Morgunblaðið - 05.01.1982, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1982
Friðrik Friðriksson skrifar frá Bandaríkjunum:
Lægri skattar —
breytt hugarfar?
þessa dagana fjalla bandarískir fjölmiðlar óvenjumikið um
gang efnahagsmála, þar sem fram og aftur er skeggrædd
framvindan undir stjórn Ronalds Reagans. I viðtölum fer
mikið fyrir gagnrýni frá demókrötum sem kenna Reagan um
samdrátt í efnahagslífinu, aukið atvinnuleysi og yfirhöfuð allt
það sem miður fer. Þessi söngur var jafnvel byrjaður áður en
frumvarp forsetans um efnahagsviðreisn tók gildi fyrir rúm-
um tveimur mánuðum. Lítið fer fyrir athugasemdum við þess-
um málflutningi né skýringum á efnahagsfrumvarpinu og þar
sem þeirra er þörf, þá vil ég hér úr bæta í tveimur greinum og
nefna nokkur mikilvæg atriði varðandi frumvarpið, ekki síst
. sjálfa hugmyndina sem liggur því að baki.
Fyrir þaö fyrsta, þá er broslegt
að demókratar á Bandaríkjaþingi
skuli ekki sjá, að hvað sem frum-
varp forsetans mun leiða af sér í
framtíðinni, þá hefur það ekkert
með að gera þótt útlitið í efna-
hagsmálum nú sé ekki sérlega
bjart. Það ætti öllum að vera ljóst
að efnahagsaðgerðir hafa engin
skyndileg áhrif, eins og skrúfað sé
frá krana, heldur líður verulegur
tími þar til áhrifa þeirra fer að
gæta. Demókratarnir eru því að
bölsótast út í fjármálaóstjórn
fyrrverandi forseta síns, demó-
kratans Carters. Finnst mörgum
það einkennilegt að samherjar séu
þannig að ráðast á Carter, sér í
lagi þar sem hann hefur látið af
störfum forseta.
Ef vikið er að efnahagsáformum
Reagans, þá liggur beint við að
skýra hvað í þeim felst. Að greina
framvinduna í hagkerfinu út frá
framboðshlið (supply-side) er
gömul hugmynd sem Reagan tek-
ur mið af, en „faðir“ hagfræðinn-
ar, Adam Smith, fjallaði um þetta
fyrstur á 18. öld, þrátt fyrir að
höfundarréttur „Reagan-bylt-
ingarinnar" sé eignaður hagfræði-
prófessornum Artúr Laffer frá
Kaliforníu. Hugmyndin er í stór-
um dráttum sú, að í hagkerfinu
megi finna beint samband á milli
þeirrar skattbyrði sem lögð er á
einstaklinga og fyrirtæki og
þeirra skatttekna sem ríkissjóður
síðan innheimtir. Þessu má lýsa
nánar á eftirfarandi hátt. Skatt-
tekjur ríkisins aukast ef skattar
eru hækkaðir upp að tilteknu
marki, en fari skattar þar yfir þá
taka skatttekjurnar að lækka.
Skýringin á minnkandi skatttekj-
um er sú, að með síhækkandi
sköttum verði hugarfarsbreyting
hjá einstaklingum, þeir sjá sér
ekki lengur hag í að vinna jafn
mikið og áður þar sem æ stærri
hlutur teknanna fer í skatta.
Sama á við um fyrirtæki, —
stjórnendur þeirra vitá að meiri
hagnaður leiðir til hærri skatta,
þetta dregur úr áhuga þeirra á að
leggja í áhættusamar fjárfest-
Mörgum finnst einkennilegt að
demókratar á Bandarfkjaþingi skuli
nú vera að ráðast á fyrrverandi for
seta sinn, demókratann Carter.
ingar, t.d. rannsóknir á nýrri
tækni, sem síðar gætu orðið undir-
staða nýrra framleiðslumöguleika
og fleiri atvinnutækifæra. Reagan
er þess fullviss að Bandarikja-
menn séu lokaðir inn í hring
ofsköttunar og hann vill brjótast
út með því að minnka umsvif
ríkisins og lækka skatta. Aðgerð-
irnar miða að því að valda hugar-
farsbreytingu einstaklinga og
stjórnenda fyrirtækja, á þá leið að
nýir framleiðslukraftar munu sjá
dagsins Ijós þegar einstaklingar
hafa hvata til að auka vinnu-
framlag sitt og eigendur fyrir-
tækja sjá aukna arðsemisvon í að
bæta við fjárfestingar. Þessu til
viðbótar þá er það von hagspek-
inga stjórnarinnar að skattalækk-
anirnar virki svo hvetjandi á efna-
hagslífið, að skattatekjur lækki
ekki mjög mikið þrátt fyrir stór-
fellda lækkun í skattstiganum.
Þessi hugmynd gengur því í öfuga
átt á við hefðbundnar hugmyndir
um hagstjórn, sem miða að því að
hafa áhrif á eftirspurnina í hag-
kerfinu með að gerðum í pen-
ingamálum og fjármálum ríkisins.
Þvi verður varla neitað, að þetta
hljómar dável, og ekki skemmir
fyrir að fjölmörg dæmi úr daglega
lífinu renna stoðum undir kenn-
inguna. Dæmin eru keimlík, hvað-
an sem þau eru tekin í nútíma vel-
ferðarríkjum, þess vegna er ein-
faldast og skýrast að taka þau frá
Islandi.
Á meðan nóg var af loðnu á ís-
landsmiðum, þá var velþekkt að
tveir og jafnvel þrír menn skiptust
á að stjórna loðnuskipum, þ.e.a.s.
hver um sig vann aðeins hluta úr
ári. Ástæðan var augljós, þeim
fannst ekki borga sig að vinna allt
árið vegna ofsköttunar. Ekki er
ósennilegt að lægri skattar hefðu
breytt þessu hugarfari, í þá átt að
auka vinnuframlag þeirra og þar
með tekjur, — þjóðartekjur hefðu
hækkað og líklega skatttekjur
einnig. Lækkun hárra skatta leiðir
því ekki til samsvarandi lækkunar
í skatttekjum. — Þær gætu meira
að segja aukist, en ekki gefst til-
efni að þessu sinni að ræða við
hvaða aðstæður það gæti gerst.
Þegar málarinn segir við múr-
arann: Ég mála húsið þitt ef þú
múrar mitt, þá eru það, að þeirra
mati, eðlileg viðbrögð við ofskött-
un. Þeir taka upp vöruskipti til að
koma í veg fyrir að tekjur mynd-
ist, sem síðan eru skattlagðar.
Báðir aðilar telja sig væntanlega
hagnast og á nýjan leik mætti
ætla að lægri skattar myndu
breyta hugarfari þeirra og vinnu-
tilhögun, þannig að þeir sæu sér
hag í að nýta tíma sinn á annan
hátt en að standa í vöruskiptum. í
þessu dæmi er niðurstaðan harla
ljós, engin tekjumyndun þýðir
óbreyttar þjóðartekjur og þar af
leiðandi skatttekjur. önnur dagleg
einkenni ofsköttunar er vanvirð-
ing við skattalög, þar sem skatt-
svik eru ekki lengur einkamál
fárra, heldur sameinkenni þeirra
sem vilja líta á ofsköttunarlög
sem ólög.
Framangreind dæmi ættu að
nægja til að hver sjái sjálfan sig í
einhverju hlutverkanna, en einu
er þó við að bæta. Þessi lýsing er
dæmigerð fyrir hið svokallaða
„neðanjarðarhagkerfi", sem sósía-
listum verður gjarnan tíðrætt um
en misskilja hins vegar algerlega.
Það er auðsætt að sú krafa þeirra
að grafa upp meinsemdina með sí-
hækkandi sköttun er ekki lækn-
ingin heldur meinsemdin sjálf.
I Neinni Kreininni er fjaHad um huKsanleKan
árangur af cfnahagsfrumvarpi Kcagans.
Enginn veit
um endalok
I fyrrihluta þessarar greinar er
sagt frá meginhugmyndinni að
baki svonefndri (supply-side) hag-
fræði, en á henni byggir Reagan
Bandaríkjaforseti efnahagsáætl-
anir sínar. Fjallað er um samband
skattbyrði og skatttekna ríkisins,
neikvætt hugarfar samfara of-
sköttun og hvernig Reagan vill
leysa úr læðingi áður ónýtta fram-
leiðsluþætti með stórfelldri lækk-
un skatta. Að baki þessari áætlun
liggur því sú forsenda, að Banda-
ríkjamenn hafi þegar farið yfir
strikið í skattheimtu. Hér á eftir
eru vangaveltur um gildi þessarar
forsendu og væntanlegan árangur
aðgerðanna.
Engum dylst að ýmis tákn eru á
lofti í vestrænum velferðarríkjum
á tveimur árum eða 30% á þremur
árum? Þessum spurningum getur
reynslan ein svarað og tengist því
síðara atriði þessarar greinar, þ.e.
óvissunni um árangur sem fylgir
öllum efnahagsaðgerðum.
Þrjú atriði koma hér til álita,
sem skipta misjafnlega miklu
máli. Fyrir það fyrsta þá er niður-
skurður ríkisútgjalda og skatta
ekki daglegt brauð í stjórnmála-
sögu Vesturlanda, enda hafa
stjórnmálamenn verið önnum
kafnir við hið gagnstæða, þ.e. að
eyða sem mestu með samsvarandi
stighækkun skatta. Það er því ekki
mikið um gögn sem gefa vísbend-
ingu um hvernig einstaklingar
muni bregðast við skattalækkun-
um. Annað atriði snertir máttl-
eysi mannsins til að ráða við nátt-
úruhamfarir og önnur ófyrirsjá-
anleg atriði sem geta gert vonir
um árangur að engu. Ekki má
gleyma styrjaldarrekstri í þessu
sambandi. í þriðja lagi verður að
nefna þátt stjórnmálamannanna
sjálfra, — þeirra sem feðruðu
skattalækkanirnar í Bandaríkjun-
um. Flestir vita, að fljótt skipast
veður innan veggja löggjafar-
samkunda og heldur þá er kosn-
ingabarátta stendur fyrir dyrum.
Niðurskurðarmaðurinn í dag get-
ur því hæglega verið kominn á
bekk með eyðsluseggjunum á
morgun og jafnvel staðið fyrir að-
gerðum sem verka í öfuga átt við
þær fyrri. Hér er reyndar drepið á
stærra vandamáli, sem er almenn
staða stjórnskipunarinnar, en því
verður ekki gerð frekari skil að
þessu sinni.
Framangreind atriði sýna ann-
ars vegar hversu mörg ólík atriði
ráða því hvort árangur næst og
hins vegar ættu þau að varpa ljósi
á hvaða takmörk hagfræði eru
sett. Þótt hagfræðin sé óumdeil-
anlega mikilvæg vísindagrein, þá
verða ekki kveðnir upp margir
dómar um stóra sannleik þegar
viðfangsefnið er einstaklingurinn
og umhverfi hans. Hagfræðin get-
ur því aldrei orðið fullkomnari en
fólkið sem hún fjallar um. Af
\iMm\
A meðan nóg var af loðnu unnu sumir loðnuskipstjóranna aðeins hluta úr ári vegna hárra skatta.
Að loknu ári fatlaðra:
Öll erum við takmörkunum háð
eftir Alfreö
Haróarson og Sigur-
geir Þorgrímsson
Á liðnu ári hefur margt gott
fólk orðið til að styrkja málstað
fatlaðra. Aukin umræða um málið
hefur víkkað hugtakið fötlun og
hefur þetta góða fólk þegar rutt
ýmsum hindrunum úr vegi svo
fatlaðir megi njóta almennrar
þátttöku og jafnréttis, því:
..llaltur ríöur hrossi
hjord rckur handarvanur
daufur \fj;ur dui»ir . .
(ílr llávamálum)
Hver er fullkominn? Engin
mannleg vera. Oll erum við tak-
mörkuð að.einhverju leyti. Öll að
einhverju leyti fötluð. — Sam-
skipti okkar innbyrðis eiga því að
vera með þeim hætti, að hver ein-
staklingur haldi sinni mannlegu
reisn. Fötlun má gjarnan meta
sem aðstöðu einstaklingsins í um-
hverfi sínu. Því er oft auðvelt að
draga úr afleiðingum fötlunar.
Er nærsýnn maður fatlaður? Já,
gleraugnalaus. Er manneskja í
hjólastól fötluð? Já, að sjálfsögðu,
en hún getur þó séð fyrir sér og
sínum og unnið þjóðfélaginu gagn,
ef vinnustaður hennar er aðlagað-
ur þörfum hennar, svo hún geti
unnið í stólnum. Það er hægt að
nefna góð dæmi um viðbrögð vin-
nuveitenda í þessu sambandi, þeir
hafa t.d. sagað neðan af borðum
og bætt umferðaræðar. Með því.að
iiiiitniiiiiiiuHMfHifiUii
sníða umhverfið að einstaklingn-
um má draga mjög úr áhrifum
flestrar fötlunar. Það má finna
störf við flestra hæfi.
Með allri þeirri umræðu sem
farið hefur frám um fötlunina
hafa hinir fötluðu óþyrmilega ver-
ið minntir á fötlun sína. En vegna
starfshátta nútíma þjóðfélags og
sérþáttagreiningar verða þessi
vinnubrögð að viðurkennast. Til
þess að ná því setta markmiði að
draga svo úr fötlun einstaklings-
ins, að hann njóti sín sem best í
samfélaginu.
(Heimildir: Málefni fatlaðra „Gef-
ið út af Sjálfsbjörgu, landsam-
bandi fatlaðra, Rvk. 1981.)
Alfreð Harðarson
Sigurgeir Þorgrimsson.
sem renna stoðum undir þá skoð-
un að ofsköttun dragi úr vilja
fólks til að vinna og valdi sam-
drætti í framleiðslu fyrirtækja.
Nægir þar að benda á vaxandi til-
hneigingu til vöruskipta, minni
vilja eigenda fyrirtækja til að
leggja út í fjárfestingar og ein-
staklinga til að vinna, svo og al-
mennt virðingarleysi gagnvart
skattalögum. Þótt menn fallist á
að forsenda Reagans sé rökrétt í
ljósi daglegrar reynslu, þá eru enn
mörg ljón á veginum. Það fyrsta
sem hér skiptir máli er að ákvarða
það stig skattheimtu þegar nei-
kvæðra áhrifa ofsköttunar fer að
gæta. Þetta er vitanlega grund-
vallaratriðið í allri kenningunni,
þar sem árangur ræðst fyrst og
fremst af því hvort skattar lækki
nægilega mikið til að valda hug-
arfarsbreytingu. Er t.a.m. nægi-
legt að lækka almenna skatta um
10% á einu ári eða er það of lítið
til að breyta nokkru? Verður
kannski að lækka akatta um 20%
þessu má leiða þá skoðun, að engin
vissa er um það hvernig ólíkir ein-
staklingar, með ólíkar skoðanir,
smekk og þarfir bregðast við
breyttum aðstæðum, í þessu til-
felli skattalækkunum. Spá grein-
arhöfundar um árangur efnahags-
aðgerðanna á af þessum sökum
jafn lítinn (eða mikinn) rétt á sér
eins og spádómar hvers og eins.
Spurningarmerkin og efin, sem að
•lokum ráða niðurstöðinni eru
nákvæmlega jafn mörg og þeir
einstaklingar sem í hlut eiga.
Fyrir þá sem vilja heyra spá, þrátt
fyrir öll spurningarmerkin, þá er
greinarhöfundur bjartsýnn og
styðst þar einkum við þekkt eðli
allra einstaklinga. Fullvíst er að
einstaklingar nota hugvit sitt í
skynsamlegri tilgangi og með
betri árangri þegar umbunar erf-
iðisins er að vænta, þeir nota
krafta sína með eigin hag að leið-
arljósi og án neinna tilætlana og
leiða athafnir þeirra til bætts
hags allra hinna.