór skemmdist í bruna fyrir skömmu, verð- ur ekki tekin fyrr en síðari hluta janú- armánaðar næstkomandi, að því er Gunnar Ragnars, formaður stjórnar Akurs hf., tjáði tíðindamanni Morgun- blaðsins. Sjálfstæðishúsið var stærsti skemmtistaður á Akureyri, tók um 600 gesti, og þar hefur verið rekið veitingahús allt frá því húsið var byggt. Eigandi Sjálfstæðishússins er Akur hf. — og á Sjálfstæðisflokkur- inn meirihluta hlutabréfa fyrirtæk- isins. tækja í eigu bæjarins (eða sem bærinn á hlutdeild í) kjósi úr sín- um hópi einn eða fleiri fulltrúa í viðkomandi ráð, nefnd eða stjórn, og séu þeir ekki úr hópi æðstu stjórnenda viðkomandi stofnunar eða fyrirtækis. „VIÐ HÖFUM ekkert á móti heiðar- legri samkeppni. Það er hverjum og einum frjálst að selja sína vöru á því verði sem hann vill. Hins vegar er Ijóst, að Flugleiðir sitja ekki við sama borð og aðrir. Á sama tíma og þær bjóða öllum íþróttaiðkendum í landinu, sem eru í kringum 40 þús- und, 50% afslátt af öllum fargjöld- um, þá leita þær eftir styrkjum og lánurn frá ríkinu," sagði Skúli Þor valdsson, hótelstjóri á Hótel Holti, í samtali við Mbl., er hann var inntur álits á nýgerðum samningi milli Flugleiða og ÍSÍ um flutninga og gistingu fyrir íþróttafólk, en í samn- ingum er kveðið á um, að ÍSÍ skuli beina íþróttafólki á Hótel Esju og Hótel Loftleiðir. „Ef þær geta gefið þennan mikla afslátt getur hagurinn varla verið mjög bágur. Þær hafa hins vegar möguleika á að breyta bók- færðri útkomu að vild. Þær geta sagt, að tap sé á innanlandsflugi og Atlantshafsflugi vegna þess, að það séu grundvallarsamgöngur og bókfært síðan hagnað á hótel og bílaleigu, eins og þær gera. Á einu ári hafa þær t.d. breytt tapi hótel- anna í hagnað. Félagið hefur á einni hendi allt bókunarkerfið til landsins og í mörgum tilfellum býður það að- eins upp á tvö hótel, Hótel Esju og -Hótel Loftleiðir, og ef spurt er um Hótel Sögu eða Hótel Holt, þá hef- ur það komið fyrir, að sagt sé að þessi hótel séu upptekin, sem þau hafa ekki verið. Það hefur því alls ekki stundað heiðarlega sam- keppni að þessu leyti. Það notar sína einokunaraðstöðu því alveg," sagði Skúli ennfremur. Skúli Þorvaldsson sagði, að í samningi Flugleiða og ISI stæði, að ÍSÍ muni beita áhrifum sínum til að innlent og erlent íþróttafólk, sem þarf á gistingu að halda, beini sínum viðskiptum til Hótels Esju og Hótels Loftleiða. „Þarna er ÍSÍ að skuldbinda sig til að beina sín- um viðskiptum til ákveðins aðila og hefur enga valkosti," sagði Skúli ennfremur. „Ég vil ítreka, að ef allir sitja við sama borð, þá hef ég ekkert á móti því, að ákveðnir aðilar, hvað svo sem þeir heita, geti boðið lágt verð. Ég get hins vegar ekki farið til ríkisins og óskað eftir styrk vegna þess, að tap sé á Hótel Holti, á þeirri forsendu, að ég reki þjónustu við erlenda ferðamenn þrjá mánuði ársins. Flugleiðir geta hins vegar hagrætt sínu bókhaldi, hvar þær eru með tap og hvar þær eru með hagnað. I skjóli þessa geta þær rekið deildir eins og hótal og bílaleigu með undir- boðum og tapi og keppt við menn, sem ekki hafa sömu aðstöðu. Það er þetta, sem mér finnst fyrst og fremst gífurlega óréttlátt," sagði Skúli Þorvaldsson, hótelstjóri á Hótel Holti, að síðustu. Húsavík: Árið heilsaði með hríð og kveð- ur á sama hátt llúsavík, 30. desember. ÁRIÐ 1981 gekk í garð með norðan- átt og snjókomu, og það ætlar að kveðja á sama hátt, því að í dag er hér norðaustan stórhríð, og ekki spáð batnandi veðri. Flug og aðrar samgöngur við kaupstaðinn eru tepptar. I fáum orðum sagt má lýsa veðrinu á tæplega liðnu ári með þessum orðum: Veðurfar mjög óhagstætt, vetur fyrri hluta árs kaldur, vorið kom ekki, sumarið stutt og vetur settist aftur að í september síðla. Þrátt fyrir þessa óáran hefur afkoma manna verið góð, má al- mennt teljast, hér á Húsavík. — Fréttaritari *-“• Sv.P.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.