Morgunblaðið - 05.01.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.01.1982, Blaðsíða 22
 I 30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 5. JANÚAR 1982 f Vestmannaeyjum liggur um 60 skipa floti Eyjamanna bundinn við Nausthamarsbryggju, Bæjarbryggju, Básaskersbryggju og í Friðarhöfn, en oft hefur verið líflegra í þessari stærstu verstöð landsins í upphafi vetrarvertíðar, en Eyjahöfn er eins konar móðurskip fyrir flota landsmanna við allt Suðurlandið. Ljósmynd Mbl. Sígurgeir. Stykkishólmur: ÖH fiskvinnsla liggur niðri - Skelfiskveidar í hættu STIIRLA Böðvarsson sveitarstjóri, Stykkishólmi, sagði í gær, að þar lægi nú öll fiskvinnsla niðri, reiknað hefði verið með að hefja skelfisk- veiðar strax eftir áramót, en nú horfði mjög alvarlega vegna vinnu- stöðvunarinnar. Sturla sagði að í Stykkishólmi hefðu milli tíu og tuttugu manns verið á atvinnuleysisskrá síðan í nóvember, vegna verkefnaskorts í skelfiskvinnslu, en alls störfuðu eitthvað yfir hundrað manns við fiskvinnslu í bænum. „Fólk hefur verulegar áhyggjur af ástandinu, en við trúum þvi að þetta leysist á næstu dögum. Við héldum líka að sjómenn hér myndu standa utan þessara að- gerða, þar eð lítið hefur verið deilt um skelfiskverðið.“ N’erkalýds- og sjómanna- félag Suðurnesja: Hér er fólk ósköp dapurt“ - búist við 170 manns á atvinnuleysisskrá „HÉR er fólk ósköp dapurt,“ sagði Sigurbjörn Björnsson, starfsmaður hjá Verkalýðs- og sjómannafélagi Suðurnesja, í samtali við Mbl. Hann sagði að búist væri við að um 160 til 170 manns færu á atvinnuleysisskrá hjá þeim og væri þá aðeins um að ræða landverkafólk. Sagði Sigurbjörn útlitið ekki beint gæfulegt og að þeir væru búnir að hafa fjöldann allan af verkafólki á atvinnuleysisskrá síð- an í ágúst sl. og verst hafi það verið í nóv.—des. Þá höfðu þeir 60 til 70 manns á atvinnuleysisskrá. Mest konur. „Maður vonar bara að þetta verði ekki langdregið," sagði Sigurbjörn. Bifreiðastöð Vestmannaeyja: ii „Hér er allt dautt og ömurlegt Sjómannaverkfallið hefur mjög mikil áhrif á okkar starf, ekkert síð- ur en annarra hér, því þessi bær lifir á fiskinum, sagði Magnús Jónasson stöðvarstjóri Bifreiðastöðvarinnar í Vestmannaeyjum í samtali við Mbl. Hann sagði það hafa verið dautt og ömurlegt þessa dagana þar sem allt hefði verið á fullu ef sótt væri á sjóinn. Það eru 28 menn sem á vörubíl- unum vinna og eru þeir sárir yfir verkefnaleysinu sérstaklega þar sem þeir voru sviknir á síldinni en mun minna var landað af henni hér í Vestmannaeyjum en áður og svo þetta. Ástandið er alls ekki bjart, sagði Magnús. Verkakvennafél. Fram- tíðin í Hafnarfirði: ,Alveg hissa á ríkisstjórninni að drífa sig ekkiu Ég er alveg hissa á ríkisstjórninni að hún skuli ekki vera fljótari að leysa þessi mál, sérstaklega þar sem þeir vissu það allan tímann að hverju stefndi, sagði Guðríður Elías- dóttir, formaður Verkakvennafélags- ins Kramtíðin í Hafnarfirði, í samtali við Mbl. Ég er alveg hissa á að þeir skuli ekki drífa sig í að leysa þessi mál, sagði hún. Á annað hundrað reiknaði Guð- ríður með að yrði sagt upp í henn- ar félagi en mestur hluti hennar félagsmanna vinnur í BÚH eða Bæjarútgerð Hafnarfjarðar. Ég hef vissulega samúð með sjómönn- um í þeirra baráttu, og það er bara eðlilegt að þeirra barátta hafi svona áhrif á okkar fólk, því allt er þetta samtengt, en þessar uppsagnir eru agalegar. Þorlákshöfn: Níu af hverjum tíu lifa á fiskvinnslunni Stefán Garðarsson, sveitarstjóri í Þorlákshöfn, sagði við Mbl. í gær, að sennilega hefðu 350—400 manns beinar tekjur af fiskvinnslunni í bænum, en níu af hverjum tíu bæj- arbúum sæktu þangað lífsviðurværi sitt beint eða óbeint. Kvað Stefán enn vera nokkuð að gera í sumum fyrirtækjum, en sú hætta væri yfir- vofandi að allt atvinnulíf í Þoriáks- höfn myndi lamast. „Hér hefur aldrei verið atvinnu- leysi og það talar sínu máli um ástandið nú, að í dag, fyrsta virk- an dag eftir áramót, hafa tíu manns látið skrá sig atvinnulausa. Þetta ástand kemur mjög illa við okkur hér.“ Verkalýdsfélagið Eining: A sjötta hundrað missir atvinnuna JÓN HELGASON, formaður Verka- lýðsfélagsins Einingar á Akureyri, sagði í gær, að á Akureyri yrði vænt- anlega unnið fram eftir viku hjá Út- gerðarfélaginu við saltfisk- og skreiðarverkun, en í Ólafsfirði og á Dalvík hefði fiskvinnslan stöðvast algcrlega, nú þegar. Sagði Jón, að búast mætti við að eitthvað yfir 500 manns yrðu atvinnulaus næstu daga, ef ekki rættist úr. „Það er uggur í fólki hér, vegna þessa. Við höfum verið að reikna með að þetta myndi leysast fljót- lega, annars er hér á ferðinni al- varlegt mál, því atvinnuleysisbæt- urnar segja lítið, þegar á reynir.“ Þessa mynd tók Kristján Einarsson Ijósmyndari Morgunblaðsins úr lofti yfir Reykjavíkurhöfn sem aldrei fyrr hefur hýst svo mörg skip í einu, bæði stór og smá, allt frá trillum og upp í skuttogara eins og sjá má. „í festarnar toga hin friðlausu skip,“ segir í einu af kvæðum Tómasar og á það vel við um þann hluta flota Hafnfirðinga sem sést á myndinni er var tekin um helgina, eftir að flotinn stöðvaðist. Þessi mynd var tekin í Höfn í Hornafirði í gær og þar voru allir átján bátar Hornfirðinga bundnir við bryggju eins og staðan er nú í öllum sjávarplássum landsins. i.jóHmynd Mbi. Kin»r. Blaðburðarfólk óskast Hringiö í síma VESTURBÆR Tjarnargata I og II, Nýlendugata, Vesturgata 2—45, Skerjafjörður, sunnan flug- vallar, Selbraut. Garðastræti AUSTURBÆR Laugavegur 1—33, Úthlíö, Miðbær I og II, Hverfisgata 4—62, Baldursgata, Háahlíö. UTHVERFI Gnoðavogur 14—42, Njörfasund, 35408 i £ J U1 ý . J tiUillsi/J i * 1 ilt/tt >c .no

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.