Morgunblaðið - 05.01.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1982
11
Á ári fatlaðra:
Bandalag kvenna
gaf taugagreini
fyrir meira en
milljón nýkróna
Það var á áliðnu sumri 1980 að
Bandalag kvenna í Reykjavík fór
að huga að verkefni fyrir „Ar fatl-
aðra 1981“. Það var efst í huga á
hvern hátt væri best að verja kröft-
um, sameinast og reyna að létta
byrði þeirra er nafn þessa árs
höfðar til.
Einu aðildarfélaginu hafði borist
ábending um að Endurhæfingard-
eild Borgarspítalans vanhagaði um
nauðsynlegt rannsóknartæki. En
þar sem þetta er fámennt félag,
sáu félagskonur fram á, að þetta
verkefni var þeim ofraun vegna
fjáröflunar nýliðins barnaárs.
Var því farið með þetta mál-
efni og afhent stjórn Bandalags
kvenna. Var kallaður saman
formannafundur og málið lagt
fram. Var samþykkt að for-
mennirnir legðu þetta fyrir sín
félög. Var þetta samþykkt í öll-
um aðildarfélögunum. Endur-
hæfingardeildinni skyldi fært
þetta tæki, er síðan fékk nafnið
„taugagreinir". Stjórnin skipaði
framkvæmdanefnd fyrir verk-
efnið. Nefndina skipuðu eftir-
taldar konur: Björg Einarsdótt-
ir, Guðlaug Wium, Ingibjörg
Magnúsdóttir, Sólveig Alda Pét-
ursdóttir og Ragna Bergmann.
Síðan skipuðu öll aðildarfélög-
in 1 fulltrúa hvert og unnu þeir
með framkvæmdanefndinni að
verkefninu. Framkvæmdanefnd-
in lét útbúa táknrænt merki „10
hendur" 9 heilbrigða'. 1 veik-
burða, seldist það mjög vel og
tóku öll aðildarfélögin að sér
sölu á þeim.
Síðast í apríl höfðu safnast um
50 milljónir gkr., en það átti
tækið að kosta. Var því haldið
áfram og ákveðið að gefa annað
tæki „hliðartæki" við tauga-
greininn. Bæði tækin eru greidd.
Alls kom inn í söfnunina gkr.
110.408.963,- eða nýkr.
Unnur Ágústsdóttir, formaður Bandalags kvenna, afhendir taugagreininn á Endurhæfingadeild Borgarspítalans.
Adda Bára Sigfúsdóttir, stjórnarformaður, veitir honum viðtöku.
1.104.086,93, þar eru innifaldar
gkr. 10 milljónir, sem Vinahjálp
afhenti Borgarspítalanum að
gjöf til tækjakaupanna.
Margir spyrja: „Hvaðan komu
allir þessir peningar?" „Hvernig
var þetta hægt?“ Því er fljót-
svarað. — Peningarnir streymdu
inn, frá kvenfélögum, samtökum
og fyrirtækjum er gáfu stórar
upphæðir, og einstaklingar voru
mjög örlátir við þetta óskabarn
okkar.
Vilja nú Bandalagskonur
senda öllum þessum velunnurum
sínum út um allt land, alúðar-
þakkir fyrir rausn þeirra og
stórkostlegan vinarhug til árs
fatlaðra.
Stjórn Bandalagsins þakkar
framkvæmdanefndinni og full-
trúum, þeim aðildarfélögum sem
lögðu geysilega vinnu í þetta
verkefni og öllum bandalagskon-
um fyrir mikil störf.
Tækin voru afhent Endurhæf-
ingardeild Borgarspítalans þ. 4.
desember sl. af Unni S. Ágústs-
dóttur formanni. Ásgeir Ellerts-
son yfirlæknir bauð Bandalags-
konur og gesti velkomna til
fagnaðarins. Adda Bára Sigfús-
dóttir stjórnarformaður Borg-
arspítalans tók við gjöfinni og
færði þakkir fyrir stórkostlega
gjöf. Einar Valdimarsson læknir
og Ernir Snorrason sálfræðing-
ur lýstu notkun tækisins.
Er heim var haldið voru konur
glaðar í sinni að afloknu stóru
átaki.
(Krétt frá Bandalagi kvt-nna í Reykjavík.)
Akureyri:
Slökkvilið
slökkti í ára-
mótabrennu
Akureyri, 2. janúar.
ÁRAMÓTIN fóru friðsamlega
fram hér á Akureyri, og að sögn
lögreglunnar var annríki þar ekki
meira á gamlárskvöld en oft er á
venjulegu föstudagskvöldi.
Það bar þó til tíðinda, að
slökkvilið Akureyrar varð að
slökkva í einni af þremur ára-
mótabrennum er hér var kveikt
í á gamlárskvöld, og hinni
stærstu, er var við Aðalstræti.
Skömmu eftir að eldur hafði
verið borinn að bálkestinum
gerði hér þveran austan storm,
og var þá ekki að sökum að
spyrja, að eldtungur í brenn-
unni gerðust full nærgöngular
við nálæg hús handan götunnar.
Var því ekki um annað að
ræða en að slökkva eldinn, en
ekki hef ég heyrt hvort eða
hvenær bálið verður kveikt á
ný.
— Sv.P.
Akranes:
Raketta
kveikti
sinueld
RAKETTA kveikti í sinu á
svonefndri Breið neðst á Skipa-
skaga á gamlárskvöld, og varð að
kalla út allt slökkvilið Akraness
til að slökkva eldinn. Um tíma
logaði á um eins hektara svæði.
Var talin hætta á að eldurinn
kæmist í bensíngeyma og fisk-
verkunarhús á þessum slóðum,
en slökkviliðinu tókst að koma í
veg fyrir að svo færi. Eldurinn
kviknaði, sem áður segir, út frá
flugeldi að því að talið er, og
telur lögreglan að hann hafi
komið logandi til jarðar og
þannig kveikt í þurri sinunni.
Attþu
þér draum ?
Ljúft er að láta sig dreyma
og enn Ijúfara að láta þá rætast
Þeir sem spila með
í HHÍ 82 þurfa ekki að
láta koma sér á óvart þó
jafnvel lygilegustu draumar
þeirra geti ræst.
Hvernig líst þér á
að vera með
þegarvið drögum
út 136 milljónir
króna?
Vinningaskrá:
r
■•••■■•■ ]
•••■ • •••
•■■• •■•■■ • •••■ • ••• ■ ■■•
•••■•■■• •■■■••••
■■■■ •■■■ ■■■■■ • ••••
■■■• L. •••■ ■■•■■ ■■■■• J
9 @
9 —
9 —
198 —
1.053 —
27.198 —
106.074 —
134.550
450 —
135.000
200.000.-
50.000,-
30.000,-
20.000,-
7.500, -
1.500, -
750,-
3.000,-
1 800.000,-
450.000,-
270.000-
3.960.000-
7.897.500-
40.797.000-
79.555.500-
134.730.000,-
1.350.000,-
136.080.000-
HAPPDRÆTTI
HÁSKÓLA ÍSLANDS
hefur vinninginn
argus